Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Ofbeldi á konum og börnum - Opnum umræðuna upp á gátt
Hún Dísa Dóra er að opna umræðuna svo um munar með sínu framtaki.
Samtökin Styrkur - Úr hlekkjum til frelsis er undan hennar rifjum runnið og segir sitt um kjark og ákveðni þessarar konu.
Ég er svo heppin að í vinnunni hefur verið afar rólegt það sem af er degi. Ég hef eytt tímanum hér opinmynnt við lestur reynslusagna á þessari heimasíðu. Það er alveg ljóst að ég mun lesa hvern krók og kima hennar í kvöld þegar ég hef hent börnunum blíðlega í rúmið.
Það er alveg með ólíkindum hvað sum börn og konur þurfa að lifa við. Og svo er reistur múr í kringum fjölskylduna, sem enginn kemst í gegn um. Börn og konur lifa í andlegri og/eða líkamlegri kvöl og þögn. Þögnin er það versta því hún er leyfisbréf geranda ofbeldisins til að stunda sína iðju óáreittur.
Í gær átti ég tal við yndislega konu sem er innvikluð í Stígamót. Hún segir það staðreynd að opin umræða hefur átt stóran þátt í því að nú leita fórnarlömb kynferðisofbeldis sér hjálpar og aðstoðar mun fyrr á ævinni.
Og það sem meira er, að þau eru betur í stakk búin til að takast á við og bægja frá ranghugmyndum um eigin sök á ofbeldinu og skömminni sem sem eru ófrávíkjanlegir fylgifiskar.
En betur má ef duga skal. Það þarf að halda umræðunni galopinni og sjá til þess að nágrannar, vinir, ættingar og aðrir sem verða varir við hverskyns heimilisofbeldi hiki ekki við að láta vita af slíku. Það þarf líka að sjá til þess að almenningur jafnt sem yfirvöld líti heimilisofbeldi jafn alvarlegum augum og ofbeldi gagnvart ókunnugu fólki.
Það er líka annað sem gleymist og ekki allir gera sér grein fyrir. Og það er að allir... allir geta fundið sig í þessum aðstæðum. Hversu margar konur hafa ekki komið fram... sterkir karakterar, sjálfstæðar konu á framabraut, uppfullar af sjálfstrausti.. og sagt frá því hvernig þær voru brotnar niður á lúmskan og markvissan hátt þar til ekkert var eftir annað en rústir einar.
Fordómarnir eru miklir og ég er svo sannarlega ekki saklaus af þeim. Ég er samt að þroskast og læra og skilja meira. Guði sé lof. Það væri ekki mikið vit í lífinu ef maður lærði ekki stöðugt eitthvað nýtt. Það eru ekki bara heimskar, illa menntaðar, veikgeðja konur sem lifa við ofbeldissambönd. Og það sama gildir um gerandann.
Munið bara að þið þekkið örugglega einhvern sem felur eitthvað á bak við veggi heimilisins. Jafnvel glæp í sinni verstu mynd.
Kíkið á Dísu Dóru og verið dugleg að kommenta. Sýnið í verki að framtakið er mikils virði og vel metið og takið beinan eða óbeinan þátt í því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 18. október 2007
769 millur - Mikið svakalega er ég orðin áhrifamikil
Lagt hefur verið til að 769 milljónir á þessu ári og næsta verði settar í aðgerðir vegna manneklu á þjónustustofnunum Reykjavíkurborgar.
Ætli þetta sé út af greininni minni í Mogganum í dag?
Nei nei.. ég er ekki komin með mikilmennskubrjálæði. En þetta eru gleðifréttir. Að gera Reykjavíkurborg að eftirsóttum vinnustað er góð byrjun. Ég get samt ekki annað en velt fyrir mér: Hvað svo? Mig langar að sjá langtímaplan.
![]() |
769 milljónir í aðgerðir vegna manneklu hjá Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. október 2007
Ef við verðum ekki gömul þá drepumst við...
Ásdís bloggvinkona hefur í félagi við fleiri öryrkja farið af stað með undirskriftarlista varðandi meðferð Tryggingarstofnunar (og kerfisins) á öryrkjum og öldruðum. Þau eru í stuttu máli sagt að segja: Hingað og ekki lengra.
Eftir að hafa lesið textann á undirskriftarlistanum er mér orða vant. Auðvitað var ég meðvituð um hluta af þessu, en ekki allt.
Ég er ekki öryrki... ekki ennþá allavega og lofa hvern dag sem ég fæ að ganga heil til skógar. Það getur allt breyst á morgun. Eða í kvöld. Ótal atvik geta átt sér stað.
Ég er ekki gömul... ekki ennþá. Og ef ég verð ekki gömul þá er eina ástæðan sú, að ég leggst með lappir upp í loft og hætti að anda. En þá á ég væntanlega erfingja sem ég vil að fái peningana mína (ef einhverjir eru) frekar en að Tryggingastofnun eða skattmann sé búin að éta þá upp fyrirfram.
Þessi undirskriftarlisti snertir okkur hvert og eitt. Þó hann geri það ekki akkúrat í dag, þá gæti hann gert það á morgun.
Takið ykkur nú 2 mínútur til klikka músar-rindlinum ykkar á linkinn hér undir, lesið vandlega textann sem fylgir og setjið svo nafnið ykkar undir, til staðfestingar á því að ykkur finnist líka nóg komið af rugli og valdaníðslu á þeim sem minna mega sín. DO IT!
http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 7. október 2007
Athugasemdirnar ykkar og bloggin
Sæl krakkar mínir.
Eftir að hafa lesið öll kommentin við færslunni hér á undan fór ég að hugsa (sjaldgæft, en það gerist). Þarna setti ég inn eigin hugsanir, skrifaðar fyrir um 2 árum, nákvæmlega eins og þær voru. Tilfinningar mínar varðandi glataðan draum. Ekkert merkilegt. Allir hafa átt sér drauma sem ekki rættust. Eða drauma sem splundruðust óvænt.
En svo komu fallegu kveðjurnar ykkar og sum ykkar virtust lesa eitthvað út úr þessari færslu. Hluti sem ég hef aldrei spáð í eða velt fyrir mér. Eins og Hugarfluga sagði:
Öll eigum við okkur vonir, þrár og drauma. Sumir draumanna rætast ... aðrir ekki. Þeir eru lánsamir, sem kunna að spila úr þeim spilum sem lífið úthlutaði þeim og fara ekki hamförum yfir að fá ekki alla slagina. Held að þú sért ein af þessum manneskjum.
...Og ég hugsaði: Kannski er þetta bara rétt. Kannski á ég bara fulla virðingu skilið fyrir hvernig ég hef tekið á málunum. Með yndislegan mann mér við hlið. Að sníða sér stakk eftir vexti, eins og Laufey segir. Það er nákvæmlega málið. Það er það sem flestir gera í lífinu. En fólki ferst það misvel úr hendi.
Á bak við hvert einasta andlit hér á blogginu... í kommentakerfinu mínu og ykkar... er saga. Það er vissulega misjafnt hvaða spil lífið gefur okkur, og misjafn hvernig við spilum úr þeim. En allir eiga sér sögu og allir hafa gengið í gegnum skin og skúrir í lífinu.
Jenný Anna. Deilir með okkur af hreinskilni edrúmennsku sinni og hvernig var fyrir henni komið
Þröstur. Saknar daglegra samskipta við dóttur sína sem hann elskar meira en allt annað
Ragnheiður sem af ótrúlegu æðruleysi hefur leyft okkur að fylgja sér skref fyrir skref í gegnum missi sonar síns
Birna Dís hefur einnig þurft að sjá á eftir barninu sínu og hefur á sinn hátt lært að lifa með sorginni
Guðmundur glímir við ólæknandi sjúkdóm ´
Ásdís. Gekkst nýlega undir aðgerð eftir langvarandi líkamskvalir
Sigrún. Hefur gengið í gegnum miklar andlegar sveiflur, vonir, væntingar og vonbrigði með sín tvö andlega fötluðu börn
Elísabet Lára. Ung að árum gekk hún í gegnum ótrúlega erfiða lífsreynslu þegar barnsfaðir hennar og unnusti svipti sig lífi.
....svona gæti ég haldið endalaust áfram en ætla að láta vísun í þessa bloggara nægja. Fólkið hér að ofan, sem og fjöldi annarra, hefur nýtt bloggheima til að opna umræðuna um þessi málefni og í hvert sinn sem það er gert opnar það augu einhvers. Einhver þarna úti hefur minni fordóma gagnvart vissu málefni eftir að lesa færslur um efnið. Og við minnkandi formdóma fer heimurinn batnandi. Við erum öll sammála um það.
Stundum hjálpar það að taka Pollýönnu á málin. ''Þetta hefði nú getað verið verra'' eða ''hvernig á ég að geta kvartað, þegar Sigga er að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika''. En öll höfum við réttinn til að syrgja. Það má aldrei gleymast. Við förum langt á hnefanum og samanbitnu tönnunum en það fleytir okkur aldrei alla leið. Ekki á gæfuríkan hátt að minnsta kosti.
Ég á góða vinkonu sem fékk þær fregnir, þegar hún gekk með síðasta barnið sitt, að það væri með skarð í vör. Hversu mikið eða alvarlegt það væri var engin leið að sjá fyrir. Henni var að vonum brugðið. Það er erfitt að fara í gegnum meðgöngu með svona vitneskju og hún streðaði með alls konar vondar tilfinngar, kvíða og sorg.
Einhverju sinni sagði hún við mig að hún skildi bara ekkert í sér að vera í hnút yfir þessu. Hvernig stæði á því að hún setti svona atriði fyrir sig þegar ég til dæmis ætti fatlað barn. Ég sagði við hana að þó að ég ætti fatlað barn og aðrir kannski stærri vandamál en hún, þá hefði hún fullan rétt á því að syrgja það að barnið hennar væri ekki alheilbrigt. Sorgir annarra gerðu hennar ekki minni eða auðveldari viðfangs. Hún sagði mér seinna hvað þetta hefði verið mikil opinberun fyrir sig og léttir.
Þetta er orðið lengra og flóknara en ég ætlaði. Mig langaði bara til að þakka ykkur fyrir allar kveðjurnar og sögurnar sem þið deilduð með mér. Hvert komment er lesið og geymt hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Lexía dagsins: Aldrei að treysta undirmönnum fyrir velferð sinni
Allir kannast við ''trausts-æfinguna''... þessa þar sem maður á að láta sig detta, afslappaður og fullur trúnaðartrausts afturábak. Treysta því að skólasystkini/vinnufélagar/námskeiðsfélagar grípi mann.
Þessi æfing var tekin á námskeiðinu í gær. Og önnur æfing sem ég hef aldrei heyrt um né séð. Og hún var virkilega skemmtileg.
Hópnum, um 20 manns, var raðað upp með nokkuð jöfnu millibili í kringum malarvöll. Kannski svona 10 metrum að lengd. Svo batt stjórnandi námskeiðsins trefil fyrir augun á okkur (einu í einu) og við áttum að hlaupa langsum eftir malarvellinum, blindandi.
Þessi æfing snýst um það að treysta á að fólkið í kringum völlinn stoppi okkur af þegar út á enda er komið. Eða þá ef innbyggði áttavitinn bregst og fólk hleypur út til hliðanna í staðinn fyrir beint áfram.
Minn áttaviti virðist aldrei hafa verið til. Ég hljóp af stað og tók óafvitandi ákveðna stefnu til vinstri. Var nokkuð góð með mig og hljóp á ágætis hraða. Allt í einu fann ég að það var einhver hindrun fyrir framan mig og á sama sekúndubroti byrjaði þessi hindrun að tala. Mér brá svo mikið að ég byrjaði að öskra og virtist ekki geta hætt því. Hélt áfram eftir að ég reif af mér trefilinn og sá einn vinnufélagann beint fyrir framan mig. Greinilegt að einhver stressviðbrögð gerðu þarna vart við sig.
Fólk hljóp þarna um víðan völl. Sumir af nokkru öryggi og hefðu endað upp á þjóðvegi ef þeir hefðu ekki verið stoppaðir. Sá næstsíðasti ákvað að treysta fullkomlega á vinnufélaga sína og tók á þvílíkan sprett að það var engu líkara en hann ætlaði að setja met í spretthlaupi. Hlutirnir gerðust hratt og þar sem ég stóð á hliðarlínunni fóru að renna á mig tvær grímur. Ljósastaurar voru meðfram vellinum á hægri hönd og þaðan sem ég stóð virtist maðurinn stefna á einn slíkan. Þetta var einn af stjórum fyrirtækisins og sitthvoru megin við staurinn sem hann stefndi á stóðu tveir undirmenn hans. Karl og kona. Hvort um sig hélt að hitt myndi stoppa hann af svo bæði stóðu þau nokkuð afslöppuð með staurinn á milli sín. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að góla sem einhver viðbrögð urðu en það var of seint. Yfirmaður þeirra hljóp á staurinn. Bang. Fólk tók andköf og hélt niðrí sé andanum. Þegar hann reif af sér trefilinn og óskaddað en annars grimmúðlegt andlitið birtist, sprungu allir úr hlátri. Mjög traustvekjandi og samúðarfullur hópur þarna á ferð.
Það er aldeilis hægt að treysta á ykkur, sagði hann heldur þóttalega.
Ég veit ekki alveg hvernig lífið hjá þessum tveimur undirmönnum hans var í vinnunni í dag en það er alveg öruggt að þessi létta traust æfing bar ekki tilætlaðan árangur á þessu námskeiði. Eða hvað finnst þér Hjölli?
Sunnudagur, 30. september 2007
Dæmisaga
Ég týndi símanum mínum á skrallinu á föstudagskvöldið. Sat á barnum (hvar annars staðar) á Thorvaldsen og virti fyrir mér mannlífið og konulífið. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.
Sitjandi þarna tók ég upp á því að fara að senda Bretanum sms. Þetta voru falleg skilaboð en ég veit ekki hversu mikið þau glöddu hann þar sem klukkan var langt gengin í þrjú um nótt.
Samstarfskona mín kom aðvífandi og dróg mig út á dansgólfið. Þar skemmti ég mér hið besta, með tösku og jakka á gólfinu við hliðina á okkur. Nokkuð sem enginn lætur sér detta í hug nema Íslendingar.
Þegar ég, um þrjúleytið, skellti töskunni yfir öxlina og þreifaði eftir símanum (hreyfing sem er orðin eðlislæg) var hann hvergi að finna. Ég gramsaði eins og vitleysingur í töskunni, vösum, skimaði eftir gólfinu, en allt kom fyrir ekki. Síminn var horfinn.
Það var ekki um neitt annað að ræða en að fara símalaus heim og koma Bretanum á óvart (sjá færslu hér á undan).
Á laugardag beið ég með það fram að hádegi að hringja í símann minn. Ég kom sjálfri mér á óvart með þessari nærgætni í garð þess sem mögulega hefði tekið símann. En maður á alltaf að gera ráð fyrir því góða í fólki. Ég hugsaði sem svo að kannski hefði einhver tekið símann með það í huga að hringja í eigandann daginn eftir. Þarf enga spæjaravinnu í það, stendur skýrum stöfum í phonebook: ''HEIMA'' og símanúmerið.
Enginn svaraði. Ég hringdi á Thorvaldsen. Enginn sími. Ég hringdi í Vodafone. Þeir vildu að ég færi niður í Kringlu í búðina þeirra þar og fengi nýtt SIM kort. Ég leit í spegil og leist ekki á blikuna, það yrði engin Kringluferð. Ég ákvað að bíða með aðgerðir þar til seinna um daginn.
Á meðan Lasagne kraumaði í ofninum hjá mér um kvöldmatarleytið ákvað ég að prófa að hringja aftur í símann minn, áður en ég hringdi í Vodafone aftur og léti loka honum. Og viti menn, ung karlmannsrödd svaraði. Starfsmaður á Thorvaldsen. Síminn var þar eftir allt saman. Ég hef sennilega skilið hann eftir á barborðinu.
Mórall þessarar sögu er: ekki senda Bretum sms um hánótt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 28. september 2007
Þessi litla stúlka er mér ofarlega í huga um þessar mundir
Fyrir mörgum, mörgum árum síðan......
Þær vöknuðu um miðja nótt við hvíslandi raddir á neðri hæðinni. Margar raddir sem voru þandar af geðshræringu. Þær læddust niður. Tvær 8 ára vinkonur með svefndrukkin augu og úfið hár. Önnur næturgestur hjá hinni.
Jólin voru á næsta leiti og birtan frá jólatréinu lýsti upp stofuna. Raddirnar þögnuðu þegar þær birtust og allra augu beindust að þeim. Enginn kom upp orði og þær skildu að eitthvað hafði komið fyrir. Litli næturgesturinn átti ekki afturkvæmt heim. Það var ekkert til að snúa heim til. Ekkert hús. Engin fjölskylda. Allt var farið.
Daginn eftir fór fólkið í örvæntingu sinni með hana í innkaupaleiðangur. Hún átti að velja sér eitthvað. Leikföng eða hvaðeina sem barnshugurinn girntist.
Hún var fljót að velja. Tvær hvítar og tvær bláar. Hvítar fyrir mömmu og pabba. Bláa fyrir stóra bróður og bláa fyrir litla bróður. Sálmabækur sem þau gætu tekið með sér. Jólagjafir frá litlu stúlkunni. Hennar leið að kveðja.
Og lífið hélt áfram..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (67)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Bara hræðileg mistök?
Stundum finnst okkur ekki svo langsótt þegar eitthvað gerist í öðrum löndum.
''Þetta er í útlöndum og svo mikið af biluðu fólki til þar''.
Í alvöru. Bara þessi setning: ''hugsa sér að svona gerist á Íslandi'', er til marks um það að sumt sem okkur þykir ótrúlegt að geti gerst í okkar landi, finnst okkur að geti alveg gerst í ''útlöndum''.
Er þetta ruglingslegt hjá mér?
Ég horfði á viðtal við mömmu Kate um daginn og áttaði mig allt í einu á því að þessi kona væri frá sama landi og maðurinn minn, tengdamamma (litli rasistinn), mágur minn og konan hans.... Fólk sem ég þekki vel, kemur úr sömu stétt og fjölskylda Madeliene litlu og hljómar eins á allan hátt. Venjulegt fólk í fríi í útlöndum.
Allt í einu fannst mér þetta mál vera komið mikið nær mér (okkur öllum) og ég hugsaði: þetta er bara venjulegt fólk eins og við hin, sem gerði hræðileg mistök. Mistök sem hefðu ekki þurft að draga neinn dilk á eftir sér en gerðu það því miður.
Við höfum flest farið með börnin okkar til útlanda og litið af þeim andartak. Það má ekki. Allt getur nefnilega gerst í útlöndum.
Einu sinni var ég strandaglópur á Kastrup með börnin mín. Ég var að fara til Keflavíkur og vélin bilaði eða eitthvað. Fluginu seinkaði um 5 klst. Sá Einhverfi var í vagni, eitthvað um 10 mánaða og Gelgjan um 2ja ára.
Ég sat á bekk með barnavagninn fyrir framan mig og horfði á Gelgjuna skottast um í kringum litla flugvél sem var þarna börnum til skemmtunar. Allt í einu var hún horfin. Ég stóð upp og gekk hringinn í kringum flugvélina og sá hana ekki. Ég gekk fram og til baka á litlu svæði því ég þorði ekki að fara langt, og varð alltaf hræddari og hræddari. Samt trúði ég því ekki að einhver hefði tekið hana. Það er ''þetta-kemur-ekki-fyrir-mig'' syndromið. Ég var ekki farin að góla og garga eins og maður sér í bíómyndunum.
Skyndilega sé ég hana koma hlaupandi við hlið karlmanns. Hann gekk að mér og húðskammaði mig á dönsku. Ég skyldi ekki mikið af því sem hann sagði en hann hafði fundið hana eina á röltinu og honum fannst ég ekki hæf til að vera móðir.
Ég veit ekkert hverju ég á að trúa í sambandi við mál Madeleine litlu. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað skrítnara en önnur mál þar sem börn hverfa, eða hvort það virkar það bara vegna þess að það hefur verið blásið svo upp í fjölmiðlum.
Ég vona bara að þetta taki enda og gátan verði leyst. Og sérstaklega vona ég að foreldrar hennar hafi ekkert með málið að gera og fái fullvissu um afdrif litlu stúlkunnar sinnar. Ekkert er verra en nagandi óvissan.
![]() |
Foreldrar Madeleine yfirgáfu ekki veitingahúsið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. september 2007
Jóhanna þú reyndist sannspá - kommasooo
''Minn tími mun koma''
Ég held að það hafi verið árið 1994 sem þessi orð voru fyrst höfð eftir Jóhönnu Sigurðardóttur. Og tíminn hennar Jóhönnu er kominn. Um leið birtir hjá mörgum.
Jóhanna hefur látið að sér kveða síðustu mánuði svo eftir hefur verið tekið. Könnun hjá strákunum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 21.-23. september, er til marks um þetta.
Spurt var: hvaða ráðherra finnst þér standa sig best í ríkisstjórn?
12 ráðherrar komust á blað.
Sá ráðherra sem telst standa sig næstbest er Geir H. Haarde með 18% atkvæða.
Jóhanna hefur staðið sig best samkvæmt þessari könnun og það er varla smekksatriði. Bara staðreynd. Enda sýna tölurnar það í umræddri könnun;
Jóhanna fær 32% atkvæða og hífir með því ráðherra Samfylkingar upp fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks á heildina litið.
Í dag fékk ég símtal frá Vesturhlíð, þar sem Sá Einhverfi er í gæslu eftir skóla, og mér tjáð að Stöð 2 ætlaði að mæta á svæðið og taka myndir. Tilefnið er umfjöllun þeirra um mannekluna á frístundaheimilinu sem þjónustar nemendur Öskjuhlíðarskóla og fleiri.
Jóhanna mín, horfðu nú á Stöð 2 í kvöld og reynum í sameiningu að finna lausnir. Það er svo þreytandi að standa frammi fyrir því á hverju hausti að vita ekki hvort maður geti haldið starfinu sínu. Þolinmæði vinnuveitenda er ekki endalaus.
Og ef fólk missir vinnuna sína, þá missir það húsnæðið og þá þarf að fá félagslegt húsnæði og það er ekki til og þá lendir fólk á götunni og þarf á allskonar styrkjum að halda og þegar upp er staðið er þetta svo mikið mikið dýrara en ef bara launin yrðu hækkuð og fólki útvegað hærra starfshlutfall á frístundaheimilunum.
Jóhanna ég treysti á þig.... kommasoooooooo
Sunnudagur, 16. september 2007
Snúið út úr hreinleikanum
Ég verð sorgmædd við lestur þessarar fréttar.
Afhverju á að merkja bíómyndir sérstaklega ef þær innihalda nekt barna? Rétt eins og um ofbeldismyndir eða klámmyndir sé að ræða. X-rated, takk fyrir.
Giskað er á að tilgangurinn sé sá að foreldrar geti fylgst með því sem börnin þeirra eru að horfa á. Afhverju ætti ég sem foreldri að vilja vernda börnin mín frá því að sjá nakin börn í bíómynd?
Er til eitthvað náttúrulegra en nakin börn?
Svei mér þá... veröldin verður meira rugluð og fucked up með hverjum deginum.
Í júlí bloggaði ég um myndir Astrid Lindgren. Hér kemur sú færsla:
Hreinleiki
Sá Einhverfi elskar Astrid Lindgren. Eða öllu heldur myndirnar sem gerðar hafa verið eftir bókunum hennar. Emil, Lína, Lotta, Börnin í Ólátagarði, Karl Blómkvist, Kalli á Þakinu.....
Hann er í þessum töluðu (skrifuðu) orðum að leggja lokahönd á enn eitt listaverkið sem er trélitateikning af DVD coverum nokkurra þessara mynda. Hann benti á eigin skrift; Börnin í Ólátagarði og sagði: Lítil börn.
Já, sagði ég. Börnin í Ólátagarði.
Stundum veit hann ekki hvað hann er að skrifa en samt er hvert einasta orð rétt stafsett. Sjónminni hans er gífurlegt.
Þar sem ég sat fyrir framan sjónvarpið með honum og horfði á Ný skammarstrik Emils í Kattholti var ég að hugsa um hreinleikann í þessum sænsku myndum öllum.
Emil og Alfred vinnumaður veiða krabba og synda naktir saman í vatninu. Þeim þykir alveg svakalega vænt hvorn um annan og enginn hrópar; perri perri.
Emil hellir bláberjasúpu yfir andlitið á fínni frú eftir að hún fellur í yfirlið og Anton pabbi hans tekur hann upp á eyrunum og hristir allan til. Enginn kallar: ofbeldi ofbeldi.
Eða þegar Anton eltir Emil með hnefann á lofti og öskrar ''strákskratti'', og Emil flýr inn í Smíðakofann og er heppinn að komast í öruggt skjól. Annars myndi karlinn faðir hans lúskra ærlega á honum.
Mikið væri heimurinn einfaldur ef hann væri eftir Astrid Lindgren
![]() |
Varað við nöktum börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2007 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1640681
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta