Færsluflokkur: Íþróttir
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Karlmönnum er líka nauðgað
Fólk er almennt forviða á þessum dómi. Og ekki er það skrítið. Ljóst þykir að konan hafi verið beitt ofbeldi og þvinguð til samfara en.... hvað....???
Manni fallast hendur. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fá einhvern botn í lögfræðilegar ástæður að baki þessari sýknun.
Við eigum svo langt í land. Á svo mörgum sviðum. Gífurlegar framfarir hafa orðið síðustu 30 ár hvað varðar jafnrétti kynjanna, viðurkenningu á samkynhneigð, átröskunarsjúkdómum og geðsjúkdómum. Falin mein í þjóðfélaginu hafa komið upp á yfirborðið svo sem heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og svo mætti lengi telja. En betur má ef duga skal.
Klárlega lifir mýtan enn góðu lífi. Kona, sem er nauðgað, er drusla. Á einn eða annan hátt bauð hún sig fram. Ég vitna hér í bókina Kynlíf frá árinu 1937:
''Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti.''
Ég er persónulega sannfærð um það að hér kemur ekkert til með að breytast í viðhorfi karlmanna (og ég er ekki að meina allra karlmanna) og vissulega sumra kvenna fyrr en karlmenn sem hafa orðið fyrir nauðgun stíga fram.
Karlmönnum er nauðgað. Karlmönnum er nauðgað af öðrum karlmönnum og vissulega eru þess dæmi að mönnum hefur verið nauðgað af konum. Karlmönnum er byrlað nauðgunarlyfið, bornir heim af tveimur eða fleirum og nauðgað.
Og aðeins er hægt að reyna að ímynda sér hvernig væri að vera í sporum samkynhneigðs karlmanns að kæra stefnumótanauðgun. Ég hef allavega aldrei heyrt um slíkt. En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Vonandi finna karlkynsfórnarlömb nauðgana kjarkinn, og þá stuðning frá þjóðfélaginu um leið, til að kæra glæpina. Þar til held ég að dómsvaldið verði fast í sínum fornaldarhugsunarhætti og engin skref tekin fram á við.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. júní 2007
Hvítar tennur og kynlíf fer saman
Vegna kommenta sem ég fékk við Stress-sólar-færslunni hér fyrr í dag er ég bara tilneydd til að setja hér inn þessa færslu.
Jenný Anna er á því að best sé að hanga inni og vernda húðina þegar sólin er á lofti.
Jens aftur á móti bendir á að sólin hefur afar marga kosti, s.s. gefur okkur D-vítamín, hvítar og sterkar tennur og bein og gerir það að verkum að við verðum aktív á kynlífssviðinu.
Eins og svo oft þá getur maður greinilega ekki bæði átt kökuna og étið hana. Annaðhvort er maður með húð eins og Nicole Kidman og þá með ljótar tennur og kynlífssveltur
eða maður er eins og leðurjakki í framan, með óhemju hvítar tennur (eins og Ross hér um árið) og lifir villtu kynlífi.
Og þó.... hver vill stunda kynlíf með leðurjakka ?
Föstudagur, 29. júní 2007
Ég er með harðsperrur í rassinum
Eins og ég hef sagt áður er ég í einstaklega góðu líkamlegu formi . Finn það best núna eftir alla útivinnuna í dag. Við skakklöppuðumst hér um hjónaleysin í kvöld, hvort um annað þvert og endilangt (engin dónakomment takk fyrir). Ég býð ekki í hvernig ég verð í fyrramálið. Annars er gott að vera með harðsperrur í rasskinnunum. Maður fær á tilfinninguna að Jennifer Lopez megi fara að vara sig.
Ég er að fara að hitta Kollu bloggvinkonu í fyrramálið í tengslum við Þann Einhverfa og ætti því að færa minn þreytta kropp í rúmið. Maður verður nú að fá sinn fegurðarblund áður en maður hittir bloggvin augliti til auglitis. Er samt ekki í skapi til að fara að sofa.
Mánudagur, 25. júní 2007
Ný kynslóð, uppfull af kvenfyrirlitningu, að alast upp
Mér var sagt frá viðtali um daginn við karlmann sem í mörg ár hefur starfað með unglingum í unglingavinnunni eða ámóta starfi.
Ég hef ekki allar staðreyndir á hreinu, t.d. í hvaða í blaði viðtalið birtist eða nafn mannsins þar sem það fylgdi ekki sögunni, en mikið brá mér að heyra um þetta;
Þessi maður sagði að aldrei nokkurn tíma hefði hann áður í starfi sínu orðið var við eins mikla kvenfyrirlitningu eins og núna frá þessum ungu drengjum sem starfa undir hans stjórn.
Hann sagði klámkjaftinn á drengjunum vera ofboðslegan og virðingarleysið við stúlkurnar sem þeir vinna með vera algjört. Þeir neita að sópa því það sé kvenmannsverk. Hann hefur margoft orðið vitni af yfirlýsingum drengja um fáránleikann í því hversu háum stöðum kvenfólk sé farið að gegna og svona mætti lengi telja.
Aðspurður hvað hann teldi vera orsökin fyrir þessu nefndi hann klámvæðinguna.
Ég er búin að vera lengi að melta þessa frásögn. Er enn að reyna. Hef verið að velta fyrir mér hvernig geti staðið á því að drengir sem alast upp við það að mamma og pabbi vinni bæði úti og eigi sér ''career'' hafi þessa sýn á kvenfólk. Auðvitað veit ég að ennþá er það afar algengt að öll húsverk og það sem viðkemur heimilinu falla á konuna, jafnvel þó hún vinni jafnlangan eða jafnvel lengri vinnudag en maðurinn. En það hlýtur samt að vera á undanhaldi. Eða hvað?
En sennilega skiptir þetta með heimilishald bara engu máli. Sennilega er þetta hárrétt hjá manninum. Þessi mynd sem krökkum er gefin í dag að kynlíf, klám, bert kvenfólk, súludansmeyjar, einkadans, tölvuleikir þar sem nauðgun er mission, munngælur er aðgangseyrir inn í partý.....
Ég hef hér á blogginu mínu birt greinar úr bók sem heitir Kynlíf og er skrifuð 1937. Þetta hef ég gert bæði í gríni og alvöru til að sýna fram á hversu fornaldarleg hugsunin var á þessum tíma varðandi konur og kynlíf. En svei mér þá ef sú sýn er ekki betri en það sem við erum að upplifa í dag.
Eins og í raunveruleikanum eru fjöllyndir karlmenn í klámmyndum ''folar'' en konurnar ''easy'' og ''glyðrur'' sem ''láta alla ríða sér'' (afsakið orðbragðið).
Það sem þarf hér er uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi. Feður þurfa að tala við drengina sína og ekki bara um að muna að nota smokkinn svo þeir geri ekki einhverja stelpu ólétta.
Pabbar: þið verðið að ræða við strákana ykkar um kynlíf. Að kynlíf snúist ekki um að ríða. Að nei þýðir nei. Að munngælur séu líka kynlíf. Að klámmyndir séu ekki raunveruleikinn. Að á bak við hvern súludansara, á bak við hverja stúlku í klámmynd, hverja vændiskonu sé sorgarsaga. Að ekki sé eðlilegt að kaupa sér kynlíf......
Hjálp! Ég er kjaftstopp.
Mánudagur, 18. júní 2007
Nýju garðhúsgögnin vígð
Í gær vorum við svo heppin að vera boðið í grill yfir til Önnu frænku á 47. Og ekkert slor skal ég segja ykkur. Grillaður humar og hvítlauksbrauð í forrétt. Nautasteik og bakaðar kartöflur í aðalrétt. Konan (ég) skellti í mig rauðvíni eins og mér væri greitt veglegt kaup á tímann fyrir það. Gelgjan skellti í sig hamborgara og lét sig svo hverfa. Sá einhverfi hafði borðað pasta áður en við fórum yfir svo hann skemmti sér með hundunum (tveir hundar á þeim bænum) úti í garði. Nýfenginn áhugi á körfubolta varð líka til þess að hann dró einhvers konar risavaxinn veiðiháf út úr bílskúrnum og vildi festa hann á vegginn. Hélt þetta væri karfa. Var reyndar ekki langt frá því.. net, hringur og handfang sem hefði alveg getað skrúfast í vegginn. Gestgjafarnir voru samt ekki til í að klippa neðan af netinu, né skrúfa háfinn fastan við húsið. Sko sumir gestgjafar eru bara alls ekki gestrisnir.....
Því fór það svo að það sem átti að vera í 17. júní mat hjá okkur hérna á 43, var grillað í kvöld. Svínalundir ala breti. Af því tilefni voru nýju garðhúsgögnin vígð.
Gelgjan með pylsu ala mamma í pylsubrauði. Léttmjólk, árgangur 06 2007 í glasinu
Bretinn að snæðingi
p.s. Nú barasta verð ég að drífa mig í líkamsrækt. Ég var að reita arfa, róta í mold og stinga upp rætur í garðinum í gær og mig verkjar í allan líkamann. Töluverður fjöldi af vöðvum sem ekki eru notaðir í þessum kroppi. Samt sló það allt út fyrir einhverjum árum síðan þegar ég vaknaði með harðsperrur einn morguninn og gat aðeins tengt það við að hafa bograst yfir baðkarinu við hárþvott. Mana ykkur til að toppa það í ''vera ekki í formi'' deildinni.
Mánudagur, 18. júní 2007
Hún og Hann
Eight Words with two Meanings
Female...... Any part under a car's hood.
Male..... The strap fastener on a woman's bra.
2. VULNERABLE (vul-ne-ra-bel) adj.
Female.... Fully opening up one's self emotionally to another.
Male.... Playing football without a cup.
3. COMMUNICATION (ko-myoo-ni-kay-shon) n.
Female... The open sharing of thoughts and feelings with one's partner.
Male... Leaving a note before taking off on a fishing trip with the boys.
4. COMMITMENT (ko-mit-ment) n.
Female.... A desire to get married and raise a family.
Male...... Trying not to hit on other women while out with this one.
5. ENTERTAINMENT (en-ter-tayn-ment) n.
Female.... A good movie, concert, play or book.
Male.... . Anything that can be done while drinking beer.
6. FLATULENCE (flach-u-lens) n.
Female.... An embarrassing by product of indigestion.
Male...... A source of entertainment, self-expression, male bonding.
7 MAKING LOVE (may-king luv) n.
Female...... The greatest expression of intimacy a couple can achieve.
Male.. Call it whatever you want, just as long as we do it.
8. REMOTE CONTROL (ri-moht kon-trohl) n.
Female.... A device for changing from one TV channel to another.
Male... A device for scanning through all 375 channels every 5 minutes.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Auglýsi eftir trampolíni fyrir Mitchelin manninn
Ég veit að bloggið er ekki ætlað til smáauglýsinga en datt samt í hug að sniðugt gæti verið að auglýsa eftir trampólíni með öryggisneti hér.
Málið er að Sá einhverfi er að breytast í Mithcelin manninn þessi elska. Fyrst var talið að barnið fitnaði svona af Amilininu (lyfið sem hann var á, en flest börn fitna af því), svo var hann tekinn af lyfinu og það sér ekki högg á vatni. Hann er hoppandi um allan daginn á milli þess sem hann teiknar og skrifar einhverja snilli og gúgglar á netinu. Og hann borðar ekkert svaaaakalega mikið. Þyrftum samt að reyna að taka af honum brauðið .
En gaurinn fer ekki út að leika sér eins og önnur börn og því held ég að trampólín í garðinn væri snilldarleikur. Væri brilliant að fá það eitthvað ódýrara en á 40 þúsund kallinn sem það kostar út úr búð (með öryggisneti).
Þannig að, ef þið eigið í fórum ykkar trampólin sem þið eruð ekki að nota lengur þá endilega látið mig vita.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. maí 2007
Bretinn rak hressilega við
í stofusófanum á neðri hæðinni.
Ó mæ god sagði ég felmtri sleginn.
Já, hvað? æpti gelgjan úr herberginu sínu á efri hæðinni. Heyrðist einhver vera að kalla á sig.
Ég veit ekki hvort það voru hljóðin frá mér eða pabba hennar sem hún tók til sín, en hvort sem það var, þá engist ég hérna ennþá í krampakenndum hlátri.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 27. maí 2007
Áfram skal haldið með afmeyjunina
þar sem ég er að pikka á makka Bretans og það liggur ekkert sérstaklega vel fyrir mér, þá nenni ég ekki að koma með venjulegar upplýsingar um fyrri færslur úr bókinni Kynlíf frá árinu 1937. Þið getið bara skrollað á síðunni minni og leitað að fyrri færslum ef þið viljið lesa þær.
kafli 173. Blæðing við afmeyjun.
Dálítið blæðir úr hinu rifna meyjarhafti. Venjulega er þessi blæðing aðeins fáeinir dropar. Það eru þessir vel þekktu dropar, sem meðal ýmsra þjóða er beðið með fjálgleik sem merki meydómsins, og eru jafnvel sýndir ættingjum með sérstakri athöfn næsta morgun, og blessa þeir þá lakið eða fara með þetta sigurmerki ástarinnar og hengja það upp í einhverju hofi eða heilögum skógi.
kafli 174. Hvað skal gera, ef meyjarhaftið reynist óslítandi.
Ef haftið reynist óslítandi, þrátt fyrir nægilega getu mannsins, en það er mjög óvenjulegt, og kemur helzt fyrir hjá konum, sem komnar eru yfir þrítugt, skal ekki beita afli. ''Þú skalt ekki byrja hjúskap þinn með nauðgun'' (Balzac). Ekki ber að taka slíkt of nærri sér, heldur reyna aftur næstu nótt. Reynist það aftur árangurslaust, skal leita til læknis, sem klippir haftið í staðdeyfingu.
kafli 175. Leifar haftsins geta valdið sársauka.
Stundum kemur það fyrir, þótt haftið rifni á eðlilegan hátt, að leifar þess valdi sársauka við frekari samfarir. Venjulega hverfa þessar trefjar á nokkrum dögum og vikum. Ef ekki, þá er bezt að láta lækni taka þær.
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Skokk sökkar
Gelgjan sem er í 4. bekk var þreytt í morgun. Þegar ég hafði ýtt við henni tvisvar sinnum ákvað ég að leyfa henni að sofa yfir sig. Fannst dagurinn í dag jafn góður og hver annar til að byrja að láta hana taka ábyrgð á að vakna sjálf á morgnana.
Skólinn byrjar 08:10 og kl. 08:15 vakti ég hana. Henni stóð alls ekki á sama en hún má þó eiga það að hún var auðmýktin ein. Ég bjóst við því að hún yrði örg og æst og reið út í mig (hana kippir í kynið þessa elsku). Oooh sagði hún bara. Það verður ekkert smá skammarlegt að koma svona seint.
Ég skutlaði henni í skólann um leið og ég fór í vinnuna og hleypti henni úr við íþróttahúsið. Takk mamma sagði hún og kyssti mig bless. Ég horfði svo á eftir henni hlaupa á löngu leggjunum sínum (sem hún hefur vissulega ekki frá mér) að íþróttahúsinu. Þar tók einhver á móti henni í dyrunum og krafðist greinilega skýringa. Ég sá hvernig gelgjan boraði tá vinstri fótar ofan í glufu á gangstéttinni á meðan hún útskýrði seinaganginn. Táborunin er öruggt merki hjá henni um taugaóstyrk.
Kl. þrjú í dag hringdi hún í mig og var mikið niðri fyrir: Mamma, mamma, veistu hvað ég var heppin. Krakkarnir voru látin hlaupa Rauðavatnshring í íþróttatímanum. Ég er ekkert smáááááá heppin.
Móðir hennar er hinsvegar örlítið efins um að lexía dagsins hafi haft tilætluð áhrif.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1640569
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv