Leita í fréttum mbl.is

Mæli með að þið látið aðra þrífa skítinn undan rassgatinu á ykkur

 

Á þessu heimili eru bæði menn og búfénaður að ná sér upp úr flensunni. Það merkti ég einna helst á því að við vorum óvenju aktív... svona á okkar mælikvarða. En það er svolítið annað líka. Ég hef ráðið Möggu pössupíu til að koma hér hálfsmánaðarlega og þrífa kofann.

Og guys... guys... að koma heim á föstudagseftirmiðdegi og fá ilmandi hreingerningarlyktina í fangið er bara dýrðlegt. Það ætti að lögleiða þessa þjónustu inn á hvert heimili.

Og fyrir bragðið eyddi ég ekki helginni í ''hreingerningarþunglyndi''. Ég á það nebblega til. Að velta mér upp úr því alla helgina að ég þurfi að ryksuga hér, skúra þar og þurrka af hérna. En þrátt fyrir það gerist ekkert. Ég verð bara þreytt við tilhugsunina og lem sjálfa mig (andlega) fyrir að vera svona löt. Og þetta allt saman hefur þau áhrif að ég verð sófadýr.

En akkúrat núna, rúmlega hálfeitt að nóttu, er ég sest við tölvuna og er það fyrsta tækifærið sem gafst sökum anna. Svo ég er að segja ykkur: að láta aðra þrífa skítinn undan rassgatinu á sér,  hefur bara hvetjandi áhrif til að sinna öllu hinu sem þarf að sinna. Og það er af nægu að taka. Mæli með þessu.

Hér, fyrir framan skjáinn, ætla ég að eyða tíma þar til þvottavélin hefur unnið sitt verk. Þá mun ég henda í þurrkara og leggjast til hvílu.

Sá Einhverfi hefur verið að koma skemmtilega á óvart alla helgina. Á föstudagskvöldið leit ég á Bretann og sagði: hvaða barn kom heim með skólabílnum í dag. Það er erfitt að útskýra hvað er í gangi en það eru ný orð, ný svipbrigði, nýtt attitjút..

Á laugardagsmorgunn laumaði hann sér einn á fætur og niður í eldhús. Bretinn vaknaði svo við að krakkinn gólaði: kaka búin!!

Þegar sólin gerði vart við sig í dag laumaði drengurinn sér út á pall með teppi og lagðist þar eins og sannur víkingur. Á stuttermabol og stuttbuxum.

Seinnipartinn í dag stóð  svo Bretinn yfir Þeim Einhverfa í nýja huggulega herberginu hans og benti honum kurteislega á að taka diskinn sinn niður. Drengurinn gerir mikið af því að snæða í herberginu sínu því hann má ekki missa af neinu úr Mr. Bean, hvað þá að taka sér hlé frá teiknistörfum.

Sá Einhverfi rétti pabba sínum diskinn og sagði: núna þú!! W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

EF

Steingrímur Helgason, 17.3.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hafði í 2 ár mikla þrifakonu sem sótti menntun sína til móður Theresu (alveg satt) og mikill munur var nú að koma heim og geta sinnt börnum í stað þess að ergja sig á skítugum gólfum. Nú er ég komin í fyrri stöðu aftur.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála, það ætti að vera skylda að taka til á heimilum fólks fyrir helgar! Sko með þjónustu.

Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Steingrímur. Bara

Hólmdís. Nánari útskýringu plís á þessu með móður Theresu. En nákvæmlega rétt orðað hjá þér: ''að ergja sig...''

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 01:05

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Edda. Það þykir mér. Getur bjargað mannslífum

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hjá mér var stúlka frá Sri Lanka sem fékk sína menntun hjá móður Theresu  hinnar einu sönnu. Svo einfalt var það.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 01:12

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna. Einfalt en merkilegt þykir mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Fishandchips

Um leið og ég er komin í vinnu, eftir þrælavinnuna í náminu, þá er húshjálp málið. Verst hvað ég er nákvæm, ekki margar sem ná upp í stuðulinn minn, því miður. En endilega að sækja um...

Fishandchips, 17.3.2008 kl. 01:17

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig vantar svona hreingerningar konu/mann ég þjáist svipað og þú gerðir.  Ég er svona yfirmátalöt húsmóðir með húsið fullt af börnum og dýrum, hér er alltaf allt í rúst.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2008 kl. 01:25

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jóna mín bara gott mál að láta þrífa skítinn undan sér en NB þetta er líka heil fjölskylda ekki bara þú sem þarf að þrífa undan, ekki satt?

Ég hef haft svona skúru í mörg herrans ár, auðvitað voru það kallað forréttindi hér áður fyrr, en í dag er þetta bara nauðsyn.  Er að reyna að koma þessu inn í hausinn á minni dóttur en hún er enn að þrjóskast við.  Mín hússtýra er algjör bjargvættur heimilisins.  Til hamingu með nýju heimilishjálpina.

Ía Jóhannsdóttir, 17.3.2008 kl. 01:38

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ian góður  Það er bara sanngjarnt að skiptast á, er það ekki ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 01:46

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Úff hvað ég kannast við svona ''hreingerningarþunglyndi''.

Hvernig var kakan?

Sporðdrekinn, 17.3.2008 kl. 02:28

13 identicon

Sæl Jóna.

Frábært  "Núna þú".

Gangi ykkur öllum sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 05:18

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt að ég hefði villst inn á bloggið til Heiðu Thord þar sem hún er líka með þetta dásamlega orð rassg.. í sinni fyrirsögn.  Vúps Til hamingju með húshjálpina.  Ekki leiðinlegt að sleppa þar.

Knús inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 07:26

15 Smámynd: Ómar Ingi

Gotta Love Ian

Ómar Ingi, 17.3.2008 kl. 09:44

16 Smámynd: Ragnheiður

Ian flottastur...

æj ég varð smá sorgmædd við að lesa þetta, sit hérna á kafi í hundahárum enda með aukahund og allt. Búin að hugga mig við það alla helgina að ég sé þó að fá nýjan lit í flóruna á gólfinu enda tíkin ljósbrún...ekki bara svartar flyksur

Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 10:26

17 identicon

Þekki eina sem sér líka um þvottana og fráganginn á honum í sínu húsi.Og setur hreint á rúm og þvær af því.Sú kona raðar sokkum eftir lit og gerð í skúfurnar.Ég fæ annað slagið eina "móður theressu".það er dásamlegt.Ian ávalt góður.Nú þú hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:38

18 Smámynd: M

Hef mikið hugsað um þetta að fá konu heim og gera þessi leiðindi en...  held alltaf að ég geti notað peninginn í eitthvað þarfara.  Væri samt örugglega í betra skapinu og svo er þetta atvinnuskapandi   Held áfram að huxa.

M, 17.3.2008 kl. 11:53

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2008 kl. 12:06

20 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

.. og fór pabbinn með diskinn,svona í þetta sinn?

En já, mig vantar svona manneskju skal ég segja yður... Ég sæti grátandi af gleði hvern föstudag, eftir þrifin

Guðríður Pétursdóttir, 17.3.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er einhver misskilningur á ferðinni hér, það er bara starf húsmóðurinnar að taka til og þrífa á heimilinu og hefur verið þannig um árþúsundabil og ég get ekki séð ástæðu til að breyta því, langömmur ykkar mundu snúa sér við í gröfinni ef hún sæi þessa umræðu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 13:41

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 13:43

23 Smámynd: M

Högni passaðu þig

M, 17.3.2008 kl. 13:55

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

M. Einmitt. Atvinnuskapandi. Það má ekki gleyma því.

Högni. Þú ert greinilega í sjálfsmeiðandi hugleiðingum  Annars held ég að það sé margt annað sem fengi formæður okkar (og forfeður) til að snúa sér í gröfinni. Bara það að þú sért fyrir framan einhvern skjá að tala við ókunnugt fólk... Amma þín er örugglega fussandi og sveiandi yfir vitleysunni

Guðríður. Ó já.  Pabbinn kom niður með diskinn í hendinni og stjörnur í augunum

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 14:03

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jennsla. Þú ert nú meira rassgatið

Ragga mín. Tala við bukollabaular.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 14:11

26 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei ömmur mínar og langömmur voru afar framsýnar konur og voru alltaf hrifnar af strákunum sínum og ömmu strákunum og langömmustrákunum sínum þegar þeir voru að sýsla eitthvað skemmtilegt á meðan þær skúruðu og þurkuðu af og í uppeldi afa minna og föður nú og minna bræðra og svo minna barna hefur heiðri þessara duglegu formæðra minna verið haldið á lofti og mínar systur og mínar dætur og systkinadætur eru allar aldar upp við það að það er húsmóðirin sem sér um heimilið, hún þrífur og hún eldar og þvær svo eitthvað sé nefnt, ég fer aftur á móti í búðina okkur kenndi afi það að konum sé ekki treystandi fyrir peningum og hana nú bara.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 14:34

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Högni. Þetta er verra en ég hélt. Sjálfsmorðshugleiðingar alltso....

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 14:41

28 identicon

Já þetta er snilld hjá þér ég er einmitt þannig að ég get byrjað um miðja viku á að pirra mig yfir að meyra og minna öll helgin fari í það að þrífa

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:46

29 identicon

Nei mér hlítur að vera að missjást einhvað eða að einhver remba sem var uppi 1912 er að skrifa í gegnum Högna.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:48

30 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Stefni sko á að fá til mín konu einu sinni í viku til að þrífa   Skemmtileg umræða.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 15:09

31 identicon

Sá Einhverfi rétti pabba sínum diskinn og sagði: núna þú!!

Hann er sem sagt búinn að fatta að fólk á að skiptast á að sjá um hlutina  fyrir utan að vera yndislegur er fattarinn sko í góðu lagi hjá þessum dreng

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:30

32 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég þarf að fá aðstoð við þrifin en hef ekki tekið stökkið ennþá.  Ég held ég segi ekki frá hversu oft (sjaldan) hefur verið skúrað á þessu ári.

Þórdís Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 18:18

33 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég gæti ekki látið einhvern annan gera þetta fyrir mig, því það gerir þetta engin EINS OG ÉG, en ég haf atvinnu að því að þrífa hjá öðrum  hætti klukkan tvö á föstudögum svo ég geti gert þetta sjálf

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.3.2008 kl. 18:41

34 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hulda Bergrós er kona að mínu skapi sko, þær þurfa ekki að snúa sér við í gröfinni formæður hennar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 18:57

35 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég á það nú til að gera eins og Ian: NÚNA ÞÚ segi ég blíðlega við rafvirkjann

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.3.2008 kl. 19:19

36 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

ohh já húshjálp á að vera skylda á hverju heimili, ég er einmitt illa haldin af frestunaráráttu.

Sá einhverfi er yndi eins og alltaf. 

Sigrún Ósk Arnardóttir, 17.3.2008 kl. 19:53

37 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ, já ég myndi sannarlega þiggja að vera laus við þrfin.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.3.2008 kl. 19:57

38 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sá einhverfi er algjör dúlli

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.3.2008 kl. 21:07

39 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Amma mín og afi voru alltaf með vinnukonur og þegar við fórum í mat til þeirra þjónaði svartklædd kona með hvíta svuntu og kappa til borðs. Þannig að amma mín snýr sér örugglega ekki við í gröfinni.

Hef haft karlmann sem þrífur hjá mér í mörg ár. Hann er frá Nígeríu og svo pínulítill að hann þarf ekki að beygja sig til að ryksuga undan rúmunum, hann bara labbar undir þau.

Helga Magnúsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:07

40 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Húshjálp er "money well spent" kona!

...yndislegur "núna þú"

Marta B Helgadóttir, 17.3.2008 kl. 22:18

41 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hulda, Hannes segir ekki svona frá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 22:34

42 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

ÓMG hvað ég væri til í að fá svona þrifalegar heimsóknir vikulega...og losna við móralinn og síhækkandi skítastuðulinn og mígrenið sem fylgir þessu voðaverki...EN ég ELSKA að hafa hreint hjá mér...og HÖGNI ÞÓ! Í gamla daga höfðu  allar ALMENNILEGAR húsmæður VINNUKONUR !  

En hann Ian....þvílíkur snillingur sem hann er!!!! Það Á nebbla AÐ SKIPTAST Á..... og þetta VEIT guttinn!

Bergljót Hreinsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:32

43 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bergljót, bara alminnlegar ekki almenningur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2008 kl. 23:43

44 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þvílíkur "dásemdardrengur" og snjall líka. Núna þú !!!  Hef líka hugsað mikið um að fá húshjálp, en eins og flestir, finnst ég þá vera að sóa peningum.  Og auðvitað  endar þannig að það er alltaf allt í drasli.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:00

45 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

oooohhh hvað ég þekki þessa hreingerningameinloku!!! Þetta verður einhver andsnúin þráhyggja og einmitt... ekkert gerist!

Núna þú!!!!  

Laufey Ólafsdóttir, 18.3.2008 kl. 03:08

46 Smámynd: Ólöf Anna

Högna þykkir lífið voða leiðinlegt, er að bíða eftir fullt af kellum með heygafla ráðist á hann.

Jóna þú ert æði. Og öll þín fjölskylda.

Ólöf Anna , 18.3.2008 kl. 13:55

47 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

En ég mæli með ropo mop

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:39

48 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Hitti litla prinsinn á skautum í dag, hann er orðinn svo stór og flottur ég hef ekki séð hann í marga mánuði. Hann brosti út að eyrum þegar ég heilsaði og sagði: Hæ, Júlía og ég stalst til að spyrja hann hver væri best og hann vissi að sjálfsögðu hverju ég væri að fiska eftir. Gerðist svo sek um að ræna honum eins og venjulega, við kíktum aðeins út á svellið en leist ekkert á hvað það var sleipt svo við settumst bara fram á bekk og höfðum það gaman.
Vá hvað ég var farin að sakna hans, þú ert svo heppin Jóna að eiga svona frábæran og skemmtilegan strák ég verð bara að ítreka það.

Júlía Margrét Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:37

49 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bukollabaular. hahaha góð!

Júlía dúllan mín. Takk fyrir þetta. Samskiptabókin gleymdist heima í dag og ég hafði auðvitað ekki hugmynd um að ormurinn hefði farið á skauta. Eða eigum við að segja í skautahöllina. Takk fyrir strákinn okkar.

Takk fyrir öll kommentin. Þið eruð krútt.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.3.2008 kl. 20:16

50 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég gefst upp áður en ég verð fyrir "slysi" ég er bara sammála ykkur 2 - 3 tímar tvisvar í viku eða þrisvar getur bara ekki varið dýrt og í staðin getur fólk verið meira saman.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.3.2008 kl. 21:34

51 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hulda !!! Nú þegar ég veit hver þú ert þá ætla ég að fara yfir á síðuna þína og blaðra svolitlu í þig .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.3.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1639933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband