Leita í fréttum mbl.is

Snúið út úr hreinleikanum

Hreinleiki

Sá Einhverfi elskar Astrid Lindgren. Eða öllu heldur myndirnar sem gerðar hafa verið eftir bókunum hennar. Emil, Lína, Lotta, Börnin í Ólátagarði, Karl Blómkvist, Kalli á Þakinu.....

Hann er í þessum töluðu (skrifuðu) orðum að leggja lokahönd á enn eitt listaverkið sem er trélitateikning af DVD coverum nokkurra þessara mynda. Hann benti á eigin skrift; Börnin í Ólátagarði og sagði: Lítil börn.

Já, sagði ég. Börnin í Ólátagarði.

Stundum veit hann ekki hvað hann er að skrifa en samt er hvert einasta orð rétt stafsett. Sjónminni hans er gífurlegt.

Þar sem ég sat fyrir framan sjónvarpið með honum og horfði á Ný skammarstrik Emils í Kattholti var ég að hugsa um hreinleikann í þessum sænsku myndum öllum.

Emil og Alfred vinnumaður veiða krabba og synda naktir saman í vatninu. Þeim þykir alveg svakalega vænt hvorn um annan og enginn hrópar; perri perri.

Emil hellir bláberjasúpu yfir andlitið á fínni frú eftir að hún fellur í yfirlið og Anton pabbi hans tekur hann upp á eyrunum og hristir allan til. Enginn kallar: ofbeldi ofbeldi.

Eða þegar Anton eltir Emil með hnefann á lofti og öskrar ''strákskratti'', og Emil flýr inn í Smíðakofann og er heppinn að komast í öruggt skjól. Annars myndi karlinn faðir hans lúskra ærlega á honum.

Mikið væri heimurinn einfaldur ef hann væri eftir Astrid Lindgren emil

 

 

 



mbl.is Varað við nöktum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Mikið er ég sammála þessari snilldarfærslu þinni Jóna.

Hólmgeir Karlsson, 16.9.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Veistu Jóna að ég var að setja mynd af dóttur minni, nakinni á bloggið mitt, og hugsaði hvort þetta væri rétt af mér að gera þetta. Ég bara vil ekki trúa því að maður verði að fara að fela fallegustu myndirnar af börnunum sínum. En kannski verður maður bara að gera það.

Ég garga.............

Þröstur Unnar, 16.9.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jóna það er alveg ólýsanlega skemmtilegur frásagnarstíll sem þú hefur, hvet þig til frekari dáða. Þú ert ÆÐI.

Eiríkur Harðarson, 16.9.2007 kl. 22:24

4 identicon

Heimar Astrid Lindgren eru yndislegir ... og mikið rosalega er ég sammála þér hér. Ég er virkur áskrifandi og lesandi IMDb síðunnar og tel hana vera þá bestu ... en þetta er bara too much!

Knús og kveðjur að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:29

5 identicon

Frábær pistill. Æi - þetta er allt orðið eitthvað svo öfugsnúið. Mér finnst það að sjá ástæðu til að vara við nöktum börnum líka sýna upp að vissu marki hverjar afleiðingarnar eru orðnar af netvæðingunni og öllu þessu gríðarlega magni af klámefni sem liggur úti um allt á netinu þar sem börn eru fórnarlömb. Ég veit ekki hvort verið er með þessum stimpli á myndir að reyna að gera fólk sem er að búa til kvikmyndir meðvitaðra um að sumir sem horfa sjái ekki hreinleikann í nektinni heldur eitthvað annað. Það er sorglegt þegar þannig er komið fyrir heiminum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hólmgeir. Það vissi ég að þú myndir vera

Þröstur. Ég veit... og ég setti inn komment við þeirri mynd. Hún er yndisleg.

Eiríkur ég barasta roðna. Takk fyrir það.

Doddi. Já þetta er too much.

Anna mín. Takk fyrir það. Já, þetta er sorglegt.  Við erum í rauninni að spila eftir reglum þeirra sem sjá eitthvað annað í nöktum barnslíkama en eðlilegt getur talist. Það gerir mig reiða.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 22:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljóta vitleysan, reynt að gera allt ljótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Man þessa færslu svo vel.  Hún er frábær.  Þetta er að verði helvíti ljótur heimur ef það saklausasta verður ósýnilegt og innilokað.  Arg.  Hvar endar þetta?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 23:18

9 identicon

Flest er reynt að gera perralegt. Hverjum nema perra dettur eitthvað dónalegt í hug við sögur Astrit Lindgren?Ekki okkur greinilega. Flott færsla.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:49

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég get aðeins svarað fyrir sjálfan mig. Mér finnst foræðishyggjan  komin út í öfgar og er það af hinu slæma. Lög og reglur Samfélaga eiga að stuðla að því að verja æskuna en þegar boðin og bönninn er farin að vara við saklausri nekt sem hefur ekkert með neitt kynferðislegt að gera er forræðishyggjan farin að líkjast CARTNEYISMANUM í Bandaríkjunum á síðustu öld. Á þá ekki að banna börnum að fara í sund því óhjámhvæmilega fara þau í sturtu með nöktu fullorðnu fólki. Auðvitað á að vernda unga krakka en ofverndun er alltaf af hinu vonda. Ég vara frekar við KREDDUFULLUM REGLUPLEBBUM frekar en bókum hins magnaða rithöfundar Astrid Lindgren.

það er mín skoðun. 

Brynjar Jóhannsson, 17.9.2007 kl. 00:26

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég vissi ekki að byrjað væri að merkja myndir svona.  Þetta hljómar eins og eitthvað sé varhugavert við nakin börn.  Eitthvað sem að lagt er að jöfnu við gróft ofbeldi eða klám. 

  Ég fatta ekki heldur punktinn.  Er til fólk sem fer í baklás eða er misboðið ef að það sér nakið barn? 

  Ég man eftir látum í Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem 5 - 6 ára börn hafa verið kærð fyrir kynferðislegt áreiti fyrir það eitt að faðma eða kyssa jafnaldra af gagnstæðu kyni.  Það er eitthvað verulega sjúkt í gangi þegar svona er málum komið. 

Jens Guð, 17.9.2007 kl. 00:35

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til er kvikmynd um ljósmyndara í Ameríku, sem tók myndir af börnum einstæðrar móður á heimili þeirra. Voru þetta eðlilegar myndir við leik og störf innan veggja heimilisins. Sumar hverjar af börnunum nöktum eða hálf nöktum. Barnarverndaryfirvöld tóku fjölskylduna í gegn og tóku börnin af móðurinni til að vernda þau gegn "perraskapnum". N.B. ljósmyndarinn var kona og vinkona móðurinnar. Þessi mynd var byggð á sannsögulegum atburðum og endurspeglar nákvæmlega hversu langt út í öfgar þessi forræðishyggja getur gengið. Sem betur fer vann konan málið sitt á endanum fyrir dómstólum, en biðin og þjáningin var löng og óbærileg. 

Þetta minnir mig á þessa mynd og finnst mér rangt að gefa saklausum myndum þennan stimpil á þennan hátt, gefa eðlilegum myndum með fallegan boðskap það óorð að um perraskap sé að ræða. Úff, þá er ég sjálf perri, þar sem uppi á vegg heima hjá mér eru myndir af mínum börnum, ungum og nöktum að ofan í það minnsta. Ein alveg sérstaklega góð af elsta mínum sitjandi á rauðum grjónapoka með krosslagða handleggina og kostulegan fýlusvip á andlitinu.  Hvergi sést í kynfæri, og myndirnar alls ekki teknar með kynferði í huga.....

Bjarndís Helena Mitchell, 17.9.2007 kl. 00:47

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Mikið væri heimurinn einfaldur ef hann væri eftir Astrid Lindgren" Þetta er svo satt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.9.2007 kl. 05:53

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi eins og Gunnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 12:21

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Get ekki annað en hlegið að kommentinu hjá Guðjóni! Sem betur fer er ljós í myrkrinu. Ég man þá tíð þegar foreldrar bönnuðu Andrés inn á heimilin vegna póltískra ranghugsana og hugmynda sem börn gætu fengið, en aldrei heyrt þennan áður.

Það er svo margt sem kemur upp í tengslum við barnamenningu s.b. lestur Olgu Guðrúnar forðum í útvarpið á barnasögu, sænskri held ég  (man ekki nafnið á henni, hjálp ef einhver man það) og það urðu háværar raddir í þjóðfélaginu að banna upplesturinn.

Þetta kom líka upp í Svíþjóð með Línu Langsokk.

Sören Kierkegaard er einn af uppáhalds heimspekingum mínum, hann var danskur prestur og skáld þar að auki, hann sagði þetta eins og svo margt annað: Ég vil helst tala við börn. Um þau má þó gera sér þær vonir, að þau geti orðið vitsmunaverur. En þeir fullorðnu - almáttugur minn!

Edda Agnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 15:10

16 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef heimurinn væri eftir Astrid Lindgren myndi ég vilja fá að vera Herra Emil í Kattholti sem er vaxinn úr grasi, ef ykkur er sama.

Benedikt Halldórsson, 17.9.2007 kl. 19:40

17 Smámynd: krossgata

Frábær færsla.  Heimur Astrid Lindgren er indæll, fallegur, sorglegur, hlægilegur og alls ekki svif á bleiku skýi.  Ég veit ekki hver ég myndi vilja vera, kannski rassálfur  en þeir verða örugglega bannaðir bráðum og verða kallaðir "álfar kenndir við bakhluta uppruna" eða "setvöðvaálfar".

krossgata, 17.9.2007 kl. 19:51

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Las ekki Olga uppreisnin á barnaheimilinu eða eitthvað svoleiðis???..já þessi veröld er orðin kolöfugsnúin og er bara alveg á röngunni finnst mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 20:16

19 Smámynd: Ómar Ingi

Skil bara ekki þessa stefnu að vara við nekt barna í kvikmmyndum.

Mér finnst meira eins og þetta sé meira fyrir að aðvelda skemmdum einstaklingum og pervertum að finna myndir við sitt hæfi

En annars er Barnaland vinsælasta síðan þeirra að mér skilst enda er sú síða tengd við alskonar viðbjóð úti í hinum stóra heimi eins og okkur var bent á um daginn í fjölmiðlum

Ómar Ingi, 17.9.2007 kl. 20:53

20 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég segi það líka.   Ef Astrid Lindgren fengi að ráða, þá væri allt miklu betra. 

Þráðurinn á milli fegurð sakleysis og perraskaps. Hvar er það?

Ásta María H Jensen, 27.9.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband