Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Umræðan um ''okkur'' og ''þá''
Ég forðast að blogga um þjóð- og dægurmálin. Einfaldlega vegna þess að mér þykir sjaldnast koma neitt vitrænt út úr slíkum umræðum hér á blogginu. Skítkastið, manna á milli er aldrei langt undan. En ég get ekki orða bundist.
Það eru agalega undarlegar umræður í gangi um glæpi á Íslandi, víðs vegar á bloggsíðunum. Hvort fleiri eða færri glæpir séu framdir af útlendingum. Hvort það eru innflytjendur eða túristar sem fremji glæpina. Hvort Íslendingar eða útlendingar nauðgi fleiri konum, að Íslendingar hafi vafasama vinninginn í barnaníði o.sfrv.
Þetta á auðvitað ekki að snúast um ''okkur'' og ''þá''. Við erum vonandi vaxin upp úr sandkassarifrildunum; pabbi minn getur sko lamið pabba þinn!
Þetta snýst einfaldlega um að með fjölmenningarsamfélagi fjölgar glæpum. Eðlilega. Og eðlilega hef ég og margir aðrir áhyggjur af þessari þróun. Og á meðan innflytjendur flytja inn í hópum og eru ekki skikkaðir í íslenskukennslu þá einangrast heilu fjölskyldurnar og úr verða lítil hverfi. Og í framhaldinu verða til klíkur.
Um leið og minnst er á útlendinga, innflytjendur, glæpi og eftirlit, í sömu andrá, þá er viss hópur fólks sem byrjar að góla og garga: rasisti, rasismi....
Vaknið gott fólk. Staðreyndir eru staðreyndir. Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, að minnsta kosti orðið sýnilegri og ofbeldisglæpum hefur fjölgað í kjölfar sístækkandi fjölmenningarsamfélags.
Og meira um staðreyndir: Danmörk, Noregur, Svíþjóð... nágranna- og frændþjóðir okkar eru vaðandi skítinn upp að eyrum vegna rangra ákvarðana varðandi innflytjendamál. Hvernig í fjandanum stendur á því að við ætlum ekki að læra af þeirra reynslu?
Og byrjið nú ekki að æpa rasisti rasisti. Ég er enginn helvítis rasisti. Hvernig má það vera, búandi með einum erlendum aðila og 3 öðrum sem aðeins eru að hálfu íslenskir.
Í mínum huga eru allir velkomnir til landsins sem ætla sér að vera nýtir þjóðfélagsþegnar og eru tilbúnir til að læra málið. Það er undirstaða allrar velgengni í þessum málaflokki að innflytjendur læri málið því það kemur í veg fyrir að þeir einangrist. Sérstaklega hætta með konur sem búa við ofríki eiginmanns, og börn þeirra. Þau einangrast, verða fyrir aðkasti í skóla og á endanum rísa sér skólar fyrir Íslendinga af erlendu bergi brotnir.
Því miður stefnir þetta þjóðfélag hraðbyri í ''þeir'' og ''við''.
Og þetta snýst ekki um að mér þyki það minn réttur að geta talað íslensku í Bónus. Hefur ekkert með það að gera. Ég tala ensku með glöðu geði í búðinni, á bókasafninu, í sundlauginni eða hvar sem er.
Mín skoðun er því sú að
1) um leið og einstaklingur er dæmdur fyrir glæp á að senda hann úr landi. Afhverju að safna glæpamönnum?
Ég er reyndar alveg á því að sakavottorð þurfi að vera hreint þegar flust er til eyjunnar eftirsóttu, en ég sé ekki að það sé framkvæmanlegt. En samt skrítið að norrænir mótorhjólakappar séu sendir úr landi með rakettu í rassgatinu í hvert sinn sem þeir sýna á sér fésið, en skipulagðir glæpahópar af öllum mögulegum þjóðernum eru bara meira en velkomnir. Afar skrítin stefna hjá okkur, þykir mér.
2) Enginn á að fá íslenskan ríkisborgararétt nema að sýna fram á einhverja x-kunnáttu í íslensku.
Hættum þessum fjandans rasista upphrópunum, metingi um minns og þinns og síðast en ekki síst: hættið að tala eins og þetta sé allt saman bara svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Og nú er ég ekki að tala um húðlit. (Þori ekki annað en að taka þetta fram).
Staðreyndin er sú að við stefnum í BIG TROUBLE með sama ''hausinn í sandinn'' syndróminu. Það þarf opna umræðuna og fjalla um málefnið á málefnalegan hátt. Að sjá rasista og illa innrætt fólk í hverju horni er ekki vænlegt til árangurs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (96)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Takk fyrir mig
Þið eruð öll ótrúlega sæt við mig. Þakka ykkur kærlega fyrir kveðjurnar eftir Kastljós þáttinn.
Eins og mætur maður nefndi í athugasemd hjá mér um daginn: þarna fékk ég mínar 15 mínútur, ekki satt?
Ég hef fengið ótrúlegan fjölda af kveðjum á sms, í tölvupósti og svo auðvitað hér á blogginu. Og svo rauk upp fjöldi gesta á bloggsíðunni. Niðurstaðan er:
a) Það er svakalegt áhorf á Kastljósið
b) ég þekki mikið fleiri en ég hélt
c) Það er ekki rétt að fólk láti bara í sér heyra til að tjá sig um neikvæðu hlutina
Högni, bloggvinur minn, spurði hvernig Þeim Einhverfa hefði litist á mömmu sína í sjónvarpinu.
Högni minn, hann tjáði sig svo sem ekki mikið um það, en brosið sem breiddist yfir andlitið á honum sagði allt sem segja þarf. Þ.e. að hann elskar mömmu sína og finnst hún helvíti reffileg kellingin.
Ég fékk líka komment frá flottri konu sem á enn flottari strák. Guttinn sá er orðinn 18 ára, en greindist einhverfur 3ja ára. Í dag er hann með bílpróf, á bíl og er í skóla. Að heyra svona sögur koma við hjartað í mér. Þeim fylgir líka lítill ljósálfur sem heitir Von. Von getur verið svakalega áleitin og stundum.. nei oft, þagga ég niður í henni og reyni að halda henni í svolítilli fjarlægð. En hún er þrjósk og fylgir mér ákveðin eftir.
Bretinn var nokkuð sáttur við sína. Fannst þetta samt óþarflega stutt
Gelgjan var fúl vegna þess að þeir birtu ekki myndskeiðið sem þeir tóku af Rós Rassstóru.
Ég fékk áhugaverðan tölvupóst frá manni að nafni Sigurður Helgason. Birti hann hér. Nefni enn og aftur hvað nánd við dýr hefur haft örvandi áhrifa á Þann Einhverfa og hann er ekkert einsdæmi hvað það varðar.
ÞJÁLFUN FATLAÐRA Á HESTUM.VILDI AÐ FLEIRI FATLAÐIR KÆMUST Á HESTBAK .
Frá haustinu 2005 hefur verið starfrækt námskeið og þjálfun fyrir fatlaða hjá Hestamiðstöð Reykjavíkur sem Birgir Helgason rekur í C-tröð í Víðidal , þessi námskeið voru þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þessi námskeið voru og eru styrkt með fjárframlögum frá Íþrótta og Tómstundaráði Reykjavíkur og fl.
Og ennfremur er ég undiritaður Sigurður Már Helgason lánaður í þetta verkefni frá ITR .
En þar sem þörfin fyrir þessa þjálfun er fyrir hendi stofnaði þá um austið, Birgir Helgason Hestamiðstöð Reykjavíkur C- tröð í Víðidal S- 8600212. En hann starfaði við þetta í þrjú ár hjá Þyrlli .
Tímar eru á þriðjidögum, miðvikudögum og fimmtudögum ,dögum verður fjölgað eftir aðsókn.
Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig, verið er á hestbaki í 40mín. til 1 klst. í senn. En á fyrstu reiðnámskeiðum er þess gætt að enginn fái harðsperrur af of löngum reiðtúr, hámark 15 25 mín. á baki og síðan talað við hrossin og þeim kempt og strokið. Slíkri umhyggju er sleppt eftir nokkur skipti og nemendur eru frá 40 mín. upp í 1 klst. á baki eftir því sem úthald og ánægja endist. Sumir nemendur fá að hvíla sig um stund og fara svo aftur á bak.
Nemendum án setujafnvægis er boðið upp á tvær aðferðir að velja til útreiða og sú valin sem þeim líkar betur.
1. Að vera lagðir á magann, berbakt, með höfuðið aftur á lend hrossins og fæturna niður með hálsi hestsins, eða
2. Að tvímenna og þá í fangi fullorðins.
Hinir með setujafnvægi sitja hestinn í hnakki og halda sér í faxið. Það er teymt undir og gengið við hliðina á þeim sem spurning er um að hafi lítið jafnvægi og er notaður hnakur með baki . Það er skylda að hafa hjálm á höfði. Margir ná óhemju fallegri ásetu svo eftir er tekið.
Það er sagt að ein hreyfing hjá hestinum framkalli þrjátíu hreyfingar hjá manni sem situr á honum eða tvö hundruð hreyfingar á mínótu sem verða þrjú þúsund á hálftíma þegar teymt er undir einstakling sem situr á hestbaki. Þetta er mikil þjálfun fyrir þann sem er bundin við hjólastól.Það sem gerir það að vera á hestbaki svo hollt og gott , fellst í gangi (hreyfingum) hestsins sem hreyfir knapann. Hreyfingin sem knapi verður áskynja er þríþætt:
1. Hreyfing upp og niður (allur búkurinn)
2. Hreyfing fram og aftur (hreyfing í mjaðmagrind og upp hrygg)
3. Hreyfing til beggja hliða (vinstri og hægri síðu líkamans).
Það má segja að hreyfing hestsins íti við öllum vöðvum líkamanns stórum og smáum.
Auk þess virkar ylurinn frá hestinum mjög vel á spastíska nemendur. Þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum sínum á baki hestsins (eins og framar greinir) og fá hreyfinguna frá hestinum samtímis ylnum og ilmi.
. Þess má geta í lokin að Hestamiðstöð Reykjavíkur er starfræktur allan veturinn og kjörið að skreppa á bak við og við.
Ég vill segja í lokinn þegar við erum komin á bak þá stöndum við jafnfætis og ferðumst á fjórum jafn fljótum .Það er von mín að þessi grein íti við ykkur sem þurfið góða þjálfun og ég sjái ykkur á staðnum.
Sigurður Már Helgason
Starfsmaður ITR
Sími 6955118
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Myndablogg
Þegar ég fer í helgarinnkaupin í Bónus, þá verð ég að hafa með mér tossalista. Annars snýst ég bara í kringum sjálfa mig og kem heim með tóma vitleysu.
Rétt fyrir páska var ég að krota upp einn slíkan lista þegar Sá Einhverfi kom skundandi og bætti við listann. Getið þið giskað á hvaða ''item'' það var sem hann óskaði eindregið eftir að yrði keypt í þessari innkaupaferð? Eins og oft áður er hans framlag myndrænt. Einföld, en vel skiljanleg teikning.
Á föstudaginn langa skelltum við okkur í sund og dvöldum þar í rúman klukkutíma eins og sardínur í dós. En það var allt í lagi. Það er bæði gleðilegt og sorglegt í senn að sjá hvað Gelgjan tekur mikla ábyrgð á bróður sínum. Ef henni finnst við óþarflega kærulaus þá eltir hún hann um allt. Fer með honum upp í rennibrautina til að passa upp á að hann fari ekki í sallíbunu of fast á fætur næsta manni á undan og þess háttar.
Þegar okkur var orðið of kalt, Bretanum, Gelgjunni og mér og vorum komin ofan í heita pottinn fann Sá Einhverfi sér annað til dundurs. Hann stillti sér upp á sundlaugarbakkanum og lék atriði úr Mr. Bean með tilheyrandi hljóðum og látbragði. Það vill svo skemmtilega til að hann hefur sjálfur, einhverja síðustu daga, smellt myndum af tölvuskjánum þegar hann hefur verið að horfa á þetta atriði. Hann finnur þetta sjálfur á netinu.
Eins og alltaf, faldi ég páskaegg krakkanna og þau hófu leit eftir morgunmat á páskadag. Sá Einhverfi hefur aldrei raunverulega verið látinn leita en ég ákvað að láta á það reyna núna. Hann var nú hálfringlaður en þar sem mamman er ekkert sérstakega mikið kvikindi þá hafði ég eggið vel sýnilegt fyrir hann.
Hér sést hann ljómandi af gleði eftir að hann kom auga á súkkulaði-hnullunginn
Gelgjan ljómar ekkert síður með sitt egg. Enginn tími til að klæða sig áður en byrjað er að innbyrða ullabjakkið.
Unglingurinn samþykkti ekki myndatöku. En hann fékk strumpaegg. Því hann er algjör strumpur.
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er í gangi hér. Hvort það sé gæðaeftirlitið að störfum, eða hvað.
Hér í forgrunni má sjá páskaeggið úr Mosfellsbakaríi, sem ég af minni einskæru gjafmildi gaf Bretanum. Það er ekki mikið eftir af því. Hvorki af skelinni eða gæðakonfektinu hans Hafliða sem var innan í. Ég held ekki að Bretinn hafi fengið svo mikið sem einn bita af herlegheitunum. Á morgun hefst ''mánudagsmegrunin'' all over again
Við höfum öll notið frídaganna í botn. Skelltum okkur í Kjósina í kaffi í bústaðinn til Ástu og Gunna. Ég held að það eigi að skíra bústaðinn Gunnarsholt . Ég tek myndir þegar nafnaskiltið verður komið upp. En þrátt fyrir að hafa dvalið um stund í Kjósinni þá sver ég af mér alla þátttöku í þessu beina-máli.
Í dag tekur hversdagurinn við og það er ágætt. Ég hætti þá að fitna. Svo á ég líka tíma í strípum í vikunni og það er sko tilfefni til að finna tilhlökkunina hríslast um sig.
Svo er líka möguleiki að ég birtist í Kastljósinu í kvöld. Helgi Seljan heimsótti mig í síðustu viku og fór bara ágætlega á með okkur. Ég hótaði samt kvikmyndatökumanninum. Hann hékk við verri vangann minn lungann af tímanum og ég lét hann sko vita að ef ég yrði ekki fótósjoppuð í bak og fyrir, og undirhakan fjarlægð fyrir sýningu, þá myndi ég finna hann í fjöru.
Annars er ég góð... Allavega þar til annað kemur í ljós.
Hér er svo ein mynd að lokum. Þar eru feðgarnir að gæða sér á mishollu fæði; Sá Einhverfi í súkkulaðinu en Bretinn með Weetabixið sitt. Í baksýn sést Grímur-Perla væla á glugganum og Viddi vitleysingur skilur ekkert í því afhverju enginn hreyfir á sér rassinn, til að hleypa vini hans inn úr snjónum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (77)
Laugardagur, 22. mars 2008
Nýjasti bloggarinn
Ég kynni hér til leiks mikinn snilling. http://gelgjan.blog.is/blog/gelgjan
Í gærkvöldi sat Gelgjan min við tölvuna og setti upp sína eigin bloggsíðu, alveg hjálparlaust og án tilkynninga. Það eina sem hún spurði mig um var hvernig ég finndi alltaf eitthvað til að skrifa um, og hvernig ætti að biðja einhvern að gerast bloggvinur.
Nafnið sem hún valdi sér, gladdi mig auðvitað ósegjanlega. Ég get ekki beðið um betri staðfestingu á því að hún sé samþykk mínum bloggfærslum.
Mér þætti voða vænt um ef einhver af ykkur settu inn hjá henni eins og eitt lítið ''velkomið'' - komment.
---------
Nýjasta frasann notar Sá Einhverfi, við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Nýfallinn snjó á jörðinni (eins og í fyrradag), rispaða DVD mynd, o.s.frv. Þetta er svona upphrópun: Ó NEI... nei ma'r.
Hér er fyrirhuguð heimsókn í sumarbústað vinafólks í eftirmiðdaginn. Ferð sem fær misgóðar undirtektir hjá fjölskyldumeðlimum. Það sést best á fyrstu bloggfærslu Gelgjunnar.
Annars segi ég bara Gleðilega páska til ykkar allra og passið ykkur á páskaeggjunum. Sá Einhverfi hefur talið niður dagana í páskaeggjaát í heila viku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um fulla sundlaug af berbrjósta kvenmönnum
Eitt af aðaleinkennum vogarinnar er óákveðni. Þar er ég skólabókardæmi. Og stundum veit ég hreinlega ekki hvað mér finnst um menn og málefni.
Þetta er eitt af þeim málum sem ég hreinlega veit ekki hvorum megin ég á að standa. Sjálf hef ég legið berbrjósta á sólarströndum og finnst ekkert að því. Í sjálfu sér. En samt...
Að hafa það eitt af baráttumálum kvennahreyfinga að við megum spóka okkur berar að ofan finnst mér lítið til koma. Finnst það í rauninni svipað og við færum fram á að fá pissuskálar inn á kvennasalerni svo við gætum pissað standandi ef þannig lægi á okkur.
Í mínum huga er eitt alveg kristaltært: karlmenn og kvennmenn eru ekki eins. Sérstaklega ekki líkamlega eins og allir vita.
Og þó að karlmenn geti gengið skammlaust um berir að ofan, finnst mér það ekki sambærilegt. Einfaldlega vegna þess að kvenmannsbrjóst eru afar stór partur af því sem dregur karlmenn að okkur kynferðislega. Spyrjið hvaða karlmann sem er. Ég held að enginn þeirra neiti því að brjóst eru í þeirra huga kynferðislegur partur af líkama okkar.
Og það er ekki skoðun sem þeir völdu að hafa. Þeir eru einfaldlega skapaðir með þessar kenndir. Ég þarf auðvitað ekki að taka fram að hér er ég eingöngu að tala um gagnkynhneigða karlmenn.
Ekki myndi ég kæra mig um að vera með börnin mín í sundlaug sem væri full af berbrjósta konum. Ekki vegna þess að brjóstin sem slík myndu trufla mig, heldur vegna þess að um leið myndi sundlaugin fyllast af karlmönnum með glaðan og sprækan lillemann áfastan.
Bannað að bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Mánudagur, 17. mars 2008
Mæli með að þið látið aðra þrífa skítinn undan rassgatinu á ykkur
Á þessu heimili eru bæði menn og búfénaður að ná sér upp úr flensunni. Það merkti ég einna helst á því að við vorum óvenju aktív... svona á okkar mælikvarða. En það er svolítið annað líka. Ég hef ráðið Möggu pössupíu til að koma hér hálfsmánaðarlega og þrífa kofann.
Og guys... guys... að koma heim á föstudagseftirmiðdegi og fá ilmandi hreingerningarlyktina í fangið er bara dýrðlegt. Það ætti að lögleiða þessa þjónustu inn á hvert heimili.
Og fyrir bragðið eyddi ég ekki helginni í ''hreingerningarþunglyndi''. Ég á það nebblega til. Að velta mér upp úr því alla helgina að ég þurfi að ryksuga hér, skúra þar og þurrka af hérna. En þrátt fyrir það gerist ekkert. Ég verð bara þreytt við tilhugsunina og lem sjálfa mig (andlega) fyrir að vera svona löt. Og þetta allt saman hefur þau áhrif að ég verð sófadýr.
En akkúrat núna, rúmlega hálfeitt að nóttu, er ég sest við tölvuna og er það fyrsta tækifærið sem gafst sökum anna. Svo ég er að segja ykkur: að láta aðra þrífa skítinn undan rassgatinu á sér, hefur bara hvetjandi áhrif til að sinna öllu hinu sem þarf að sinna. Og það er af nægu að taka. Mæli með þessu.
Hér, fyrir framan skjáinn, ætla ég að eyða tíma þar til þvottavélin hefur unnið sitt verk. Þá mun ég henda í þurrkara og leggjast til hvílu.
Sá Einhverfi hefur verið að koma skemmtilega á óvart alla helgina. Á föstudagskvöldið leit ég á Bretann og sagði: hvaða barn kom heim með skólabílnum í dag. Það er erfitt að útskýra hvað er í gangi en það eru ný orð, ný svipbrigði, nýtt attitjút..
Á laugardagsmorgunn laumaði hann sér einn á fætur og niður í eldhús. Bretinn vaknaði svo við að krakkinn gólaði: kaka búin!!
Þegar sólin gerði vart við sig í dag laumaði drengurinn sér út á pall með teppi og lagðist þar eins og sannur víkingur. Á stuttermabol og stuttbuxum.
Seinnipartinn í dag stóð svo Bretinn yfir Þeim Einhverfa í nýja huggulega herberginu hans og benti honum kurteislega á að taka diskinn sinn niður. Drengurinn gerir mikið af því að snæða í herberginu sínu því hann má ekki missa af neinu úr Mr. Bean, hvað þá að taka sér hlé frá teiknistörfum.
Sá Einhverfi rétti pabba sínum diskinn og sagði: núna þú!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Sunnudagur, 16. mars 2008
Er ekki verið að spara aurinn og henda krónunni?
Ég vona að Mumma verði ágengt þarna. Ótrúlega flottir hlutir sem hann og hans fólk er að gera. Þarna er sannkallaður hugsjónarmaður á ferð.
Alveg furðulegt að það þurfi baráttu einstaklinga til að ná fram þeirri þjónustu sem þarf að vera til staðar í ljósi vaxandi fíkniefnaneyslu.
Þó að svona starfsemi kosti mikla peninga svo vel sé, þá hlýtur að kosta mun meira þegar upp er staðið, fyrir ríki og sveitarfélög að halda að sér höndum.
Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Ég hringi með rassinum
Þið megið ekki halda að ég sé kominn með einhvers konar rassa-blæti (í ljósi síðustu færslu), en ég komst að því í kvöld að ég er með sérstaklega vel lagaðan kúlurass.
Við mæðgur fórum á bekkjarkvöld í skólanum hjá Gelgjunni í kvöld, þar sem hver fjölskylda eða foreldri kom með mat á sameiginlegt hlaðborð.
Ég borðaði yfir mig af alls konar gúmmulaði.. Blandaði saman réttum sem mér hefði annars aldrei dottið í hug að setja í samhengi við hvorn annan, hvað þá að troða þeim saman á einn og sama gaffalinn.
Okkar framlag voru svenskar fríkadillur (munið.. ég keypti tvo poka í IKEA), súrsæt sósa úr krukku(m) og hrísgrjón frá Tilda (þessi á dökkbláu pökkunum).
Ekki kláraðist sænsku fríkadillurnar né hrísgrjónin og ég var því með jafnfullar hendur þegar ég fór, og þegar ég kom. Ég bað því Gelgjuna um að halda á símanum mínum á meðan við gengjum út í bíl.
Þegar heim kom uppgötvaði ég að ég var ekki með símann svo ég spurði Gelgjuna hvar hann væri. Hún sagðist hafa skutlað honum í framsætið á bílnum. Ég fann símann í bílstjórasætinu og sá þá að það voru 4 missed calls. Mér til mikillar furðu voru þrjú þeirra frá Fríðu Brussubínu. Og þar sem Fríða er frekar róleg manneskja að upplagi og sein til að panikka þá panikkaði ég. Afar ólíkt henni að hringja þrisvar sinnum. Venjulega myndi hún bara bíða eftir að ég hringdi til baka. Ég var því sannfærð um að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Svo ég hringdi í hana.
Hæ, sagði ég æst og andstutt
Hæ elskan, sagði Fríða glaðlega
Er allt í lagi, sagði ég taugaveikluð
Já já sagði Fríða jafnglaðlega. Þú varst bara alltaf að hringja í mig svo ég hringdi til baka. Til að biðja þig að hætta að hringja. Gerði ráð fyrir að þetta væri óvart.
Ha? hringdi ég í þig, sagði ég rugluð.
Svo skildi ég hvers kyns var. Gelgjan skutlaði sem sagt símanum undir rassinn á mér. Fríða er á speed dial nr 5. Og á leiðinni frá skólanum og heim, tókst mér að hringja þrisvar sinnum í hana.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að rassinn á mér er ekki bara stinnur, heldur er hann fullkomlega ávalur. Hvernig getur maður annars ýtt á nákvæmlega miðju gsm síma þrisvar sinnum í röð? Styrktaræfingar... who needs them!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Kvenrembu-blogg
Þennan lista sendi Fríða Brussubína mér. Ef þið hafið eitthvað við hann að athuga þá gef ég upp símanúmerið hjá henni eftir pöntun. En strákar... við elskum ykkur samt.
1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐRI Á MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK?
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)
2. HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK?
(þær hafa einfaldlega ekki tíma!)
3. HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja vegar)
4. HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU?
(pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)
Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)
5. HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)
6. HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)
7. HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR?
(hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)
Einn góður í lokin...
8. HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Blogg-ofnæmi
Ég er ekki með bloggstíflu. Ég er með einhvers konar blogg-ofnæmi. Ég ætla nú samt að myndast við að henda inn nokkrum línum hérna og bið ykkur að fyrirgefa mér að ég skuli vera skjannahvítur hrafn þessa dagana. Eiginlega svo skjannahvít að ég er ósýnileg.
Ég laugardagskvöldið fór ég með Önnu frænku á árlegt kvennakvöld hjá Fáki. Alltaf jafn brjálæðislega skemmtilegt og þemað þetta árið var Hollywood stjörnur. Kellurnar leggja ótrúlega mikið í búningana sína og undirbúningurinn tekur oft marga mánuði. Þarna mátti sjá stóran hóp af Pink lady's (Grease) og voru jakkarnir þeirra pantaðir frá Ammmmríku og kostuðu skít og kanil. Stjórn kvennadeildar Fáks voru verðugir fulltrúar Marilyn Monroe og þarna voru nokkar Audrey Hepburn og Lara Croft (Angelina Jolie), karakter hinna vinsælu Tomb rider tölvuleikja. Á bolunum þeirra stóð þó ekki Tomb Rider heldur Boy rider. Það fannst litla perranum sem býr innra með mér (mjööög vel falinn), ótrúlega sniðugt.
Ég fór þessa ódýru og auðveldu leið; var Morticia Addams úr Addams-family og leit út eins og ég væri að minnsta kosti 84 ára, með síða svarta hárið, fölt andlitið og svarta augnmálninguna. En mér tókst að líma á mig gerviaugnahár og var ofsalega stolt af því.
Hópur Önnu frænku var auðvitað laaaaaaang flottastur; Cruella úr 101 dalmation hundur. Ég vona að ég geti útvegað myndir seinna til að sýna ykkur. En Séð & Heyrt var auðvitað á staðnum og mun væntanlega birta myndir á næstunni.
-----
Þetta heimili hefur verið undirlagt af Lazarusum og ég er svooo langt frá því að vera orðin góð eftir þessa leiðindaflensu. Komst að þeirri niðurstöðu á sunnudaginn eftir að hafa sofið í eina þrjá klukkutíma í sófanum með Þann Einhverfa mér við hlið, að ég gæti bara ekki skrifað allan þennan slappleika á brennivínsdrykkju. Þessum slappleika hefur fylgt ógleði og ég hef ekki getað framfylgt matseðlinum mínum, sem er svo sem allt í lagi. Ég tek bara upp þráðinn þegar ég er orðin góð. Það sem böggar mig meira er að ég hef ekki lyst á nikotíntyggjóinu mínu. Kikkið er ekki að kikka inn. Og það þykir mér ofsalega slæmt.
------------
Sá Einhverfi er eldhress þrátt fyrir að ég sé alveg handviss um að hann er jafn mikið eftir sig eftir flensuna og ég. Hann hefur bara ekki vit á að vorkenna sjálfum sér og leikur því á alls oddi. Alveg ótrúlegt hvað krakkinn sá vaknar syngjandi glaður dag eftir dag. Öslar snjóinn út í skólabílinn á morgnana, með töskuna á bakinu, sáttur við sitt.
Ég hef verið að reyna að kenna honum að Perla heiti ekki lengur Perla, heldur Grímur og það gengur svona upp og ofan. Þetta er Grímur, segi ég og bendi á fyrrverandi Perlu.
Þetta er Grímur, segir Sá Einhverfi.
En 30 sekúndum seinna segir hann: ''Perla koddu'' eða ''Uss Perla''.
Annars er Grímur voðalega hvekktur eftir tjopp-tjopp-balls-off-aðgerðina og lái honum hver sem vill. Bretinn er handviss um að kötturinn eigi eftir að hata hann það sem eftir er. Enda var það hlutskipti Bretans að koma Perlu-Grími í búrið og keyra hann í gin ljónsins. Gelgjan er sú eina sem fær að nálgast kisa á sama hátt og áður. Á aðra horfir hann tortryggnis-augnaráði og flýr af hólmi við hverja snögga hreyfingu.
Að lokum langar mig að benda öllum á, sem eiga andlega fötluð börn, að fá lánuð dýr hjá vinum og kunningjum og kanna viðbrögð krakkanna. Ég held ég geti fullyrt að svörun verður jákvæð í 99% tilvika. Svo er bara að kýla á það. Fá sér ferfætling á heimilið. Ég held samt að það sé mikilvægt að fá sér ungt dýr, sem þá venst litlum harðhentum einstaklingi frá upphafi.
Það er ótrúlega gefandi að sjá hvernig andlitið á Þeim Einhverfa ljómar upp í hvert skipti sem eitthvað af þessum loðnu kvikindum kemur í sjónmál. Alltaf eins og hann sé að sjá þau í fyrsta skipti.
Öll hárin, óþrifnaðurinn og fyrirhöfnin er svo margfalt þess virði.
Pís on örth....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta