Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Trump vill frægt fólk í þáttinn
Trump leitar að frægu fólki til að taka þátt í The Apprentice | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. júlí 2007
Þið á Akranesi eða í Borgarnesi
Rakst á Bergvin Víking hérna í bloggheimum áðan. Hann vantar húsnæði á Skaganum eða Borgarnesi. Var búin að fá húsnæði en kvensan sveik hann. Ekki konan hans sko heldur leigusalinn.
Ef einhver veit um húsnæði fyrir kappann þá er ég viss um að hann yrði svaðalega glaður.
Bara ég að skipta mér af svona rétt fyrir svefninn.
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Tvíburi eða Vatnsberi óskast
Vog: Þú tekur mark á því sem öðrum finnst um þig, því það hefur áhrif á hvað þér sjálfum finnst. Tvíburi eða vatnsberi geta hjálpað þér að hækka sjálfsálitið.
Hækka sjálfstraustið. Talar maður um að hækka sjálfstraustið? Er það ekki frekar að efla? Maður getur svo sem lækkað rostann í einhverjum. Þarf að finna mér fórnarlamb í það verkefni. Læt ykkur vita hver verður sá heppni. Ómar er reyndar líklegur kandidat. Hann kom nebblega með dónakomment á síðustu færsluna mína.
Laugardagur, 14. júlí 2007
Hringurinn bíður þar til á morgun
Nú ætla ég að skella mér í sófann með Bretanum og gera do-do.
Nei nei. Bretinn var að koma úr Skalla með DVD mynd. Dévaju með Denzel vini mínum. Ég fékk líka stóóóóórt Lionbar og fylltar lakkrísreimar. Hó-hó-hó hér sé stuð.
Sá Einhverfi komin í rúmið og er að glápa á Harry Potter. Gelgjan með Viðhenginu upp í herbergi (Jenný Anna hér eru svefnherbergin á efri hæðinni )
Kæru krúttlegu bloggvinir. Bið ykkur að hafa mig afsakaða þar til á morgun. Þá mun ég líka koma mér fyrir hér fyrir framan tölvuna með ljúfan morgunkaffi og fara í nokkrar góðar heimsóknir í bloggheimum.
Nú skal etið, drukkið og glápt undir bleikri sæng upp í sófa. Until then.....
Laugardagur, 14. júlí 2007
Ég er hér og réttlætiskennd minni er misboðið
Maturinn í gær var góður. Freyðivínið var gott. Hvítvínið var gott.... líka Grandið.... og Irish coffe-ið.
Félagsskapurinn ennþá betri. Sem sagt gaman. Þar til ég var að tipla léttfætt og glæsileg á milli skemmtistaða um hánótt og stoppa til að fylgjast með ryskingum fyrir utan Rex. Þrír eða fjórir lögreglubílar voru á staðnum og annað hvort hef ég misst af aðallátunum eða.....
Það sem ég sá voru meira ryskingar en slagsmál á milli svarts, enskumælandi stráks og íslensks stráks. Lögreglan gekk á milli. Strákarnir halda áfram að æpa á hvorn annan. Sá svarti kannski meira en hinn. Hann var nokkuð æstur en barði ekki frá sér eða neitt slíkt. Mjög skyndilega, að mér fannst, var hann allt í einu snúinn niður af fjórum lögreglumönnum og þegar þeir reistu hann upp aftur lak blóð niður ennið á honum (ég gat ekki séð áður, að hann hafi verið blóðugur). Hann var færður í lögreglubíl og ég heyrði hann segja að þetta væri rasista land. Ég vil samt taka fram að þetta var aðdáunarlega fumlaust hjá þeim og engar svívirðingar féllu í garð þess handtekna eða neitt slíkt.
En frá mínum bæjardyrum séð voru þessar aðgerðir ónauðsynlegar, allavega á þessum tímapunkti. En eins og ég segi, ég veit ekki hvað gekk á áður en ég kom en vissulega hlýtur það að hafa verið töluvert þar sem svo margir lögreglubílar voru komnir á staðinn.
Það kom mér á óvart hversu miður mín ég varð af því að fylgjst með þessu og ég ákvað að finna leigubíl og drífa mig heim. Ræddi málið við leigubílstjórann sem að sagði tvisvar á leiðinni í hálfgerðum undrunartóni: ''Þú ert svakalega miður þín, ég sé það á þér''.
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í dag. Spyrja mig afhverju þetta fékk svona á mig. Það pirrar mig óstjórnlega að vita ekki alla söguna. Ég vil trúa því að sá enskumælandi hafi verið búinn að ganga berserksgang, einfaldlega vegna þess að þá get ég sagt sjálfri mér að aðstæður hafi verið fullkomlega rétt metnar af lögreglunni. Ég vil ekki trúa því að svarti strákurinn hafi verið tekinn fyrir eingöngu vegna þess að hann var ekki íslenskur. Einnig sé ég fyrir mér barnungt andlit eins af lögregluþjónunum. Svo ungt að mér þótti hann ekkert hafa að gera þarna.
.....og nei, ég missti af rútunni á Vog. Þrátt fyrir allt hafa litlu kallarnir með hamrana sem taka sér bólfestu í hausum á fólki sem gætir ekki hófs, verið til friðs í dag.
Í staðinn er ég með þessa mynd í hausnum af myndarlegum ungum manni. Hann er vel til hafður í svartri skyrtu og svörtum fínum buxum. Fatnaður sem á engan hátt ber þess merki að hafa lent í meiriháttar slagsmálum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 13. júlí 2007
Fyrirtækjaruglingur og Next útsala
Annað kvöld ætlum við að hittast nokkrar kellur.... nei stúlkur, úr vinnunni. Grilla saman og fá okkur hvítvín og sollis. Heiðursgesturinn verður kella... nei stúlka, sem vann með okkur en flutti sig um set innan fyrirtækisins. En nú tilheyrir sá partur fyrirtækisins ekki lengur fyrirtækinu svo hún vinnur ekki lengur hjá sama fyrirtæki og við hinar. Ruglingslegt I know en svona gerast kaupin á eyrinni í kaupum og sölum á fyrirtækjum. Ég er allavega löngu hætt að reyna að fylgjast með því hjá hverjum ég vinn.
Ég lét mig hafa það að skella mér á Next útsöluna í ''hádeginu'' í dag. Uppskar eina skyrtu sem er náttúrlega bara gott mál. Vissuð þið að á 1. degi (jafnvel líka 2.) Next útsala (er það kannski beygt útsalna?!) er bannað að máta. Fékk mig til að blóta öllu þessu mjóa pakki sem klæðir allt vel og það þarf ekki að máta. Lifir heldur ekki í þessum tilbúna heimi sem ég hef komið mér upp sem lýsir sér þannig að ég vel mér stærð af flík, skelli mér í mátunarklefann og kemst að því að ég þarf þremur númerum stærra. Já þetta er yndislegt líf.
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Klukkedí klukk
Ég hef verið klukkuð af Kristínu Kötlu og Benedikt.
Hér kemur nakinn sannleikurinn um mig í átta liðum:
1. Ég var afar kjaftfor sem barn (alls ekki lengur) og ekkert sérstaklega vel liðin af foreldrum annarra barna.
2. Ég drakk 5 Brjálaðar Bínur 7 kvöld á viku þegar ég var sem verst í djamminu (einf. Kalua, einf. vodki, einf. bailys)
3. Ég get orðið svo pirruð að mér líður eins og ég sé við það að springa
4. Letin er að drepa mig og mig langar í bryta sem heitir James (og gufar upp þegar ég þarf ekki á honum að halda)
5. 16 ára var ég tekin fyrir ölvunarakstur (það má reyndar lesa um það hér)
6. Sem krakki var ég stundum kölluð kínverji því ég þótti með svo skásett augu (hataði það meira en allt annað og átti þá ósk heitasta að vakna upp einn daginn með brún bambaaugu)
7. Oft hefur mér verið sagt að ég geti drepið með augnaráðinu (sem betur fer er það ekki satt því þá væru margi dauðir)
8. Afi kenndi mér þessa bæn: Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni.
Ég klukka Lísu Humpy, Helgu hugrökku, Emmu litlu, Hólmgeir superpabba, Ásdísi kisukonu, Röggu rauðku, Dodda dúlludóna og Kristjönu Raymond
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Silungs- eða laxaflök á grillið - sérstaklega ætlað Jenfo
Stórt laxa- eða silungsflak
Mango chutney, smjör (má sleppa), sojasósa og 1 gott hvítlauksrif
pressa hvítlaukinn saman við mjúkt smjör og hræra út í mango chutney.
Smyrja þessu á flakið. Þekja vel.
skvetta slatta af sojasósu yfir (ekki þó of mikið).
Hita grill á blússhita, leyfa að hitna í allt að 20 mín.
setja flakið í álpappír, loka. Grilla í 4 mín í lokuðum álpappír og 4 mín í opnum. Líka hægt að grilla bara á álbakka eða klemmu.
Ef þetta á að taka extra stuttan tíma, skella þá bara tilbúnu kartöflusalati í dós í borðið og sturta úr einum poka af fersku káli í skál, og dós af hvítlaukssósu (t.d. frá Kjarnafæði).
Þetta er hriiiiiiiikalega gott.
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni
Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?
Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.
Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.
Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.
Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ég er hætt að blogga, búin að finna mér annan starfsvettvang
haldiði ekki að Bretinn sé úti að þrífa bílinn minn. Og ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi að hér hefur bíll ekki verið þrifinn í 2 ár. Ekki af heimilisfólkinu allavega.
Þannig að þig sjáið að heimagerða stjörnuspáin var ekki lengi að rætast. Og nei, ég sagði honum ekki frá stjörnuspánni og ef hann hefði lesið hana þá hefði það verið hans síðasta verk að þrífa bílinn. Myndi ekki gera mér það til geðs að ég gæti sagt; I told you so.
Tvöföldun á heimsóknum er svoooooooooo fjarri lagi að það er grátlegt. Þið sjáið því að bloggið er ekki minn vettvangur. Þegar maður getur ekki einu sinni trekkt að fólk með kynlífi, hvað er þá eiginlega eftir? Já, kona spyr sig.
og ef ég kynni að flokka eins og Jenný Anna Harakiri þá myndi ég bæta við flokk sem heitir joninabenhættabloggasyndrome
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta