Leita í fréttum mbl.is

Ég er hér og réttlætiskennd minni er misboðið

Maturinn í gær var góður. Freyðivínið var gott. Hvítvínið var gott.... líka Grandið.... og Irish coffe-ið.

Félagsskapurinn ennþá betri. Sem sagt gaman. Þar til ég var að tipla léttfætt og glæsileg á milli skemmtistaða um hánótt og stoppa til að fylgjast með ryskingum fyrir utan Rex. Þrír eða fjórir lögreglubílar voru á staðnum og annað hvort hef ég misst af aðallátunum eða.....

Það sem ég sá voru meira ryskingar en slagsmál á milli svarts, enskumælandi stráks og íslensks stráks. Lögreglan gekk á milli. Strákarnir halda áfram að æpa á hvorn annan. Sá svarti kannski meira en hinn. Hann var nokkuð æstur en barði ekki frá sér eða neitt slíkt. Mjög skyndilega, að mér fannst, var hann allt í einu snúinn niður af fjórum lögreglumönnum og þegar þeir reistu hann upp aftur lak blóð niður ennið á honum (ég gat ekki séð áður, að hann hafi verið blóðugur). Hann var færður í lögreglubíl og ég heyrði hann segja að þetta væri rasista land. Ég vil samt taka fram að þetta var aðdáunarlega fumlaust hjá þeim og engar svívirðingar féllu í garð þess handtekna eða neitt slíkt.

En frá mínum bæjardyrum séð voru þessar aðgerðir ónauðsynlegar, allavega á þessum tímapunkti. En eins og ég segi, ég veit ekki hvað gekk á áður en ég kom en vissulega hlýtur það að hafa verið töluvert þar sem svo margir lögreglubílar voru komnir á staðinn.

Það kom mér á óvart hversu miður mín ég varð af því að fylgjst með þessu og ég ákvað að finna leigubíl og drífa mig heim. Ræddi málið við leigubílstjórann sem að sagði tvisvar á leiðinni í hálfgerðum undrunartóni: ''Þú ert svakalega miður þín, ég sé það á þér''.

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í dag. Spyrja mig afhverju þetta fékk svona á mig. Það pirrar mig óstjórnlega að vita ekki alla söguna. Ég vil trúa því að sá enskumælandi hafi verið búinn að ganga berserksgang, einfaldlega vegna þess að þá get ég sagt sjálfri mér að  aðstæður hafi verið fullkomlega rétt metnar af lögreglunni. Ég vil ekki trúa því að svarti strákurinn hafi verið tekinn fyrir eingöngu vegna þess að hann var ekki íslenskur. Einnig sé ég fyrir mér barnungt andlit eins af lögregluþjónunum. Svo ungt að mér þótti hann ekkert hafa að gera þarna.

.....og nei, ég missti af rútunni á Vog. Þrátt fyrir allt hafa litlu kallarnir með hamrana sem taka sér bólfestu í hausum á fólki sem gætir ekki hófs, verið til friðs í dag.

Í staðinn er ég með þessa mynd í hausnum af myndarlegum ungum manni. Hann er vel til hafður í svartri skyrtu og svörtum fínum buxum. Fatnaður sem á engan hátt ber þess merki að hafa lent í meiriháttar slagsmálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er aldrei gamanað vera vitni að svona. Það er erfitt að dæma nema vita hvað var búið að ske áður en mér finnst þetta samt fullharðar aðgerðir. Rasismi er til allsstaðar í heiminum, því miður, ekki bara hjá okkur.

Huld S. Ringsted, 14.7.2007 kl. 19:03

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það er hræðilegt að verða vitni að einhverju svona.... ég hefði farið skælandi heim, en ég reyndar skæli ef að ég bít í tunguna á mér þannig að það er kannski ekki að marka

Guðríður Pétursdóttir, 14.7.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góður pistill hjá þér og greinilegt að þarna er manneskja á ferð sem er ekki sama. Ótrúlegt að sjá þessar barnungu löggur. Spurning hvort svona ungt fólk hafi nóga þekkingu og lífsreynslu fyrir svona störf.  Já það er rasismi hér.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 19:06

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En hvað þetta er leiðinlegt að horfa upp á svona ég skil vel að þú ert miður þín ég væri það líka reyndu að hugsa eitthvað annað ef þú getur.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.7.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: svarta

Rasismi er svakalega mikið vandamál hér í UK. Lítil 6 ára stelpa í skóla dóttur minnar sagði við aðra stelpu um daginn: No you can not play because you are black. Stelpan og foreldrar hennar eru nú í einhverskonar rasista þjálfun hjá skólanum. Lítill strákur sagði við dóttur mína um daginn: No you are not from Iceland you are from monkeyland. Dóttir mín varð miður sín eins og 7 ára börn verða. En þessi strákur fór ekki í neina rasistaþjálfun. Sem betur fer. Hins vegar viðurkenndi skólastjórinn að hann hefði að öllum líkindum verið rekinn úr skólanum fyrir að segja þetta við svart barn.

svarta, 14.7.2007 kl. 19:54

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ömurlegt að lesa og örugglega hryllilegt að upplifa.  Gott að þú komst ósködduð heim úr miðbæjarástandinu.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Passaðu þig á því að vera að taka þetta of mikið inn á þig vina mín... shitt happens..... því miður!

Eva Þorsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 20:15

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er hræðilega sorglegt ef þetta er rasismi... ég vona til guðs að við séum komin lengra í þróuninni.

Ég var að vinna sem dyravörður fyrir nokkrum árum síðan og þá tók maður eftir því að ef ég lendi í að þurfa takast á við t.d. dökkan man, þá var ég stimplaður sem rasisti... Þetta er notað of oft. Ég vona allavega að þessar löggur hafi ekki verið rasistar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.7.2007 kl. 20:32

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gott að kvöldið var gott fram að þessu atviki.

Ég fékk mér Passua yfir sjónvarpin og skálaði við þig í huganum

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 14.7.2007 kl. 20:32

10 identicon

Jóna mín.. þú hefðir kanski bara átt að hlaupa á eftir langferðarbílnum.

Annars dáist ég að fólki sem getur skemmt sér í miðbæ Reykjavíkur í dag. Það er bara heinlega ekki hættulaust.  

En gott að þú ert komin aftur á netið mín kæra, dagurinn er ónýtur ef ég get ekki lesið neitt hér.  

Iwanna Humpalot (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 21:30

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og ég sem var að koma úr miðbænum og dáðist af þessu fallega mannlífi í bænum, fór á Grænan kost að borða, meira segja úti og ók svo í gegn um miðbæinn og fólksmergðin á veitingahúsunum þetta var geggjað að sjá.

Eeen fljótt skipast veður í lofti - kannski breytist  allt á örskot stundu eftir miðnætti eða síðar. Gott að þú ert heil á líkama þótt sálin hafi beðið hnekki.

Edda Agnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 21:40

12 Smámynd: Halla Rut

Þegar maður ber vald sem lögregla eða annar embættismaður skal maður gæta þess að fara ekki yfir strikið í mikilmennskubrjálaði en slíkt getur reynst þungt ungum mönnum (og konum).

Halla Rut , 14.7.2007 kl. 22:23

13 Smámynd: Ómar Ingi

Það er ekki öfundsvert starf að vera lögreglumaður / Kona.

Það er líka misjafn sauðurinn í mörgu fé.

Og hana nú

Ómar Ingi, 14.7.2007 kl. 22:33

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ömurlegt að vita ... segi eins og þú, vonandi gerði gaurinn eitthvað til að verðskulda handtöku en ef ekki þá er þetta pjúra-rasismi! 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 22:48

15 Smámynd: Jens Guð

  Íslendingar eru upp til hópa rasistar.  Lögreglan er reyndar ekki þverskurður af þjóðfélaginu.  Það er miklu hærra hlutfall rasista innan löggurnar en utan.  Það hafa kannanir í Frakklandi,  Noregi,  Englandi og bandaríkjunum sýnt.

  Ég á vinahóp frá Vietnam.  Það fólk verður oft fyrir aðkasti.  Einkum á skemmtistöðum.  Að vísu hef ég einnig orðið var við að þau túlki ókurteisi í sinn garð sem rasisma þó einungis sé um almennt leiðinlega framkomu að ræða.  En það er von að þau séu á varðbergi gagnvart rasískri framkomu.  Þau hafa svo oft mætt þannig framkomu.

  Þetta er eins og með íslenskan kunningja minn.  Hann missti auga á barnsaldri.  Í æsku var honum strítt á gerviauganu.  Oft í gegnum lúmska orðaleiki.  Hann var þess vegna stöðugt á varðbergi gagnvart svoleiðis dæmum.

  Eitt sinn vorum við í partýi.  Í hugsunarleysi bað ég hann að koma afsíðis og ræða við mig undir fjögur augu.  Hann svaraði með þykkju:  "Seint hefði ég trúað því á þig að grínast svona á minn kostnað." 

   Ég sagði honum sem satt var að þetta væri bara orðatiltæki sem mér væri tamt og mér hafi verið fjarri lagi að tengja því að hann væri með gerviauga.  Það hefði eiginlega verið asnalegra að biðja hann um að tala við mig undir þrjú sjáandi augu og eitt gerviauga.   

Jens Guð, 15.7.2007 kl. 00:39

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er gott að þú tókst þetta "nn á þig" því það gerir allt gott fólk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1639994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband