Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Er framhjáhald bara málið?
Dr Phil virðist vera perri eftir allt saman. Ætli konan hans viti af þessu?
Kannski hefur hún vegið og metið kosti og galla eins og þessi gerði:
Hjón nokkur eru á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss, beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur jafn skyndilega og hún birtist.
Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni var þetta??"
"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann rólegur.
"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."
"Ég get skilið það," svara eiginmaðurinn, "en mundu eitt, ef við skiljum þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum.
Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í golf,
en ákvörðunin er þín."
Í þessu kemur sameiginlegur vinur þeirra inn á veitinghúsið með stórglæsilega stúlku uppá arminn.
"Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.
"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn.
Þá segir konan: "Okkar er sætari!"
Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Check-in
Ég er á lífi og vel það.
Hér erum við Bretinn ''before árshátíð''. Það verður engin ''after árshátíð'' mynd. Ekki endilega vegna bágborins ástands heldur einfaldega vegna þess að þetta er eina myndin sem var tekin af okkur.
En það voru allir svo fínir og fallegir og gaman að sjá hvað fólk var ákveðið í að eiga góða kvöldstund saman.
Þetta var vel heppnað kvöld og þrælskemmtilegt. Og ólíkt því sem sumir spá í athugasemdakerfinu hjá mér, þá mun vafningur verða notaður aftur.... og aftur og aftur. Og Bretinn varð ekkert hræddur þegar ég afklæddist. Enda ekkert að sjá sem hann hefur ekki séð milljón sinnum áður.
Ég vaknaði upp með andfælum í morgun. Hélt ég hefði sofið yfir mig því Gelgjan átti að mæta á innanfélagsmót í fimleikum. Greip símann á náttborðinu og rýndi syfjuð, og vissulega rykug í hausnum, á klukkuna. Komst að því að allt var í góðu, ég hafði vaknað 2 mínútum áður en klukkan átti að hringja kl. 9.
Við Gelgjan læddumst um á tánum því aldrei þessu vant virtist Sá Einhverfi sofa á sínu græna eyra svona ''seint'' að morgni. En það síðasta sem ég heyrði áður en við skelltum útidyrahurðinni á eftir okkur var morgun-herópið hans.
Það teygðist úr mótinu því rafmagnið fór af íþróttahöllinni og reyndar af öllu Seláshverfinu. Annars komst ég að því í dag að það er ekki fyrir taugastrekkta að horfa á ungar stúlkur á jafnvægisslá. Margoft hrópaði ég upp yfir mig eða greip fyrir augun. Algjörlega móðursjúk. Eftir daginn er ég afskaplega fegin að Gelgjan er ekki í áhaldafimleikum.
Hér er hún ánægð eftir skemmtilegt mót
Eftir langa setu í Fylkishöll, og barning í rokinu á bílastæðinu (ef ég væri í kjörþyngd hefði ég fokið) þráði ég bara sófann og teppi. En það var hvorki í spilunum né stjörnunum því Bretinn lá sem fastast í þeim sófa og meira að segja neitaði að láta mér teppið eftir. Ég hef því verið á skjálftavaktinni hér heima frá kl. 3 í dag. En eftir að Bretinn matreiddi ofan í mig hitaeiningar í kvöldmat er ég að ná upp í 37 gráðurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Fróðleikur um vafninga og sitthvað um undirbúning árshátíðar
Ég má til með að uppfæra og fræða ykkur um framhald af árshátíðarundirbúningi þar sem þið hafið verið svo dugleg að kommenta og ráðleggja.
Vafningur var keyptur í dag. Kostaði litlar 9000 krónur. En þetta er snilldar fjárfesting, það get ég sagt ykkur. Hmmm... en nú má ég ekki grennast því þá fer fjárfestingin fyrir lítið. Ekki mikið gagn af vafningi sem kroppurinn hringlar innan í. Nei, þetta verður að standa manni að beini.
Korsilettin eða lifstykkin voru auðvitað ástæðan fyrir sífelldu yfirliðs-veseni á kvenpeningnum hér á öldum áður. Allir héldu, ekki síst konurnar sjálfar, að þetta væri eitthvað kvenkyns fyrirbrigði.. að hrynja í gólfið við minnsta taugatrekking. En málið var að þær gátu barast ekki dregið djúpt andann, þrengslin voru svo mikil. Það má því gefa sér það að konur sem falla í yfirlið á árshátíðum eru í vafningi.
Högni taldi sig hafa leyst lífsgátuna eftir lestur á síðustu færslu hjá mér; Sem sagt að vafningur sé ástæðan fyrir fjöldasamkomum kvenna á salernum. Þær þurfi að aðstoða hvor aðra við að fletta klæðum. Kannski var það upphaflega ástæðan, hver veit. Eitthvað sem skapaðist hefð fyrir og enginn veit lengur afhverju tíðkast. Það bara er.
Í dag fór ég líka í litun og plokkun og svaf á bekknum eins og venjulega. Svo þegar snyrtidaman segir ''Jæja'', sem þýðir að hún sé búin að flikka upp á mig, þá langar mig til að væla í henni að leyfa mér að lúlla aðeins lengur. Bjóða henni að gefa mér axlanudd á meðan. En ég hef enn ekki haft mig í þetta.
En ég afrekaði tvennt í kvöld. Annað var að festa mig (eða bíl Bretans) hér fyrir utan húsið í snjóskafli. Það var töluvert afrek. En ég leysti málið líka listavel með hjálp Pésa frænda og Andra vinar. Hitt afrekið var sýnu meira.
Ég var sem sagt á leið í ljósatíma... já ljósatíma. Róleg róleg, fer bara í ljós fyrir svona stórviðburði eins og árshátíðar. Maður getur nú ekki alveg verið undanrennulitaður á slíkri fjöldasamkomu. En á þessa sólbaðsstofu hef ég aldrei komið, og ég, sem get ekki ratað eftir götukorti þó að líf mitt liggi við, sló persónulegt met.
- Fór á simaskra.is og í kortin,
- fann götuna sem stofan stendur við,
- settist upp í bíl,
- festi bíl,
- losaði bíl,
- og keyrði bíl eins og ekkert væri að umræddri sólbaðsstofu.
Húrra fyrir mér.
Upp úr sex annað kvöld mun ég standa hér á miðju gólfi, ready to go. Verð eins og hert bjúga í mínum vafningi. En það verður slétt og rennilegt bjúga sem veður skaflana út í leigubíl. Þar að auki vel sminkað, með jólagjöfina frá Bretanum um hálsinn og í eyrnasneplunum, og hairstyle eftir Möggu pössupíu.
Djöfull ætla ég að vera fín, feit, falleg og ferlega skemmtileg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Samfellu-pirringur
Og áfram heldur pirringurinn. Í þetta sinn vegna þess að ég get ekki fundið almennilega samfellu.
Og þá meina ég ekki samfellu fyrir augað.. svona dót eins og hægt er að kaupa í Adam & Evu eða Rómeó & Júlíu. Nei, ég er að meina svona virkilega kellinga-samfellu sem er eingöngu ætluð til að gera gagn. Samfellu sem ætlast er til að maður klæði sig í og hún haldist á kroppnum allt kvöldið.
Ekki 5 mínútna nærföt. Og á ég þá við undirföt sem leikfélagi þinn rífur af þér innan 5 mínútna.
Hafiði tekið eftir því að þær konur sem notaðar eru til að auglýsa svona vörur; allt svona aðhalds-eitthvað, shock up sokkabuxur og allan þann pakka, eru dömur sem hafa aldrei og munu aldrei á ævi sinni þurfa á slíkri vöru að halda.
Vill einhver segja mér hvar ég finn AÐHALDS-SAMFELLU. Þessar sem eru gerðar til að þjappa mjúku línunum saman undir árshátíðarkjólnum. Og nota bene, slétta. Ekki með einhverju blúndumynstri sem kemur í gegnum kjólinn og lætur líta út fyrir að maður sé með appelsínuhúð frá hálsi og niðrúr.
Anyone? Ha? ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Núna tökum vi'etta - tökum 'etta
Ég er svo glöð eftir afrakstur dagsins að ég er alveg hreint handviss um að strákarnir taki þetta núna.
Sjálf kláraði ég nebblega sketch í dag sem á að sýna á 1600 manna árshátíð. Þetta verkefni hefur hvílt á mér eins og stórhveli og mér finnst ég vera a.m.k. 300 kg léttari en í morgun. Ég má nú ekki missa svo mörg kíló í raunveruleikanum en það hefði samt verið gaman að svona 5-10 kg hefðu verið actually af mér.
En nóg um það. Ég er farin að horfa á leikinn. ÁFRAM ÍSLAND
Rétta vonandi úr kútnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Andagiftin mín hún Astrid
Ég er ekki að tala um Astrid Lindgren í þetta skiptið heldur hana Astrid Sigurðardóttir. Þessi Astrid á reyndar ættir að rekja til Skandinavíu en ekki til Sverige heldur Norge. En það er algjört aukaatriði.
Þessi Astrid varð kveikjan að því að ég ákvað að tími væri til kominn að ég færi að koma frá mér orðum á blað.
Og hér kemur sagan:
Astrid hét lítil stúlka sem hafði gaman af að teikna. Ekkert merkilegt við það svo sem. En með tímanum fór hana að dreyma um að mála myndir. Málverk. En það var ekki fyrr en hún varð fullorðin sem hún ákvað að gera eitthvað til láta draumana sína rætast.
Hún fór og keypti sér málningu og hóf að mála. Ljótar myndir.
Og þá hugsaði hún sem svo: ég get haldið áfram að mála ljótar myndir mér til gamans en það er ekki það sem ég raunverulega vil.
Og því fór hún í Myndlistarskólann í Reykjavík í kvöldnám árið 2003, þá orðin 37 ára.
Sumarið 2006 bætti hún um betur og fór á námskeið til Ítalíu. Var þar undir handleiðslu hins breska Robin Holtom.
Við Astrid rekumst á hvor aðra öðru hverju. Unnum saman á DV í gamla daga og eigum sameiginlega vinkonu og fyrrverandi samstarfskonu þaðan. Fríðu Brussubínu.
Í einu af hinum bráðskemmtilegu partýum hjá Fríðu & Co hittumst við Astrid og ég eyddi næstum heilu kvöldi í að horfa á hana með stjörnur í augunum. Og þó að Astrid sé ofsalega hugguleg kona var það ekki ástæðan. Heldur rakti ég úr henni garnirnar og öfundaðist út í skapfestuna. Markvissa stefnuna að settu marki.
Og það var þar og þá sem ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Kanna hvort ég kæmi ekki orðum á blað. Hvort ég gæti kallað fram frásagnagáfuna, sem ég taldi að ég ætti til, og fengið aðra til að njóta.
Síðan í partýinu þarna um kvöldið hefur Astrid farið tvær ferðir í viðbót til Ítalíu í frekari myndlistarnám. Og á þessu ferli hefur hún þróast og þroskast sem listamaður. Fundið ástríðuna sína í skugga og birtu. Og undir vatni. Og það sem meira er; hún er tilbúin til að leyfa okkur hinum að njóta afraksturins.
Á Hilton Reykjavík Nordica kl. 14, næsta laugardag, opnar hún sína fyrstu sýningu. Í undirdjúpum.
Sýningin stendur yfir frá 19.-20. janúar kl. 13-17. Í undirjúpum... Heillandi nafn. Og á boðskortinu sem kom inn um lúguna í gær blasir við mér mynd eftir Astrid af gjánni Silfra í Þingvallavatni. Og ég get ekki beðið eftir að sjá meira. Ég er spennt eins og Sá Einhverfi á jólum.
Næsta mál á dagskrá hjá Astrid er að læra köfun svo hún geti séð undirdjúp með eigin augum.
Orðatiltækið Allt er fertugum fært er ekkert kjaftæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Snerting er unun
Ég fór í strípur í gær til hans Óla á Solid. Nauðsynleg aðgerð með reglulegu millibili. Tilhlökkunarefni í marga daga. Og ekki bara vegna þess að útlitið er alltaf aðeins betra þegar maður fer en þegar maður kemur. Að ganga inn á stofuna, vitandi það að næstu 2-3 klukkustundirnar eru mínar og öll ábyrgð er skilin eftir í höndum einhverra annarra... bara nautn.
Setjast niður og láta dúlla í hárinu á mér. Láta mig svo hverfa í kaffihornið, útlítandi eins og vera frá öðrum hnetti með allan álpappírinn í hausnum. Fá mér ljúffengan kaffi latte, lagaðan af starfsfólki sem hefur án efa fengið spes þjálfun á kaffivélina. Lesa slúður og jórtra á nikótíntyggjó. Fá svo hárþvott með höfuðnuddi... það besta. Besta. Var nudduð í gær af einhverri megadúllu. Ungum nema. Snillingur drengurinn sá.
You must have been a pussycat in your previous life, segir Bretinn. Enda mala ég þegar hann strýkur með um hárið.
Mér finnst að fólk sem þolir illa að vera strokið og nuddað þurfi að leita sér hjálpar. Ég meina, þetta fólk veit ekki af hverju það er að missa.
Stundum múta ég Gelgjunni til að strjúka mér um höfuð eða axlir og hún er farin að gera það sama við mig. Það læra börnin...
Frá fyrstu stundu hélt ég krökkunum mínum rólegum með léttum strokum um kroppinn. Og enn þann dag í dag fá krakkarnir strokur með kvöldbænunum. Ég er svo þakklát fyrir þann vana í dag. Það eru miklar líkur á að Sá Einhverfi væri snertifælinn ef hann hefði ekki fengið að kynnast slíkri snertingu frá fæðingu. Reyndar hefur hann eiginlega tekið öfgarnar í hina áttina, því hann á til að rífa upp um sig bolinn hvar sem er og heimta baknudd. Og hann elskar að láta strjúka á sér handleggina. Þá sér maður hárin rísa af nautn.
Snerting er unun. Prófið bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Love is in the air....
Sá Einhverfi finnur sífellt upp á nýjum öskuraðferðum.
Ég held hann geri þetta gagngert til að gera okkur hin í fjölskyldunni jafn klikkuð og hann er. Og stundum er maður alveg á mörkunum.. rambar á litlu þunnu línunni sem skilur á milli geðheilbrigðis og geðveiki.
Og þegar við gólum öll í kór með taugarnar þandar til hins ítrasta: Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaaaaaaaaaaaaaaaan þá hlær hann svo dátt og innilega að það er erfitt að halda sér alvarlegum lengi.
Nýjasta öskrið er Áááátsj... En þar sem Sá Einhverfi á það til að víxla stöfum í framburði á orðum þá verður þetta Ááááásssst.
Hann er líka nýbúinn að uppgötva að athöfnin að prumpa er kannski stundum ekki við hæfi. Svo núna hefur hann tekið upp á því að reka upp smá viðvörunarboffs áður en hann lætur vaða og svo segir hann: Áááááássst.
Þá dettur mér þetta lag í hug: http://www.youtube.com/watch?v=NNC0kIzM1Fo
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Laugardagur, 12. janúar 2008
Nýtt eða gamalt samband?
Það var farið út að borða með afmælisbarnið í gær. Að hennar eindregnu ósk. Foreldrarnir, Gelgjan og Unglingurinn. Sá Einhverfi var hjá Fríðu Brussubínu & co, sem var afskaplega gott. Það er ekki beint til að slaka á að taka hann með sér á fjölfarinn veitingastað á kvöldmatartíma. Og þess utan átti Gelgjan að hafa alla athyglina.
Þó var annað sem fangaði athygli mína og það var par á næsta borði. Myndarlegir krakkar. Og ekki beint krakkar reyndar, ég giska á að þau hafi verið 25-30 ára. Ég á ofsalega erfitt með að ákvarða aldur fólks.
Þau sátu á móti hvort öðru og struku handarbök hvors annars og töluðu saman.
Nýtt samband, hugsaði ég. Svo einbeitti ég mér að mínum eigin sessunautum.
En þar sem þau voru í beinni sjónlínu við mig þá komst ég ekki hjá því að gjóa á þau augunum öðru hvoru og alltaf voru þau jafn vel fléttuð saman í gegnum hendurnar. Þangað til herrann sleppti hægri hendinni af dömunni sinni til að skafa úr jöxlunum með litla putta. Þau hafa þá líklega verið búin að snæða þegar þarna var komið sögu.
O jæja, hugsaði ég. Þau eru allavega ekki svo nýtt par. Orðin sátt við að sýna á sér mannlegu hliðarnar. Kannski jafnvel farin að ropa upphátt í návist hvors annars.
Ég fylgdist með af áfergju. Var spennt að vita hvað hann myndi finna og hver yrði nýtingin af þeim fundi. En hann virtist ekki finna neitt svo hann greip aftur um hendur stúlkunnar og hóf að strjúka á henni handarbakið með umræddum litla putta.
Þá runnu á mig tvær grímur. Ég get ekki ímyndað mér á hvaða tímapunkti þetta par er statt í þróun sambandsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
11. janúar fyrir 11 árum
Á morgun föstudaginn 11. janúar verður Gelgjan mín 11 ára.
Þennan dag árið 1997 gerði hún heiðarlega tilraun til að koma í heiminn hina hefðbundnu leið en hafði ekki erindi sem erfiði. Móðirin virkaði ekki eins og ætlast er til og auk þess var þetta svokölluð andlitsfæðing, þ.e. í staðinn fyrir að hvirfillinn sneri niður var það andlitið. Ekki á mér sko, heldur á barninu.
útvíkkunin gekk ekki eftir. Ég náði aldrei meiru en 3 í útvíkkun held ég. Eftir að teymið í kringum mig hafði ofgert barninu; hjartsláttur þess dottið niður hvað eftir annað og andlit þess gekk alltaf lengra og lengra niður í grindina við harðar hríðarnar, kom hún Hildur læknir, bjargvættur okkar, og hundskammaði liðið. Ég var mænudeyfð með hraði og skutlað upp á skurðstofu. Og þrátt fyrir að ég lægi galopin á skurðarborðinu gekk ekkert að ná barninu út því hún hafði gengið svo langt niður í grindina að hún sat föst. Það liðu krítískar mínútur og á endanum brá snillingurinn hún Hildur á það ráð að skera á vöðva hjá mér til að rýmka um barnið og þannig náðu hún henni út.
Enginn grátur heyrðist og panikkið var svo mikið að það gleymdist að segja okkur hvort kynið það var. Þegar barnið heyrðist loksins gráta fór ég að væla og spurði snökktandi einhverja grænklædda veru sem stóð yfir mér hvort ég hefði eignast strák eða stelpu.
Ji minn sagði veran. Var ekki búið að segja ykkur það?
Á vinstri upphandlegg litlu stúlkunnar var smávegis skurður því hnífurinn lenti í henni þegar ég var skorin. Þessi skurður var örstuttur og fínlegur en klemmupásturinn sem var notaður til að loka honum virkaði ótrúlega stór á litla handleggnum.
11 árum seinna hefur örið vaxið með gelgjunni og er ekki lengur stutt en hárfínt er það. Hvít línan hlykkjast upp eftir handleggnum og er skemmtileg áminning. Ekki síst um það hversu heppin við vorum þennan dag að hafa lækni sem telur ekki að ''eðlileg'' fæðing sé eitthvað sem þurfi að þrautreyna þar til allt er komið í óefni.
Oft hef ég hugsað hvað ég er fegin að það var ekki fæðing Hins Einhverfa sem gekk svona. Ég hefði ekki viljað þurfa að lifa með þeim efasemdum að súrefnisskortur eða önnur mistök í fæðingu hefðu orsakað hans fötlun.
Í fyrramálið mun fjölskyldan vekja Gelgjuna með afmælissöng, ristuðu brauði og heitu kakói. Ég er búin að tilkynna Bretanum og Unglingnum að þeir þurfi að vera vel vaknaðir upp úr sjö og uppskar miður vinsamlegt augnaráð. Sá Einhverfi mun líklega verða vaknaður á undan okkur öllum en það er lítil hætta á að hann þjófstarti partýinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta