Leita í fréttum mbl.is

Vilt'arrrridið?

 

Selurðu latte spurði ég dökkhærðu stúlkuna á bak við afgreiðsluborðið í bakaríinu.

Er það ekki ofsalega gott hjá þér, sagði ég glaðlega.

Jæja, sagði ég og virti hana fyrir mér. Gæti hafa verið rétt innan við þrítugt. Myndarleg stelpa með steinrunnið andlit.

Ég ætla að fá tvöfaldan latte með froðu, upplýsti ég hana um.

Hún sneri sér við og fór að sýsla við kaffivélina.

Áttu síróp, spurði ég

Nei

Áttu ekki síróp? sagði ég. Var svolítið undrandi því flest kaffihús/bakarí bjóða upp á ótal bragðtegundir af sírópi út í kaffi.

Hún nennti ekki að tala meira í bili. Hristi bara höfuðið þar sem hún sneri baki í mig.

HELVÍTIS KERLINGARASNI ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA NEI, hefur hún eflaust öskrað í huganum á meðan hún ímyndaði sér að ég væri undir kaffiþjapparanum.

Ég horfði á baksvipinn á henni. Einkennisklæðnaðurinn var svartu íþróttagalli eftir því sem ég gat best séð, úr glansefni. Svolítið sjúskaður. Stelpan stóð hokin í herðum með krepptan rass og flóaði mjólkina. Þessari konu leiðist svo í vinnunni að það sést meira að segja á rassinum á henni. 

Vilt'arrridið? spurði hún og sýndi mér visastrimilinn upp á 670 kr (ég fékk hana nebblega til að selja mér einn hafraklatta í leiðinni)

Nei takk sagði ég hátt og snjallt og ýkt glöð. Bara til að ergja hana.

Ég vorkenndi konunni sem kom aðvífandi í þann mund sem ég var að fara með kaffið mitt, og spurði kampakát: hvernig er þetta fimmkornabrauð? Hvað er í því?

Ég heyrði engin svör en get ímyndað með að afgreiðslustúlkan hefur hugsað: oooooooohhhhh gat hún ekki spurt um tveggjakornabrauðið.

Kaffið var samt bara fínt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 hef lent í þessu

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kannski átt´ún slæman dag....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ka-errita tharf marr a? tala í vinnunni?!

Tha? var gaman a? lesa thetta :-D

Sporðdrekinn, 18.8.2009 kl. 21:41

4 identicon

Hahahah.............hún hfur verðaðbyrrjaátúr............kannski?

Elísa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi var tetta ekki mitt bakarí á íslandi.En vodalega er tetta pirrandi er madur ætlar ad gledja sig med bolla af kaffi latte .......

kvedja frá Jyderup:)

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2009 kl. 08:08

6 identicon

Hmmmm e.t.v var það "þessi tími" mánaðarins hjá henni blessaðri. Þá er nú ávalt vissara að sýna smá nærgætni.   

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þú drepur á einu af tvennu sem ég ærir mig þá er ég heimsæki okkar fagra land.

Kaffistofustarfsmenn:  "hvavarðað", þá er þeir hunskast úr símanum til að sinna viðskiptavininum

Umferðarmenningin:  "ætlaru að færa þig fyrir framan mig á minni einkaakgrein fíbblið þitt, held ekki, gef í." 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband