Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Hún hugsar ekki um neitt annað en hoppsa-sa på sengekanten. Kynlíf daginn út og daginn inn. Það er það eina sem hún vill sagði örvæntingarfullur fótboltamaður við kollega sinn
í búningsklefanum eftir æfingu.
Núúúúú sagði kolleginn og glennti upp augun. Er það eitthvað vandamál?
You bet your ass það er vandamál þusaði fótboltakappinn. Tony hefur nú ekki úthald endalaust.
Tony!? segir kolleginn eitt spurningarmerki.
Já maður. Hann.. vinurinn...
Ja já haha segir kollegi hans skömmustulegur. Auðvitað.
Það er samt einn plús í þessu og það er að ég þarf ekki að gera nein helvítis húsverk lengur, enda eru þau alls ekki karlmannsverk. Hann hlær stórkarlalega og ber sér á brjóst.
Núúúú segir kolleginn heimskulegur á svip. Hann var ein eyru og beið spenntur eftir að fá að heyra smáatriðin.
Ég leggst bara í sófann með bjórglas eins og þetta á auðvitað að vera og segi: ef þú gengur frá í eldhúsinu og kemur krökkunum í rúmið á meðan ég horfi á fréttirnar þá tökum við fram hjúkrunarkonubúninginn í kvöld.
Hjúkrunarkonubúninginn hikstar kolleginn spenntur
En ég þoli samt ekki miðvikudaga. Það eru verstu dagarnir.
Afhverju er það stynur kolleginn. Orðinn mjög óþolinmóður. Vill komast að kjarna málsins.
Á miðvikudögum vill hún alltaf allan pakkan. Þá vill hún að ég fari í g-streng innan undir hjúkrunarkonubúninginn. Hefurðu vitað það verra? Ég þoli ekki g-strengi.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ert þú læknirinn?
Ég þurfti að fara í legvatnsástungu þegar ég gekk með Þann Einhverfa (sem er reyndar svolítið íronískt). Eftir miður fallega fæðingu með Gelgjuna er legið á mér víst ekki í ástandi til að þola hríðar svo það var vitað að Sá Einhverfi yrði tekinn með keisara. Því var stress að taka hann um leið og hægt væri og legvatnsástungan var til þess að athuga hvort lungun á honum væru orðin nógu þroskuð. En nú er ég komin út í allt aðra sálma en ég ætlaði.
Ég mætti sem sagt upp á spítala til að fara í þessa legvatnsástungu. Ungur og myndarlegur maður tekur á móti mér og ég kemst að því að þetta er læknirinn. Sjálf var ég þrítug en hann leit ekki út fyrir að vera í þann veginn að ljúka samræmdu prófunum. Ég spurði hann kurteislega hvort hann hefði örugglega aldur til að vera þarna. Hann hló bara að mér.
Ég held að ég hafi byrjað að eldast á þessu andartaki í fyrsta skipti á ævinni. Það var þvílíkt sjokk að uppgötva að þarna stóð háskólamenntaður maður, læknir, og hann var yngri en ég. Hvernig gat þetta verið? Mér fannst ég svo svakalega ung.
Upp frá þessu rekst maður á svona lið alls staðar. Maður hrekkur í kút þegar maður heyrir einhvern í mútum segja: Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.....
Bíddu, hver hleypti syni sínum í míkrafóninn? Er svona taka-börnin-með-í-vinnuna-dagur?
Mér kvíður alveg svakalega fyrir því þegar ég einhvern daginn fer til kvensjúkdómalæknis og einhver sem gæti verið sonur minn býður mér að leggjast í stólinn. Færðu svo rassinn aðeins neðar góða mín...
Nei takk. Ef kvenkyns kvensjúkdómalæknar gufa upp af einhverjum ástæðum þá lýkur mínum heimsóknum til slíkra sérfræðinga.
Það verður líka svakalega skrýtið að fylgjast með skólasystkinum Gelgjunnar hrúgast inn á Alþingi. En þá mun maður loksins fá einhver ítök hjá ráðamönnum. Ég verð að muna að njósna vel um þessa krakka þegar kynþroskaaldurinn fer að færast yfir þau. Skrásetja hjá mér hvert einasta move svo ég hafi eitthvað á þau þegar mig vantar hækkun á ellilífeyri eða góða þjónustuíbúð með útsýni yfir sjóinn seinna meir.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ég var að vakna. Eruð þið sofnuð?
Skreið upp í með Þeim Einhverfa um kl. hálf tíu í kvöld og barasta vaknaði nógu snemma til að skríða upp í með Gelgjunni og segja bænirnar fyrir hana.
Hefði síðan átt að skríða upp í til Bretans... nei hann er vakandi ennþá. Ég hefði samt átt að skríða upp í mitt rúm og halda áfram að sofa. Fyrst ég er búin að rífa mig á lappir verð ég að setja inn eins og eitt blogg (það er hér sem sagt) og nú er ég glaðvöknuð.
Sé að þið hafið verið dugleg að kommenta hjá mér og ég missti af Önnu í Essex. Aaarghhhh..
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Valtýr Björn og nýja skrifstofan
Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.
Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.
Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.
Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur
Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:
- Þetta er svartur svertingi
- Það er hellingur af fullt af fólki
- Þeir eru með bandarískan Ameríkana
- Nú er það svart, það er ljóst
og að lokum:
Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær
Laugardagur, 7. júlí 2007
Þrír kettlingar
Þessar myndir set ég inn svo allir geti notið þeirra, en sérstaklega er það gert fyrir Ásdísi bloggvinkonu
Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessum krúttum frá upphafi. Ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu fyrir nokkurn mun.
Það er stórkostlegt að sjá hvernig þessir þrír einstaklingar eru mismunandi og hafa hver sinn persónuleika. Þetta eru allt læður og hafa fengið nöfn sem Gelgjan valdi. Mig minnir að hugmyndin af öllum nöfnunum hafi komið frá bloggvinum mínum. Gelgjan veit samt að tvær þurfa að fara. Einni ætlum við að halda, en ekki hefur verið ákveðið hver þeirra það verður. Fyrst og fremst þurfum við að finna góð heimili fyrir tvær. Það er það eina sem skiptir máli.
Þetta er hún Khoska. Hún fæddist síðust og er lang rólegust. Alvarlega systirin.
Þetta er Perla. Hún er svakalega fjörug og vill bara leika sér.
Svo er það hún Elvíra. Hún er elst og það hefur ekki farið á milli mála, alveg frá upphafi. Hún er landkönnuður mikill og lífið snýst um að kanna hvað er hinum megin við hurðina.
Hérna eru Elvíra og Perla að slást eins og systur gera stundum
og hér er Tinna mamma eitthvað að blanda sér í málin
Laugardagur, 7. júlí 2007
Ég er farin út í garð að vökva
Handtekin fyrir að vökva ekki garðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
Þetta hefur sko verið karlkyns ökumaður
Eins og allir vita geta karlmenn ekki gert tvennt í einu. Samt hvarlaði þetta einhvern veginn ekki að mér.
Að bakka og hósta á meðan var þessum ofviða.
(Þetta hlýtur að mega fara undir Formúla 1)
Ók á hús nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Karlmönnum er líka nauðgað
Fólk er almennt forviða á þessum dómi. Og ekki er það skrítið. Ljóst þykir að konan hafi verið beitt ofbeldi og þvinguð til samfara en.... hvað....???
Manni fallast hendur. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fá einhvern botn í lögfræðilegar ástæður að baki þessari sýknun.
Við eigum svo langt í land. Á svo mörgum sviðum. Gífurlegar framfarir hafa orðið síðustu 30 ár hvað varðar jafnrétti kynjanna, viðurkenningu á samkynhneigð, átröskunarsjúkdómum og geðsjúkdómum. Falin mein í þjóðfélaginu hafa komið upp á yfirborðið svo sem heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og svo mætti lengi telja. En betur má ef duga skal.
Klárlega lifir mýtan enn góðu lífi. Kona, sem er nauðgað, er drusla. Á einn eða annan hátt bauð hún sig fram. Ég vitna hér í bókina Kynlíf frá árinu 1937:
''Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti.''
Ég er persónulega sannfærð um það að hér kemur ekkert til með að breytast í viðhorfi karlmanna (og ég er ekki að meina allra karlmanna) og vissulega sumra kvenna fyrr en karlmenn sem hafa orðið fyrir nauðgun stíga fram.
Karlmönnum er nauðgað. Karlmönnum er nauðgað af öðrum karlmönnum og vissulega eru þess dæmi að mönnum hefur verið nauðgað af konum. Karlmönnum er byrlað nauðgunarlyfið, bornir heim af tveimur eða fleirum og nauðgað.
Og aðeins er hægt að reyna að ímynda sér hvernig væri að vera í sporum samkynhneigðs karlmanns að kæra stefnumótanauðgun. Ég hef allavega aldrei heyrt um slíkt. En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Vonandi finna karlkynsfórnarlömb nauðgana kjarkinn, og þá stuðning frá þjóðfélaginu um leið, til að kæra glæpina. Þar til held ég að dómsvaldið verði fast í sínum fornaldarhugsunarhætti og engin skref tekin fram á við.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Séð & Heyrt
Færsla Benedikts bloggvinar um fyrirsögn Séð & Heyrt um skilnað Samherjahjónanna; ''Dýrasti skilnaður Íslandssögunnar'' kveikti á þessari færslu.
Séð & Heyrt svífst einskis og sýður saman ótrúlegustu fyrirsagnir á forsíðu blaðsins, hannaðar til að grípa augað og kveikja slúðurþorsta landans (ég er ekkert saklaus þar).
Benedikt veltir því fyrir sér hvað geri þennan skilnað dýrari en aðra skilnaði.
Inn í blaðinu er afar stutt grein um málið, sem fyrir vikið er í engu samræmi við æpandi forsíðufyrirsögnina. Í þessari stuttu grein er ekkert sem bendir til þess að skilnaðurinn verði hjónunum dýr heldur eiginlega þvert á móti. Þetta virðist allt vera með fullu samþykki beggja aðila og ætti því að ganga í gegn slétt og fellt.
Fyrir fáeinum árum síðan grétum við vinkonurnar af hlátri yfir myndatexta í þessu annars ágæta blaði. Þetta var texti með mynd af fáklæddri leikkonu á strönd þar sem hún var að sinna móðurhlutverkinu.
Textinn var einungis þrjú orð og okkur til skemmtunar slengjum við þessum orðum oft fram og hlæjum alltaf jafn mikið. Textinn var svona: ''Ánægð með appelsínuhúð''. Þvílíkir snilldarpennar þarna á ferð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Maður er bara orðinn hagmæltur
Sá Einhverfi kom heim úr sumarbúðunum með hor í nös og hósta. Var svo kominn með hitavellu í morgun svo hér sit ég, heima, og get ekki annað.
Ætti svo sannarlega að nota tækifærið og gera eitthvað uppbyggilegt fyrir heimilið og ekki síður nýta góða veðrið og reita illgresi. Barasta nenni þessu ekki.
Nú er guttinn steinsofandi í sófanum í stofunni (thank God for that). Hann er búin að taka syrpu út á palli og kríta upp kreditlista í gríð og erg. Svo þegar pallhúsgögnin eru orðin fyrir listaverkasköpuninni þá á bara að færa þau til. Ef ég hefði ekki stoppað þetta þá væri ég núna með kreditlista einhverrar bíómyndar yfir endilangan pallinn hjá mér. Nýja pallinn minn!! O jæja. Fer af í næsta regnskúr.
Gelgjan spurði með þjósti þegar hún vaknaði í morgun: ''Afhverju eru allir heima''.
Vonbrigðin yfir heimavinnandi mömmunni (er það annars ekki partur af húsverkunum að blogga ) voru þó ekki vegna þess að hún ætlaði að detta í það eða neitt slíkt. Ástæðan var sú að nú fengi hún engan verkefnalista og þar af leiðandi engan vasapening.
Ég tók nefnilega þá ákvörðun að setja henni fyrir einhver smávegis heimilisstörf á hverjum degi á meðan ég væri í vinnunni og hún fengi 200 kr á dag fyrir það. Við byrjuðum á mánudaginn og fyrstu tvo dagana hefur hún tekið þetta mjög alvarlega og gert töluvert meira en henni er sett fyrir. Er afar stolt af afrekum sínum sem hún má alveg vera, 10 ára barnið. En það spilar líka stóra rullu að mamman íhugar bónusgreiðslur þegar afrekin eru svo stór og mörg.
Hei, kannski ætti ég að taka upp krosssauminn minn sem er farinn að rykfalla ofan í poka og setjast út og sauma í sólinni.
(Setjast, sauma, sólinni. Vá næstum því ljóð. Fellur pottþétt undir menning og listir og ljóð)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta