Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Eitthvað fyrir mannanafnanefnd að pæla í (Jenný Anna, ekki opna)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Kennsla punktur is
Vegna yfirþyrmandi hrifningar á námskeiðinu sem ég tala um á blogginu hér á undan (þrátt fyrir að ég gruni nú suma (nefni engin nöfn) um að hafa meiri áhuga á fyrirlesaranum en efninu) vil ég benda á www.kennsla.is og kennsla@kennsla.is.
Þorvaldur og konan hans (já stelpur, konan hans) Helena Jónsdóttir reka saman kennsla.is sem er framleiðslu- og fræðslumiðstöð.
Endilega kíkið á vefinn hjá þeim.
Mánudagur, 21. maí 2007
Skapandi skrif
Skellti mér á námskeið. Fyrsta kvöldið af fjórum var í kvöld. Fyrirlesari er Þorvaldur Þorsteinsson sem m.a. skrifaði Blíðfinnsbækurnar.
Þorvaldur Þorsteinsson. Það er ekki
eins og útlitið skemmi eitthvað fyrir
aumingja manninum
Ofsalega er gaman að gera eitthvað öðruvísi og brjóta upp hversdagsleikann. Þetta kvöld í kvöld lofar meira en góðu og það er ekki rétt að kalla Þorvald fyrirlesara. Þetta er meira eins og samtalsgrúppa sem hann leiðir.
Í auglýsingunni um námskeiðið sagði m.a.: Ertu að feta þín fyrstu skref í skrifum? Skrifarðu fyrir skúffuna?Langar þig að kynnast sagnamanninum í þér?
Tilgangurinn hjá honum með þessu námskeiði er að losa fólk við hræðsluna við að skrifa. Hræðsluna við að það hafi ekkert áhugavert að segja. Svo útskýrði hann yfirskrift námskeiðsins: Skapandi skrif.
Hann vill meina að maður sé ekki að skapa neitt þegar maður skrifar. Heldur skapi skrifin. Þ.e.a.s. að þegar fólk les t.d. skáldsögu, þá opnast heimur fyrir lesandanum. Heimur sem hann skapar sjálfur í huganum. Are you with me so far. Tíu manns geta lesið sömu bókina en enginn upplifir hana eins, því allir skapa sinn eigin heim í kringum persónurnar, staðarlýsingar og svo framvegis.
Hann segir því að það að skrifa séu ekki hæfileikar heldur eiginleikar. Hæfileikar séu eitthvað sem aðeins fáir hafa og allir geti skrifað. Aftur á móti hafi bara ekki allir áhuga á að skrifa.
Við gerðum verkefni í kvöld og það kom manni svo skemmtilega á óvart hvað runnu upp úr manni hugmyndirnar og ekki síður hvernig þær urðu til.
Við fengum heimaverkefni og ég hlakka til að takast á við það annað kvöld. Og get ekki beðið eftir að mæta aftur niðrí Iðnskóla á miðvikudagskvöld.
Gaman að vera svona spenntur yfir einhverju.
Sunnudagur, 20. maí 2007
Afmeyjunin - Hin beina aðferð og Hin nærgætnislega aðferð
Úr bókinni Kynlíf eftir Fritz Kahn frá árinu 1937:
(Fyrri greinar úr bókinni um þetta efni: grein 168 Eftir veisluna, grein 169 Forleikurinn og grein 170 Særið ekki blygðunarkennd brúðarinnar, er að finna á þessari síðu.
grein 171. Hin beina aðferð.
Ef brúðurinn er hraust og sterkbyggð, og ef henni er lagið að mæta óþægilegum viðfangsefnum án tafar og undandráttar, þá er bezta aðferðin þessi: Ef blygðunarsemi er ekki til hindrunar (bezt er að dimmt sé í herberginu), þá dregur hún lærin upp að bolnum og heldur þeim síðan eins aðskildum og auðið er. Í þessari stellingu eru leggöngin eins opin og hægt er og meyjarhaftið er þanið og rifnar auðveldlega. Maðurinn færir getnarðaliminn milli skapabarmanna, upp að meyjarhaftinu, prófar mótstöðuna og viðkvæmnina með léttum þrýstingi og þrýstir honum síðan af afli gegnum haftið og þar með er afmeyjuninni lokið.
grein 172. Hin nærgætnislega aðferð.
En ef brúðurin er fíngerð og viðkvæm eða sérlega feimin að eðlisfari svo að hún getur ekki fellt sig við hina ''beinu aðferð, þá verður að viðhafa nærgætni. Þannig hljóða arabisk fyrirmæli um þá aðferð, er nota skal: ''Sýnið mildi og nærgætni og reynið ekki að brjóta á bak aftur hina ólýsanlegu mótsöðu blygðunar hennar; hafið taumhald á hinni áköfu þrá yðar, og ef náttúran hefur gert yður of sterkan og þróttmikinn, þá hlífist ekki við að fresta tilraunum yðar til næsta dags eða jafnvel til þriðja dags''. Ef brúðurin er mjög viðkvæm, ætti brúðguminn að koma henni í skilning um, að hann ætli ekki að beita hana valdi, og láta sér nægja einfaldari athlot og reyna að venja hina blygðunarfullu konu við nálægð sína og karlmannleik. Þegar því marki er náð, ætti hann að láta sér nægja milda kynertingu og bíða átekta. Með rólegum fortölum og hægum aðgerðum, vinnur hann smátt og smátt bug á mótstöðunni, bæði hinni sálrænu og líkamlegu, og það miklu auðveldlegar en með valdbeitingu. Fyrstu nóttina ætti hann ekki að ganga lengra en hann álítur leyfilegt innan takmarka slíks skæruhernaðar. Hann ætti ekki að framkvæma afmeyjun fyrr en mótstaðan er þrotin, en hún varir venjulega ekki eins lengi og fyrst kann að virðast. Andstaða konunnar er eins og ísmoli. Í frosti heldur hann sér, harður eins og steinn, en í sólskininu bráðnar hann sem smjör. Þegar hin sálræna andstaða er horfin, fer hann með varúð að hinum lokuðu leggöngum, prófar mótstöðu meyjarhaftsins og reynir síðan að þrýsta limnum í gegn. Þegar hann er kominn þetta langt, er honum óhætt að ljúka verkinu með fullri karlmennsku. En hann verður fyrst að hafa komið getnaðarlimnum inn á milli innri skapabarmanna, upp að haftinu sjálfu. hann kyssir hana og með hönd yfir augu hennar þrýstir hann höfði hennar mjúklega en ákveðið niður í koddann. Hljóð, tár og andvörp, blandið sársauka og sælu, síðan bros og allir erfiðleikar eru á enda.
Laugardagur, 19. maí 2007
Voffinn minn er týndur - hjálpið mér að finna hann
já já ég veit. Ég er asni. Hundurinn ómerktur og ég ekki ennþá búin að skrá hann.
Bósi og Viddi stungu af í dag. Við náum ekki að halda í við þá. Þeir eru ótrúlega fljótir að grafa sig undir girðinguna á nýjum stöðum. Viddi skilaði sér heim en Bósi ekki.
Hann hvarf frá Þverás í Árbænum um fimmleytið í dag, laugardag.
Ég væri agalega þakklát, kæru bloggvinir, ef þið nenntuð að setja link hér inná, á næsta blogg hjá ykkur. Veit að ég er böggandi en það er þess virði ef ég finn hann.
Það er þessi sem stendur aftar hér á myndinni sem er týndur. Hann er með hálsól í hermannamunstri (camoflage) en ómerktur að öðru leyti. Hann er ótrúlega blíður og með lítið hjarta. Ég hef svo miklar áhyggjur af því að hann sé dauðhræddur einhvers staðar. Ég er búin að láta vita hjá Lögreglunni í Reykjavík og hjá Hundavinafélaginu.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. maí 2007
Tölvutæknin tröllríður öllu
Laugardagur, 19. maí 2007
Látið eins og þetta sé skrifað fyrir miðnætti á föstudagskvöldi
Það var gott að vakna í morgun og uppgötva að það væri föstudagur en ekki mánudagur. Ég held að fólk hafi nú svona almennt tekið sér hálfan daginn í að muna að það væri helgi framundan. T.d. gleymdist algjörlega að versla inn fyrir okkar venjulega föstudagsmorgunkaffi í vinnunni, það var svo mikill mánudagur í fólki eftir fríið í gær.
Í gær sagði Sá einhverfi í fyrsta skipti fimm orða setningu all on his own: Má ég fá gulan ís.
Hann er líka farin að biðja mömmu sína um að syngja í fyrsta skipti á ævinni. En eitt af því fyrsta sem bæði börnin mín lærðu að segja var: mamma ekki syngja.
Ég neita að trúa því að það hafi eitthvað með sönghæfileika mína að gera. Þessi kona hér var líka vanmetin.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Þegar ég verð stór ætla ég að verða uppfinningakona
Útivistin mín í dag fólst ekki í vorhátíð í Selásskóla eins og ég sagði ykkur heldur arkaði ég af stað niður að Rauðavatni með hundana. Hafði hugsað mér að fara hringinn í kringum vatnið en ég varð svo reið út í bévítans óþekktar-rakka-rugludallana að ég sneri við með þá með nefið upp í loft og strunsaði áleiðis heim eftir 20 mín göngutúr. Eins og það hefði einhver áhrif á glottið á andlitinum á þeim. Yeah right!
Þegar heim kom ákvað ég þar sem ég var klædd til útiveru. í það haustveður sem ríkti hér í Selásnum í dag, að fara út og negla enn eina spýtuna í grindverkið. Viddi hefur orðið sér úti um of mikið frjálsræði undanfarið. Það gustaði af mér þegar ég skálmaði út í bílskúr og náði í hamar, nagla og sög. Var alveg komin í gírinn þegar ég var búin að negla 2 spýtur fastar. Best að týna upp hundaskít úr garðinum.
Vopnuð gúmmíhanska og bónusplastpoka hófst ég handa og vá.... þvílík vinna. Hundhelvítin (já þeir pirruðu mig óstjórnlega í dag) lágu þarna úti, virðulegir eins og Hans hátign heilagleikinn sjálfur og fylgdust grannt með hverri hreyfingu. Þóttust horfa á mig með lotningu þar sem ég gjörsamlega skreið í skítnum fyrir þá en ég veit betur.
Það var við þessar aðstæður sem ég uppgötvaði loksins hvernig ég verð rík. Gamla góða berjatínan verður tekin og stökkbreytt. Hlýtur að vera hægt að aðlaga hana hundskítstínslu. Það er þunn lína á milli bláberja og lambasparða. Frá Lambaspörðum er ekki langur vegur að hundaskít. Óska eftir uppástungum hvað slík tína gæti heitið.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
The phone call of shame
Jæja. Mér tókst aldeilis að sýnja Gelgjunni gott fordæmi í að taka ábyrgð... eða hitt þó heldur.
Byrjum á byrjuninni. Fyrir nokkru hringdi í mig mamma einnar bekkjarsystur Gelgjunnar. Í uppsiglingu var vorhátíð í skólanum og þessi mamma hafði verið fengin til að hringja í foreldara 4. bekkinga og fá fólk til að standa klukkutímavaktir við grillið (þ.e. pylsusölubásnum).
Ég er ein af þessum mömmum sem læðast meðfram veggjum þegar kemur að foreldrastarfi. Ein af þessum mömmum sem hinar mömmurnar þola ekki því ég býð mig aldrei fram í neitt og mæti á eins fáa fundi og ég mögulega kemst upp með.
En ég átti von á einhverju slíku símtali og var meira en fús til að taka að mér klukkutímavakt á vorhátíðinnim frá kl. 11-12. Og þegar hún spurði hvort Bretinn gæti tekið eina vakt líka þá hélt ég það nú og bað hana í guðanna bænum að skrifa hann á 12-13 vakt. Ekki vandamál. Bara gaman að vera þarna með krökkunum á vorhátíðinni bla bla bla bla jarí jarí jarí jar..... Og meinti þetta frá mínum innstu hjartans rótum.
Gelgjan er komin á þann aldur að skammast sín alveg hrikalega fyrir foreldra sína. Sérstaklega mig. Eða kannski er þetta sjálfsblekking. Kannski er þetta ekkert aldurinn. Kannski er ég bara svona mamma sem maður skammast sín fyrir. Gelgjan fer t.d. alveg í flækju því ég heilsa litlum krökkum sem ég þekki ekki. Og tala við fólk í biðröðum og svoleiðis. Henni finnst þetta þvílíkt neyðarlegt þegar hún er með mér.
Hún spurði mig því sérstaklega hvort ég ætlaði að tala við krakkana þegar ég afgreiddi þau með pylsur. Ég hélt það nú. Ég myndi spyrja þau allskonar spurninga. Hvort þau skemmtu sér ekki vel, hvað þau væru gömul, hvar þau ættu heima, hvar foreldrar þeirra væru.... Gelgjan ranghvolfdi í sér augunum og hringdi í vinkonu sína til að spyrja hana hvort mamma hennar myndi tala við krakkana á pylsubásnum. Komst að því að mamma vinkonunnar myndi bara spyrja hvað krakkarnir vildu á pylsurnar. En ég sat föst við minn keip, ég myndi sko tala og tala og tala.
Eftir að ég hafði lofað okkur Bretanum í sjálfboðavinnu kom hér inn um bréfalúguna boðsmiði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn nk. laugardag og Gelgjuna langar mikið til að fara. Ég sagði við hana að við gætum ekki farið, því við yrðum á vorhátíðinni. Hún varð fyrir vonbrigðum svo ég sagði að kannski gætum við farið eftir vorhátíðina sem stæði til kl. 14 eða hátíðin í Húsdýragarðinum til kl. 16.
Kl. 13:24 í dag segir Gelgjan skyndilega við mömmu sína sem ennþá er að tjilla á náttbuxunum; mamma við erum að fara á vorhátíðina.Láttu ekki svona Anna Mae, segi ég. Hún er á laugardaginn.Nei hún er í dag segir hún og nær í bækling sem hefur hangið á ísskápnum í 2 vikur.Ég ríf bæklinginn úr höndunum á henni og fletti honum í örvæntingarkasti. Jú, mikið rétt. Vorhátíðin byrjaði kl. 10 í morgun.Hjartað byrjar að hamast í brjóstinu á mér af skelfingu en jafnframt setur að mér óstöðvandi hláturskast. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta þeimur meira hló ég.
Gelgjan stóð við hliðina á mér og horfði á mig með vandlætingarsvip. Ég skreið upp stigann til fundar við Bretann sem var uppi að horfa á sjónvarpið með þeim einhverfa.
Hvað heldurðu að fólk segi um okkur? stundi ég upp milli hláturskviðanna.
Thats easy sagði Bretinn. They think we are white trash.
Þá pissaði ég næstum því í mig.
Þetta var nú meira ástandið. Gelgjan talaði hátt og stanslaust, aðallega um hvað við værum óábyrgir foreldrar, Bretinn kom með alls konar hugmyndir um hvað fólk væri að segja um okkur, tárin streymdu niður kinnarnar á mér og Sá einhverfi söng hástöfum með Söngvaborg, allsendis ótruflaður af uppnáminu á heimilinu. Viddi hundur hélt ég væri að gráta af sorg og klóraði með framloppunum í mig til að reyna að hugga mig. Bósi var skriðin undir borð eins og hans er von og vísa þegar hann er ráðvilltur.
Hvað sem má segja um mig þá vil ég standa við það sem ég segi, ekki síst þegar það kemur niður á öðru fólki ef ég geri það ekki. Ég var því algjörlega miður mín yfir að hafa svikið þessa konu og auðvitað þá sem hafa þurft að taka aukavaktir út af vitleysisganginum í okkur. En jafnframt finnst mér alveg óstjórnlega fyndið að hafa verið svona agalega jákvæð þegar aumingja konan hringdi í mig og mæta svo barasta ekki neitt. Ég bara varð að ljúka þessu máli svo ég hringdi í hana. Hún var að borða pylsu þegar hún svaraði í símann.
Ég útskýrði málið á örvæntingafullan máta, talaði hratt og hátt eins og móðursjúk kelling. Hún fullvissaði mig um að það væri nóg að fólki þarna og þetta væri ekkert mál. Fólk gerði mistök. Svo sagði hún mér sögu af því þegar hún mætti í afmæli, öll uppáklædd með risastóran pakka og þurfti frá að hverfa. Afmælið var ekki fyrr en eftir viku.
Gelgjan skellti sér á vorhátíð korter í lokun. Vildi alls ekki að mamma kæmi með og kallaði afsökunarbeiðni yfir skólalóðina.Fimmtudagur, 17. maí 2007
Túttu-limran hans Þorsteins
Ég verð náttúrulega að deila þessu tímamótaverki hans Þorsteins með ykkur. Þetta er svo mikil snilld og allt of fáir hafa séð þetta. Hann samdi limruna eftir að hafa lesið bloggið hjá mér: Hvernig ég fékk ör á hægra brjóstið.
Með tannaför á túttum fínum
í toppi flegnum, segir sínum
að Vidd' hafi víst þetta gert.
Bið ég nú í bænum mínum
að Bretinn hlú'að brjóstum þínum
og huggi þar holdið bert.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1640682
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta