Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 16. september 2007
Vöffluát og helgarpabbar
Hér eru enn fimm gelgjur. Engin hefur stolist á bílnum út í sjoppu, laumast til að reykja eða fyllt upp brennivínsflösku með vatni. Allt er under control.
Ég bakaði vöfflur ofan í liðið áðan. Sem betur fer hrærði ég í tvöfalda uppskrift. Þær átu eins og verkamenn á næturvakt.
Ég þarf að æla, sagði Heimasætu-gelgjan þegar hún stóð upp frá borðinu. Já, þær voru allar sammála um það að þær hefðu borðað yfir sig. Ég ætla að sleppa kvöldmatnum sagði ein gelgjan og hinar tóku undir; jaaahááááá skooo....
Þegar þær hlupu aftur upp á loft heyrði ég Heimasætu-gelgjuna segja; við skulum bíða aðeins með poppið.
Eftir vöfflubakstur og -át brugðum við Viddi okkur af bæ. Fórum niður af hesthúsum og tókum svo góðan hring í Selásnum. Á leið minni um hverfið sá ég ungan mann (barn að mínu mati, ca 22-23 ára) standa fyrir utan útidyrahurð. Með honum var lítill gutti um 2ja ára. Við fætur þeirra stóð bílstóll.
Ég sá strax, hvers kyns var; ungi maðurinn var að skila syni sínum heim til mömmunnar eftir helgina. Semsagt helgarpabbi. Hann er með síma við eyrað og ég heyrði hann segja: hvar ert þú (með áherslu á þú) ? Nú!! Og er langt í þig? Já þú talaðir um að þú vildir fá hann um fimm.
Fleiri orðaskil heyrði ég ekki, en forvitin eins og ég er, laumaðist ég til að líta til baka og sé þá feðga ganga frá hurðinni og upp á bílaplanið. Sennilega hefur hann ákveðið að taka einn ís-rúnt með guttann og bíða eftir mömmunni.
Á sama tíma og það gleður mig að litli guttinn fái að njóta samvista með barnunga pabbanum þá var sláandi að heyra svekkelsið og pirringinn í röddinni. Hversu slítandi ástand er þetta ekki? Að deila því dýrmætasta sem þú getur nokkru sinni eignast með manneskju sem fer jafnvel virkilega í taugarnar á þér. Og hversu margir hafa þann þroska til að bera að gæta þess vel og vandlega að hallmæla ekki hinu foreldrinu í eyrun á barninu.
Ég vona að enginn túlki þetta þannig að ég sé að gagnrýna einstæða foreldra, stúlkur sem eignast börn utan sambands/hjónabands eða yfirhöfuð að þetta fjölskyldufyrirkomulag sé svo algengt sem raun ber vitni. Ég er aðeins að velta þessu fyrir mér.
Og í leiðinni að velta því fyrir mér að allt of margir ana út í barneignir og allt of margt ungt fólk gefst of auðveldlega upp á samböndunum sínum í dag.
Þetta hefur eitthvað að gera með, held ég, að þessi kynslóð sem nú er að verða fullorðið fólk, hefur þurft að hafa allt of lítið fyrir hlutunum almennt. Það er vant því að mamma og pabbi hreinsi upp eftir það messið og reddi hlutunum þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er kynslóðin sem keyrir á bílum úr kassanum inn á bílastæðið við menntaskólana á morgnana og heldur að hér hafi ekki verið grafnir skurðir fyrr en eftir að Pólverjar og Litháar urðu partur af menningunni.
já já já... ég er að alhæfa, ég veit það. Og ég veit líka alveg að þetta eru ekkert slæmir krakkar sem þessi lýsing á við. Langt í frá. En agaleysið tröllríður öllu þjóðfélaginu og þegar á móti blæs fjúka allir um koll við fyrstu vindhviðu.
Þegar við Viddi gengum inn um dyrnar eftir góðan göngutúr, mætti mér ilmurinn frá vöfflubakstrinum frá því fyrr í dag. Við hana blandaðist lykt af nýpoppuðu poppi. Ekki entist ógleðin lengi - skálin var tóm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Mig langar til að taka einhvern hálstaki og herða að
Eins og alltaf skil ég hvorki upp né niður í þessari fréttaskýringu. Eða dómunum. Eða réttarfarinu.
Ég ætla að fara hægt í þetta. Klippa út í pappa eins og Jenný bloggvinkona kallar það.
1) Héraðsdómur Rvk dæmir manninn í 4 ára fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 1,2 milljónir í skaðabætur
2) í þessum dómi er ''tekið tillit'' til þess að brot mannsins er sérstaklega hrottalegt. Hann hafi beitt konuna endurteknu og grófu ofbeldi á meðan á nauðguninni stóð (eins og nauðgunin ein og sér sé ekki gróf og hrottaleg). KYNFÆRI HENNAR VORU SVO ILLA FARIN AÐ EKKI VAR HÆGT AÐ SKOÐA ÞAU Á HEFÐBUNDINN HÁTT.
3) Málinu er vísað til hæstaréttar sem sér ástæðu til að stytta dóminn um hálft ár ?????? Samt telur Hæstiréttur sannað að einnig hafi verið um munnmök að ræða, sem ekki var sannað fyrir héraðsdómi.
Hvað þýðir þetta þá? Þýðir þetta að hæstarétti þótti nauðgunin ekki eins gróf og héraðsdómi? Og hvað þykir þá hæstarétti gróf nauðgun?
Hver áfrýjaði?
Ef tekið er tillit til sérstaklegra grófrar árásar afhverju er dómurinn þá svona stuttur?
Hvað á konan að gera við eina milljón. Dugar ekki einu sinni fyrir dópi út árið ef hún velur þá leið til að milda sársaukann á sálinni.
Hvað ætlar Hæstiréttur að gera við þessi 200 þúsund sem hann tók af henni? Fer það í árshátíðarsjóð dómara.
Þið fyrirgefið. Ég get ekki verið málefnaleg þegar kemur að svona málum. Mig langar til að öskra og garga og taka einhvern í skikkju hálstaki og herða að.
Ég get ekki að mér gert að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef einhver hár herra þyrfti að horfa upp á konu sína eða dóttur ganga í gegnum samskonar lífsreynslu og þessi kona hefur þurft að gera og mun aldrei verða söm aftur.
Ætli það myndi eitthvað gerast í þessum málum á Íslandi? Ætli refsiramminn myndi líta öðruvísi út? Ætli það yrði sett á laggirnar heppilegur staður til að vista svona geðsjúka ofbeldismenn?
Afhverju skilja karlmenn ekki hversu hræðilegur glæpur nauðgun er? Mig langar að grenja ég er svo reið.
![]() |
3½ árs fangelsi fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. september 2007
Að drepa frekar en að vera drepinn
Hann vissi að hann yrði að segja skilið vinkonu sína. Því fyrr því betra. Reyndar hefði hann átt að vera löngu búin að því. Það voru svo mörg ár frá því að hann vissi hvernig hún var innrætt. Undirförul. Lét honum líða svo vel. Fullnægði honum. En undir hvítu og sléttu yfirborðinu leyndist banvæn blanda. Hún vildi honum ekkert gott og hafði aldrei viljað. Takmark hennar frá þeirra fyrstu kynnum var að gera hann veiklundaðan. Háðan sér og þeim tilfinningum sem hún vakti. Hann hafði barist gegn þessum tilfinningum svo lengi. Logið að sjálfum sér. Allt til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun. Hann vildi hana úr lífi sínu. En samt hélt hann í hana dauðahaldi. Þrátt fyrir að hann vissi að það væri aðeins spurning um tíma hvenær hún dræpi hann. Hún var nú þegar byrjuð að myrða hann á sinn hægláta, hljóða og undirförla hátt.
Ákvörðunin var skyndileg og kom honum á óvart. En skyndiákvarðanir eru oft þær sem auðveldast er að standa við og uppfylla.
Hann þreif til hennar og fleygði henni á jörðina. Naut þess að stíga á hana og þrýsta ofan í svaðið. Þrýsti henni svo fast ofan í drulluna að hún hvarf sjónum hans. Loginn var slokknaður. Að eilífu.
Hann gekk að næstu ruslatunnu og henti restinni af sígarettupakkanum.Laugardagur, 8. september 2007
Jesús hefur húmor
.
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tla hér um auglýsingu Símans. Ég hef samt þá þörf að koma minni skoðun á framfæri.
Áhugi minn á auglýsingum er gömul saga. Sem barn, búandi hjá ömmu og afa, lék ég mér mikið ein. Ekkert af mínum systkinum bjó þar með mér. Ég dundaði löngum stundum ein inn í herbergi í dúkkuleik eða búðarleik. Algjörlega í eigin heimi. En auglýsingastef RUV náði alltaf eyrum mínum. Um leið og það hljómaði þá hljóp ég fram í stofu og horfði andaktug á auglýsingarnar. Ég man vel hvað ég þoldi illa tímann fyrir jól því þá voru bara leiðinlegar bókaauglýsingar.
Ég átti æskuvinkonu. Lilja Jóna heitir hún. Þegar ég varð örlítið eldri þróuðum við Lilja leik. Hann fólst einfaldlega í því að í auglýsingatímum stóðum við upp og lékum auglýsingarnar eftir bestu getu með miklum tilþrifum. Okkur þótti þetta afskaplega skemmtilegt.
Ég flæktist svo inn í auglýsingaheiminn á fullorðinsárum fyrir algjöra tilviljun. Ég starfaði á auglýsingastofum og á auglýsingadeild Norðurljósa í mörg ár. Bretinn er starfandi í auglýsingabransanum. Á mínu heimili eru auglýsingar krufnar til mergjar. Ég horfi mikið í tæknilegu hliðina á auglýsingu Símans. Hún er svo vel gerð að ég held varla vatni yfir því.
Mér þykir hún líka fyndin. Hvernig er ekki hægt að finnast fyndið þegar Júdas spyr Jesú hvort hann sé búin að segja Gjörið svo vel.
Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja afhverju ekki megi fjalla um atvik úr Biblíunni á spaugsaman hátt. Auðvitað eru skiptar skoðanir á því hversu fyndin auglýsingin er. Fólk hefur mismunandi kímnigáfu.
En spurning mín er þessi: afhverju hefur trúað fólk þá skoðun að Jesú og Guð hafi enga kímnigáfu?
Er trúin þá húmorslaus?
Samkvæmt kristinni trú erum við sköpuð af Guði. Í hans mynd. Afhverju skapaði hann okkur með kímnigáfu ef það er honum ekki þóknanlegt að við notum hana? Væri það ekki svolítið undarlegt? Eða megum við bara ekki hafa húmor gagnvart honum/henni og hans/hennar nánustu?
Þetta er ekki mín trú. Ég er viss um að bæði Guð og Jesú hafa magnaða kímnigáfu og kunni vel að meta góðan húmor.
Fimmtudagur, 6. september 2007
Engin gæsla alla næstu viku
Eftir skóla dag hvern fer Sá Einhverfi í daggæslu sem er eingöngu fyrir andlega fötluð skólabörn. Þar dvelur hann þar til hann fer í skólabílinn/rútuna kl. 16:45 og er ekið heim.
Frábær þjónusta, ég veit. Þegar hún er möguleg.
Allir vita að skelfilegt ástand er í dagvistarmálum þetta haustið. Það vantar starfsfólk. Big time. Þar sem Sá Einhverfi dvelur er ástandið afar slæmt. Þessar fyrstu vikur eftir að skólarnir hófu göngu sína höfum við verið heppin. Nei annars, þetta hefur ekkert með heppni að gera. Ég var bara með þeim fyrstu til að sækja um pláss fyrir veturinn. Fyrstir koma, fyrstir fá.
En þegar um fötluð börn er að ræða er vandamálið enn stærra fyrir foreldra og því er brugðið á það ráð að reyna að skipta tímanum á milli barnanna. Þetta þýðir það að Sá Einhverfi hefur enga gæslu alla næstu viku og í staðin fá börnin sem enga gæslu hafa fengið hingað til á haustinu, inni. Það eru góð ráð dýr. Pússluspilið hefst. Og hér er ekkert pússluspil á milli skyldmenna, ömmu og afa, frænku og frænda í boði. Það er ekki um neitt slíkt að ræða. Það er engin amma eða afi. Og þau fáu skyldmenni sem við eigum eru auðvitað öll í vinnu. Ekki er heldur möguleiki á að ráða 13 ára skólastelpu sem pössupíu til að hugsa um risastóran og nautsterkan einhverfan gaur. Hann þyrfti ekki annað en að reiðast og slengja henni utan í vegg. Þar með væri það búið.
Ég er ofsalega heppin með vinnuveitanda. Það eru ekki allir. Mýmörg dæmi eru um að foreldrar hafa þurft að segja upp starfi sínu og berjast svo í bökkum við að láta enda ná saman.
Í gær átti ég samtal við hana Heiði sem stjórnar frístundaheimili Þess Einhverfa af röggsemi og af mikilli ást á starfinu. Hún hafði það skemmtilega hlutverk að hringja í foreldra og tilkynna þeim að enga gæslu væri að fá í næstu viku fyrir börnin.
Ég spurði hana hvað hún héldi að væri orsökin fyrir því hversu erfitt væri að fá fólk í starfið.
Hún telur það vera eftirtalda þætti, ekki endilega í þessari röð:
- Skammarleg laun
- Lágt starfshlutfall
- Hræðsla og vanþekking
Hún nefndi þessa hugmynd að setja störfin inn sem hluta af námi félagsfræðinga, þroskaþjálfa, leikskólakennara, kennara o.sfrv. Tíminn sem unnin væri á frístundaheimilum fatlaðra væri þá metin sem einingar í námi og væri partur af starfsþjálfun, en jafnframt greitt fyrir. Óvitlaus hugmynd það.
Starfshlutfall er auðvitað bara 50% þar sem aðeins er unnið eftir skólatíma á daginn. Það þarf að breyta þessu. Það hlýtur að vera hægt að hafa fólk í vinnu annars staðar 50% á móti akkúrat þessu starfi.
það er ljóst að möguleikarnir eru óteljandi ef aðeins væri sett nefnd til að kanna þá. Svipað og var sett á laggirnar nefnd til að finna út hversu mörg almenningsklósett þyrfti í borgina. Kommon.....
Heiður sagði líka að þegar þessir krakkar (starfsmennirnir) einu sinni byrjuðu þá ílengdust þau í starfi. Enda besta starf í heimi segir hún. Heiður er æðisleg. Hún elskar jobbið sitt, hún elskar alla litlu fötluðu einstaklingana. Þannig eru allir þessi krakkar sem vinna þarna. Í þau skipti sem ég ákveð sjálf að sækja þann Einhverfa í stað þess að láta hann taka rútuna heim, þá fæ ég alltaf einhverjar sögur af honum.. hversu æðislegur hann hafi verið þegar hann gerði þetta... hversu fyndinn þegar hann gerði hitt... Ein stúlka sem vann þarna lengi vel en hefur horfið til annarra starfa, fer stundum í heimsókn á Frístundarheimilið bara til að heilsa upp á Þann Einhverfa.
Þetta viðmót og vinnugleði er einskis metið af vinnuveitendum þeirra. Æi.. andskotinn. Ég bara þoli þetta ekki. Hvað getur maður gert?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Miðvikudagur, 5. september 2007
Dæmi um nýtingu á æðruleysisbæn eiginkonunnar
Konan sem gerði þessa uppgötvun hér undir, hefði betur lært Æðruleysibæn eiginkonunnar utan að og farið með hana nokkrum sinnum í huganum áður en hún lét til skarar skríða.
Spurning:
What does it mean when a man in your bed is gasping for breath and
trying to call your name?
Svar:
You did not hold the pillow down long enough.
Ok ok. Ég er hætt í brandaradeildinni. Og nei... ég hef engar áætlanir um að koma Bretanum fyrir kattarnef.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 5. september 2007
Æðruleysisbæn eiginkonunnar
Æðruleysisbæn allra kvenna sem búa í návígi við karlmann. Nauðsynlegt að muna og fara reglulega með.
Dear Lord
I pray for Wisdom to understand my man; Love to forgive him;
And patience for his moods.
Because, Lord, if I pray for Strength,
I'll beat him to death.
AMEN
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Tölvupóstur á toppana í dag kl. 10-12 - sýnum samstöðu
Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.
Raunveruleiki þessarar ungu einstæðu móður sem berst við krabbamein er skyldulesning fyrir ykkur.
http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/entry/299482/
Það er löngu ljóst að meðferðin á öryrkjum, fötluðum, sjúkum og öldruðum er til skammar í þessu þjóðfélagi okkar sem á að heita velferðarþjóðfélag. Það er í ykkar höndum að snúa þessu upp í manneskjulegt umhverfi. Að fólki sé ekki fleygt út í horn eins og notuðum tuskum.
Sýnið okkur í verki að við kusum rétt. Að þið séuð verðugir fulltrúar. Að þið valdið ábyrgðinni og verkefninu sem við hin völdum ykkur til að stjórna.
Með vinsemd
Jóna Á. Gísladóttir / http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/#entry-301471
kt. 2309684119
- - - - - - - - - - - - - - -
Ofangreindur texti er kominn í tölvupóst sem bíður nú eftir því að klukkan slái 10. Mun hann þá verða sendur á eftirtalin netföng:
Félagsmálaráðuneytið: postur@fel.stjr.is
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: postur@htr.stjr.is
Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra: gudlaugurthor@althingi.is
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: johanna@althingi.is
Og þar sem þessir geta stundum komið að gagni við hin ýmsu mál, þá fá þeir líka að vera með: sjonvarpsfrettir@ruv.is, ser@365.is, steingrimur@365.is, svanhildur.holm@365.is, ritstjorn@mbl.is,
Nú skalt þú lesandi góður barasta gera copy/past og senda samskonar tölvupóst á milli kl. 10 og 12 í dag. Það tekur aðeins um eina mínútu af tíma þínum en getur skipt sköpum í að vekja athygli á málinu. Leggðu þitt að mörkum.
Sunnudagur, 2. september 2007
Allir verða að taka þátt - sýnum einu sinni samstöðu
Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir mig á hversu gott ég hef það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.
Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.
Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er Gíslína Erlendsdóttir með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:
Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.
Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.
Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færsluna hennar Þórdísar Tinnu.
Póstfang félagsmálaráðuneytis er postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is
Kommmmma sooooo krakkar. Verum fyrirmyndir. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Laugardagur, 1. september 2007
Sá Einhverfi - Sá Einhverfi - Sá Einhverfi - Sá Einhverfi - Sá Einhverfi - Sá Einhverfi
Nú er ég að láta skoðanir ókunnugs fólks fara fyrir brjóstið á mér. Afhverju ætli maður geri það? Er það vegna þess að þegar allt kemur til alls er sjálfsmynd okkar byggð á áliti annarra?
Í þessu, eins og svo mörgu öðru, er hárfín lína á milli öfga og þess sem eðlilegt getur talist. Það er ekki nema eðlilegt að álit okkar nánustu hafi áhrif á mann. Svo getur það aftur á móti farið út í öfgar.
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvernig standi á því að skyndilega, eftir að hafa verið nær daglega með bloggfærslu í 5 mánuði, komi allt í einu upp þessi gagnrýni. Allt í einu er orðið áberandi í kommentakerfinu hjá mér hvað það fer fyrir brjóstið á sumum að ég skuli kalla son minn Þann Einhverfa.
Þessi færsla er ekki til að útskýra þessa nafngift á einn eða annan hátt. Ég er aðeins að velta því fyrir mér afhverju í ósköpunum mér finnist ég þurfa að verja þetta orðalag fyrir ókunnugu fólki. Fólki sem greinilega hefur ekki sama húmor og ég, ekki sömu sýn á lífið, og greinilega ekki sömu reynslu.
Sonur minn heitir Ian Anthony. Hann er skírður Ian út í loftið og Anthony eftir pabba sínum. Fyrsta baráttan sem ég háði fyrir Ian var við mannanafnanefnd. Hann hét Drengur í þjóðskrá fram til 2ja ára aldurs. Þegar þeirri baráttu lauk með sigri eftir mikla þrjósku af minni hálfu tók við annars konar barátta. Og hún mun ekki taka enda fyrr en ég er öll. Því miður.
Ian er yndislegur gutti. Hann er stórskrýtinn og gefur lífinu alla liti regnbogans. Ég er afar þakklát fyrir að fá að kynnast þessum skrýtna dreng og upplifa að lífið er aldrei bara svart eða hvítt. Hann er endalaus uppspretta hláturs. Stundum vegna þess að hann er einfaldlega fyndinn og stríðinn. Stundum vegna þess að hann er svo skrýtinn. Skrýtinn á mælikvarða okkar hinna sem teljum okkur ''normal''.
Í bloggheimum heitir Ian Sá Einhverfi. Þeir sem hafa eitthvað við það að athuga getið heimsótt aðrar bloggsíður en mínar. Nóg er af þeim.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta