Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Óvenju vel gefin þessi tarantúla
Þetta er nú meira krúttið. Og ljóngáfuð var hún. Á meðan Maggi Guðjóns heilbrigðisfulltrúi snakkaði í símann og sneri baki í Töru Túllu, notaði hún tækifærið. Hafði bæði heila og augu til að meta aðstæður... ''....nú er rétta tækifærið, nú læt ég til skarar skríða... Prison break my ass....''
Á myndinni sést hvernig hún reynir að læðast ofurhljótt og smeygja sér á milli rimlanna.. Sjáið fagran limaburðinn og virðuleikann. Og nú er hún dauð. Blessuð sé minning hennar.
![]() |
Tarantúlan reyndi að flýja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 7. janúar 2008
Meira ruglið í þessum femínistum... eða hvað?
Ekki alls fyrir löngu las ég athugasemd í kommentakerfi við bloggfærslu. Færslan sem athugasemdin var gerð við, snerist að einhverju leyti um stöðu kvenna. Ég man í sannleika sagt ekki nákvæmlega um hvað málið snerist. En þessi athugasemd situr í mér.
Athugasemdin var eitthvað á þessa leið: Djöfulsins kjaftæði er þetta alltaf hreint í ykkur feministum. Þið eruð löngu komnar með jafnan rétt. Hættið þessu andskotans væli.
Öðru hverju hef ég sótt þessi ummæli í minniskubbinn í heilanum og velt merkingunni fyrir mér. Og í rauninni afleiðingunni af því, að í augum sumra er þetta staðreynd.
Í tölublaði Vikunnar frá 3. janúar sl. er fróðleg upptalning á margskonar tölulegum staðreyndum varðandi stöðu kvenna í heiminum. Þessi atriði sýna svo um munar, að þó að við séum löngu komnar út úr moldarkofanum, þá er mikið starf óunnið.
Fátt þykir mér sárara en að heyra konur lýsa því yfir með áherslu og jafnvel stolti að þær séu ekki feministar. Hvað í ósköpunum þýðir það? Hvernig er hægt að vera kona og vera ekki feministi? Maður hlýtur að spyrja sig hvort kona sem segist ekki vera feministi viti hvað orðið feli í sér.
Ef þú ert kona og telur þig ekki vera femínista, lestu þá vel og vandlega listann hér á eftir. Athugaðu hvort þér finnist það sem hér kemur fram barasta allt í lagi. Alveg ásættanlegar staðreyndir. Gott mál barasta.
Því ef þér finnst það ekki þá ertu femínisti.
Vissir þú...
...að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut?
...að um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári?
...að konur og börn eru um 80% flóttamanna heims?
...að konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum?
...að þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis?
...að konur eru aðeins 17% þingmanna í heiminum?
...að fjölgun kvenna á þjóðþingum heims er um 0,5% á ári? Það þýðir að jafnrétti kynjanna á þjóðþingum verður náð árið 2068!
...að konur eru aðeins 9% allra borgar- og bæjarstjóra í heiminum og þær eru 21% bæjar- eða borgarfulltrúa heimsins?
...að 1,2 milljarður manna um heim allan lifir á einum Bandaríkjadollara eða minna á dag? Af þeim eru 70% konur
...að í öllum löndum heims þéna karlar að meðaltali meira en konur?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum sé algengari ástæða heilsubrests kvenna en umferðaslys og malaría til samans?
...að sumir sérfræðingar áætla að milli 50-100 milljónir stúlkubarna ættu að vera á lífi en var eytt á fósturstigi vegna þess að þau voru stúlkur?
...að árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna ''slysabruna'' í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu?
Hvað finnst þér eftir þennan lestur? Eru þetta staðreyndir sem þú vilt breyta?
Ertu ekki bara femínisti eftir allt saman?
Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (204)
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Trukkalessa eða ekki...
Daginn börnin góð. Gleðilega hátíð og megi gamlaárskvöld verða ykkur sem ánægjulegast.
Ég tók mér frí í vinnunni fram yfir áramót, sem var eins gott þar sem ég sit nú yfir veikum gutta. Eins og ég hlakkaði rosalega til að losna við hann í dag. O jæja.
Mig langar að minnast á hana Gerði Önnudóttur, sem er að gera allt vitlaust núna á moggablogginu. Eins og aðrir er ég forvitin og í gær renndi ég yfir færslu hjá henni og svo yfir kommentin. Og ég er satt best að segja bara svolítið sorgmædd. Kannski er það vegna þess að núna er hátíð ljóss og friðar. Mikið svakalega er til margt fólk þarna úti sem er uppfullt af reiði og illsku. Og satt að segja detta mér í hug fótboltabullur. Þessar sem mæta á fótboltaleiki eingöngu í þeim tilgangi að efna til slagsmála og illinda. Það er ekki fótboltaleikurinn sjálfur sem skiptir máli heldur að berja sem flesta.
Gerður er að úthúða karlmönnum og má öllum vera ljóst að konan sú er ekki raunveruleg. Og þó hún væri kona af holdi og blóði þá mætti einnig vera ljóst að sú kona gengur ekki heil til skógar.
Ég veit því ekki hvort er bilaðra; að sleppa reiði sinni og svívirðingum lausum á ímyndaða persónu eða á manneskju sem ekki er heil á geði og þá einn helst úthúða henni fyrir að líta ekki út eins og staðalímyndin.
Svo er annað sem ég er að láta fara í taugarnar á mér. Moggabloggarar hafa löngum verið dregnir í dilka. Reyndar bara einn dilk. Við erum öll klikkuð. Inn á kommentakerfinu hjá dóttur hennar Önnu er orðljótasta fólkið nær undantekningalaust IP-tölur, þ.e. ekki moggabloggarar heldur só and só út í bæ. En út af því að umræðan fer fram á mbl þá erum við hin stimpluð. Allt saman ruglað, orðljótt lið sem tekur Lúkasinn á hvert viðfangsefnið af öðru.
Annars er ég bara nokkuð góð.
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Dóttir þín hefur verið misnotuð í 3 ár. Er það ekki bara allt í fínu? Ha?
Æi kallinn minn, það var nú leiðinlegt að heyra þetta með dóttur þína. Ha! Kennarinn hennar náttúrlega misnotaði sér aðstöðu sína sonna soldið en það má nú virða greyinu til vorkunnar að hann var þó ástfanginn af henni. Enda er tekið tillit til þess í þessum dómi. Ég meina refsiramminn var alveg upp í 12 ár í fangelsi en hann fer ekkert inn. Enda eins gott. Ég meina.. 13 ára stelpur vita nú alveg hvað þær eru að gera ekki satt? Ha! kallinn minn. Ertu ekki sammála mér kallinn!?
Hefur þú nokkuð orðið var við þessa vanlíðun hjá henni sem er talað um? Er 'etta ekki bara einhver svona afsökun hjá henni fyrir drusluskapinn. Æ sorry kallinn minn ég meinti það ekki þannig en er það ekki alltaf þannig bara. ha? Þær sjá eftir öllu saman og fara þá að væla og kenna karlmanninum um. Þær eru nú orðnar ansi kræfar oft á þessum aldri þessar stelpur.
Græðir hún svo ekki bara á þessu? Fær fimmhundruðþúsundkall og allt ma'r. Takið þið hana ekki bara í gott frí eitthvert til útlanda og þetta verður allt gleymt. Gera bara gott úr 'essu. Ha!? Ha? Kallinn minn.
ÁTT ÞÚ DÓTTUR UNDIR LÖGALDRI? MYNDIR ÞÚ SITJA UNDIR ÞESSARI RÆÐU FRÁ VINI ÞÍNUM? Nei? Ég hélt ekki.
HVERNIG LIÐI ÞÉR ÞÁ AÐ ÞURFA AÐ TAKA ÞESSU RUGLI FRÁ HÉRAÐSDÓMI? Þeir gefa út veiðileyfi á börn.
ÉG ER BÚIN AÐ FÁ NÓG. EN ÞÚ?
Og til að það sé á hreinu, þá á þetta að sjálfsögðu við um bæði drengi og stúlkur. Svipað mál kom upp Svíþjóð um daginn, nema að þar er gerandinn kona og fórnarlambið drengur. Dómurinn í því máli var ekki mikið skárri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (102)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Helvítis kirkjan
Þessi er nú ekkert glænýr en hér kemur hann í íslenskri þýðingu. Mér þykir þetta ágætlega við hæfi, mitt í allri rekistefnunni um trúboð eða ekki trúboð í skólunum, kirkjuna og trúabragðafræði.
Krumpaður og eldgamall karl gengur inn í Lúthersku kirkjuna og segir við einkaritara prestsins: Ég vil ganga í þessa helvítis kirkju.
Einkaritarinn sem er kona er bæði forviða og hneyksluð á orðbragði mannsins: Fyrirgefðu herra, ég hlýt að hafa misskilið þig. Hvað sagðirðu?
Hlustaðu á mig andskotinn hafi það, gólar karlinn. Ég sagði að ég vildi ganga í þessa helvítis kirkju.
Mér þykir það leitt maður minn, en svona orðbragð verður ekki liðið hér í þessari kirkju. Og einkaritarinn stormar inn á skrifstofu prestsins til að láta hann vita af ástandinu.
Presturinn er hjartanlega sammála einkaritaranum sínum. Hún á alls ekki að þurfa að sitja undir svona hræðilegu orðbragði. Þau ganga saman fram aftur og presturinn spyr gamla karlfauskinn:
Herra minn, hvað er vandamálið?
Það er ekkert fjandans vandamál, segir karlinn, sýnu skapverri en áður. Ég bara vann 200 milljónir í helvítis lottóinu og ég vil ganga í þessa helvítis kirkju til að losna við eitthvað af þessum helvítis peningum.
Ég skil sagði presturinn rólega. Og er þessi kerlingartík hér að valda þér vandræðum?
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Nauðgun = neyddur, nauðung ?
Ja hérna hér. Ég er svo aldeilis hlessa eins og hún amma sagði svo oft.
Maður, dæmdur fyrir að nýta sér ölvunarástand konu og brjóta á henni á kynferðislegan hátt, reis upp og mótmælti. Ekki dómnum heldur orðalagi DV í grein um málið.
Þessi stolti maður, sem ekki má vamm sitt vita, höfðaði meiðyrðamál á hendur DV á þeirri forsendu að hann hefði ekki gerst sekur um nauðgun, en sú sögn (nauðga) var margnotuð í grein DV um málið.
Ekki veit ég nákvæmlega hvað þessi maður gerði stúlkunni, en vegna þess að hann átti ekki beint samræði við hana, finnst honum greinilega að hann hafi ekki nauðgað henni.
Já, það er lengi hægt að réttlæta hlutina fyrir sjálfum sér. Er ekki orðið nauðgun komin af orðinu nauðung?
Hverju var maðurinn að reyna að ná fram með þessari málsókn? Bjarga mannorðinu? Fá uppreisn æru?
Ef þetta er ekki siðblinda, þá hef ég ekki minnsta grun um hvað það orð þýðir.
![]() |
Réttlætanlegt að nota orðið nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Danir drekka á ábyrgð vinnuveitenda í desember
Þetta er almennilegt.
Í jólamánuðinum, þegar fylleríis-samkomur á vinnustöðum eru hvað algengastar, eru Danir tryggðir fyrir óhöppum. Þá erum við að tala um í jólaglögginu, á Litlu Jólunum, Jólatrésskemmtuninni, Jólagleðinni og på Julefrokosten og Julesmörrebröd-samlingen.
Ef einhver sauðdrukkinn starfsmaðurinn brýtur á sér lappirnar eftir að hafa húrrað niður af borði í kjölfar villtra danstakta á jólagleði fyrirtækisins er hann gulltryggður. Veikindadagar og sjúkradagpeningar og alles. Værsogod.
Og skiptir þá engu máli hvort fyrirtækið sá mönnum fyrir vínveitingunum eða hvort starfsmaðurinn fótafúni laumaði fleyg inn á staðinn í rassvasanum og drakk eigin veigar.
Þarna galopnast leið til að næla sér í gott og langt jólafrí, með báða fætur hátt upp loft.
Löngum höfum við tekið Dani okkur til fyrirmyndar á ýmsum sviðum. Látum ekki staðar numið í þeim efnum. Aukum fríðindi á vinnustöðum. Tökum upp danska drykkjusiði í desember.
Skål
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Fegraðu þitt heimili - missið ekki af þessu stórkostlega tilboði
Ég tek fullan þátt í neyslubrjálæðinu. Viðurkenni það fúslega. Ég er material girl eins og Madonna orðaði það svo skemmtilega hér um árið. Held oft að ég verði hamingjusamari og lífið betra ef ég bara fæ þetta eða hitt.
En það er eitt sem ég tek ekki þátt í og það er merkjabrjálæði. Er samt alveg meðvituð um að stundum er maður að borga fyrir gæði. Stundum er merkjavara mark um gæði og endingu. Stundum ekki.
Ég kalla ekki allt ömmu mína í þessum efnum en stundum... stundum verð ég bara alveg bit.... svo bit að ég blogga um það.
Í laugardagsblaði 24 stunda er auglýsing frá Mirale á bls. 63. Og haldiði ekki barasta að neytendur hafi heppnina með sér þessa helgi. Ef þið drífið ykkur þá er enn von um að geta nýtt sér þetta stórkostlega tilboð á Ávaxtakörfunni frá Alessi (??? Who the hell is Alessi?). Opið til kl. 16 í dag, góðir hálsar.
Drífa sig. Missið ekki af þessu. Það er enginn maður með mönnum nema að hann eigi ávaxtaskál upp á mörg þúsund krónur. Og ég meina.. það er 3.000 kr afsláttur á þessum dýrgrip.
Hér er slóðin á blaðið á netinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Prestur á glapstigu
Hagstofa Íslands - Þjóðskrá
8. október 1998
Þjóðskrá hefur borist skírnarskýrsla frá séra Braga Skúlasyni, vegna skírnar hans á syni Jónu Ágústu Gísladóttur og Nicholas Anthony Cathcart-Jones hinn 11. september 1998. Drengurinn var skírður eiginnöfnunum Ian og Anthony.
Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996, er Þjóðskrá óheimilt að skrá eiginnöfnin Ian og Atnhony að svo stöddu, þar sem þau nöfn eru ekki á mannanafnaskrá.
Með vísan til þessa og samkvæmt heimild í ofangreindri lagagrein er eiginnöfnunum Ian og Anthony hér með skotið til úrskurðar mannanafnanefndar.
Tekið skal fram að sé eiginnafn ekki á mannanafnaskrá er presti hvorki heimilt að samþykkja það að svo stöddu né gefa það við skírn heldur skal nafnið borið undir mannanafnanefnd. Presturinn hefur því ekki fylgt skýru ákvæði 1. mgr. 3. gr., sbr. og 2. mgr. 10. gr. mannanafnalaga. Rétt þykir að upplýsa viðkomandi prófast um málavöxtu.
Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri
Ég man hvað ég hafði miklar áhyggjur af aumingja prestinum eftir að ég fékk þetta bréf. Hélt að hann yrði tekinn á beinið og settur í skammarkrókinn. Bréfið hljómar eins og manngarmurinn hafi gerst sekur um hræðilegan og refsiverðan glæp.
Sá Einhverfi hét drengur í Þjóðskrá í ein þrjú ár. Þetta var fyrsta baráttan sem var háð fyrir hans hönd. Ég fékk þær upplýsingar frá Hagstofunni að ef við bara bættum við einu íslensku nafni aftan við Ian Anthony þá gengi þetta allt saman í gegn. Það var sem sagt málið. Að aumingja barnið með útlenska nafnið fengi allavega eitt gott og gilt íslenskt nafn, s.s. Karl eða Sveinbjörn eða eitthvað slíkt.
Ég þrjóskaðist við. Eina skiptið sem ég var í þann veginn að gefa eftir var þegar ég uppgötvaði að án nafns fengi hann ekki vegabréf og án vegabréfs gat ég ekki tekið barnið til útlanda. En í staðinn fyrir að gefa eftir þá eiginlega tjúllaðist ég og krullaðist upp í kuðung af þrjósku einni saman. Fékk bráðabirgðavegabréf með nafninu Drengur á. Meira andskotans ruglið.
Svo einn góðan veðurdag fékk ég bréf þess efnis að skapast hefði hefð fyrir nafninu Anthony á Íslandi og málið var dautt. Ég held þeir hafi sleppt prestinum á skilorði á svipuðum tíma.
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Flottur texti sem felur í sér áskorun til félagsmálayfirvalda
Ég fékk þennan texta sendan í tölvupósti í dag frá Helgu hálfsystur. Þetta er dásamlegur texti og vakti mig til umhugsunar. En eftir þennan lestur situr líka leiði yfir aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Ef öllu eldra fólki gæti liðið eins og konunni í þessari frásögn.. í sátt við sjálft sig, lífið og tilveruna. Það getur verið erfitt ef fólk á ekki til hnífs og skeiðar. Aldrað fólk hefur unnið sér inn þann rétt að lifa áhyggjulausu lífi. Þetta getur vel verið áskorun til félagsmálayfirvalda að bæta kjör aldraðra.
Ég ákvað að þýða þennan texta eftir bestu getu yfir á ástkæra ylhýra og í stað þess að senda hann áfram á 7 vini eins og mér er uppálagt ætla ég að birta hann hér til að leyfa sem flestum að njóta hans. Þetta er einstaklega mannbætandi frásögn að mínu mati og er reyndar afskaplega vel viðeigandi framhald af síðustu bloggfærslu hjá mér.
Jafnvel fyrir okkur sem erum ekki svo gömul ennþá, er þetta umhugsunarvert og gott lesefni:
Ung stúlka spurði mig um daginn hvernig það væri að vera gömul. Ég varð forviða því ég hugsa ekki um sjálfa mig sem gamla. Unga stúlkan varð samstundis skömmustuleg þegar hún sá viðbrögð mín, en ég útskýrði fyrir henni að mér þætti þetta áhugaverð spurning. Ég sagðist ætla að hugsa málið vandlega og gefa henni svo svar.
Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að hár aldur er gjöf.
Núna er ég, sennilega í fyrsta skipti á ævinni, sú persóna sem ég hef alltaf viljað vera.
O-hó... ekki þó líkaminn. Ég örvænti stundum út af líkamanum mínum; hrukkunum, pokunum undir augunum og signum rassinum. Og oft verð ég forviða yfir gömlu konunni sem á heima í speglinum (og líkist móður minni).
En ég dvel ekki yfir þessum atriðum lengi. Ég myndi aldrei vilja skipta á ótrúlegu vinum mínum, yndislegu lífi mínu eða ástkærri fjölskyldu minni fyrir færri grá hár eða flatari maga.
Eftir því sem aldurinn færist yfir hef ég orðið vinsamlegri við sjálfa mig, og þar með gagnrýnt sjálfa mig minna. Hef orðið minn eigin vinur. Ég skamma ekki sjálfa mig fyrir að borða þessa auka kökusneið eða fyrir að búa ekki um rúmið mitt. Eða fyrir að kaupa þessa kjánalegu eðlu úr steypu, sem mig vantaði ekki en tekur sig svo fjandi vel út á veröndinni hjá mér.
Ég á rétt á að verðlauna sjálfa mig, leyfa mér ýmislegt, vera drusluleg, vera glæsileg.
Ég hef séð of marga kæra vini yfirgefa þennan heim of snemma; áður en þeir skildu hversu dásamlegt frelsið er sem fylgir því að eldast. Hverjum kemur það við þó ég velji að lesa eða leika mér í tölvunni til klukkan fjögur að nóttu og sofa svo fram að hádegi næsta dag. Eða ef mig langar til að dansa við sjálfa mig við lögin sem vermdu topp vinsældarlistanna 1960/70. Og ef mig langar um leið að væla yfir glataðri ást.. þá geri ég það.
Ég mun ganga eftir strönd í baðfötum sem eru strekkt yfir misvel staðsett aukakílóin og ég mun stinga mér í öldurnar af vítaverðu kæruleysi ef mig langar, þrátt fyrir samúðarfullt augnaráð þotuliðsins. Þau munu líka verða gömul.
Ég veit að ég er stundum gleymin. En þegar öllu er á botninn hvolft er sumt í lífinu betur gleymt en geymt. Og öllu jafna man ég það sem skiptir máli.
Auðvitað hefur hjarta mitt brostið nokkrum sinnum í gegnum árin. Hvernig er hægt að komast hjá því þegar þú missir einhvern sem þú elskar, barn þjáist eða jafnvel þegar gæludýrið þitt til margra ára verður fyrir bíl og endar lífið?
Brostin hjörtu eru það sem gefur okkur styrk, skilning og samkennd með öðrum. Hjarta sem aldrei hefur brostið er ósnert og dauðhreinsað og mun aldrei kynnast gleðinni í því að vera ófullkominn.
Ég hef verið blessuð til að lifa nógu lengi að sjá hár mitt verða grátt og æskuhlátur minn geymdan að eilífu í djúpu línunum í andliti mínu. Svo margir hafa aldrei hlegið... svo margir hafa dáið áður en hár þeirra fékk silfugráan tón.
Eftir því sem þú eldist, því auðveldara er að vera jákvæður. Þér stendur meira á sama hvað aðrir hugsa. Ég efast ekki um sjálfa mig lengur. Ég hef unnið mér inn réttinn til að hafa rangt fyrir mér.
Svo að hér kemur svarið við spurningunni:
Mér líkar vel að vera gömul. Það hefur frelsað mig. Mér líkar vel við þá manneskju sem ég hef orðið. Ég mun ekki lifa að eilífu, en á meðan ég er hér enn, mun ég ekki eyða tíma í að syrgja hvað hefði getað orðið eða hafa áhyggjur af hvað verður. Og ég ætla að borða ábæti og eftirrétti alla daga ef mig langar til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1640681
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta