Leita í fréttum mbl.is

Blogg-ofnæmi

 

Ég er ekki með bloggstíflu. Ég er með einhvers konar blogg-ofnæmi. Ég ætla nú samt að myndast við að henda inn nokkrum línum hérna og bið ykkur að fyrirgefa mér að ég skuli vera skjannahvítur hrafn þessa dagana. Eiginlega svo skjannahvít að ég er ósýnileg.

Ég laugardagskvöldið fór ég með Önnu frænku á árlegt kvennakvöld hjá Fáki. Alltaf jafn brjálæðislega skemmtilegt og þemað þetta árið var Hollywood stjörnur. Kellurnar leggja ótrúlega mikið í búningana sína og undirbúningurinn tekur oft marga mánuði. Þarna mátti sjá stóran hóp af Pink lady's (Grease) og voru jakkarnir þeirra pantaðir frá Ammmmríku og kostuðu skít og kanil. Stjórn kvennadeildar Fáks voru verðugir fulltrúar Marilyn Monroe og þarna voru nokkar Audrey Hepburn og Lara Croft (Angelina Jolie), karakter hinna vinsælu Tomb rider tölvuleikja. Á bolunum þeirra stóð þó ekki Tomb Rider heldur Boy rider. Það fannst litla perranum sem býr innra með mér (mjööög vel falinn), ótrúlega sniðugt.

Ég fór þessa ódýru og auðveldu leið; var Morticia Addams úr Addams-family og leit út eins og ég væri að minnsta kosti 84 ára, með síða svarta hárið, fölt andlitið og svarta augnmálninguna. En mér tókst að líma á mig gerviaugnahár og var ofsalega stolt af því.

Hópur Önnu frænku var auðvitað laaaaaaang flottastur; Cruella úr 101 dalmation hundur. Ég vona að ég geti útvegað myndir seinna til að sýna ykkur. En Séð & Heyrt var auðvitað á staðnum og mun væntanlega birta myndir á næstunni.

-----

Þetta heimili hefur verið undirlagt af Lazarusum og ég er svooo langt frá því að vera orðin góð eftir þessa leiðindaflensu. Komst að þeirri niðurstöðu á sunnudaginn eftir að hafa sofið í eina þrjá klukkutíma í sófanum með Þann Einhverfa mér við hlið, að ég gæti bara ekki skrifað allan þennan slappleika á brennivínsdrykkju. Þessum slappleika hefur fylgt ógleði og ég hef ekki getað framfylgt matseðlinum mínum, sem er svo sem allt í lagi. Ég tek bara upp þráðinn þegar ég er orðin góð. Það sem böggar mig meira er að ég hef ekki lyst á nikotíntyggjóinu mínu. Kikkið er ekki að kikka inn. Og það þykir mér ofsalega slæmt.

------------

Sá Einhverfi er eldhress þrátt fyrir að ég sé alveg handviss um að hann er jafn mikið eftir sig eftir flensuna og ég. Hann hefur bara ekki vit á að vorkenna sjálfum sér og leikur því á alls oddi. Alveg ótrúlegt hvað krakkinn sá vaknar syngjandi glaður dag eftir dag. Öslar snjóinn út í skólabílinn á morgnana, með töskuna á bakinu, sáttur við sitt.

Ég hef verið að reyna að kenna honum að Perla heiti ekki lengur Perla, heldur Grímur og það gengur svona upp og ofan. Þetta er Grímur, segi ég og bendi á fyrrverandi Perlu.

Þetta er Grímur, segir Sá Einhverfi.

En 30 sekúndum seinna segir hann: ''Perla koddu'' eða ''Uss Perla''.

Annars er Grímur voðalega hvekktur eftir tjopp-tjopp-balls-off-aðgerðina og lái honum hver sem vill. Bretinn er handviss um að kötturinn eigi eftir að hata hann það sem eftir er. Enda var það hlutskipti Bretans að koma Perlu-Grími í búrið og keyra hann í gin ljónsins. Gelgjan er sú eina sem fær að nálgast kisa á sama hátt og áður. Á aðra horfir hann tortryggnis-augnaráði og flýr af hólmi við hverja snögga hreyfingu.

Að lokum langar mig að benda öllum á, sem eiga andlega fötluð börn, að fá lánuð dýr hjá vinum og kunningjum og kanna viðbrögð krakkanna. Ég held ég geti fullyrt að svörun verður jákvæð í 99% tilvika. Svo er bara að kýla á það. Fá sér ferfætling á heimilið. Ég held samt að það sé mikilvægt að fá sér ungt dýr, sem þá venst litlum harðhentum einstaklingi frá upphafi.

Það er ótrúlega gefandi að sjá hvernig andlitið á Þeim Einhverfa ljómar upp í hvert skipti sem eitthvað af þessum loðnu kvikindum kemur í sjónmál. Alltaf eins og hann sé að sjá þau í fyrsta skipti.

Öll hárin, óþrifnaðurinn og fyrirhöfnin er svo margfalt þess virði.

Pís on örth....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst að öll börn þurfi að kynnast dýrunum,  ef fleiri dýravinir væru til væru ábyggilega færri vandamál að glíma við.  Það er gaman að lesa hversu vel gengur með þann einhverfa og dýrin ykkar Dýrin eru svo skilningsrík við börn, mér finnst það sérstaklega eiga við kettina.  Allavega mína ketti.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Vilborg

Hér á bæ hafa verið 2 kettir og það er óhætt að segja það að minn drengur hefur náð einhverju sérstöku sambandi við þá báða...eitthvað "auka" sem við hin á höfum ekki

Vilborg, 4.3.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Farðu vel með þig duglega kona 

Marta B Helgadóttir, 4.3.2008 kl. 01:21

4 identicon

Sammála Jónu, finnst að öll börn þurfi að kynnast dýrum. Yngri systkini mín eru bæði með ofnæmi fyrir loðnum dýrum svo það voru bara gullfiskar á mínu heimili. Um leið og ég fór í sveit eignaðist ég svo tvo hesta sem ég dýrkaði og dáði, á núna eitt afkvæmi undan öðru þeirra. Svo loks flutti ég að heiman og á núna tvo ketti sem eru algjör æði, ætla svo pottþétt að hafa dýr á mínu heimili þegar ég eignast börn. Það er alveg nauðsynlegt.

Og btw, ég hlakka til að sjá myndir af þér sem Mrs. Adams. ;)

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:42

5 Smámynd: Hulla Dan

Ég á fullt af börnum (ekki samt fötluðum) og fullt hús af dýrum. Þannig verður það alltaf. Bara indælt.
Ótrúlegt að sjá þegar geðvondur gutti fer í fýlu og ríkur inn í herbergi, með kisa í fanginu.
Alltaf hægt að treysta kisa

Svo er ég að vinna á elliheimili og þar kemur starfsfólkið mikið með hundana sína í vinnuna. Gamlingjarnir ljóma og deginum er reddað.

Hulla Dan, 4.3.2008 kl. 03:27

6 Smámynd: Helga skjol

Sammála þessu með dýrin er sjálf með hund og kött en því miður er þær ekki alveg jafnhrifnar af kút og hann er af þeim og tók ég þær báðar hérna inn 8 vikna gamlar,en það er bara svo missjafnt hvernig börnin taka dýrum og dýrin börnum,minn vill vera ofsalega góður en áttar sig ekki á því hversu harðhentur hann er og það á líka við um þegar hann vill knúsa mig eða systkini sín.

Helga skjol, 4.3.2008 kl. 08:18

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég vona að heilsan fari að skila sér til baka svo allt fari nú ekki í hund og kött

Bestu batakveðjur

Kjartan Pálmarsson, 4.3.2008 kl. 08:34

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bjartar kveðjur inn í morgundaginn Jóna mín

Ía Jóhannsdóttir, 4.3.2008 kl. 08:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 09:08

10 Smámynd: M

Bloggkveðja

M, 4.3.2008 kl. 09:24

11 identicon

 

Það var Labrador hundur sem ólst upp með mínum kökkum.Það var mjög yndislegt.Góð færsla.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:26

12 Smámynd: Dísa Dóra

Dýr eru bara yndisleg

Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 09:47

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Algjörlega sammála þessu með að alast upp með dýrum. Er sjálf alin upp í dýragarði og er með fullt hús af þessum krúttum og ólátabelgjum  Það er dásamlegt að fylgjast með barnabarninu 1 1/2 árs eiga samskipti á ólíkan hátt við stóru hundana sem hún ýtir bara til og segir ákveðið NEI, ef þeir reyna að sníkja matinn eða snuðið. En segir svo: Æi krúttið! við litla kettlinginn. Stöðug skemmtiatriði allan daginn á dýraheimili  (eins og sést á bloggfærslunum mínum )

Bestu kveðjur og óskir um skjótan bata

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 09:57

14 Smámynd: Anna Gísladóttir

Heima hjá mér væri kominn allavega einn hundur ef ekki tveir ef að karlanginn minn hefði ekki þetta svakalega ofnæmi fyrir hundum  Augun í'onum verða frekar ófrínileg og svo grenjar hann út í eitt ef að hann kemur nálægt hundum ....  Þetta er búið að valda mikilli sorg hér því að yngra einhverfa eintakið mitt dýrkar hunda og vill helst eiga marga !

Anna Gísladóttir, 4.3.2008 kl. 10:02

15 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Sammála.  Mín manneskja lifnaði heldur betur við þegar við fengum kisann okkar á heimilið fyrir tveimur árum.  Losnaði um málbeinið líka. Og þetta er afskaplega þolinmóður köttur við litla manneskju sem getur stundum verið afskaplega harðhent.  En hún er ósköp blíð við hann og hjálpar til við að gefa honum að borða og leggur yfir hann teppi þegar hann er að leggja sig.

Þórdís Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:17

16 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:42

17 Smámynd: Vignir

ég vil fá að sjá myndir frá fjörinu

Vignir, 4.3.2008 kl. 10:52

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Farðu vel með þig Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2008 kl. 11:08

19 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert ekki í stuði að skrifa og skrifar samt glæsilegar færslur... þetta er svindl.

Es. Ég mæli með að þú skráir þig á BLOGG - TOPPLISTANN svo þú þurfir ekki að skrifa á hverjum degi

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 12:01

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ. Ég var farin að halda að þú værir alveg týnd. Dýrahald er nauðsynlegt á hverju heimili, nema þar sem er ofnæmi vitanlega. Ekki gæti ég hugsað mér kattarlaust heimili til dæmis.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:29

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svakalega er þetta sniðug skemmtun hjá kellunum í fáki. Ég hefði nú helst viljað sjá mynd af þér.

Er Ian svona hrifinn af snjónum? Gott að hann skuli vera svona kátur eftir veikindin og vonandi að hann geti smitað þig! Knús á þig Jóna mín. Þurfum að fara hittast.

Edda Agnarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:56

22 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ekki get ég séð neitt óðeðlilegt við nafnaruglið. Ég átti einu sinni læðu sem eignaðist tvo gullfallega kettlinga... Snuðra og Tuðra voru nöfnin sem þeim var gefið - eftir kyngreiningu frá bónda í sveitinni.
Tuðra flutti suður til Reykjavíkur og heitir upp frá því Tómas.
Síðar kom einnig í ljós að Snuðra var fress og fékk því óðara nafnið Teitur...
Aldrei gat ég hætt að kalla "hann" samt Snuðru -

Linda Lea Bogadóttir, 4.3.2008 kl. 21:06

23 Smámynd: Ómar Ingi

Friður

Ómar Ingi, 4.3.2008 kl. 21:08

24 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég skil fyrr en skellur í tönnum

Þú ert frábær og gangi þér allt í haginn

Þóra Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 21:55

25 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:06

26 identicon

Dýr eru yndisleg.

Bloggkveðja.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:58

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín, jafnvel bloggofnæmið sem þú þjáist af núna,  deyfir ekki húmorinn og ást þína á viðfangsefninu í þessum pistli.  Takk fyrir það.   Og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.3.2008 kl. 01:02

28 identicon

ÞAð eru einmitt 2 hundar á mínu heimili og eitt barn, og annar hundurinn er sko alls ekki allra, en börn elskar hann og passar og leikur við, alltaf fyrstur á svæðið ef einhver meiðir sig osfrv. Og alltaf eru þau jafnvinsæl hjá börnunum ;)

Sandra (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1639933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband