Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 19. maí 2007
Voffinn minn er týndur - hjálpið mér að finna hann
já já ég veit. Ég er asni. Hundurinn ómerktur og ég ekki ennþá búin að skrá hann.
Bósi og Viddi stungu af í dag. Við náum ekki að halda í við þá. Þeir eru ótrúlega fljótir að grafa sig undir girðinguna á nýjum stöðum. Viddi skilaði sér heim en Bósi ekki.
Hann hvarf frá Þverás í Árbænum um fimmleytið í dag, laugardag.
Ég væri agalega þakklát, kæru bloggvinir, ef þið nenntuð að setja link hér inná, á næsta blogg hjá ykkur. Veit að ég er böggandi en það er þess virði ef ég finn hann.
Það er þessi sem stendur aftar hér á myndinni sem er týndur. Hann er með hálsól í hermannamunstri (camoflage) en ómerktur að öðru leyti. Hann er ótrúlega blíður og með lítið hjarta. Ég hef svo miklar áhyggjur af því að hann sé dauðhræddur einhvers staðar. Ég er búin að láta vita hjá Lögreglunni í Reykjavík og hjá Hundavinafélaginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2007 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. maí 2007
Tölvutæknin tröllríður öllu
Laugardagur, 19. maí 2007
Látið eins og þetta sé skrifað fyrir miðnætti á föstudagskvöldi
Það var gott að vakna í morgun og uppgötva að það væri föstudagur en ekki mánudagur. Ég held að fólk hafi nú svona almennt tekið sér hálfan daginn í að muna að það væri helgi framundan. T.d. gleymdist algjörlega að versla inn fyrir okkar venjulega föstudagsmorgunkaffi í vinnunni, það var svo mikill mánudagur í fólki eftir fríið í gær.
Í gær sagði Sá einhverfi í fyrsta skipti fimm orða setningu all on his own: Má ég fá gulan ís.
Hann er líka farin að biðja mömmu sína um að syngja í fyrsta skipti á ævinni. En eitt af því fyrsta sem bæði börnin mín lærðu að segja var: mamma ekki syngja.
Ég neita að trúa því að það hafi eitthvað með sönghæfileika mína að gera. Þessi kona hér var líka vanmetin.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Þegar ég verð stór ætla ég að verða uppfinningakona
Útivistin mín í dag fólst ekki í vorhátíð í Selásskóla eins og ég sagði ykkur heldur arkaði ég af stað niður að Rauðavatni með hundana. Hafði hugsað mér að fara hringinn í kringum vatnið en ég varð svo reið út í bévítans óþekktar-rakka-rugludallana að ég sneri við með þá með nefið upp í loft og strunsaði áleiðis heim eftir 20 mín göngutúr. Eins og það hefði einhver áhrif á glottið á andlitinum á þeim. Yeah right!
Þegar heim kom ákvað ég þar sem ég var klædd til útiveru. í það haustveður sem ríkti hér í Selásnum í dag, að fara út og negla enn eina spýtuna í grindverkið. Viddi hefur orðið sér úti um of mikið frjálsræði undanfarið. Það gustaði af mér þegar ég skálmaði út í bílskúr og náði í hamar, nagla og sög. Var alveg komin í gírinn þegar ég var búin að negla 2 spýtur fastar. Best að týna upp hundaskít úr garðinum.
Vopnuð gúmmíhanska og bónusplastpoka hófst ég handa og vá.... þvílík vinna. Hundhelvítin (já þeir pirruðu mig óstjórnlega í dag) lágu þarna úti, virðulegir eins og Hans hátign heilagleikinn sjálfur og fylgdust grannt með hverri hreyfingu. Þóttust horfa á mig með lotningu þar sem ég gjörsamlega skreið í skítnum fyrir þá en ég veit betur.
Það var við þessar aðstæður sem ég uppgötvaði loksins hvernig ég verð rík. Gamla góða berjatínan verður tekin og stökkbreytt. Hlýtur að vera hægt að aðlaga hana hundskítstínslu. Það er þunn lína á milli bláberja og lambasparða. Frá Lambaspörðum er ekki langur vegur að hundaskít. Óska eftir uppástungum hvað slík tína gæti heitið.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
The phone call of shame
Jæja. Mér tókst aldeilis að sýnja Gelgjunni gott fordæmi í að taka ábyrgð... eða hitt þó heldur.
Byrjum á byrjuninni. Fyrir nokkru hringdi í mig mamma einnar bekkjarsystur Gelgjunnar. Í uppsiglingu var vorhátíð í skólanum og þessi mamma hafði verið fengin til að hringja í foreldara 4. bekkinga og fá fólk til að standa klukkutímavaktir við grillið (þ.e. pylsusölubásnum).
Ég er ein af þessum mömmum sem læðast meðfram veggjum þegar kemur að foreldrastarfi. Ein af þessum mömmum sem hinar mömmurnar þola ekki því ég býð mig aldrei fram í neitt og mæti á eins fáa fundi og ég mögulega kemst upp með.
En ég átti von á einhverju slíku símtali og var meira en fús til að taka að mér klukkutímavakt á vorhátíðinnim frá kl. 11-12. Og þegar hún spurði hvort Bretinn gæti tekið eina vakt líka þá hélt ég það nú og bað hana í guðanna bænum að skrifa hann á 12-13 vakt. Ekki vandamál. Bara gaman að vera þarna með krökkunum á vorhátíðinni bla bla bla bla jarí jarí jarí jar..... Og meinti þetta frá mínum innstu hjartans rótum.
Gelgjan er komin á þann aldur að skammast sín alveg hrikalega fyrir foreldra sína. Sérstaklega mig. Eða kannski er þetta sjálfsblekking. Kannski er þetta ekkert aldurinn. Kannski er ég bara svona mamma sem maður skammast sín fyrir. Gelgjan fer t.d. alveg í flækju því ég heilsa litlum krökkum sem ég þekki ekki. Og tala við fólk í biðröðum og svoleiðis. Henni finnst þetta þvílíkt neyðarlegt þegar hún er með mér.
Hún spurði mig því sérstaklega hvort ég ætlaði að tala við krakkana þegar ég afgreiddi þau með pylsur. Ég hélt það nú. Ég myndi spyrja þau allskonar spurninga. Hvort þau skemmtu sér ekki vel, hvað þau væru gömul, hvar þau ættu heima, hvar foreldrar þeirra væru.... Gelgjan ranghvolfdi í sér augunum og hringdi í vinkonu sína til að spyrja hana hvort mamma hennar myndi tala við krakkana á pylsubásnum. Komst að því að mamma vinkonunnar myndi bara spyrja hvað krakkarnir vildu á pylsurnar. En ég sat föst við minn keip, ég myndi sko tala og tala og tala.
Eftir að ég hafði lofað okkur Bretanum í sjálfboðavinnu kom hér inn um bréfalúguna boðsmiði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn nk. laugardag og Gelgjuna langar mikið til að fara. Ég sagði við hana að við gætum ekki farið, því við yrðum á vorhátíðinni. Hún varð fyrir vonbrigðum svo ég sagði að kannski gætum við farið eftir vorhátíðina sem stæði til kl. 14 eða hátíðin í Húsdýragarðinum til kl. 16.
Kl. 13:24 í dag segir Gelgjan skyndilega við mömmu sína sem ennþá er að tjilla á náttbuxunum; mamma við erum að fara á vorhátíðina.Láttu ekki svona Anna Mae, segi ég. Hún er á laugardaginn.Nei hún er í dag segir hún og nær í bækling sem hefur hangið á ísskápnum í 2 vikur.Ég ríf bæklinginn úr höndunum á henni og fletti honum í örvæntingarkasti. Jú, mikið rétt. Vorhátíðin byrjaði kl. 10 í morgun.Hjartað byrjar að hamast í brjóstinu á mér af skelfingu en jafnframt setur að mér óstöðvandi hláturskast. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta þeimur meira hló ég.
Gelgjan stóð við hliðina á mér og horfði á mig með vandlætingarsvip. Ég skreið upp stigann til fundar við Bretann sem var uppi að horfa á sjónvarpið með þeim einhverfa.
Hvað heldurðu að fólk segi um okkur? stundi ég upp milli hláturskviðanna.
Thats easy sagði Bretinn. They think we are white trash.
Þá pissaði ég næstum því í mig.
Þetta var nú meira ástandið. Gelgjan talaði hátt og stanslaust, aðallega um hvað við værum óábyrgir foreldrar, Bretinn kom með alls konar hugmyndir um hvað fólk væri að segja um okkur, tárin streymdu niður kinnarnar á mér og Sá einhverfi söng hástöfum með Söngvaborg, allsendis ótruflaður af uppnáminu á heimilinu. Viddi hundur hélt ég væri að gráta af sorg og klóraði með framloppunum í mig til að reyna að hugga mig. Bósi var skriðin undir borð eins og hans er von og vísa þegar hann er ráðvilltur.
Hvað sem má segja um mig þá vil ég standa við það sem ég segi, ekki síst þegar það kemur niður á öðru fólki ef ég geri það ekki. Ég var því algjörlega miður mín yfir að hafa svikið þessa konu og auðvitað þá sem hafa þurft að taka aukavaktir út af vitleysisganginum í okkur. En jafnframt finnst mér alveg óstjórnlega fyndið að hafa verið svona agalega jákvæð þegar aumingja konan hringdi í mig og mæta svo barasta ekki neitt. Ég bara varð að ljúka þessu máli svo ég hringdi í hana. Hún var að borða pylsu þegar hún svaraði í símann.
Ég útskýrði málið á örvæntingafullan máta, talaði hratt og hátt eins og móðursjúk kelling. Hún fullvissaði mig um að það væri nóg að fólki þarna og þetta væri ekkert mál. Fólk gerði mistök. Svo sagði hún mér sögu af því þegar hún mætti í afmæli, öll uppáklædd með risastóran pakka og þurfti frá að hverfa. Afmælið var ekki fyrr en eftir viku.
Gelgjan skellti sér á vorhátíð korter í lokun. Vildi alls ekki að mamma kæmi með og kallaði afsökunarbeiðni yfir skólalóðina.Fimmtudagur, 17. maí 2007
Túttu-limran hans Þorsteins
Ég verð náttúrulega að deila þessu tímamótaverki hans Þorsteins með ykkur. Þetta er svo mikil snilld og allt of fáir hafa séð þetta. Hann samdi limruna eftir að hafa lesið bloggið hjá mér: Hvernig ég fékk ör á hægra brjóstið.
Með tannaför á túttum fínum
í toppi flegnum, segir sínum
að Vidd' hafi víst þetta gert.
Bið ég nú í bænum mínum
að Bretinn hlú'að brjóstum þínum
og huggi þar holdið bert.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Hefði aldrei farið í bíó ef ég hefði vitað þetta
Ég settist hérna niður í sakleysi mínu í kvöld til að fara bloggvina-rúntinn. Þetta átti að taka fljótt af. Ég ætla ekki, skal ekki, vil ekki, mun ekki fara seint að sofa í kvöld. Það er einlægur ásetningur minn. Ég las hvert bloggið á fætur öðru. Þessir vinir mínir eru einstaklega afkastamikið fólk og duglegt að blogga.
Ég öfundaðist út í Lísu því hún fór á Josh Groban í gær.
Ég hló að sögu um konu sem Kristín Katla þekkir sem datt í Austurstrætinu og minntist um leið þess þegar ég datt sjálf í Austurstrætinu sem unglingur. Hræðileg lífsreynsla.
Ég er enn að vinna í því að komast yfir að lesa öll bloggin hennar Gurríar og bíð eftir svari um leyndarmál sokkabuxnanna
Þorsteinn samdi limru um brjóstin á mér og flaggaði brjóstunum á Sophia Loren á bloggi sínu. Þorsteinn var mjög brjóstgóður maður í dag
Guðríður Péturs, hún Emma mín, er sannfærð um að enskan hennar sé slæm. En það er allt í lagi því það er bull og svo gaf hún mér pakka í gær.
Brynja hætti sér á hálan ís í dag. Bæði í vinnunni og á blogginu. Gladdi okkur perrana með dónalegum bröndurum en móðgaði örugglega einhverja sem eru minna-perralega-sinnaðir. Hún móðgaði líka nýjan starfsmann í vinnunni hjá sér.
Benedikt er í einhverjum framtíðarpælingum og ég gat ekkert hjálpað honum með það. En margir aðrir hjálpuðu samt svo ég er ekkert með samviskubit.
Guðmundur Búdda lenti í ævintýri í dag því hann gekk inn í Gurríar-blogg. Var eiginlega In the Twilight zone..
Svampur (sonur Sveins) hefur áhyggjur af kynslóðatímabilum en það er nú ekki Krónu virði finnst mér.
Hrólfur opinberaði það fyrir alþjóð að hann hangir inn á Barnalandi alla daga og rífst við einhverjar kerlingar
En svo ég gerði mistök. Ég fór inn á bloggið hennar Jennýar. Ég las nýjasta bloggið hennar. Sem ég hélt að væri það eina sem ég ætti eftir að lesa. Nei, ekki var það nú alveg. Ég las því næsta blogg á undan því. Og næsta þar á undan.. og þar á undan og þar á undan og skyndilega sé ég að ég missti af bloggi frá frúnni síðan í gær (eiginlega fyrradag þar sem við erum núna komin inn á fimmtudag). Þar sem hún nefnir nafnið mitt ca 10 sinnum. Nafnið mitt. Blogg ætlað mér. Og ég les það ekki fyrr en sólarhring seinna. Ég meina.... Guð á himnum. Ég hefði sko aldrei farið í bíó í kvöld með Gelgjunni ef mig hefði grunað þetta.
Og það er meiri bömmer í stöðunni. Þetta er ástæðan fyrir fjölgandi heimsóknum hjá mér. Því Jenný bloggaði um mig. Ég er ekkert nema vanþakklætið. Svei því.
Ykkur hin, mínir elskulegu bloggvinir, sem ég hef ekki minnst á hér að ofan bið ég innilega að hafa mig afsakaða þangað til á morgun. Jenný barasta dregur úr mér allan mátt. Mig svíður í augun af oflestri og er komin með harðsperrur í kjálkana af því að hamast á nikótíntyggjóinu hérna fyrir framan tölvuskjáinn.
Ég held ég fari að leggja mig. Vona að það verði slagveðurs rigning á morgun svo ég hafi afsökun fyrir því að fara ekki út með hundana og hafi tíma til að fara restina af bloggrúntinum.
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Vörur aftukallaðar
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Uppbyggjandi fyrir lata hundaeigendur
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Hvernig ég fékk ör á hægra brjóstið
Þetta er ekki löng eða flókin saga. Því miður (fyrir ykkur) er ekkert kynferðislegt við hana heldur.
- Viddi var hvolpur.
- Hann var úti í garði.
- Ég heyrði hann væla ámáttlega.
- Ég fór út.
- Viddi hékk fastur á framlöppunum á girðingunni.
- Strokuáráttan strax komin í ljós, hafði reynt að hoppa yfir.
- Ég var í flegnum topp.
- Viddi var hræddur og meiddi sig.
- Ég reyndi að losa hann. Gat ekki gert það öðruvísi en að lyfta honum upp.
- Í hræðslukasti sneri Viddi höfðinu og glefsaði í mig. Í hægra brjóstið.
- Í viku var ég með tannafar á brjóstinu. Var litin hornauga af Bretanum. Hann var ekki að fíla þetta.
- í dag er þetta bara lítið hvítt ör.
- Ég erfi þetta ekki við hundinn.
Ætlaði að birta mynd af örinu en myndavélin mín virkar ekki
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta