Leita í fréttum mbl.is

Trukkalessa eða ekki...

 

Daginn börnin góð. Gleðilega hátíð og megi gamlaárskvöld verða ykkur sem ánægjulegast.

Ég tók mér frí í vinnunni fram yfir áramót, sem var eins gott þar sem ég sit nú yfir veikum gutta. Eins og ég hlakkaði rosalega til að losna við hann í dag. O jæja.

Mig langar að minnast á hana Gerði Önnudóttur, sem er að gera allt vitlaust núna á moggablogginu. Eins og aðrir er ég forvitin og í gær renndi ég yfir færslu hjá henni og svo yfir kommentin. Og ég er satt best að segja bara svolítið sorgmædd. Kannski er það vegna þess að núna er hátíð ljóss og friðar. Mikið svakalega er til margt fólk þarna úti sem er uppfullt af reiði og illsku. Og satt að segja detta mér í hug fótboltabullur. Þessar sem mæta á fótboltaleiki eingöngu í þeim tilgangi að efna til slagsmála og illinda. Það er ekki fótboltaleikurinn sjálfur sem skiptir máli heldur að berja sem flesta.

Gerður er að úthúða karlmönnum og má öllum vera ljóst að konan sú er ekki raunveruleg. Og þó hún væri kona af holdi og blóði þá mætti einnig vera ljóst að sú kona gengur ekki heil til skógar.

Ég veit því ekki hvort er bilaðra; að sleppa reiði sinni og svívirðingum lausum á ímyndaða persónu eða á manneskju sem ekki er heil á geði og þá einn helst úthúða henni fyrir að líta ekki út eins og staðalímyndin.

Svo er annað sem ég er að láta fara í taugarnar á mér. Moggabloggarar hafa löngum verið dregnir í dilka. Reyndar bara einn dilk. Við erum öll klikkuð. Inn á kommentakerfinu hjá dóttur hennar Önnu er orðljótasta fólkið nær undantekningalaust IP-tölur, þ.e. ekki moggabloggarar heldur só and só út í bæ. En út af því að umræðan fer fram á mbl þá erum við hin stimpluð. Allt saman ruglað, orðljótt lið sem tekur Lúkasinn á hvert viðfangsefnið af öðru. 

Annars er ég bara nokkuð góð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Auðvitað er persónan "Gerður Önnudóttir" það sem kallað er "tröll" í bloggheimum, þ.e. einhver hefur skáldað hana og gverir sér leik að því að láta hana vaða uppi....

Og meira til, nú ætla ég að hugga þig pínu: þetta utanaðkomandi fólk sem er að ausa svívirðingum inná athugasemdakerfið hjá Önnudóttur, er meira og minna runnið undan rifjum skapara Önnu! - sem er sko allsenginn gvuð!

Svona er nú gaman hjá sumum að hrekkja. Má ekki bara kalla þetta jólasveinahrekki á aðventu og jólum?

En mikið er ég feginn að þú ert ekki neinn hugaburður, enda barasta ekkert tröllsleg, því marga stundina hefur þú stytt fyrir mér með skemmtilegu bloggi.

góðar kveðjur...

Viðar Eggertsson, 27.12.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Viðar er það málið? Ekki datt mér það í hug. Líður svolítið eins og kjána fyrir vikið. Jæja, það er gott að fólk finnur sér eitthvað til dægrastyttinga. Hleypur tölvu úr tölvu til að fá nýja IP tölu

Takk fyrir góða og upplífgandi kveðju.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lúkasarlagið er vinsælt um þessar mundir:(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2007 kl. 13:56

4 identicon

Ég hélt að maður þyrfti að gefa upp kennitölu til þess að geta stofnað til "bloggs" hér á mogganum - ergo ... mogginn hlýtur að vera með þetta skráð hjá sér. Mér finnst Gerður sorglegur bloggari og ekki nálægt því að vera fyndin eða sniðug - aðilinn á bak við þetta er jafn ruglaður og þeir sem fara á stefnumótasíður undir fölskum forsendum.

En ég er sammála þér ... mér finnast kommentin á færslurnar líka geta verið ansi sorgleg. Og ekki bara þarna, heldur er reiði sumra svo ógurleg. Ég á það til að vera reiður stundum, en ég ætla að vona það svo sannarlega að mér verði bent á það ef ég fer yfir eitthvert strik í þeim málum.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:39

5 identicon

Ég kíkti á þetta blogg og ég er ekki alveg að fatta þetta. Fyrr má nú vera bitur og reið.

En erum við ekki alveg snarklikkuð hérna á moggablogginu? Er búin að halda það allann tímann Nei kannski ekki. Mér finnast mínir bloggvinir algjört æði og mundi aldrei vilja án þeirra vera eftir að hafa kynnst þeim hérna í netheimum.

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: krossgata

Það eru margir í fríi yfir hátíðarnar og hafa ekki margt fyrir stafni.    Óspennandi blogg þarna á ferðinni og engin umræða.  Læt það framvegis vera, sem fyrr.

krossgata, 27.12.2007 kl. 14:55

7 identicon

Blogg Önnudóttur er sorglegt.Kíkti einu sinni á það og læt það duga.Alvöru eða feik blogg veit ég ekki en sorglegt er það og ég tek ekki þátt í svona bulli. Er líka í fríi og held mig inni vegna kulda.Fer að vísu út með hundinn því ég hef ekki enn náð að kenna honum á klósett.Birrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 15:17

8 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Gleðilega hátið ljóss og friðar!!!

Veltum okkur ekki upp úr öðrum... og njótum lífsins! Segi nú bara það sama og Bryndís R. Bloggvinirnir mínir eru æði... híhíhí!

 Knús

Sigþóra Guðmundsdóttir, 27.12.2007 kl. 15:26

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ Jóna skvísa ! Gleðileg jól elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.12.2007 kl. 15:29

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gerður Önnudóttir þarf að koma út úr skápnum sem ALVÖRU kona ??????  ...  ...  finna sína mjúku hlið

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2007 kl. 15:43

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

"Gerður Önnudóttir" getur ekki verið raunveruleg, það er einhver að fíflast þarna... Annars hélt ég fyrst þegar ég las færslurnar eftir "Jón Val" að hann væri uppspuni....

Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 16:24

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allir gestir utan bloggara hjá tröllinu Gerði eru komment sem hún (hann) setur inn sjálfur til að reyna að gera gabbið trúverðugra.  Sýnist við nánari skoðun að "hún" heiti Svavar og er þetta tiltölulega óvandað og ófyndið hjá honum.  Ég get garanterað að þessi persóna er fölsuð. Það er svo spurning um hversu fyndið þetta er.  Mörg tröll eru betur gerð, eins og "sóknarbarn" var þar til ég spottaði hann á því einu að hann kannaðist við blogghugtakið tröll og byrjaði að benda frá sér á mig, sem höfund Þórodds. Það var rétt en þarf smá kunnáttu til þess að finna það út, sem er ótrúlegt af íhaldsömum og ofurtrúuðum karlpungi, sem er að blogga í fyrsta sinn, eins og hann hélt fram. Við þessi orðaskipti okkar, lét hann sig hverfa.  Ég hef játað Þórodd samhyggð á mig og mörgum virðist hafa fundið hann nokkuð góður, þótt ég hafi alls ekki ætlað að gera hann sannfærandi. Það er bara svo mikið af biluðum viðhorfum hérna í raun að ´fólk á orðið erfitt að greina rakalaust bull og vitleysu frá raunveruleikanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 17:09

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Doddi: Til að stofna önnur blogg þarf bara hvaða kennitölu, sem er. Það er ekki tékkað á slíku. Það þarf heldur ekki að skipta um ip til að setja inn komment, en það er annars ekkert mál með að fara í stillingar á netengingu og klikka á repair, þá skiptir talvan um IP.  Þetta er eins lítið mál og hugsast getur.  Það er hægt að nota kennitölur barna og frændfólk, eða jafnvel fyrirtækja, sem pilkkuð eru upp af bréfsefni eða reikningum. Pís of keik.  Farið nú samt ekki að leika þetta eftir, nema að það sé sæmileg skemmtun af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 17:16

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já það góða við svona blogg svo við höldum okkur Pollýönnu megin er að við höfum val um að skoða þau eða ekki, vekja athygli á þeim eða ekki. Þetta er eins og með sjónvarpið og leiðinlegu dagskrána maður þarf að vera klár á on og off takkanum.

Hef það annars fínt í algeru jólafríi. Flyt mig milli rúms og sófa nema þegar ég skrepp og leyfi sjúkraþjálfaranum að pína mig.

Ég var að skoða jólablöðin og sá myndir af þeim einhverfa hist og her, sá hefur aldeilis slegið í gegn. Fyndið eftir að hafa fylgst með blogginu þínu þá hef ég þá tilfinningu að ég þekki kauða og hrópa húrra þegar ég sé myndir af honum í pressunni.

Hafðu það sem best restina af árinu.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.12.2007 kl. 17:35

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur til Ians.  Þú átt meil frá mér síðan í dag.

Þessi Gerður Önnudóttir er ekki til og hún er auðvitað enginn feministi, hún er fasisti (sko þykjustukonan).

Það sem er athyglisvert er hversu margir skíthælar eru þarna úti (nafnlausir auðvitað) og það er efni í rannsókn.

Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 17:38

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alveg sammála Jenný að þetta fólk nafnlaust og getur gert hvað sem er bæði með kjaft og oftast dónalegt.Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 18:31

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég forðast að opna bullskrif ekki síst ef þau eru á hatursfullum nótum...er reyndar mjög picky með hvað ég nenni að lesa hérna á blogginu. 

Ég tek undir það með þér Jóna að það er sorglegt að fólk sendi frá sér svona skrif hvort sem það er gert í gríni eða ekki. Líklega er þessi manneskja ekki til en burtséð frá því,  þá geta svona skrif blekkt marga og stimplað okkur hina bloggarana líka sem rugludalla. (...auðvitað erum við kannski öll rugludallar upp að ákv marki a m k svona stundum, en vonandi pínu skemmtilegri dallar en þessar tómu tunnur þarna)

Marta B Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 18:52

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það er aldeilis fleira en bara eitt og tvennt að fara framhjá mér...

ég er eins og, já einhver sem er ekki með neitt á hreinu

Guðríður Pétursdóttir, 27.12.2007 kl. 19:36

19 identicon

Ég segi eins og Marta, ég forðast svona bloggsíður. Ég nenni ekki að eyða orku minni í fólk sem notar miðla eins og bogg til að fá útrás fyrir sínar verstu og ljótustu hugsanir.

Ég vil frekar staldra þeim mun lengur við á bloggsíðum eins og þinni og hinna góðu bloggvinkvennanna minna og vina sem ylja mér um hjartarætur eða skemmta mér með reglulegu millibili

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 19:44

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vona að strákurinn nái sér sem fyrst og smiti nú ekki restina af fjölskyldunni svona rétt fyrir gamlárskvöld.

Ég hef ekki lesið bloggið hennar Gerðar Önnudóttur og mun ekki gera það eftir að hafa lesið það sem að þið hafið um það að segja, nóg er af neikvæðni í heiminum þó að maður sækist ekki í það.

Sporðdrekinn, 27.12.2007 kl. 19:46

21 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðileg jól og gæfuríkt ár Jóna til þín og þinnar fjölskyldu.  Rétt kíkti á þetta blogg og eins og margir aðrir var ég fljót út af því nennti ekki að lesa nema lítið þá fékk ég nóg.  Mér finst líka eðlilegast að koma undir nafni, en það er svo kanski bara mín skoðun :).....Sjáumst vonandi á nýju ári og vona að Ian hressist fljótt. Bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 27.12.2007 kl. 20:21

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skil nú ekki þá stjórnsemi að vera að rannsaka þá sem kjósa að vera nafnlausir hér.  Hér er málfrelsi og einnig er boðið upp á þennan kost að vera nafnlaus, sem mér finnst ok. Ef mönnum líkar ekki einhverjir hér, þá má sleppa því að lesa bullið þeirra og loka á kommentin þeirra.  Soldið mikil vinstrigrænska hér á ferð. Vonandi að mér verði ekki bolað út fyrir að hafa þá skoðun.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 20:46

23 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sæl Jóna mín

Hér er ég búin að gramsa og gramsa en finn ekki réttu blöðin. Þetta var í dagblöðunum sem komu fyrir jól, síðustu dagana Þorlák eða aðfangadag. Myndir af jólaballinu í Öskjuhlíðarskóla. Minnsta kosti tvær myndir.

Stundum gerast ótrúlegir hlutir hér á heimilinu, eins og að einhver fari út með blaðabunkann óbeðinn ..... 

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:31

24 Smámynd: Mummi Guð

Reglulega koma bloggarar eins og Gerða fram og reyna að vera með leiðindi og koma illsku af stað. Ég get nefnt nokkra svona bloggara, það sem ég geri er að sniðganga þessi blogg og leyfa þeim að tuða í sínum heimi. Þessir bloggarar lifa og hrærast fyrir það að æsa aðra upp, ef þeir fá engin viðbrögð, þá fá þeir ekki þá fró sem þeir eru að leita að.

Sniðgöngum leiðinlegu og neikvæðu bloggarana og losnum þannig við þá.

Mummi Guð, 27.12.2007 kl. 22:34

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég nenni nú ekki að lesa svona blogg sem betur fer og slepp því við ljótleikann.  Vona að drengurinn jafni sig fljótt. Kær kveðja til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 23:38

26 identicon

Þetta er góður punktur hjá þér Jóna og mér verður helst til að hugsað til miðalda þar sem  fjölkunnugt fólk, að eigin sögn vel að merkja, gat manað fram hverskonar hyski úr nærligjandi hól og sigað á óvini sína.  Önnudóttir  þessi er á margan hátt mögnuð sem fjölkunnug í þessu  samfélagi sem blogg vissulega er.  Bloggkjarninn (mbl blogg í þessu tilfelli) er haugurinn sem manað er úr.  Mórinn eða skottan sem mönuð er út er ekki fölsk ógn, á sama hátt og hin myrku öfl komu fólki í uppnám á miðöldum þá er þessi mara hin ýkta og á margan hátt skerta umræða um jafnrétti/kvenréttindi.  Mörur þessar eru bara raunverulegar svo lengi sem nógu margir trúa á þær og múgsefjunin nær tökum.  Og eins og á miðöldum öskrar andlitslaus massinn (hér IPparnir) "brennið hana".  Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir Önnudóttir, ég er bara að segja að ég er ekki að kaupa þetta.  Ég held að all liggi klárt fyrir heila doktorsgráðu í múgsefjun hvað þetta tilfelli varðar.  Samfélagslega, eins og málið virkar á mig og nú nýt ég fjarlægðar enda búinn að búa erlendis í mörg ár, sýnir þetta að öfgaraddirnar ná eyranu en þeir sem bara meina einlæglega að menn og konur eigi að njóta jafnrar virðingar og viðurgjalda kafna í hávaða.

U (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:12

27 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég las nú þetta fyrst núna áðan, & náttúrlega gaf sjálfum mér fyrir andlegann sem blogglegann löðrúng fyrir þessa höfuðsynd mína að vera líffræðilega samsekur einhverjum bræðrum mínum fyrir að vera fætt sem eitt vont karlmenni.

Já, eða bara glotti við endajaxl af apahættinum.

En nafnleysi á nú líka að vera hvers manns réttur, ef að viðkomandi kýs að brúka hann, enda á dómurinn á endanum frekar að falla eftir framsögu viðkomandi, en hvort að hann stendur keikur fyrir með kennitöluna á brjóstinu eða ekki.

Enda, lesöndinni í sjálfsvald sett, hvort hún kýs að lesa eða ekki, taka mark á eða ekki.  Eina sem að nafnleysið gerir fyrir minn lestur, er að hann verður ótrúverðgugri, & ómarkverðari fyrir vikiði.

Brandarinn um hvað moggabloggarar eru nú lélegur & útrúverðugur skríll er undan rifjum eins gamals merkisbloggara sem að ég nafngreini ekki, en er á mínu bloggi merktur sem Fáni Friðartröll.  Hinn mætasti maður, sem að örugglega hefur varla grunað þvílíkri skriðu hann hratt af stað með þessum ummælum sínum & sífelldu einelti sínu við 'moggeríiisbloggið'.

Ég hef oft lagst í sjálfsvorkunn & eymd yfir því að vera 'bara moggablogger', en jafnharðann náð að rífa mig upp úr því, með því að ná að telja mér trú um að það séu frekar færslurnar sem að maður ritar & les, þeir sem að athugasemdast, & maður athugasemdast hjá, sem að geri bloggtilveruna góða, frekar en frá hvaða bloggsetrum maður/kona kýs að búa sínu bóli á.

Þess vegna finnst mér líka gott að lesa & athugasemdast hjá þér, til dæmis.

Já, & ég er líka, ó, þokkalegur...

Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 00:26

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Auðvitað er þetta rétt hjá ykkur. Óþarfi að lesa það sem lætur manni líða illa.

Mér finnst samt eins og þið hafið mörg misskilið mig. Ég hef ekkert út á blogg eða athugasemdir að setja þar sem fólk kýs að koma ekki fram undir eigin nafni. Með tali um IP-tölur meinti ég bara að það eru ekki hinir eiginlegu moggabloggarar, sem svo aftur líða fyrir orðljótar athugasemdir af hendi IP-fólksins. Det er nu bare det.

annars eruð þið krútt og Jón Steinar; þarf þarf ansi mikið meira og annað en þetta til að ég boli fólki út af mínu bloggi

Steingrímur. Eins og svo oft áður komstu mér til að hlæja. Takk fyrir það

Ása Hildur.  Svona getur þetta verið.. fólk að sýna á sér góðar hliðar þegar það hefði betur sleppt því.. eins og að fara út með ruslið og sonna

Björgólfur. Vel orðað.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 00:33

29 identicon

Elsku Jóna, ég er hjartanlega sammála þér, og hef fjallað nokkuð ítarlega um þessi mál á minni síðu Trukkalessan.blog.is, þar af leiðandi varð ég skelfingu lostin að þú dróst Önnudóttur inní Trukkalessu-nafngiftina!!!! ég lét til leiðast að dragast inní þessar umræður, en þetta er bara alltof óábyrgtóg skítlegt til að dvelja við það. Takk fyrir þín skrif, og hafðu það sem best!!!

Steinunn Helga Snaeland (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 09:09

30 Smámynd: Halla Rut

Býr fólk ekki til svona "tröll" því það vill koma einhverju á framfæri sem það þorir ekki að gera í eigin persónu. Ég sé þetta ekki þannig að þetta sé ekki raunveruleg manneskja heldur að þetta sé manneskja sem talar undir fölsku nafni.

HAHAhaha Jónína...Jón Valur uppspuni, já maður gæti svo sannarlega haldið það stundum svo ótrúleg eru skrif hans. 

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 09:52

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Er hún ekki bara framhald af umræðunni sem hefur verið hér. 

Fyrir mér og svo mörgum öðrum hafa feministar gengið alltof langt með svo margt.  Fólk er reitt sárt og móðgað.  Held að þessi persóna hafi verið sköpuð til að segja sömu skilaboð og feministar hafa verið að gefa frá sér.  Þegar fólk er móðgað og vegið að því bregst það misjafnlega við, sumir koma með kaldhæðni til að sína frá á fáranleikan, sumir einhverskonar ofbeldi(hótanir eða ljót orð), sumir rökræða, sumir bara brotna og aðrir slá þessu upp í grín(sb. fegurðarkeppni feminista). 

Það er allavega klárt að feministar hafa gengið yfir strikið hjá svo mörgum sært og gert marga reiða með órökréttum skoðunum og framfærslu, jóla-sveinarnir frægu voru punkturinn yfir i-ð.  Fólk er orðið þreytt á þessum endalausum árásum á karlmönnum, lítillækun og staðhæfingum um að konur séu endalaus fornarlömb og framkvæmdargleði. Ég held að þessi týpa sé enn eitt mótsvar við þessu öllu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 10:21

32 Smámynd: Halla Rut

Ég ber virðingu fyrir feministum eins og öllum öðrum sem berjast fyrir því sem þeir trúa á. Á sínum tíma var full þörf á feministum og það voru þær sem komu jafnréttisbaráttu kvenna af stað og það má ekki gleyma því. Það þarf nefnilega ofsa til að knýja fram breytingar og þá sérstaklega þegar breyta þarf einhverju sem grafið er í siði okkar og samfélag.

Persónulega þá finnst mér aðferðir þeirra í dag gamaldags og hef ekki trú að þær skili þeim árangri sem feministar eru að leita að. Það sem fer mest í taugarnar á mér varðandi feminista í dag er að þeir tala alltaf eins og þeir séu að tala fyrir hönd allra kvenna og þar á meðal mín. Ég kæri mig ekki um að fólk tali fyrir mína hönd að mér forspurðri.

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 10:37

33 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég ber ekki virðingu fyrir því vegna þess að mér finnst þær hafa eyðilagt svo mikið af því sem feministar byggðu áður.  Mér finnst líka ekkert jafnréttindi í því að berjast bara fyrir öðru kyninu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 10:51

34 Smámynd: Halla Rut

Skil hvert þú ert að fara Nanna. Þetta er auðvitað komið út í algjört rugl og er bara niðurlægjandi. Ég bara lít undan og skammast mín...

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 11:38

35 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jamms vonandi sjá þær af sér núna og fólk fer að vinna saman að jafnréttindi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:24

36 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get alveg verið sammála ykkur í því stelpur að feministar hafa tekið sum  málefni aðeins of langt... eða kannski tekið þau upp á fölskum forsendum. En þegar upp er staðið virðist fólk bara svo tilbúið til þess að sjá eitthvað rangt, vitlaust, öfgafullt o.sfrv. út úr öllu sem kemur frá feministum.

Það sem ég er hræddust við er að feministar verði kaffærðir af konum sem eru hræddar um að karlmönnum sé endanlega nóg boðið. Stelpur, látum strákana heyja sína baráttu. Ég er skíthrædd við að innan nokkurra ára verði það gleymt og grafið að aðeins eru örfá ár síðan að konur fengu kosningarétt. Hugsið ykkur!!! Aðeins örfá ár eru síðan að konur töldust ekki hafa nægilegt magn að sellum á milli eyrnanna til að geta kosið.

Þetta má aldrei aldrei aldrei gleymast. Við þurfum að hamra þetta inn í hausinn á komandi kynslóðum. Og því miður, við konur, þurfum að vera á verði.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 18:04

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þótt Gerður sé "tröll" er hugsun þín Jóna falleg

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband