Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 2. september 2009
Stuttbuxur verði síðbuxur... eða öfugt?
Haustið er að koma. Ég sé það á nokkrum gulnuðum laufum á trjánum fyrir utan eldhúsgluggann og ég finn það á kólnandi loftinu sem ég anda að mér á morgnana.
Sá Einhverfi virðist ekki finna það. Hann bara sér það á vikuplaninu sínu þar sem móðir hans hefur sett inn á hvern einasta dag eftirfarandi texta: Ian ætlar í buxur í dag.
Þannig hefur það verið í rúma viku en alltaf gengur hann út á morgnana í stuttbuxunum. Mig hefur skort viljastyrk og þrek til að fylgja fyrirmælunum eftir.
Skilaboðin hafa nú samt sem áður komist vel til skila og verið skilin... ef þannig má að orði komast. Það hefur verið greinilegt á öllum afklipptu buxnaskálmunum sem hafa fundist í ruslafötum hist og her um húsið síðustu daga.
Í morgun ákvað ég að taka málið alla leið. Lét skólabílinn fara þegar stráksi þverneitaði að klæðast síðari buxum en niður á mið læri. Hann þolir ekki þegar hann missir af rútunni. En í morgun þótti honum greinilega réttur hans til að klæðast stuttbuxum allan ársins hring, mikilvægari en að fá far með skólabílnum.
Ég sem sagt sendi skólabílinn í burtu og ákvað að leyfa Þeim Einhverfa að sitja einum í fýlu í stofunni. Fór upp á loft og sýsla og bað Gelgjuna sem var á leið niður, að fjarlægja skærin úr eldhússkúffunni. Hún gerði það samviskusamlega.
En það breytti engu. Strákskömmin varð sér úti um önnur skæri og síðustu síðbuxurnar í hans eigu breyttust í stuttbuxur í morgun, eins og aðrar hafa gert síðustu sjö daga.
Ég frétti það í gegnum reiðan Breta sem stóð á gólunum í stofunni. Ég blikkaði ekki auga. Lyfti ekki einu sinni augabrún. En Sá Einhverfi lét sér segjast og samþykkti að fara í gamlar ''kvart'' buxur sem ég fann inn í skáp.
Ég notaði svo hádegið í dag til að fara í Hagkaup og kaupa tvennar jogginbuxur á drenginn. Þær eru nú í felum inn í þvottahúsi just in case að stór og stæðilegur klippióður einhverfur drengur fari á stjá í nótt með skæri á lofti.
En eitthvað er stráksi orðinn leiður á reiðiköstum foreldranna því hann tilkynnti í kvöld, algjörlega upp úr eins manns hljóði; buxur á morgun.
Miðvikudagur, 2. september 2009
Fifty dollars
Góðan og blessaðan daginn. Ég er löt við bloggfærslur þessa dagana eins og sumir hafa orðið varir við. Mun taka mig á þegar tækifæri gefst til.
Fékk þennan í tölvupósti og ákvað að leyfa fleirum að njóta:
Morris and his wife Esther went to the state fair every year, and every year Morris would say,
'Esther,I'd like to ride in that helicopter.'
Esther always replied,
'I know Morris, but that helicopter ride is fifty dollars,
And fifty dollars is fifty dollars'
One year Esther and Morris went to the fair, and Morris said,
'Esther, I'm 85 years old.
If I don't ride that helicopter, I might never get another chance.'
To this, Esther replied, 'Morris that helicopter ride is fifty dollars, and fifty dollars is fifty dollars.'
The pilot overheard the couple and said,
'Folks I'll make you a deal. I'll take the both of you for a ride. If you can stay quiet for the entire
ride and don't say a word I won't charge you a penny!
But if you say one word it's fifty dollars.'
Morris and Esther agreed and up they went.
The pilot did all kinds of fancy maneuvers, but not a word was heard.
He did his daredevil tricks over and over again,
But still not a word.
When they landed, the pilot turned to Morris and said,
'By golly, I did everything I could to get you to yell out, but you didn't.
I'm impressed!'
Morris replied,
'Well, to tell you the truth,
I almost said something when Esther fell out,
But you know,
fifty dollars is fifty dollars!'
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Einhverfur eða ekki einhverfur
Ég sat við skrifborðið mitt í vinnunni fyrri part kvölds við skriftir. Kom heim rétt fyrir kl níu og var ákveðin í að sjá fyrsta þáttinn í íslensku þáttaröðinni um Ástríði.
Sá Einhverfi lá makindalega og afslappaður í sófanum fyrir framan sjónvarpið þegar ég kom inn og það breiddist lymskulegt glott yfir varirnar á honum þegar hann sá mig. Ég átti ekki von á góðu, þó ég vissi það ekki á þessu andartaki.
Ég skellti silung og kartöflum sem Bretinn hafði eldað í kvöldmat, á disk og inn í örbylgjuofn. Á þessum tveimur mínútum sem tók að hita matinn var Sá Einhverfi búinn að æsa sig upp í dramakast. Hann heimtaði gulan lit. Ég benti honum kurteislega á að hann ætti fullt af gulum litum. Hann hélt nú ekki.
Til að fá frið þá sagðist ég myndi koma heim með gulan lit handa honum á morgun. Venjulega tekur hann svona málamiðlunum. En nú brá svo við að það hentaði honum ekki.
Ég varð drullufúl. Ætlaðir krakkaskömmin að vera með læti rétt á meðan þessi þáttur væri á skjánum. Ég ákvað að gefa dauðann og djöfulinn í krakkann og hlammaði mér inn í stofu með silunginn minn og hvítvín í glasi. Þegar Ástríður byrjaði var Sá Einhverfi hágrátandi inn í borðstofu. Reiður út í heiminn og mig og var stórlega misboðið.
Ég hækkaði sjónvarpið upp úr öllu valdi því ekki hafði ég texta til að styðjast við. En texti nýtist mjög vel þegar maður er með öskrandi börn yfir sjónvarpinu.
Ég ákvað að ég ætlaði að láta drenginn um að ráða sjálfur fram úr þessari krísu. Þetta var hans krísa, ekki mín.
Hann grét sárt í svolítinn tíma en þegar það dugði ekki til að ég veitti honum athygli, brá hann á annað ráð.
Gelgjan gerði sig líklega til að standa upp en ég stoppaði hana af. Anna Mae láttu hann eiga sig.
Mamma! hann er að berja sig í hausinn með DVD diski sagði ábyrgðar- og áhyggjufulla stúlkan mín.
Mér er alveg sama, sagði ég rólega. Þá gerir hann það bara.
Svo gleymdi ég drengnum barasta. Mér tókst að gjörsamlega draga gardínur fyrir eyrun og gleyma krakkanum.
Ég hálfhrökk í kút þegar hann byrjaði allt í einu að hlæja. Fyrst hélt ég að þetta væri svona geðsveifluhlátur en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því.
Drengurinn var búinn að gefast upp! Hann gafst upp!! Og það tók ekki nema 15 mínútur. Húrra fyrir mér. Hann var búinn að finna eitthvað á netinu sem honum fannst svona bráðskemmtilegt og ég heyrði ekki meira minnst á gulan lit.
Þetta atvik opnaði augu mín svo um munaði. Eins og önnur smábörn (því þrátt fyrir bráðum full 11 ár er hann enn smábarn að mörgu leyti) sýnir hann foreldrum sínum aðra og verri hegðun en hann myndi sýna öðru fólki. Og foreldrarnir spila með og hlaupa eftir duttlungum barna sinna. Þetta heitir slæmt uppeldi.
Einhverfur eða ekki einhverfur..... Að uppskera athygli, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, vegna óæskilegrar hegðunar fær barnið til að hefja skipulega könnun á teygjanleika þolinmæðisgens foreldra sinna.
Ég er hætt, ég segi það satt.
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Vilt'arrrridið?
Selurðu latte spurði ég dökkhærðu stúlkuna á bak við afgreiðsluborðið í bakaríinu.
Já
Er það ekki ofsalega gott hjá þér, sagði ég glaðlega.
Já
Jæja, sagði ég og virti hana fyrir mér. Gæti hafa verið rétt innan við þrítugt. Myndarleg stelpa með steinrunnið andlit.
Ég ætla að fá tvöfaldan latte með froðu, upplýsti ég hana um.
Hún sneri sér við og fór að sýsla við kaffivélina.
Áttu síróp, spurði ég
Nei
Áttu ekki síróp? sagði ég. Var svolítið undrandi því flest kaffihús/bakarí bjóða upp á ótal bragðtegundir af sírópi út í kaffi.
Hún nennti ekki að tala meira í bili. Hristi bara höfuðið þar sem hún sneri baki í mig.
HELVÍTIS KERLINGARASNI ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA NEI, hefur hún eflaust öskrað í huganum á meðan hún ímyndaði sér að ég væri undir kaffiþjapparanum.
Ég horfði á baksvipinn á henni. Einkennisklæðnaðurinn var svartu íþróttagalli eftir því sem ég gat best séð, úr glansefni. Svolítið sjúskaður. Stelpan stóð hokin í herðum með krepptan rass og flóaði mjólkina. Þessari konu leiðist svo í vinnunni að það sést meira að segja á rassinum á henni.
Vilt'arrridið? spurði hún og sýndi mér visastrimilinn upp á 670 kr (ég fékk hana nebblega til að selja mér einn hafraklatta í leiðinni)
Nei takk sagði ég hátt og snjallt og ýkt glöð. Bara til að ergja hana.
Ég vorkenndi konunni sem kom aðvífandi í þann mund sem ég var að fara með kaffið mitt, og spurði kampakát: hvernig er þetta fimmkornabrauð? Hvað er í því?
Ég heyrði engin svör en get ímyndað með að afgreiðslustúlkan hefur hugsað: oooooooohhhhh gat hún ekki spurt um tveggjakornabrauðið.
Kaffið var samt bara fínt.
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Freaky friday
Þessa stundina situr Sá Einhverfi fyrir framan tölvuna og horfir á uppáhalds bíómyndarbrotið sitt. Freaky friday.
Ég ranghvolfdi í mér augunum áðan, þegar ég sá hvaða leitarorð hann var að stimpla inn á Google. Ef hann langar í gott hláturskast þá leitar hann þetta myndbrot uppi.
Tekur þá við dillandi og afskaplega smitandi hlátur sem yljar um hjartað og hrífur mann með... í svona 10 mínútur. Fljótlega upp úr því á maður þá ósk heitasta að stráksi hætti í þessu, sem virðist, stjórnlausa hláturskasti. Hann er svo píreygður að það rétt rifar í augun og hann tekur andköf í lengstu hláturskviðunum. Yndisleg sjón en eftir 20 mínútur væri grátkast fýsilegri kostur og eftir hálftíma er maður tilbúinn að rífa router-inn úr sambandi og fleygja tölvunni út í garð... og drengnum á eftir.
Hér er myndbrotið sem fær mig til að tæta af mér öll líkamshár
Gerir þetta eitthvað fyrir ykkur?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Vínflaska fyrir eiginmann
Ég fékk þessa dásamlegu, litlu sögu senda í tölvupósti frá yndislegri samstarfskonu minni. Læt fylgja með useless information: Litli rasistinn kallar þessa samstarfskonu mína The Lobster Lady.
Ég segi ykkur ÞÁ sögu kannski seinna.
En hér kemur sagan um vínflöskuna. Hún er fyrir allar konur sem eru giftar, voru giftar, óska þess að vera giftar eða óska þess að hafa aldrei gifst. Eitthvað til að brosa að næst þegar þú sérð vínflösku (sem er daglega í mínu tilfelli).
THE BOTTLE OF WINE
Sally was driving home from one of her business trips in Northern Arizona when she saw an elderly Navajo woman walking on the side of the road.
As the trip was a long and quiet one, she stopped the car and asked the Navajo woman if she would like a ride.
With a silent nod of thanks, the woman got into the car.
Resuming the journey, Sally tried in vain to make a bit of small talk with the Navajo woman. The old woman just sat silently, looking intently at everything she saw, studying every little detail, until she noticed a brown bag on the seat next to Sally.
'What in bag?' asked the old woman .
Sally looked down at the brown bag and said, 'It's a bottle of wine. I got it for my husband.'
The Navajo woman was silent for another moment or two. Then speaking with the quiet wisdom of an elder, she said..........
......."Good trade"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Sumarið 2009
Sumarið 2009 er sumarið sem Íslendingar kusu að eyða krónunum sínum í bensín, íslenskar vegasjoppur, tjaldsvæði og grillmat og ferðuðust innanlands.
Þetta átti að verða sumarið sem ég gerði nákvæmlega ekki neitt vegna efnahagsástandsins, en varð sumarið sem ég hef aldrei verið hreyfanlegri.
Þrjár sumarbústaðarferðir, ein utanlandsferð, sólarhringsdvöl í sveitasælu Borgarfjarðar og, afar merkilegt í augum þeirra sem þekkja mig: útilega með tjaldi, uppblásnum dýnum, ferðagrilli og tilheyrandi. Þeir tveir, sem eru aðalástæða óhreyfanleika míns almennt, Viddi Vitleysingur og Sá Einhverfi, voru með í för í umræddri útilegu.
Á meðan Viddi gelti óspart á hunda og menn, svaf Sá Einhverfi inni í tjaldi í rúmlega hálfan sólarhring. Þetta er sem sagt sumarið sem ég fann lausn á svefnleysi drengsins. Hér eftir mun ég tjalda í bakgarðinum ef ég vil að drengurinn sofi meira en 5 tíma í einum rikk.
Sumarið 2009 er líka sumarið sem ég varð mér úti um bjórvömp án þess að drekka bjór. Ætli ég verði ekki að skella skuldinni á (stöðugt) sull í hvítvíni og rauðvíni, vöðvaslökun og ótæpilegt magn matar. En bumban líkist bjórvömb hvernig sem á það er litið.
Sumarið 2009 er sumarið sem átti að rigna stöðugt og ég ætlaði að vera óstöðvandi í rithöfundagírnum og uppfull af andagift en breyttist í sumarið sem ég skrifaði ekki neitt. Ekki einu sinni bloggfærslur. Og aldrei á ævinni hef ég verið duglegri að liggja í sólbaði.
Sumarið 2009 var mér afskaplega gott. Og það er ekki búið enn....
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Ég tek ofan fyrir rithöfundum
Ef ég ætti hatt, tæki ég hann ofan fyrir rithöfundum!!
Fjórar klukkustundir á dag við skriftir og ég er ámóta þreytt og eftir 13 klukkustunda vinnutörn í skrifstofujobbinu mínu. Gjörsamlega úr mér allur vindur, kraftur og þrek.
Mér skilst að Arnaldur sitji við 8 klukkutíma á dag. Er það hægt, spyr ég? Arnaldur! Ha?
Í dag ætla ég að sitja heilalaus í sundlaug og heitum pottum í Hveragerði eða Borgarnesi. Stara út í loftið og hugsa um ekki neitt. Sellurnar mínar þurfa hvíld. Það er ljóst að ég sest ekki aftur á skólabekk á gamals aldri.
p.s.
þrir dagar í heimkomu Þess Einhverfa og vika í heimkomu Unglingsins. Kvíði fyrir og hlakka til í senn.
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Vísindalegar kannanir og próf sem við gerum á eiginmönnum okkar
Ekki held ég að ég þekki þá konu sem ekki hefur framkvæmt ''vísindalegar'' kannanir á eiginmanni/sambýlismanni sínum. Kannski mætti þó frekar segja ''vísindalegar'' kannanir á viðbrögðum á vissum aðstæðum.
Ekkert er án undantekninga en getum við ekki öll verið sammála um það að flestir karlmenn eru blessunarlega lausir við að láta óreiðu á heimilinu fara í taugarnar á sér. Má þá nefna föt sem liggja á víð og dreif, bækur og blöð og annað dótarí. Óhreint leirtau og ryk í hornum. Í mörgum tilfellum má segja að þeir hreinlega sjái ekki drasl.
En við, kvenpeningurinn, eigum afskaplega erfitt með að sætta okkur við þennan eiginleika í fari eiginmanna/sambýlismanna okkar. Og því leggjum við fyrir þá þrautir og próf. Við segjum þeim að sjálfsögðu ekki frá því fyrr en eftir á. Mörgum dögum seinna. Þá höfum við haft allan þann tíma til að byggja upp innri pirring sem fer stigvaxandi með hverjum klukkutímanum sem líður og endar með háum hvelli. Og þeir standa greyin, með tómt og starandi augnaráð, á meðan kastið gengur yfir og það er auðséð á svipnum hversu ráðavilltir og lost þeir eru.
Próf sem þessi beinast að sjálfsögðu að öllum fjölskyldumeðlimum ef börnin eru orðin stálpuð, en þegar upp er staðið er það karlmaðurinn sem ber hitann og þungan af, svo til alltaf neikvæðri, útkomu slíkra prófa.
Nýjasta prófið af þessum toga sem ég lagði (meðvitað) fyrir fjölskyldumeðlimi var klósettrúllu-prófið. Það fór að fara í taugarnar á mér að enginn, ENGINN, nema ég skipti um klósettrúllu á sómasamlegan hátt. Það er að segja, fjarlægði tóma rúllu af klósettrúllu-standinum, setti nýja á og henti þeirri tómu í ruslið.
Aðrir fjölskyldumeðlimir kláruðu rúlluna, tóku hana vissulega af standinum (vel gert you all) og settiu jafnvel nýja á. En tómu rúllunni var ávallt stillt upp á heiðursstað. Hún rataði aldrei í ruslið.
því ákvað ég einn daginn að ÉG ætlaði ekki að fleygja helvítis rúllunum, heldur gera þessa hávísindalegu tilraun; Hversu margar tómar rúllur þyrftu að safnast fyrir á hillunni á bak við klósettið, til þess að einhver kæmi auga á þær og hugsaði; neeei heyrðu, þetta á ekki heima þarna heldur í ruslinu.
Þarf ég að taka það fram að það gerðist ekki!?
Sjö tómar rúllur tróndu stoltar á baðherberginu mínu og hlógu að mér, og þá fékk ég nóg. Kallaði að sjálfsögðu á Bretann og kynnti fyrir honum niðurstöður þessarar könnunar.
Hann hló. Og ég líka reyndar. En þær eru ekki alltaf jafn fyndnar þessar niðurstöður.
Aðrar tilraunir sem ég hef gert er að taka bara til á mínu náttborði (hann tók aldrei eftir því), þvo bara þann þvott sem ratar í óhreina-taus-körfuna (hann tók aldrei eftir því), stilla gluggapósti upp á borðstofuborðinu því hann segist ætla að fara í gegnum hann (pappirsruslið var þar í 10 daga), henda ekki afgöngum úr ísskápnum sem hann segist ætla að borða (þeir enda á að koma skríðandi á móti manni einn daginn)......
Einni tilraun heyrði ég af um daginn, en hún fól í sér að ryksuga var skilin eftir í gangveginum. Eiginmaðurinn þurfti bókstaflega að klofa yfir hana, bæði til að komast inn í svefnherbergi og eins inn á baðherbergi. Ryksugan sú stóð á sama punktinum í heila viku. Og ég þarf ekki að segja ykkur að það var ekki eiginmaðurinn sem fjarlægði hana á endanum.
Önnur tilraun á sama heimili: wc pappírinn kláraðist á klósettinu á efri hæðinni og húsmóðirin ákvað að nú skyldi hún ekki verða sú sem handlangaði klósettpappír frá neðri hæð á þá efri. Í nokkra daga varð hún vör við alls konar hjálpargögn; bómullarhnoðra, eldhúsrúllu sem einhvern veginn slæddist inn á baðherbergi, blautþurrkur.... en enginn í fjölskyldunni gerði sér ferð niður til að sækja þetta sem við getum ekki verið án; klósettpappír.
Það fyndna er (og jókið er á kostnað okkar kvenfólksins) að ef tilraunin fer öðruvísi en við búumst við, þ.e. er karlmaðurinn bregst við áreitinu og fjarlægir/sækir/þrífur/hendir, þá verðum við svolítið svekktar. Búnar að pirrast inn í okkur í marga daga og okkur vantar útrás og þá svíkur karlpungurinn okkur með því að gera það sem við vildum að hann gerði...
Úff. Life is hard.
Segið mér sögu krakkar.........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Dagur 1 í sumarfríi - Ég keypti mér skó í gær
Mánudagur 29. júní 2009
1. dagur sumarfrís. Kerlingin eyddi peningum. Karlinn fór í golf.
Ég keypti mér skó í gær...................................................................
Segir það ekki allt sem segja þarf um gærdaginn? Það gefur auga á leið að hann var vel heppnaður.
Friis & Company, Kringlunni, bauð mér (ásamt heilum helling af öðrum dömum) að koma og versla eftir lokun. Og ég mætti á svæðið með einbeittan brotavilja, þ.e. að eyða peningum.
Að máta skó og skart með hvítvínsglas í annarri hönd, er ekki amalegt. Og vökvinn gerir það að verkum að kortið er rétt fumlaust fram og án alls samviskubits.
Svo vaknar maður bara upp með eyðslu-timburmenn sem rjátla af manni og eru horfnir með öllu upp úr hádegi. ....þar til Visa-reikningurinn dettur inn um lúguna.
En það breytir því ekki að eftir stendur gordjöss par af skóm sem eru mínir. MÍNIR!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta