Leita í fréttum mbl.is

Vísindalegar kannanir og próf sem við gerum á eiginmönnum okkar

 

Ekki held ég að ég þekki þá konu sem ekki hefur framkvæmt ''vísindalegar'' kannanir á eiginmanni/sambýlismanni sínum. Kannski mætti þó frekar segja ''vísindalegar'' kannanir á viðbrögðum á vissum aðstæðum.

Ekkert er án undantekninga en getum við ekki öll verið sammála um það að flestir karlmenn eru blessunarlega lausir við að láta óreiðu á heimilinu fara í taugarnar á sér. Má þá nefna föt sem liggja á víð og dreif, bækur og blöð og annað dótarí. Óhreint leirtau og ryk í hornum. Í mörgum tilfellum má segja að þeir hreinlega sjái ekki drasl.

En við, kvenpeningurinn, eigum afskaplega erfitt með að sætta okkur við þennan eiginleika í fari eiginmanna/sambýlismanna okkar. Og því leggjum við fyrir þá þrautir og próf. Við segjum þeim að sjálfsögðu ekki frá því fyrr en eftir á. Mörgum dögum seinna. Þá höfum við haft allan þann tíma til að byggja upp innri pirring sem fer stigvaxandi með hverjum klukkutímanum sem líður og endar með háum hvelli. Og þeir standa greyin, með tómt og starandi augnaráð, á meðan kastið gengur yfir og það er auðséð á svipnum hversu ráðavilltir og lost þeir eru.

Próf sem þessi beinast að sjálfsögðu að öllum fjölskyldumeðlimum ef börnin eru orðin stálpuð, en þegar upp er staðið er það karlmaðurinn sem ber hitann og þungan af, svo til alltaf neikvæðri, útkomu slíkra prófa.

Nýjasta prófið af þessum toga sem ég lagði  (meðvitað) fyrir fjölskyldumeðlimi var klósettrúllu-prófið. Það fór að fara í taugarnar á mér að enginn, ENGINN, nema ég skipti um klósettrúllu á sómasamlegan hátt. Það er að segja, fjarlægði tóma rúllu af klósettrúllu-standinum, setti nýja á og henti þeirri tómu í ruslið.

Aðrir fjölskyldumeðlimir kláruðu rúlluna, tóku hana vissulega af standinum (vel gert you all) og settiu jafnvel nýja á. En tómu rúllunni var ávallt stillt upp á heiðursstað. Hún rataði aldrei í ruslið.

því ákvað ég einn daginn að ÉG ætlaði ekki að fleygja helvítis rúllunum, heldur gera þessa hávísindalegu tilraun; Hversu margar tómar rúllur þyrftu að safnast fyrir á hillunni á bak við klósettið, til þess að einhver kæmi auga á þær og hugsaði; neeei heyrðu, þetta á ekki heima þarna heldur í ruslinu.

Þarf ég að taka það fram að það gerðist ekki!?

Sjö tómar rúllur tróndu stoltar á baðherberginu mínu og hlógu að mér, og þá fékk ég nóg. Kallaði að sjálfsögðu á Bretann og kynnti fyrir honum niðurstöður þessarar könnunar.

Hann hló. Og ég líka reyndar. En þær eru ekki alltaf jafn fyndnar þessar niðurstöður.

Aðrar tilraunir sem ég hef gert er að taka bara til á mínu náttborði (hann tók aldrei eftir því), þvo bara þann þvott sem ratar í óhreina-taus-körfuna (hann tók aldrei eftir því), stilla gluggapósti upp á borðstofuborðinu því hann segist ætla að fara í gegnum hann (pappirsruslið var þar í 10 daga), henda ekki afgöngum úr ísskápnum sem hann segist ætla að borða (þeir enda á að koma skríðandi á móti manni einn daginn)......

Einni tilraun heyrði ég af um daginn, en hún fól í sér að ryksuga var skilin eftir í gangveginum. Eiginmaðurinn þurfti bókstaflega að klofa yfir hana, bæði til að komast inn í svefnherbergi og eins inn á baðherbergi. Ryksugan sú stóð á sama punktinum í heila viku. Og ég þarf ekki að segja ykkur að það var ekki eiginmaðurinn sem fjarlægði hana á endanum.

Önnur tilraun á sama heimili: wc pappírinn kláraðist á klósettinu á efri hæðinni og húsmóðirin ákvað að nú skyldi hún ekki verða sú sem handlangaði klósettpappír frá neðri hæð á þá efri. Í nokkra daga varð hún vör við alls konar hjálpargögn; bómullarhnoðra, eldhúsrúllu sem einhvern veginn slæddist inn á baðherbergi, blautþurrkur.... en enginn í fjölskyldunni gerði sér ferð niður til að sækja þetta sem við getum ekki verið án; klósettpappír.

Það fyndna er (og jókið er á kostnað okkar kvenfólksins) að ef tilraunin fer öðruvísi en við búumst við, þ.e. er karlmaðurinn bregst við áreitinu og fjarlægir/sækir/þrífur/hendir, þá verðum við svolítið svekktar. Búnar að pirrast inn í okkur í marga daga og okkur vantar útrás og þá svíkur karlpungurinn okkur með því að gera það sem við vildum að hann gerði...

Úff. Life is hard.

Segið mér sögu krakkar.........  Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég hef unnið í mikilli kvennastétt allt mitt líf og oft hef ég komist að þeirri niðurstöðu að eini tilgangur sambúðar sé sá að þá hafi konan einhvern til að jagast í, þegar hún þarf á því að halda.

Og konur virðast almennt ætlast til að við lesum hugsanir þeirra. Það er strunsað um húsið með samanbitnar tennur og maður reynir í örvæntingu að finna út hvað í ósköpunum er að. Lítill minnismiði gæti oft komið í veg fyrir mikið stress. Þú kannast örugglega við að hafa t.d. beðið sambýlismanninn að þvo skáp eða eitthvað slíkt og gætt þess vandlega að segja honum ekki hvar þú geymir Ajax-brúsann - Af hverju finnur þú aldrei neitt?

ÞJÓÐARSÁLIN, 5.7.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þjóðarsál. Ég hef velt þessu fyrir mér líka. Kemst stundum að sömu niðurstöðu og þú. En yfirleitt er niðurstaðan sú að við erum einfaldlega svo ólík og til að sambúð gangi upp þarf konan að sætta sig við nákvæmlega þá staðreynd. En hei... ef allt gengi smurt hvað yrði þá um allar rómatísku gamanmyndirnar, uppistand eins og Hellisbúann og Fúlar á móti. Húmor er allt sem þarf. Megum ekki glata honum.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Ómar Ingi

Innst inni elskar þú að stjana við ungana þína og hellisbúann þinn annars værirðu löngu rokin á dyr

Ómar Ingi, 5.7.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi. Uhumm.. það er nú dagamunur á því skal ég segja þér

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála Ómari, hafiði heyrt þennan ,,ég skal leyta ÞÚ finnur aldrei neitt" ég heyri hann oft.

Þetta með rúllurnar innan úr klósettpappírnum, það þarf ekki að henda þeim fyrr en þær fylla ruslapoka þá fer maður bara eina ferð með þær allr í einu, hef fengið þessa þraut.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já og þetta með ryksuguna, hún virðist einn daginn fara sjálf á sinn stað.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2009 kl. 14:50

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Högni. hahahaha góður punktur; ein ferð. En okkur kvenfólkinu líkar ekki svona rök. Mér leikur forvitni á að vita; varstu meðvitaður um þrautina, fattaðirðu hana sjálfur eftir á eða var þér tilkynnt um verkefnið þegar það var yfirstaðið?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2009 kl. 14:52

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eiginmaður vinkonu minnar hafði þann ósið að setja jakkana sína á stólana við borðstofuborðið.  Eftir að þetta var búið að pirra mína konu all lengi og fjórir jakkar hengu á sitthvorum stólnum lagði hún jakkaermarnar upp á borðbrúnina svo gaf hún í spil.  Þetta vakti mikla lukku hjá hennar manni þá loksins hann sá hvað um var að vera.

Minn er enn að læra í kennslustunum hjá mér.

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þessu er þveröfugt farið á mínu heimili! Það byrjaði eftir tíðarhvörf, þá róaðist ég svo mikið!

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 15:00

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ía. Ég er í kasti. Póker? En ég kannast svo sannarlega við jakkana á borðstofustólunum (t.o.m. heilu úlpurnar) og vetrarvettlingana á borðstofuborðinu.

Edda. Kannski ég eigi enn von

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2009 kl. 15:02

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mitt  líf er ein vísindaþraut.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2009 kl. 16:00

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ætli ég sé ekki fifty fifty.. fyrst og fremst löt og svo pirruð yfir einhverju svona.. annars bý ég ein núna svo ekkert fer í taugarnar á mér nema ég sjálf.. ég sjálf gleymi alltaf að taka klósett rúllurnar líka og oft eru þær 5-6 áður en ég tek þær :P

Guðríður Pétursdóttir, 5.7.2009 kl. 21:52

13 identicon

Ég gerði einmitt svona tilraun um daginn, var orðin þreytt á að fá litla sem enga hjálp við þvottinn. Ég ákvað að hætta að þvo fötin af eiginmanninum. Hélt áfram að þvo af mér og börnunum og að sjá um allan annan þvott.

Ég, eins flestar aðrar "klókar" konur sagði mínum manni ekki frá tilrauninni. Eftir tæpar tvær vikur fór hann að lengja eftir nærbuxum og spurði mig hvort ég vissi um einhverjar hreinar. Ég yppti öxlum og sagðist ekki hafa rekist á þær nýlega. Ekki grunaði hann þó neitt :)

Ég sagði honum síðan frá því seinna um kvöldið að ég væri hætt að þvo af honum svo ef hann vildi hreinar nærbuxur þyrfti hann víst að henda í vél (enda körfurnar fullar af hans þvotti). Hann var alveg sáttur, sagðist skilja mig vel.

Núna sér hann um sinn þvott en það tekur svolítið lengri tíma en hjá flestum, þvotturinn hans er t.d. búinn að liggja óbrotinn á borðstofuborðinu í 10 daga :)

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:23

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég mundi henda þvottavélinni ef að þetta yrði gert við mig án þess að ræða meint vandamál fyrst.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2009 kl. 22:38

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst sagan hennar Íu alveg óborganleg!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2009 kl. 00:11

16 identicon

Högni ef þú ert að skírskota til minnar sögu þá verð ég að segja að þú ert svolítill dramakóngur :) Henda þvottavélinni í kreppu, það væri þá. Vissi ekki að það að sleppa að þvo þvott væri eitthvað sem maður gerði við einhvern annan.

Ekki eins og ég hafi drepið köttinn hans ;)

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 18:17

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á ekki við þetta vandamál að stríða. Það er eiginlega öfugt; maðurinn minn er miklu húslegri en ég.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:27

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hafi svo skipast á heimilinu að annar aðilinn hafi séð um þvottinn, ég má ekki koma nálægt þvottavélinni, en hættir því svo bara sí sonna þá er eitthvað að og sé það gert án þess að ræða málin, eins og ég kom inná, já þá mundi ég bara henda vélinni svei mér þá, en ég skal samþykkja að það er lágmark að koma fötunum sínum á réttann stað, þvottatæknirinn á ekki að þurfa sækja föt um allt hús til að þvo, hvorki af makanum né unglingunum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.7.2009 kl. 22:24

19 identicon

Var um tíma orðin leið á öllum sokkunum sem söfnuðust saman undir sófaborðinu eða í sófanum. - Ákvað að hætta að týna þá upp og setja í óhreinatauið.  Tók mig til og sagðist henda öllu sem ekki ætti heima á þessum stöðum og stóð við það.  Á endanum skyldi minn maður ekkert í því að það voru engir hreinir sokkar í skúffunni.  Þeir voru allir komnir í ruslið (n.b. þetta var fyrir mörgum árum, fyrir kreppu).  Þetta virkaði, nú mörgum árum síðar finn ég aldrei sokka á ráfi um húsið!

Anna (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 07:38

20 identicon

Högni, í mínu tilviki var ekki búið að sammælast um að ég sæi um þvottinn svo það var engin ástæða til að henda vélinni :)

Málið er að ég á ekki eins mikið af nærfötum og fötum yfir höfuð og eiginmaðurinn svo ég þarf að þvo oftar af sjálfri mér og tók yfirleitt hans þvott með. Auðvitað setti hann stundum í vél maðurinn en bara miklu sjaldnar en ég.

Mér finnst þetta fyrirkomulag bara hið besta, að hann sjái um sinn þvott sjálfur því það bæði minnkar álag á mig og ég er ekki lengur hrædd um að hann setji sparifötin mín á suðu :)

Anna, ég nota þetta á dóttur mína, segi henni að ef hún taki ekki dótið sitt sem einhvernveginn dreifst um alla íbúð þá taki ég það úr umferð. Á svo poka inni í geymslu með dóti sem hún fær aftur einhverntíma seinna.

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:47

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég meina Sólveig! Ef að þú ert að þvo í tíma og ótíma þá geturðu bara þvegið af kallinum í leiðinni og það þarf ekkert að sammælast um það hvað er kvennmansverk og hvað ekki.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.7.2009 kl. 23:25

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er að hugsa um að bjóða Högna og Sólveigu í kaffi til mín svo hægt sé að útkljá þetta mál

Fyrirkomulagið á mínu heimili er afar einfalt. Ég sé að mestu um þvottinn þó Bretinn sé nokkuð duglegur að brjóta hann saman og ganga frá. Bretinn sér um eldamennsku í 80% tilvika. Önnur húsverk eru barasta ekki unnin. Einfalt og gott!!

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2009 kl. 13:28

23 identicon

Móðir mín hélt því fram (og hafði fullan rétt til) að ég hjálpaði ekki nóg til með húsverkin meðan ég bjó heima. Þetta olli endalausum árekstrum og ég held að við höfum báðar verið fegnar þegar ég flutti að heiman til að fara í Háskóla.

Gamlar syndir virðast hinsvegar ekki gleymast, því þegar ég flutti aftur heim í sumar til að spara peninga meðan ég var að vinna, tók það múttu örfáa daga að byrja á aríunum um að ég hjálpaði ekki til við húsverkin. Ég benti henni kurteislega á að ég hefði ekki búið þarna nema 3 daga (og hafði nú alveg gert sitt lítið af hverju af húsverkum) svo það væri tæplega komin reynsla á. Hún varð orðlaus eitt augnablik og sneri sér að yngri systur minni í staðinn.

Eyja (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:20

24 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta hafa verið sömu hlutföll á mínu heimili Jóna þ.e. ég hefi ekki komið nær þvottinum en að skila af mér í "óhreinataujið" og hefi svo gengið að því vísu í skúffum og hillum eða svona ca. 80/20 ja kannski 90/10 en að matseldinni hefi ég talsvert komið þ.e. ég hef staðið mig vel við að aka húsmóðurunni í hvaða verslun sem henni hefur henntað hvurju sinni og oftast borið poka og pinkla í bílinn og svo úr bílnum og svo hef ég staðið mig alveg ágætlega við að vera kominn á réttum tíma að matborðinu já ca. 80/20 eða nei 90/10 restina hefur húsmóðirin svo séð um, ég sé það núna Jóna að ég toppa þig er með mikklu betri hlutföll og ekki má gleyma því að á meðan ég horfi á boltann fer hún með bílinn út á þvottaplan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband