Leita í fréttum mbl.is

Fegraðu þitt heimili - missið ekki af þessu stórkostlega tilboði

 

Ég tek fullan þátt í neyslubrjálæðinu. Viðurkenni það fúslega. Ég er material girl eins og Madonna orðaði það svo skemmtilega hér um árið. Held oft að ég verði hamingjusamari og lífið betra ef ég bara fæ þetta eða hitt.

En það er eitt sem ég tek ekki þátt í og það er merkjabrjálæði. Er samt alveg meðvituð um að stundum er maður að borga fyrir gæði. Stundum er merkjavara mark um gæði og endingu. Stundum ekki.

Ég kalla ekki allt ömmu mína í þessum efnum en stundum... stundum verð ég bara alveg bit.... svo bit að ég blogga um það.

Í laugardagsblaði 24 stunda er auglýsing frá Mirale á bls. 63. Og haldiði ekki barasta að neytendur hafi heppnina með sér þessa helgi. Ef þið drífið ykkur þá er enn von um að geta nýtt sér þetta stórkostlega tilboð á Ávaxtakörfunni frá Alessi (??? Who the hell is Alessi?). Opið til kl. 16 í dag, góðir hálsar.

Drífa sig. Missið ekki af þessu. Það er enginn maður með mönnum nema að hann eigi ávaxtaskál upp á mörg þúsund krónur. Og ég meina.. það er 3.000 kr afsláttur á þessum dýrgrip.

Hér er slóðin á blaðið á netinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við þangað. Rándýrir ávextir verðskulda rándýra skál. Verst hvað hún er ljót, en það gerir ekkert til. að eiga dýra skál úr dýrari búð er það sem máli skiptir! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

jahaá... þetta hlýtur að höfða til allra eiginkvenna ríku mannanna sem hafa ekkert annað að gera en að "fegra"heimilið með svona "glæsilegum" hlutum... ætli það sé ekki fyrir neðan þeirra virðingu að kaupa þá á tilboði ...???

Guðríður Pétursdóttir, 25.11.2007 kl. 16:02

3 identicon

 Mér finnst RL vöruhús svooo gott...

alva (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:53

4 identicon

Þarf ekkert Miricle - Mirale eitthvað..haha

alva (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona skálar eru nauðsynlegar á hvert heimili til jafns við dósaopnara.  Vissuru það eggi kona?

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 17:01

6 Smámynd: Kári Harðarson

Okkur var gefin skál úr þessari búð - við reyndum að skipta henni en fundum ekkert nothæft og fallegt þarna inni.  Ég var eins og köttur að glápa á sjónvarp inní þessari búð.    Við enduðum á að skipta skálinni fyrir aðra skál sem heitir "beyglaði blikkdiskurinn" heima hjá mér og lítur út eins og ef bíll hefði keyrt yfir ruslafötulok.

Það skrýtna er að ég hef séð hluti sem eru nauðalíkir dótinu úr þesari búð til sölu í Tiger.  Ég sé bara ekki muninn.

Kári Harðarson, 25.11.2007 kl. 17:05

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það sem mér finnst athugaverðast er Fegraðu ÞITT heimili (your home). Miklu fallegra er að segja Fegraðu heimili þitt! Arggg! Takk fyrir hlekkinn, ég las allt blaðið í gegn, það er inni í stofu en þarna þurfti ég ekki að hreyfa mig frá tölvunni, vei!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 17:50

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

 lítur út eins og ef bíll hefði keyrt yfir ruslafötulok ---------- hahahahahahahahahahah

en pælið í peninga eyðslunni.. sjitt.. ég yrði brjáluð ef einhver mundi eyða svona miklum pening í svona rugl handa mér.. ég yrði vitlaus, og alltaf þegar ég liti á skálina mundi ég hugsa um allt hitt sem hefði verið hægt að kaupa fyrir peninginn... sem er ansi margt...

Guðríður Pétursdóttir, 25.11.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gurrí ég vissi að það var eitthvað að trufla mig varðandi þessa fyrirsögn.. þetta er rétt hjá þér.. bein þýðing úr ensku. Já, svo goooott að þurfa ekki að hreyfa sig úr stað hehe. Hvernig er bakið.

Kári. Ég held ég hafi einmitt séð svipaða skál í Tiger um daginn. Í alvöru sko. álið er sennilega frá öðrum framleiðanda. Ekki svona merkja-ál.

Jenný. auðvitað... dósaopnari. Held þeir fáist í þessari verslun á 5900 stykkið

Lára Hanna. Nákvæmlega. Dýr skál fyrir okur-ávextina á Íslandi

Helga. Já, það þarf að eiga ansi þunga pyngju til hafa efni á vörum úr þessari verslun. En svo er það spurning hvort þetta sé nokkuð fallegra en vörurnar í mun ódýrari verslunum.

Guðríður. Sennilega finnst sumum ekki smart að kaupa vörur á tilboði. Enda what a tilboð eins og BRetinn myndi segja

Alva. RL vöruhús er helv... góður staður

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 18:06

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðríður. t.d. slétt ruslafötulok...

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 18:06

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

til dæmis.. í raun væri hægt að kaupa heila tunnu, jafnvel 2

Guðríður Pétursdóttir, 25.11.2007 kl. 18:23

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er best að drífa sig.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 18:46

13 Smámynd: Jens Guð

  Það spaugilega við margar merkjavörur er að sami framleiðandi setur iðulega mismunandi merki á nákvæmlega sömu vöruna.  Svo verðleggur hann þessa sömu vöru mishátt eftir merki.

  Dálítið eins og þegar innkaupafyrirtæki Bónus,  Hagkaupa og 10-11,  Aðföng,   kaupir inn Ömmuflatkökur.  Flatkökunum er skipt á milli Bónus,  Hagkaupa og 10-11.  Í Bónus eru flatkökurnar seldar á 59 kr en í 10-11 á 159 kr.  Það er nefnilega fínna að versla í 10-11.

Jens Guð, 25.11.2007 kl. 19:59

14 Smámynd: Anna Gísladóttir

Veit ekki hvort þú hefur séð þetta:

POLITE
REQUEST

If you see me acting strange
Behavior not in average range
do not point
do not compare
do not laugh
and do not stare.
But for a moment stop and pause
give time to think
´what is the cause?`
You will not see the world ar I
but with compassion you might try
to understand Autism’s frame
that every star is not the same.
We all have light within us shine.
Give me the chance
to show you mine.

Höf. óþekktur 

Anna Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 20:40

15 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég trúi ekki að þú hafir bloggað um þetta !!!!! (var að hugsa um að gera það)

Mér datt það sama í hug þegar ég sá þetta ÆTLI MÉR MYNDI LÍÐA MIKIÐ BETUR AÐ EIGA ÞESSA DÝRINDIS ÁVAXTAKÖRFU

Ég fékk nú þessa dýrindis taukörfu frá KB banka í fyrra, hvað skyldi ég fá Kaupþing í ár ?????

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:46

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Katla. Náðirðu þér í eintak? 

Anna Gísla. Nú komstu mér til að gráta. Ég hef séð þetta áður, en aldrei lesið þetta upphátt. Gerði það núna fyrir Bretann og komst í gegnum það með tár á hvarmi. Takk fyrir þetta.

Hulda. Svona getum við verið tengdar stundum. Þú og ég.

Jens. Já, er þetta ekki merkilegt hvernig við erum tekin í rassgatið á hverjum degi? Og þiggjum með þökkum.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 21:38

17 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég grét líka þegar ég las þetta í fyrsta skipti ....... Þetta ljóð er bara svo fallegt og svoooo mikill sannleikur

Anna Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 21:58

18 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Bilun.....

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:38

19 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er svona innlit útlitskál.

Heidi Strand, 25.11.2007 kl. 22:50

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bilun Ása. Bilun.

Heidi. Einmitt. svona innlit/útlit skál. Voða fínt. Voða flott. Voða dýrt. Eins gott að ávextirnir líti vel út í svona skál. Helst bara úr plasti.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 22:54

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Vel á minnst það er engin heima til að njóta þeirra ...... allir úti að vinna fyrir skálinni

Svo plast ávextir skal það vera því annars skemmast þeir bara

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:27

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eee, já sko, ég skal skrifa þetta skiljanlega, vonandi, en ég á príma fína prezzukaffikönnu fá Alessi, búin að eiga hana í einhver tuttugu ár, en því reyndar ekki keyptri úr þessari búð.

& Jens minn blogg-goði, þessi markaðsfræði þín varðandi ömmuflatkökur heldur ungvu vatni, þú fyrirgefur mér þá sögn mína, & beturvizku.

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband