Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Skokk sökkar
Gelgjan sem er í 4. bekk var þreytt í morgun. Þegar ég hafði ýtt við henni tvisvar sinnum ákvað ég að leyfa henni að sofa yfir sig. Fannst dagurinn í dag jafn góður og hver annar til að byrja að láta hana taka ábyrgð á að vakna sjálf á morgnana.
Skólinn byrjar 08:10 og kl. 08:15 vakti ég hana. Henni stóð alls ekki á sama en hún má þó eiga það að hún var auðmýktin ein. Ég bjóst við því að hún yrði örg og æst og reið út í mig (hana kippir í kynið þessa elsku). Oooh sagði hún bara. Það verður ekkert smá skammarlegt að koma svona seint.
Ég skutlaði henni í skólann um leið og ég fór í vinnuna og hleypti henni úr við íþróttahúsið. Takk mamma sagði hún og kyssti mig bless. Ég horfði svo á eftir henni hlaupa á löngu leggjunum sínum (sem hún hefur vissulega ekki frá mér) að íþróttahúsinu. Þar tók einhver á móti henni í dyrunum og krafðist greinilega skýringa. Ég sá hvernig gelgjan boraði tá vinstri fótar ofan í glufu á gangstéttinni á meðan hún útskýrði seinaganginn. Táborunin er öruggt merki hjá henni um taugaóstyrk.
Kl. þrjú í dag hringdi hún í mig og var mikið niðri fyrir: Mamma, mamma, veistu hvað ég var heppin. Krakkarnir voru látin hlaupa Rauðavatnshring í íþróttatímanum. Ég er ekkert smáááááá heppin.
Móðir hennar er hinsvegar örlítið efins um að lexía dagsins hafi haft tilætluð áhrif.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Held að það verði brátt fjölgun í fjölskyldunni
Gruna Tinnu um græsku. Kviðurinn fer stækkandi, brjóstin líka. Hún er sakleysisleg á svipinn og svo pínulítil að manni finnst hún bara vera barn ennþá. En ég hef keypt köttinn í sekknum. Hún hefur verið að glyðrast einhvers staðar út í bæ. Skömmin að tarna. Og skömmin ég að hafa ekki verið búin að gera ráðstafanir. Setja hana á pilluna eða eitthvað.
Mánudagur, 14. maí 2007
Ég var stungin af í morgunsárið
Hundarnir gerðu mig að fífli í morgun.
Ég snaraðist á fætur rúmlega hálfsjö, fór í leppana og tilkynnti Vidda og Bósa að nú yrði farið í göngutúr. Tvær lafandi tungur og skælbrosandi skoltar voru það sem blasti við mér þegar ég dróg fram ólarnar þeirra. Ólarnar eru samt bara til vonar og vara þegar við förum svona snemma út því ég á ekki von á því að nokkur maður sé komin á hestbak á þessum tíma né að til séu eins hressir göngugarpar og ég.
Ég byrjaði á því að fara niður fyrir hús til að kíkja á verksummerki þar. Óþekki hundurinn minn, hann Viddi, hefur það nefnilega fyrir sið að grafa sig út úr garðinum. Mér þykir það ekki skemmtileg iðja hjá honum og girðingin hjá okkur er umkringd alls konar grjóti og ljótum spýtum sem ég stel af nágrönnunum og negli þær neðst á grindverkið til að reyna að koma í veg fyrir að ævintýraþráin í Vidda fái að njóta sín.
Nema hvað að ég var svona gasalega morgunspræk og hress að burðast með grjót og spýtur úr nágrannagarðinum til að loka fyrir nýjasta gatið í grindverkinu og leið bara eins og ég væri dugleg bóndakona á leið í fjósið að mjólka, svo mikil var vinnugleðin hjá mér.
Svo sný ég mér við sigri hrósandi þegar verkinu er lokið og verð örugglega svolítið kindarleg í framan (í stíl við allt annað). Hundarnir voru báðir horfnir. Og ég var stödd út í móa skal ég segja ykkur. Engin hús að flækjast í sjónlínunni. Samt var eins og jörðin hefði gleypt þá. Skammirnar.
Þarna stóð ég eins og fífl með tvær hundaólar í hendinni og vel byrg af plastpokum til að hirða upp skítinn eftir þá, en enga hundana. Þeir voru heppnir að ég náði ekki í þá á þessu andartaki. Ég hefði sennilega snúið þá úr hálsliðnum með annarri. Léttilega.
Ég neyddist til að byrja að ganga hringi í hverfinu og hvísla nöfnin þeirra. Vildi ekki að nágrannarnir heyrðu til mín. Ekkert bólaði á gaurunum. Þá ákvað ég að ganga í áttina að Rauðavatni og mætti þá fljótlega Bósa. Hann var bara ekkert skömmustulegur á svipinn þrátt fyrir að vilja ekki gefa upp um viðverustað Vidda. Þar sem ég veit að Bósi eltir bara Vidda og myndi aldrei víkja frá hlið mér nema vegna hans þá ákvað ég að spara kraftana þar til ég hitti óþekktarangann. Svo við Bósi röltum niður að Rauðavatni. Sáum engan hestamann eða göngugarp og alls ekki Vidda. En Lóur sá ég, og tjald. Ég var að bögga þau.
Við Bósi snerum því við og þá hringdi Bretinn.
Hvar ert þú? spurði hann.
Er Viddi kominn sagði ég ógnandi röddu án þess að svara spurningunni.
Já, sagði Bretinn svefndrukkinni, spyrjandi röddu. Fannst þetta greinilega of mikið að því góða kl. 7 um morgunn.
Snúðu hann úr hálsliðnum sagði ég með svörtustu röddinni minni og skellti á.
Haldiði að hundskömmin hafi ekki birst í garðinum og gelt móðgaður þegar engin var móttökunefndin. Hvernig hann komst inn í víggirtan garðinn er mér hulin ráðgáta.
Hvor haldiði að sé óþekktaranginn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 14. maí 2007
Ný tíska í laxveiðiárnar í sumar?
Sunnudagur, 13. maí 2007
Ég er búin að sukka í allan dag
Veit ekki hvort ég hef sukkað í allan dag vegna þess að ég er leiðinleg eða hvort ég er leiðinleg vegna þess að ég hef sukkað í allan dag. Það skal tekið fram að með sukki á ég við áti.
Hef látið alls konar ófögnuð ofan í mig í dag. Pizzur, kökur, kleinuhringi, ómælt magn af kóki (í fljótandi formi), kexi og ég veit ekki hvað. Finn hvernig ýstran þrýstir sér í áttina að lyklaborðinu. Ég er svekkt út í stjórnarmyndunarreglurmyass. Er eiginlega bara í fýlu.
Þess vegna ætla ég bara að horfa á Boston Legal og fara snemma í háttinn.
Brennir maður ekki fullt af hitaeiningum á meðan maður sefur. Einhvern tíma heyrði ég það.
Góða nótt.
Sunnudagur, 13. maí 2007
Lýðræði my bottom - er komin í bikiní
Sumum sem lesa bloggið mitt er þetta auðvitað ljóst nú þegar, en hér og nú bara verð ég að opinbera vankekkingu mína og það hversu afskaplega illa ég er að mér um pólitík og hvað hugtakið felur í sér.
Nú ætla ég að setja upp hér nokkrar staðreyndir (eða það sem ég tel vera staðreyndir) og fikra mig í gegnum þetta eins og ég væri 3ja ára (sem ég er í pólitík)
1) Lýðræði felur m.a. í sér að fólkið í landinu kýs stjórnmálaflokka sem það treystir til að mynda ríkisstjórn sem aftur sér um að stjórna landinu.
2) Eftir talin atkvæði kosninganna í gær er ljóst að flest mannsbörn á litla Íslandi kusu Sjálfstæðisflokkinn.
3) Að sama skapi er ljóst að næstflestir kusu Samfylkinguna
4) Það er deginum ljósara að þjóðin er orðin afar fráhverf Framsóknarflokknum
5) Gífurleg aukning á fylgi VG sýnir svo ekki verður um villst að fólk vill breytingar
Með því að svo mikið sem íhuga stjórnarmyndun með Framsókn er Sjálfstæðisflokkurinn (og kerfið) að drulla yfir kjósendur þessa lands.
Fyrir mig sem saklausan kjósanda sem er kannski heimskari en gengur og gerist er þetta kerfi ekki lýðræði frekar en kerfið í Íran. Mér líður bara eins og það sé verið að draga mig á asnaeyrunum.
Fólkið í landinu kaus Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Þá náttúrlega ERU þessir tveir flokkar ríkisstjórnin næstu 4 árin. Er það ekki lýðræði?
Hvað varðar fólk á þing þá er kerfið bara sniðugt. Með því móti komast fulltrúar flokkanna inn á þing og vinna þar að málum sinnar stefnu. Er það ekki??
Afhverju er þetta svona einfalt fyrir mér? Afhverju er þetta svona flókið í reynd?
Hvernig í ósköpunum stendur á því að fullorðnu fólki sem er á launum í sínu starfi (reyndar skilst mér að ég borgi launin þeirra) er stætt á að segja; Ég get ekki unnið með þessum, ég get ekki starfað með þessum (lesist í fýlutóni). Ef ég myndi haga mér svona í minni vinnu yrði ég bara rekin, og hana nú.
Sunnudagur, 13. maí 2007
Búin að rífa utan af mér leppana
Spjarirnar af mér liggja hér út um öll gólf en ég er kannski of snemma í því. O jæja. Það gerist þá ekkert annað en að Bretinn komi heim og verði voðalega glaður. Það vantar líka morgundöggina í garð nágrannanna svo ég bíð bara róleg enn um sinn með að striplast um Selásinn.
Annars er ég að uppgötva að bloggið mitt er hentugt fyrir vini og vandamenn fjær og nær. Fékk símtal í kvöld frá minni ástkæru Berlínar-Brynju. Hún hafði lesið færsluna mína frá því fyrr í dag, sá að ég yrði ein heima með hunda og börn i kvöld og ákvað að nota tækifærið og sló á þráðinn. Við erum búnar að spjalla saman í góðan tíma en rétt í þessu slitnaði símtalið og það virðist vera að við séum símasambandslaus við Þýskaland í augnablikinu. Allavega næ ég ekki sambandi við hana aftur. Kannski fékk hún bara nóg og ákvað að slíta samtalinu. Ég held ég hafi verið að uppfræða hana meira en góðu hófi gegnir um stöðu mála í pólitík á Íslandi. Sjáum til hvort samband komist á aftur.
Ég vona allavega að öðru sambandi sé endanlega lokið, þ.e. sambandi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Svei mér þá ef Jóna Marilyn er ekki bara að gerast þrælpólitísk á gamals aldri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. maí 2007
Stjórnin -1
Fyrstu tölur gefa oft góða mynd um framhaldið þó ómögulegt sé að segja um niðurstöður í smáatriðum. Vildi að ég ætti eins og eina rauðvín í húsinu.
Laugardagur, 12. maí 2007
Spennandi kosningavaka framundan og nakin húsmóðir á hlaupum um Selásinn
Ég held ég hafi aldrei verið svona spennt yfir kosningum, enda bara rétt að slíta barnsskónum og eðlilegt að maður þurfi að ná fullorðinna manna tölu til að atburður sem þessi vekji hjá manni eftirvæntingu og spennu.
Svei mér þá ef ég er ekki bara að komast í partýstuð. En það partý verður fámennt og góðmennt, þ.e. Sá Einhverfi, Gelgjan og ég, því Bretinn er að vinna við kosningasjónvarpið og verður því ekki heima í kvöld.
Svo er spurning hvort ég hlaupi ekki bara allsnakin hérna um Seláshverfið í nótt þegar ljóst verður að stjórnin sé fallin. Svona rétt til að fagna á óhefðbundinn hátt. Vona að það verði morgundögg
sem hægt verður að velta sér upp úr í görðum nágrannanna. Í mínum er of mikill hundaskítur.
Föstudagur, 11. maí 2007
Var dugleg að drekka í gær
Hér á vinnustaðnum mínum hafa vappað um gólf síðustu daga erlendir umboðsaðilar okkar. Þeir komu hingað nokkrir frá Evrópu, USA og Asíu á fundi og til að hitta okkur. Og að sjálfsögðu til að skemmta sér eins og oftast er þegar um svona millilandavinnufundaferðalög er að ræða.
Lokadagurinn var í gær og þá var farið með þá upp á Mýrdalsjökul í vélsleðaferð (ekki ég náttúrlega. Besta starfsfólkið er alltaf látið sitja eftir og sjá um skrifstofuna ). Þeir voru allir agalega lukkulegir með það og ekki síst þessi frá Asíu. Hann var þarna að sjá snjó í fyrsta skipti, svona berum augum. Hann bara táraðist og eyddi löngum tíma einn starandi á herlegheitin.
Kl. 7 hittumst við svo öll á barnum á hótelinu þar sem þeir dvöldu og þar náðum við að horfa á Eika Rauða syngja á skjánum, áður en haldið var á Veitingastaðinn Domo í Þingholtsstræti. Þar áttum við aldeilis góða kvöldstund sitjandi á langborði, um 25 manna hópur. Mikið spjallað og mikið hlegið.
Á Domo og á Vínbarnum á eftir var drukkið vín í allskonar útgáfum og var fólk misrislágt í morgun og er reyndar enn þegar þetta er skrifað.
Sjálf hef ég týnt nokkrum heilasellum í gær og er alls ekki í fullri fúnksjón. Það yndislega við þetta er hvað maður kann vel að meta heimilið sitt þegar svona stendur á. Ég sé það alveg í hillingum og núna er svona móment sem gerir þennan frasa að heilagri ritningu: Heima er best.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta