Leita í fréttum mbl.is

Danir drekka á ábyrgð vinnuveitenda í desember

 

Þetta er almennilegt.

Í jólamánuðinum, þegar fylleríis-samkomur á vinnustöðum eru hvað algengastar, eru Danir tryggðir fyrir óhöppum. Þá erum við að tala um í jólaglögginu, á Litlu Jólunum, Jólatrésskemmtuninni, Jólagleðinni og på Julefrokosten og Julesmörrebröd-samlingen.

Ef einhver sauðdrukkinn starfsmaðurinn brýtur á sér lappirnar eftir að hafa húrrað niður af borði í  kjölfar villtra danstakta á jólagleði fyrirtækisins er hann gulltryggður. Veikindadagar og sjúkradagpeningar og alles. Værsogod.

Og skiptir þá engu máli hvort fyrirtækið sá mönnum fyrir vínveitingunum eða hvort starfsmaðurinn fótafúni laumaði fleyg inn á staðinn í rassvasanum og drakk eigin veigar.

Þarna galopnast leið til að næla sér í gott og langt jólafrí, með báða fætur hátt upp loft.

Löngum höfum við tekið Dani okkur til fyrirmyndar á ýmsum sviðum. Látum ekki staðar numið í þeim efnum. Aukum fríðindi á vinnustöðum. Tökum upp danska drykkjusiði í desember.

Skål

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hefði einhvertímann fengið mig til að flytjast búferlum - til Köben.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkitt, þú hefur skrifað þetta um "hábjartan" dag.  Þá ertu allsgáð er það ekki?  19.03, gott mál. Hehe

Áfengisvarnarráð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

heyr heyr.. það væri nú aldeilis ágætt að sleppa fram af sér beislinu algjörlega, á ábyrgð annara.. eða þannig..

Guðríður Pétursdóttir, 26.11.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Hugarfluga

Mér finnst að öll mistök sem maður gerir, allsgáður eða á rassgatinu, eigi að vera á ábyrgð annarra og þá sérstaklega ríkisins.  Eða er það kannski til aaaðeins of mikils ætlast af mér? Ha?

Hugarfluga, 26.11.2007 kl. 19:43

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 Alveg til í að prófa allavega

Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 20:22

7 Smámynd: Linda litla

Úffff... ekki nenni ég að eyða öllum jólamánuðinum í endalaus einhver fillerý.

Linda litla, 26.11.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Hópferð til Köben?

Þröstur Unnar, 26.11.2007 kl. 21:47

9 identicon

Hvað varst´að gera góan þegar þú skrifaðir þetta ?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já Guðríður finnst þér það ekki? Er ekki kominn tími til að einhver annar taki ábyrgðina?

Hugarfluga. Það er bara ein ábyrgð... og það er ríkisábyrgðin

Jón Arnar. if only.. if only

Anna. Alsaklaus að sinna börnunum

Linda situr bara edrú heima, en við hin förum í hópferð til Köben. Þröstur pantar miðana, Jón Arnar hýsir okkur (svona þegar við skilum okkur undir þak) og Marta sér um að vinna hinar hinar ýmsu uppákomur.

Jaaaahúúúúúúúú

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Marta á ekki að vinna neitt (nema vera skyldi í lottóiinu)... en hún á að finna hinar ýmsu uppákomur...

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 22:47

12 Smámynd: Ómar Ingi

Skál fyrir þessu allir til Köben

Ómar Ingi, 26.11.2007 kl. 23:09

13 Smámynd: Ómar Ingi

Allir dagar eru jafn góðir og jafn slæmir til að skála, sumir innbyrða vikuskammtinn bara á 2 dögum  og aðrir dreifa þessu jafnara

Ómar Ingi, 26.11.2007 kl. 23:48

14 Smámynd: Linda litla

skál skál pa dansk.

Linda litla, 27.11.2007 kl. 00:20

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vona & vanda mig við að þetta verði skiljanlegt á eðlilegum lestrarhraða, en tek samt fram að nú skrifa ég mjög hægt.

Ég átti dáldið bágt með danina á vinnufundum þar á þessum árstíma, það var talað eitthvað af viti á milli 09.00 til 10.00. snemmdegis.

Eftir það bara bara farið að syngja....

Svo kynntist ég Svíum.

Steingrímur Helgason, 27.11.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband