Leita í fréttum mbl.is

The phone call of shame

Jæja. Mér tókst aldeilis að sýnja Gelgjunni gott fordæmi í að taka ábyrgð... eða hitt þó heldur.

Byrjum á byrjuninni. Fyrir nokkru hringdi í mig mamma einnar bekkjarsystur Gelgjunnar. Í uppsiglingu var vorhátíð í skólanum og þessi mamma hafði verið fengin til að hringja í foreldara 4. bekkinga og fá fólk til að standa klukkutímavaktir við grillið (þ.e. pylsusölubásnum).

Ég er ein af þessum mömmum sem læðast meðfram veggjum þegar kemur að foreldrastarfi.  Ein af þessum mömmum sem hinar mömmurnar þola ekki því ég býð mig aldrei fram í neitt og mæti á eins fáa fundi og ég mögulega kemst upp með.

En ég átti von á einhverju slíku símtali og var meira en fús til að taka að mér klukkutímavakt á vorhátíðinnim frá kl. 11-12.  Og þegar hún spurði hvort Bretinn gæti tekið eina vakt líka þá hélt ég það nú og bað hana í guðanna bænum að skrifa hann á 12-13 vakt.  Ekki vandamál. Bara gaman að vera þarna með krökkunum á vorhátíðinni bla bla bla bla jarí jarí jarí jar..... Og meinti þetta frá mínum innstu hjartans rótum.

Gelgjan er komin á þann aldur að skammast sín alveg hrikalega fyrir foreldra sína. Sérstaklega mig. Eða kannski er þetta sjálfsblekking. Kannski er þetta ekkert aldurinn. Kannski er ég bara svona mamma sem maður skammast sín fyrir. Gelgjan fer t.d. alveg í flækju því ég heilsa litlum krökkum sem ég þekki ekki. Og tala við fólk í biðröðum og svoleiðis. Henni finnst þetta þvílíkt neyðarlegt þegar hún er með mér.

Hún spurði mig því sérstaklega hvort ég ætlaði að tala við krakkana þegar ég afgreiddi þau með pylsur. Ég hélt það nú. Ég myndi spyrja þau allskonar spurninga. Hvort þau skemmtu sér ekki vel, hvað þau væru gömul, hvar þau ættu heima, hvar foreldrar þeirra væru.... Gelgjan ranghvolfdi í sér augunum og hringdi í vinkonu sína til að spyrja hana hvort mamma hennar myndi tala við krakkana á pylsubásnum. Komst að því að mamma vinkonunnar myndi bara spyrja hvað krakkarnir vildu á pylsurnar. En ég sat föst við minn keip, ég myndi sko tala og tala og tala.  hotdogDevil

Eftir að ég hafði lofað okkur Bretanum í sjálfboðavinnu kom hér inn um bréfalúguna boðsmiði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn nk. laugardag og Gelgjuna langar mikið til að fara. Ég sagði við hana að við gætum ekki farið, því við yrðum á vorhátíðinni. Hún varð fyrir vonbrigðum svo ég sagði að kannski gætum við farið eftir vorhátíðina sem stæði til kl. 14 eða hátíðin í Húsdýragarðinum til kl. 16.

Kl. 13:24 í dag segir Gelgjan skyndilega við mömmu sína sem ennþá er að tjilla á náttbuxunum; mamma við erum að fara á vorhátíðina.Láttu ekki svona Anna Mae, segi ég. Hún er á laugardaginn.Nei hún er í dag segir hún og nær í bækling sem hefur hangið á ísskápnum í 2 vikur.Ég ríf bæklinginn úr höndunum á henni og fletti honum í örvæntingarkasti. Jú, mikið rétt. Vorhátíðin byrjaði kl. 10 í morgun.

Hjartað byrjar að hamast í brjóstinu á mér af skelfingu en jafnframt setur að mér óstöðvandi hláturskast. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta þeimur meira hló ég.

Gelgjan stóð við hliðina á mér og horfði á mig með vandlætingarsvip. Ég skreið upp stigann til fundar við Bretann sem var uppi að horfa á sjónvarpið með þeim einhverfa.

Hvað heldurðu að fólk segi um okkur? stundi ég upp milli hláturskviðanna.

Thats easy sagði Bretinn. They think we are white trash.

Þá pissaði ég næstum því í mig.

Þetta var nú meira ástandið. Gelgjan talaði hátt og stanslaust, aðallega um hvað við værum óábyrgir foreldrar, Bretinn kom með alls konar hugmyndir um hvað fólk væri að segja um okkur, tárin streymdu niður kinnarnar á mér og Sá einhverfi söng hástöfum með Söngvaborg, allsendis ótruflaður af uppnáminu á heimilinu. Viddi hundur hélt ég væri að gráta af sorg og klóraði með framloppunum í mig til að reyna að hugga mig. Bósi var skriðin undir borð eins og hans er von og vísa þegar hann er ráðvilltur.

Hvað sem má segja um mig þá vil ég standa við það sem ég segi, ekki síst þegar það kemur niður á öðru fólki ef ég geri það ekki. Ég var því algjörlega miður mín yfir að hafa svikið þessa konu og auðvitað þá sem hafa þurft að taka aukavaktir út af vitleysisganginum í okkur. En jafnframt finnst mér alveg óstjórnlega fyndið að hafa verið svona agalega jákvæð þegar aumingja konan hringdi í mig og mæta svo barasta ekki neitt. Ég bara varð að ljúka þessu máli svo ég hringdi í hana. Hún var að borða pylsu þegar hún svaraði í símann.

Ég útskýrði málið á örvæntingafullan máta, talaði hratt og hátt eins og móðursjúk kelling. Hún fullvissaði mig um að það væri nóg að fólki þarna og þetta væri ekkert mál. Fólk gerði mistök. Svo sagði hún mér sögu af því þegar hún mætti í afmæli, öll uppáklædd með risastóran pakka og þurfti frá að hverfa. Afmælið var ekki fyrr en eftir viku.

Gelgjan skellti sér á vorhátíð korter í lokun. Vildi alls ekki að mamma kæmi með og kallaði afsökunarbeiðni yfir skólalóðina. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi er með þeim betri sem ég hef lesið lengi.  Guð hvað ég hlæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný ég er glöð. Var hrædd um að málæðið í mér væri orðið of mikið.

Guðmundur láttu ekki svona. Guð ætlaði mér ekki hlutverk í þessum geira. Ég reyndar dáist að fólki sem stendur í þessu og hefur gaman af.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.5.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðmundur ég gleymdi að spyrja þig hvort aðstoðarskólastjórinn hafi verið einhleyp sjálf?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.5.2007 kl. 19:02

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha ég er heldur aldrei í neinu svona býð mig sko ekki fram og mun aldrei gera það...

þetta fannst mér frekar skondið allt saman

Guðríður Pétursdóttir, 17.5.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

 héfði reyndar haldið að þú værir alltaf mætt fyrst til að stjórna skemmtunum.

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

 þú ert algjör...

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 20:45

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

That is 2 good 2 be true  ...  Mjög skemmtilega sagt frá

Hólmgeir Karlsson, 17.5.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband