Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Nýju garðhúsgögnin vígð

Í gær vorum við svo heppin að vera boðið í grill yfir til Önnu frænku á 47. Og ekkert slor skal ég segja ykkur. Grillaður humar og hvítlauksbrauð í forrétt. Nautasteik og bakaðar kartöflur í aðalrétt. Konan (ég) skellti í mig rauðvíni eins og mér væri greitt veglegt kaup á tímann fyrir það. Gelgjan skellti í sig hamborgara og lét sig svo hverfa. Sá einhverfi hafði borðað pasta áður en við fórum yfir svo hann skemmti sér með hundunum (tveir hundar á þeim bænum) úti í garði. Nýfenginn áhugi á körfubolta varð líka til þess að hann dró einhvers konar risavaxinn veiðiháf út úr bílskúrnum og vildi festa hann á vegginn. Hélt þetta væri karfa. Var reyndar ekki langt frá því.. net, hringur og handfang sem hefði alveg getað skrúfast í vegginn. Gestgjafarnir voru samt ekki til í að klippa neðan af netinu, né skrúfa háfinn fastan við húsið. Sko sumir gestgjafar eru bara alls ekki gestrisnir.....

Því fór það svo að það sem átti að vera í 17. júní mat hjá okkur hérna á 43, var grillað í kvöld. Svínalundir ala breti. Af því tilefni voru nýju garðhúsgögnin vígð.

 

AM

 

 Gelgjan með pylsu ala mamma í pylsubrauði. Léttmjólk, árgangur 06 2007 í glasinu

 

 

 

 

 

 

 

 Bretinn

 Bretinn að snæðingi

 

 

 

 

 

 

 

 

p.s. Nú barasta verð ég að drífa mig í líkamsrækt. Ég var að reita arfa, róta í mold og stinga upp rætur í garðinum í gær og mig verkjar í allan líkamann. Töluverður fjöldi af vöðvum sem ekki eru notaðir í þessum kroppi. Samt sló það allt út fyrir einhverjum árum síðan þegar ég vaknaði með harðsperrur einn morguninn og gat aðeins tengt það við að hafa bograst yfir baðkarinu við hárþvott. Mana ykkur til að toppa það  í ''vera ekki í formi'' deildinni.

 

 

 

 


Enn ein skömmin í réttarfarskerfinu

Verða dómar vægari eftir því sem sá seki fremur brot oftar? Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir samskonar glæp for crying out loud.

Hvað á fórnarlambið að gera við þessa einu milljón króna? Að mati héraðsdóms mun þessi atburður hafa varanleg áhrif á líf hennar. Það er hætt við að sú hjálp sem hún þurfi á að halda muni kosta örlítið meira en eina millu.

Ég er kjaftstopp.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún og Hann

Eight Words with two Meanings 

 

1. THINGY (thing-ee) n. heandshe

Female...... Any part under a car's hood.

Male..... The strap fastener on a woman's bra.

2. VULNERABLE (vul-ne-ra-bel) adj.

Female.... Fully opening up one's self emotionally to another.

Male.... Playing football without a cup.

3. COMMUNICATION (ko-myoo-ni-kay-shon) n.

Female... The open sharing of thoughts and feelings with one's partner.

Male... Leaving a note before taking off on a fishing trip with the boys.

4. COMMITMENT (ko-mit-ment) n.

Female.... A desire to get married and raise a family.

Male...... Trying not to hit on other women while out with this one.

5. ENTERTAINMENT (en-ter-tayn-ment) n.

Female.... A good movie, concert, play or book.

Male.... . Anything that can be done while drinking beer.

6. FLATULENCE (flach-u-lens) n.

Female.... An embarrassing by product of indigestion.

Male...... A source of entertainment, self-expression, male bonding.

7 MAKING LOVE (may-king luv) n.

Female...... The greatest expression of intimacy a couple can achieve.

Male.. Call it whatever you want, just as long as we do it.

8. REMOTE CONTROL (ri-moht kon-trohl) n.

Female.... A device for changing from one TV channel to another.

Male... A device for scanning through all 375 channels every 5 minutes.


Fóstureyðing eða ekki fóstureyðing

Reiðin er farin að krauma undir niðri hjá mér yfir þessari umræðu um fóstureyðingar í kjölfar sónars þegar í ljós kemur að fóstrið er ekki heilbrigt.

Þetta komment hér  sem ég setti inn við færslu hjá Jenný bloggvinkonu segir kannski eitthvað um mína sýn á málið.

En það sem ég vil segja hér er að það er gott og blessað að tala um hversu slæmt það er ef allir sem eru öðruvísi hreinlega deyi út og umburðarlyndi okkar með þeim.

Það er gott og blessað að gagnrýna eða hafa samúð með vali foreldra sem standa frammi fyrir slíkri ákvarðanatöku.

Það er gott og blessað að vera á móti fóstureyðingum.

Það sem er ekki gott og blessað er að kerfið, ríkið, sveitarfélögin og aðrir háir herra í stjórn þessa lands gefa okkur ekki marga valkosti. Að fæða fatlað barn inn í þetta þjóðfélag er ávísun á ströggl, baráttu, grát og gnístran tanna, óréttlæti og endalaust stríð. Maður þarf að væla út hjálp og stuðning. Jafnvel stuðning sem barnið á rétt á samkvæmt lögum. Hversu sjúkt er það? Eins og það sé ekki nóg að takast á við sorgina yfir að barnið þitt verði aldrei sjálfstæður einstaklingur sem taki eigin ákvarðanir um líf sitt. Manns eina von er að kannski sé hægt að vista barnið á stofnun þegar það er orðið fullorðið og það geti lært að hugsa um daglegar þarfir sínar sjálft með góðra manna hjálp. Og hvenær er maður tilbúin að sleppa hendinni af þessum einstakling sem er í meiri hættu en aðrir að verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Hverjum getur maður treyst?

Og kerfið fær mann til að líða eins og aumingja sem er upp á náð og miskunn annarra kominn og vilji láta vorkenna sér. Hverjum langar að sitja inn á skrifstofu hjá einhverju stofnanabatteríi og grenja yfir því hvað krakkaskömmin sé erfið og hvað allt sé dýrt.

Hér þarf að verða einhver vakning hjá hinum opinbera. Einhver skilningur. Einhver framför. Annars munu fatlaðir einstaklingar hverfa úr þjóðfélaginu okkar því án efa mun tæknin á endanum gera okkur fært að greina öll fóstur og gallana ef einhverjir eru.

 Er Hitler ekki bara að fagna sigri þar sem hann er staddur, hvar sem það nú er.


Fékk löngun til að eyða peningum

Afhverju sef ég ekki alltaf átta tíma. Það er mannbætandi að fá nægan svefn.

Á föstudaginn sótti Fríða, vinkona og stuðningsmamma með meiru, Þann Einhverfa í Vesturhlíð og tætti með hann og syni sína upp í bústað.

Bretinn og ég tættum í staðinn á Lauga-ás, þann klassíska veitingastað, með Gelgjuna og Vinkonuna. Ég át yfir mig svo um munaði og flissaði og hló að Gelgjunni og var því ekki til fyrirmyndar. Á heimleiðinni stoppuðum við í Skalla og náðum okkur í DVD mynd, The Queen. Assgoti góð mynd sem fékk mig til að fá samúð með Englandsdrottningu frú Stífelsi.

Að því búnu rotaðist ég í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Rumskaði við að Bretinn sagði; Ertu sofnuð. Já, svaraði ég. Og ekki bara það heldur er ég slefandi líka. Og ég þurrkaði slefið framan úr mér og rotaðist aftur. Að mínu mati er slef í svefni merki um hið fullkomna afslappelsi.

Ég vaknaði 08:45 í morgun (laugardag). Ennþá í sófanum. Fór á fætur. Fékk mér ljúffengt kaffi og ristað brauð, las blöðin og japlaði á nikótíntyggjóinu í sæluvímu.

Þegar ég sá fram á einveru fram eftir degi bauð ég Vidda í göngutúr og við bonduðum þvílíkt í eins og hálf tíma göngu.

flower

Um þrjúleytið í dag lýsti ég yfir áhuga á að fara út og eyða peningum. Bretinn tók nú bara vel í þessa hugmynd og þegar þetta er ritað er ég 2 bleikum og æðislegum hengiblómum ríkari og ekki nóg með það heldur standa hérna út á palli garðhúsgögn sem ég lét mig aðeins dreyma um að eignast á útsölunum í haust. Bretinn, aðhald mitt og samviska í fjármálum, fékk held ég bara aðsvif í dag og heimtaði borð og stóla á pallinn.furniture

  Í augnablikinu eru húsgögnin að rigna niður en ég held þau hafi bara gott að horfast í augu við veruleikann strax í fæðingu.  


Blindir eru að fá sýn

100_1137Kettlingarnir þrír fæddust 2. júní.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna eru þeir nokkurra daga gamlir 100_1144

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100_1147

 

 

Þessa mynd tók ég í dag. Það er svo erfitt að ná mynd af þeim svona nálægt og ná að hafa hana í fókus, þeir eru svo litlir.

Þeir eru byrjaðir að opna augun og það er eins og að ég sé að hitta þá í fyrsta skipti, andlitin breytast svo við þetta. Það er svo sannarlega rétt að augun séu spegill sálarinnar.

 

 

 

 


Auglýsi eftir trampolíni fyrir Mitchelin manninn

Ég veit að bloggið er ekki ætlað til smáauglýsinga en datt samt í hug að sniðugt gæti verið að auglýsa eftir trampólíni með öryggisneti hér.

Málið er að Sá einhverfi er að breytast í Mithcelin manninn þessi elska. Fyrst var talið að barnið fitnaði svona af Amilininu (lyfið sem hann var á, en flest börn fitna af því), svo var hann tekinn af lyfinu og það sér ekki högg á vatni. Hann er hoppandi um allan daginn á milli þess sem hann teiknar og skrifar einhverja snilli og gúgglar á netinu. Og hann borðar ekkert svaaaakalega mikið. Þyrftum samt að reyna að taka af honum brauðið FootinMouth.

En gaurinn fer ekki út að leika sér eins og önnur börn og því held ég að trampólín í garðinn væri snilldarleikur. Væri brilliant að fá það eitthvað ódýrara en á 40 þúsund kallinn sem það kostar út úr búð (með öryggisneti).

Þannig að, ef þið eigið í fórum ykkar trampólin sem þið eruð ekki að nota lengur þá endilega látið mig vita.

michelin


Bara til að minna mig á, því ég vaknaði upp í morgun sem vanþakklát bitch

Ég er þakklát fyrir

hversu heilsuhraust ég er (ekki sjálfri mér að þakka)

Bretann sem elskar mig (vegna þess að ég er frábær og þrátt fyrir alla mína galla)

húsið mitt í draumastaðsetningunni (þó það sligi okkur fjárhagslega)

að hafa sloppið við áfengisfíknina (og þar með gjörsamlega brotið öll náttúrulögmál, a.m.k. hvað varðar mína alnánustu fjölskyldu)

vinkonur mínar (they are always just a phonecall away)

Önnu Frænku (með stóóóóóru effi. Stoð mín og stytta)

að eiga svo fyndna dóttur að hún fær mig til að hanga í búðarrekkum (blindaða af tárum)

þau forréttindi að eiga Þann Einhverfa. (Hefði ekki viljað missa af því að kynnast þeim gaur fyrir nokkurn mun)

Unglinginn Stjúpsoninn og hversu yndislegur og blíður sá gutti er og góður við systkini sín

hversu vel mér hefur farnast á vinnumarkaðnum (þrátt fyrir að hafa ekki lokið svo mikið sem einni önn í framhaldsskóla)

að hafa hætt að reykja (áður en reykingabannið skall á)

að eiga dásamlega tengdamóður (sem skilur hvað sonur hennar getur verið erfiður)

að hafa alist upp hjá ömmu og afa (sem gerðu mig að skrítnum krakka sem sagði fortó í staðin fyrir gangstétt, altan í staðin fyrir svalir, og sem vissi hvað mannbroddar voru áður en hann varð 6 ára)

að einhver hafði fyrir því að finna upp nikótíntyggjóið (sem er mín fíkn í dag)

möguleikann á að vinna í bæði Lottó og Víkingalottó (maður lifir í voninni)

bílinn minn sem rýkur í gang í hvert skipti (þrátt fyrir svo mikið hirðuleysi af minni hálfu að réttast væri að hringja í bílaverndunarsamtökin)

að hafa uppgötvað bloggið (sem aftur gerði það að verkum að ég fór að skrifa aftur eftir 100 ár)

að trúa því og treysta að Bretinn og ég verðum eins og gömlu hjónin (í smásögunni minni hér á undan)

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband