Leita í fréttum mbl.is

Fróðleikur um vafninga og sitthvað um undirbúning árshátíðar

 

Ég má til með að uppfæra og fræða ykkur um framhald af árshátíðarundirbúningi þar sem þið hafið verið svo dugleg að kommenta og ráðleggja.

Vafningur var keyptur í dag. Kostaði litlar 9000 krónur. En þetta er snilldar fjárfesting, það get ég sagt ykkur. Hmmm... en nú má ég ekki grennast því þá fer fjárfestingin fyrir lítið. Ekki mikið gagn af vafningi sem kroppurinn hringlar innan í. Nei, þetta verður að standa manni að beini.

 Korsilettin eða lifstykkin voru auðvitað ástæðan fyrir sífelldu yfirliðs-veseni á kvenpeningnum hér á öldum áður. Allir héldu, ekki síst konurnar sjálfar, að þetta væri eitthvað kvenkyns fyrirbrigði.. að hrynja í gólfið við minnsta taugatrekking. En málið var að þær gátu barast ekki dregið djúpt andann, þrengslin voru svo mikil. Það má því gefa sér það að konur sem falla í yfirlið á árshátíðum eru í vafningi.

Högni taldi sig hafa leyst lífsgátuna eftir lestur á síðustu færslu hjá mér; Sem sagt að vafningur sé ástæðan fyrir fjöldasamkomum kvenna á salernum. Þær þurfi að aðstoða hvor aðra við að fletta klæðum. Kannski var það upphaflega ástæðan, hver veit. Eitthvað sem skapaðist hefð fyrir og enginn veit lengur afhverju tíðkast. Það bara er.

Í dag fór ég líka í litun og plokkun og svaf á bekknum eins og venjulega. Svo þegar snyrtidaman segir ''Jæja'', sem þýðir að hún sé búin að flikka upp á mig, þá langar mig til að væla í henni að leyfa mér að lúlla aðeins lengur. Bjóða henni að gefa mér axlanudd á meðan. En ég hef enn ekki haft mig í þetta.

En ég afrekaði tvennt í kvöld. Annað var að festa mig (eða bíl Bretans) hér fyrir utan húsið í snjóskafli. Það var töluvert afrek. En ég leysti málið líka listavel með hjálp Pésa frænda og Andra vinar. Hitt afrekið var sýnu meira.

Ég var sem sagt á leið í ljósatíma... já ljósatíma. Róleg róleg, fer bara í ljós fyrir svona stórviðburði eins og árshátíðar. Maður getur nú ekki alveg verið undanrennulitaður á slíkri fjöldasamkomu. En á þessa sólbaðsstofu hef ég aldrei komið, og ég, sem get ekki ratað eftir götukorti þó að líf mitt liggi við, sló persónulegt met.

  • Fór á simaskra.is og í kortin,
  • fann götuna sem stofan stendur við,
  • settist upp í bíl,
  • festi bíl,
  • losaði bíl,
  • og keyrði bíl eins og ekkert væri að umræddri sólbaðsstofu.

Húrra fyrir mér.

Upp úr sex annað kvöld mun ég standa hér  á miðju gólfi, ready to go. Verð eins og hert bjúga í mínum vafningi. En það verður slétt og rennilegt bjúga sem veður skaflana út í leigubíl. Þar að auki vel sminkað, með jólagjöfina frá Bretanum um hálsinn og í eyrnasneplunum, og hairstyle eftir Möggu pössupíu.

Djöfull ætla ég að vera fín, feit, falleg og ferlega skemmtileg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða skemmtun bjúgað mitt

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

og skemmtu þér vel

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða skemmtun!

Bjarndís Helena Mitchell, 26.1.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehhee Þú verður drottning kvöldsins ekki spurning! En NB þessi Högni hefur svolítið til síns máls. Ekki fara ein á tojið nema þú sért búin að æfa þig að hneppa frá, þetta er ekkert smá vesen, lenti sjálf í sjálfheldu með samfellu hér fyrir mörgum árum.    Góða skemmtun vinkona og góða helgi 

Ía Jóhannsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða skemmtun

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Samfella? Eru þær aftur í tísku eða heitir þetta vafningur í dag?

Hvað með samfellu í námi  annars njóttu þín!

Edda Agnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:47

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til hamingju með daginn og góða skemmtun

Eva Benjamínsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er ekki í vafa um að þú verður fín, falleg og ferlega skemmtileg, enn þú hefðir átt að gefa 9 þúsund kallinn til góðgerða og fara svo á árshátíðina fín, falleg og ferlega skemmtileg - samt sem áður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.1.2008 kl. 01:51

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 01:59

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Högni... þú verður að reyna að skilja konur.

Góða skemmtun í vafningnum, Jóna...

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:59

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Jóna, fáum við mynd af þér í múnderingunni? ...... þá meina ég þegar að allt er komið á sinn stað, vafningurinn, kjólinn, skartið, málningin og hárið.

Þú segist ætla að vera "fín, feit, falleg og ferlega skemmtileg" Ég get séð að þú verðir "Fín, falleg og ferlega skemmtileg" en þú hefur nú ekki mikinn tíma til að verða feit.

Skemmtið ykkur vel á morgun

Sporðdrekinn, 26.1.2008 kl. 02:36

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe þú ert alveg stórkostleg    góða skemmtun á morgun

Svanhildur Karlsdóttir, 26.1.2008 kl. 02:52

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gvöööð hvað´ú verður lekker, jeeeminn einasti þett´er so smart vafningur, OMG hvað ég vildiég ætt´svona búning.

Er að reyna Lára  og búinn að vera að reyna það síðan ´73 það hvorki gengur né rekur

Tek undir með Sporðdrekanum, þú hefur ekki tíma til að verða feit.

GÓÐA SKEMMTUN JÓNA!!!!!

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.1.2008 kl. 04:18

14 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  burt séð frá þessari fjarstæðukenndri ímyndunarveiki þinni um að þú sért feit þá ertu að gleyma því að ég er búinn að bjóða þér að margfalda árangur í ljósabekkjum með Banana Boat kremum.  Þú getur lágmark sjöfaldað árangur í ljósabekkjum með smá pakka frá mér.  Ertu ekki að vinna í fraktinni í Vatnsmýri?  Ég læt krakkana í útkeyslunni skutla til þín pakka þangað.    

Jens Guð, 26.1.2008 kl. 04:39

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert alltaf ferlega falleg og skemmtileg

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 08:05

16 identicon

Góða skemmtun.

Sammála Hrönn hér fyrir ofan

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:21

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo fullkomlega viss um að þú verður flottust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 08:24

18 identicon

Sammála Högna og "sporðdreka" - alls ekki feit - en fín, falleg og ferlega skemmtileg, það er nokkuð ljóst  Góða skemmtun í kvöld  Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:05

19 Smámynd: Magnús Jónsson

Vonandi líður ekki yfir þig á hátíðinni eða bretagreyið þegar herlegheitin verða tekin af .. .

Magnús Jónsson, 26.1.2008 kl. 10:12

20 Smámynd: Dísa Dóra

Held þú getir aldrei verið neitt annað en falleg, fín og skemmtileg.  Góða skemmtun skvís

Dísa Dóra, 26.1.2008 kl. 10:58

21 Smámynd: Hugarfluga

Ohhh, góða skemmtun!! Og hugsaðu bara hvað það verður "liberating" að komast úr vafningnum og shock-up sokkabuxunum þegar þú kemur heim um nóttina. Ég upplifi mig alltaf eins og þræl kominn úr ánauð eða lirfu að púpast út við þau tilefni. En aftur og enn; góða skemmtun!! 

Hugarfluga, 26.1.2008 kl. 12:01

22 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Góða skemmtun en í leiðinni mótmæli ég harðlega þessum níuþúsundkróna vafningi. Mér er sama þó að hann minnki þig um tvö númer, þetta er rán um hábjartan dag. Fegurðin kemur að innan, bara að muna að skrúfa frá sjarmanum:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 12:03

23 identicon

Æ þú ert svo mikið krútt.

inga Thorgilsdottir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:44

24 identicon

Góða skemmtun!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:09

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey you hot dog have fun   Hot Dog  Hot Dog þú getur nú ekki orðið annað en falleg og ferlega hress, þannig ertu bara.  Skemmtið ykkur æðivlega vel og mig langar í mynd.  3D Prom Queen 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 14:11

26 Smámynd: Hanna

Þú ert svo SKEMMTILEG :)  Góða skemmtun!!!

Hanna, 26.1.2008 kl. 14:24

27 identicon

Góða skemmtun!

Maddý (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:52

28 identicon

_

þú gleymdir einu f-orði. FYNDIN !!!!!

Jonina (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:12

29 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

have fun

Þórunn Óttarsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:39

30 Smámynd: Ómar Ingi

Já myndir og við dæmum

Hottie or the Nottie

Ómar Ingi, 26.1.2008 kl. 16:33

31 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hahaha... skemmtu þér vel í vafningunum rúllupylsan mín  Allt fyrir lúkkið og að sjálfsögðu verður þú flottust

Svala Erlendsdóttir, 26.1.2008 kl. 17:15

32 identicon

Góða skemmtun Jóna mín, þú ert flottust.

Heiða (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:34

33 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hahah, félagi minn sagði alltaf þegar hann sá vel þéttar stelpur í grófu net sokkabuxunum sem voru svo í tísku hérna um árið að þær væru eins og vacuumpakkað bjúga...

einhvernvegin efast ég um að þú verðir eitthvað svoleiðis...

Ég er alveg hætt að fara í ljós, en ég skil að fara í ljós fyrir svona atburð, ég er einmitt alltaf svona undanrennulituð dagsdaglega og það fer í raun ekkert í taugarnar á mér,en við hliðina á öðrum glæsiljósapíum er maður GRÁR..!!og það fer örlítið í taugarnar á mér

Ég þarf ekki að vera á bíl til að festa mig, ég og Hörður festum barnakerruna með Flóka litla í snjóskafli í gær..

skemmtu þér ógeðslega vel....vertu falleg-fín og ferlega frábær... bara svona eins og þú ert hérna við okkur

Guðríður Pétursdóttir, 26.1.2008 kl. 19:54

34 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 21:34

35 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert fyndin, verður flottust og skemmtir þér vel!  Þú átt marga góða aðdáendur ..... nú ertu að tjútta feitt! 

www.zordis.com, 26.1.2008 kl. 22:20

36 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég dáist að þér fyrir alla fyrirhöfnina.....veit ekki hvort það er aldurinn á mér  eða hrein og klár leti að ég tek þægindin fram yfir útlit... er bara frjálslega vaxin í þægilegum fötum. Efast samt ekki um að þú verður stórglæsileg, já og góða skemmtun...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.1.2008 kl. 22:40

37 identicon

 Góða skemmtun mín kæra. Ógisslega verður þú flott vafin og öruggleg umvafin líka

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:03

38 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Hvernig væri nú að ég kæmi til þín á morgun og farðaði þig fyrir kvöldið? On me:) Hafðu samband ef þú vilt:) s 846 7487 eða harpa.odd@gmail.com 

Harpa Oddbjörnsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:41

39 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

æ var að sjá að þetta var sem sagt í kvöld, úps..... jæja kannski næst. Verð í borginni fram í byrjun mars þannig að ef þú þarft förðun fram að því þá hringirðu bara;)

Kveðja

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:45

40 Smámynd: Steingrímur Helgason

Náttúrlega er ljótt að segja þetta, en dísin er nú að dansa á árshátíð & skammar mig því bara síðar fyrir brekin mín.

En ég vil mínar konur vafníngslaust & án refja ...

Steingrímur Helgason, 26.1.2008 kl. 23:51

41 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú bíðum við öll spennt eftir nánari fréttum frá árshátíðinni...

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 00:26

42 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ þú ert snillingur  og skemmtu þér vel. Passaðu þig bara ef bjúgnakrækir skyldi vera á sveimi, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 27.1.2008 kl. 01:04

43 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ætli verði ekki sungið á Árshátíð Icelandair ,,og við svífum í lofti, tvær ástfangnar flugvélar...............

og byst svo til lendingar

Kjartan Pálmarsson, 27.1.2008 kl. 01:06

44 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mig vantar mun meiri upplýsingar um þennan vafning en hér eru gefnar upp Jóna mín...hvernig er vafningurinn festur og er hægt að fá litla utan um upphandleggina??? Frú Bjúga og herra Uppstúfur hafa greinilega skemmt sér vel í gær þar sem enn er engin hreyfing hér og klukkan orðin langt yfir hádegi..nema hann sé enn að reyna að finna Jónu sína í þessum vefjum..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 13:43

45 identicon

Maður fer nú að verða áhyggjufullur 

Vonandi slappstu lifandi úr þessarri spennitreyju, haha ég er viss um að þú farir aldrei í þetta aftur, fór einu sinni í eitthvað þessu þvílíkt, og svo þegar ég var komin í feykilegt stuð þá var ég ekki sein að skvera mig úr herlegheitunum inn á klósetti, tróð þessu í töskuna mína, sem leit þá út eins og körfubolti,(mjög dömulegt) en......síðan var einhver sem tók töskuna og hún var semsagt týnd, og einhverra hluta vegna þorði ég ekki einu sinni að grafast fyrir um hana þar sem ég var ekki með neitt nema lausan pening og múnderinguna, haha Hefði viljað sjá upplitið á manneskjunni sem að opnaði hana, wówwwwww En efast ekki um að það hafi verið geggjað hjá þér, burtséð hvað þú hélst það lengi út í spennitreyjunni

þórdís (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband