Leita í fréttum mbl.is

Bara til að minna mig á, því ég vaknaði upp í morgun sem vanþakklát bitch

Ég er þakklát fyrir

hversu heilsuhraust ég er (ekki sjálfri mér að þakka)

Bretann sem elskar mig (vegna þess að ég er frábær og þrátt fyrir alla mína galla)

húsið mitt í draumastaðsetningunni (þó það sligi okkur fjárhagslega)

að hafa sloppið við áfengisfíknina (og þar með gjörsamlega brotið öll náttúrulögmál, a.m.k. hvað varðar mína alnánustu fjölskyldu)

vinkonur mínar (they are always just a phonecall away)

Önnu Frænku (með stóóóóóru effi. Stoð mín og stytta)

að eiga svo fyndna dóttur að hún fær mig til að hanga í búðarrekkum (blindaða af tárum)

þau forréttindi að eiga Þann Einhverfa. (Hefði ekki viljað missa af því að kynnast þeim gaur fyrir nokkurn mun)

Unglinginn Stjúpsoninn og hversu yndislegur og blíður sá gutti er og góður við systkini sín

hversu vel mér hefur farnast á vinnumarkaðnum (þrátt fyrir að hafa ekki lokið svo mikið sem einni önn í framhaldsskóla)

að hafa hætt að reykja (áður en reykingabannið skall á)

að eiga dásamlega tengdamóður (sem skilur hvað sonur hennar getur verið erfiður)

að hafa alist upp hjá ömmu og afa (sem gerðu mig að skrítnum krakka sem sagði fortó í staðin fyrir gangstétt, altan í staðin fyrir svalir, og sem vissi hvað mannbroddar voru áður en hann varð 6 ára)

að einhver hafði fyrir því að finna upp nikótíntyggjóið (sem er mín fíkn í dag)

möguleikann á að vinna í bæði Lottó og Víkingalottó (maður lifir í voninni)

bílinn minn sem rýkur í gang í hvert skipti (þrátt fyrir svo mikið hirðuleysi af minni hálfu að réttast væri að hringja í bílaverndunarsamtökin)

að hafa uppgötvað bloggið (sem aftur gerði það að verkum að ég fór að skrifa aftur eftir 100 ár)

að trúa því og treysta að Bretinn og ég verðum eins og gömlu hjónin (í smásögunni minni hér á undan)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

að eiga dásamlega tengdamóður (sem skilur hvað sonur hennar getur verið erfiður)

það er margt sem maður getur sko þakkað fyrir, það er gott að minna sig á þetta af og til, ég ætla að gera þetta fljótlega, ekki alveg strax samt

Guðríður Pétursdóttir, 11.6.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg manneskja og orð  heppin.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert frábær. Ég er hins vegar líka laus við nikótíntyggjóið, hætti með það þegar ég fékk hálfrarmilljónkróna fuglinn 

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær listi hjá þér. Alltaf gott að minna sig á. 

Guðríður Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill.  Það er ekki nema von að ég fíli þig svona í tætlur kona, alin upp há ömmó og svona.  Ég líka og ég sagði forto, altan og allskonar og var eins og lítil tímaskekkja í nútímanum og ég bý að því ennþá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 01:31

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Pistillinn frábær... en þetta með að vakna sem bitch stendur upp úr!! Ég verð alltaf svo glöð þegar ég fæ staðfestingu á því að það eru fleiri en ég sem vakna stundum þannig

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 01:58

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Gott hjá þér!

Eva Þorsteinsdóttir, 11.6.2007 kl. 06:25

8 identicon

 Þú ert skemmtileg og bloggin þín frábær. Svo áttu svo sæta hunda

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:41

9 identicon

Ég hefði ekki viljað missa af því fyrir nokkurn mun að lesa þennan pistil þinn first thing in the morning - breytti deginum - knús til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:57

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er frábær "nálgun" á tilveruna og uppbyggjandi viðhorf. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Marta B Helgadóttir, 11.6.2007 kl. 18:54

11 identicon

Svona á maður að horfa á lífið ... þú ert yndisleg fyrirmynd!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:18

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þið eruð öll yndisleg. Takk fyrir kommentin.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2007 kl. 00:58

13 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Frábær pistill hjá þér, alltaf góð.

Tómas Þóroddsson, 12.6.2007 kl. 01:09

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Tommi minn. Trúi því að þú skiljir íroníuna eftir heima þegar þú heimsækir mig

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2007 kl. 01:26

15 Smámynd: Halla Rut

Gaman að sjá að fólk kann að meta lífið með öllu því sem því fylgir.  Ég hef séð það áður í skrifum þínum að þú tekur á einhverfunni svolítið eins og ég.  "Eðlilegur partur af lífinu".   Ef allir gætu litið á þessa fötlun eins og þú. Í dag var sagt við mig (af nánum ættingja) "ég hef bara aldrei kynnst svona hegðun ! " Af hverju nístir þetta svo í hjarta, ég sem er búin að ákveða að láta þetta ekki á mig fá.

Kannski er þetta allt ein steypa fyrir ykkur sem lesið, en sá sem þekkir veit.

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 01:58

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jóna Spóna spekingur. Mikið hlakka ég til að lesa eftir þig heimsbókmenntirnar. Ég er einmitt að rembast við að skrifa nokkrar. Svo geturðu líka glaðst þegar póstmaðurinn kemur og ég lofa að það verður ekki eins og atriðið í horrormyndinni..The postman always..eitthvað..man ekki.twice!!!!

Takk fyrir yndislegt og heiðarlegt mannablogg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 09:39

17 Smámynd: Halla Rut

Já Jóna varðandi kommentið þitt á síðunni minni þá var þetta svona. Ákveðin manneskja stórhneyksluð að sonur minn sem er greindur með ódæmigerða einhverfu hegði sér ekki eins og hennar börn gerðu þegar þau voru lítil. Hann er ekki með hegðunarvandamál sem slíkt en svo að hann skilji þarf örðuvísi meðhöndlun en önnur börn og hefur auðvitað ankannalega framkomu. "ég hef bara aldrei kynnst svona hegðun" Var sagt við mig, með hneykslis tón. Nei ég veit það. Hann er fatlaður skilur þú það ekki. Langar mann að segja en maður verður bara alltaf kjaftstopp þegar maður mætir svona.

Er að fara í sumarbústað en mun kíkja á bloggið mitt á morgun.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira þá getur þú lesið um mál sem ég stend í vegna sonar míns á: http://blogg.visir.is

Hér er kærubréf vegna máls míns á hendur leikskólum Reykjavíkur

Kærubréf  

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1640006

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband