Leita í fréttum mbl.is

11. janúar fyrir 11 árum

 

Á morgun föstudaginn 11. janúar verður Gelgjan mín 11 ára.

Þennan dag árið 1997 gerði hún heiðarlega tilraun til að koma í heiminn hina hefðbundnu leið en hafði ekki erindi sem erfiði. Móðirin virkaði ekki eins og ætlast er til og auk þess var þetta svokölluð andlitsfæðing, þ.e. í staðinn fyrir að hvirfillinn sneri niður var það andlitið. Ekki á mér sko, heldur á barninu.

útvíkkunin gekk ekki eftir. Ég náði aldrei meiru en 3 í útvíkkun held ég. Eftir að teymið í kringum mig hafði ofgert barninu; hjartsláttur þess dottið niður hvað eftir annað og andlit þess gekk alltaf lengra og lengra niður í grindina við harðar hríðarnar, kom hún Hildur læknir, bjargvættur okkar, og hundskammaði liðið. Ég var mænudeyfð með hraði og skutlað upp á skurðstofu. Og þrátt fyrir að ég lægi galopin á skurðarborðinu gekk ekkert að ná barninu út því hún hafði gengið svo langt niður í grindina að hún sat föst. Það liðu krítískar mínútur og á endanum brá snillingurinn hún Hildur á það ráð að skera á vöðva hjá mér til að rýmka um barnið og þannig náðu hún henni út. 

Enginn grátur heyrðist og panikkið var svo mikið að það gleymdist að segja okkur hvort kynið það var. Þegar barnið heyrðist loksins gráta fór ég að væla og spurði snökktandi einhverja grænklædda veru sem stóð yfir mér hvort ég hefði eignast strák eða stelpu.

Ji minn sagði veran. Var ekki búið að segja ykkur það?

Á vinstri upphandlegg litlu stúlkunnar var smávegis skurður því hnífurinn lenti í henni þegar ég var skorin. Þessi skurður var örstuttur og fínlegur en klemmupásturinn sem var notaður til að loka honum virkaði ótrúlega stór á litla handleggnum.

11 árum seinna hefur örið vaxið með gelgjunni og er ekki lengur stutt en hárfínt er það. Hvít línan hlykkjast upp eftir handleggnum og er skemmtileg áminning. Ekki síst  um það hversu heppin við vorum þennan dag að hafa lækni sem telur ekki að ''eðlileg'' fæðing sé eitthvað sem þurfi að þrautreyna þar til allt er komið í óefni.

Oft hef ég hugsað hvað ég er fegin að það var ekki fæðing Hins Einhverfa sem gekk svona. Ég hefði ekki viljað þurfa að lifa með þeim efasemdum að súrefnisskortur eða önnur mistök í fæðingu hefðu orsakað hans fötlun.

Í fyrramálið mun fjölskyldan vekja Gelgjuna með afmælissöng, ristuðu brauði og heitu kakói. Ég er búin að tilkynna Bretanum og Unglingnum að þeir þurfi að vera vel vaknaðir upp úr sjö og uppskar miður vinsamlegt augnaráð. Sá Einhverfi mun líklega verða vaknaður á undan okkur öllum en það er lítil hætta á að hann þjófstarti partýinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur aldeilis verið erfitt. Þekki unga stúlku sem gekk í gegnum svipað í hittifyrra, barnið dó, hún var látin rembast of lengi og sú litla sat föst í fæðingarveginum of lengi. Í dag er stúlkan búin að eignast annað barn og allt gekk vel. Til hamingju með gelgjuna þína.  Eigið ljúfan morgundag  Birthday Gifts Birthday GiftsBirthday Gifts

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með að rembast fyrir 11 örum til að skila okkur þessari yndislegu Gelgju þinni semsagt þinni yndislegu dóttir þú þarna yndislega kona Nick.

Já til hamingju fjölskylda með daginn

Ómar Ingi, 11.1.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með dóttur þína í dag. Megi hún eiga góðan dag í tilefni dagsins.

Linda litla, 11.1.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Til hamingju með litlu/stóru elskuna þína 

Ég fékk sting í hjartað yfir klemmu plástrinum á handleggnum...

Ég fór heldur ekki hærra en 3 í útvíkkun..  en ég var látin fara mjög fljótt í myndatöku, alveg að drepast úr verkjum, svo mikið að ég ældi á gólfið meðan ég var í myndatökunni..

Hjúkkan alveg geðveikt pirruð: "Þú verður að vera kyrr.."

Guðríður Pétursdóttir, 11.1.2008 kl. 00:23

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú get ég sagt til hamingju með daginn May 

Hugsaðu þér Jóna hún er bara 11 og þú kallar hana gelgju! Annars veit ég ekkert hvenær á að byrja á því en það gildir víst annað með táninga og ég á bara einn eftir og annar af næstu kynslóð á eftir tekinn við.

Samkvæmt orðabókinni þýðir "gelgja" kinnbein í fiski eða magur karl eða kona - og svo í 3. skýringu þýðir það í hlýlegu skopi unglingur einkum stúlka á gelgjuskeiði.

Njótið gelgjunnar !

Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með dúlluna, elsku Jóna mín. Mér finnst spennandi að fygjast með henni af því hún er jafngömul sumum.

Ekki syngja of hátt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Jens Guð

  Ef þú hefðir vitað af gula Banana Boat E-gelinu værirðu ekki með ör í dag.  Það eyðir örum sem eru yngri en 2ja ára.  Núna er það aðeins of seint.  Þar fyrir utan er bara flott að mæður hafi tákn um jafn stóra merkisatburði og fæðingu barns.    

Jens Guð, 11.1.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Helga Linnet

Til hamingju með Gelgjuna

Helga Linnet, 11.1.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar hamingjuóskir með skvísuna þína, hún var samt heppin með móður þó að einhverjar græjur virkuðu ekki á ögurstundu. Mér sýnist allt annað virka súpervel.

Fjandi voru þeir samt seinir að grípa inn í !

Knús Jóna mín

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til hamingju með dótturina

Anna Gísladóttir, 11.1.2008 kl. 01:59

11 identicon

'Eg gleymi seint látunum sem urðu þennan morgun fyrir 11 árum

Þegar hún frænka mín var að reyna að komast í heiminn.

Til hamingju með dagin, megið þið öll eiga góðan dag 

Stórt knús og margir kossar til ykkar allra

Kveðja  

Anna systir

Anna (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 06:43

12 identicon

Til hamingju með dótturina Vona að þið eigið frábæran afmælisdag saman

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 07:10

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 07:19

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með dótturina

Marta B Helgadóttir, 11.1.2008 kl. 07:58

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Smelltu hér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 08:04

16 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Til hamingju með Gelgjuna .hafið stuð í dag

Kv

Sigga

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 11.1.2008 kl. 08:07

17 identicon

Til hamingju með gelgjuna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 08:08

18 Smámynd: Gunna-Polly

Til hamingju með gelgjuna eigið frábæran afmælisdag

Gunna-Polly, 11.1.2008 kl. 08:31

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með stelpuna þína, og allt hitt liðið.

Þröstur Unnar, 11.1.2008 kl. 08:32

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með stúlkuna þína og ég vona að hún eigi góðan afmælisdag !

Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 08:46

21 Smámynd: Einar Indriðason

Já, til hamingju með daginn.

Einar Indriðason, 11.1.2008 kl. 08:52

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með daginn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2008 kl. 09:42

23 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með stelpuna

Huld S. Ringsted, 11.1.2008 kl. 10:58

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með stelpuna þína.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 11:20

25 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með daginn

1977 eignaðist ég mitt fyrsta barn, það var einmitt andlitsfæðing, hún var dregin út með töngum, úfffffffff erfitt

Svanhildur Karlsdóttir, 11.1.2008 kl. 11:33

26 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Til hamingju með dömuna! Já og Gleðilegt ár til handa þér og þínum

Kjartan Pálmarsson, 11.1.2008 kl. 12:03

27 Smámynd: SigrúnSveitó

Innilega til hamingju með stelpuskottið þitt.  Megi sólin skína á hana og í hjarta hennar í dag, og um ókomna tíð.

SigrúnSveitó, 11.1.2008 kl. 12:57

28 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með gelgjukrúttið

Dísa Dóra, 11.1.2008 kl. 13:25

29 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Já hugurinn hvarlar aftur til fæðingu frumburðarins að vísu ögn fyrr eða 1977

Mikið tók það á okkur öll, konuna, mig og þann ,,stutta". 

 Takk fyrir að minna mig á þennann dag, man enn eftir lyktinni og hverju læknarnir voru klæddir. 

Til hamingju og Guð gefi þér allmörg ár með þínum ástvinum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.1.2008 kl. 13:58

30 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

 Til hamingju með gelgjuna (sko dóttir þína) 

Það hlaut að vera að hún væri steingeit, þær eru bestar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:42

31 identicon

Til hamingju með gelgjuna. Þjófstartaði nokkuð drengurinn?

Valur (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:45

32 identicon

Til hamingju með dömuna.

Ragga (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:18

33 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Til hamingju með Gelgjuna þína og hafið öll fjölskyldan góðan dag

Sigríður B Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 17:12

34 Smámynd: Sporðdrekinn

 Til hamingju með daginn og stelpuskottið

Ástdís Sigurðard.: Guð minn góður! Nú vöknaði mér um augun

Sporðdrekinn, 11.1.2008 kl. 17:22

35 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með gelgjuna.  Það er alveg ótrúlegt hvað er reynt mikið áður en þeir taka á skarið.  Stend mig oft að þeirri hugsun með unglinginn minn. 

Vona að dagurinn hafi verið ykkur yndislegur

Bergdís Rósantsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:53

36 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Innilega til hamingju með gelgjuna þína. Ég á einmitt eina svona gelgju fædda ´97 og þær eru sko bestar. Svo skondinn aldur, ennþá börn en vilja gjarnan vera unglingar og pæjur og allt sem því fylgir.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 11.1.2008 kl. 18:16

37 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með þína.  Ég á eina 97' mótel af svona gelgju líka & er nýbyrjaður að leita að símanúmerinu hjá endursendíngardeildinni hjá storkinum.

Finnst ekki á já.izz

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 18:25

38 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Til hamingju með gelgjuna

Hallgrímur Óli Helgason, 11.1.2008 kl. 18:59

39 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Innilegar hamingjuóskir með gelgjuna. Vonandi hafið þið átt yndislegan dag.

Bjarndís Helena Mitchell, 11.1.2008 kl. 19:55

40 identicon

Til lukku með Gelgjuna, perluna þína flottu!

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:34

41 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til hamingju með dóttluna

Einu sinni á ævinni gerist þetta......."golden birthday"......þegar aldurinn er jafnhár fæðingardeginum

Minn gutti verður 11 ára í sept

Gerða Kristjáns, 11.1.2008 kl. 20:56

42 identicon

Verð bara að óska til hamingju.  Var að tæma húsið av 12 æringjum sem héldu upp á 11 ára afmæli frumburðarins á afmælisdeginum 11. janúar.  Man rosalega vel eftir fæðingunni.  Fór af stað upp á sjúkrahús um 23.  Full útvikkun og all í gangi.  Mín er rosalega snögg að þessu.  Þarna lá svo mín kæra með hríðir og norsk hjúkka spennti nema á bumbuna sem svo var tengdur skrifara sem skráði hríðarnar.  Konan er enþá að kafna úr hlátri yfir tilhugsuninni þegar ég, í tilraun til að takla aðstöðuna, starði á nálina skríða uppávið og sagði "Hey Elsa nú kemur hríð".  Mín svaraði med svitaperlur á enninu og tennurnar svo bitnar saman að vart heyrðist orð "Ég .... tók... eftir..... því".  Ó.. já.. að sjálfsögðu.... hehehe.. Dóh!!

Æhhh.. fyrsta fæðing..

Þegar minni var svo trillað inn á fæðingarstofuna nokkru síðar labbaði ég við hliðina á rúminu og reyndi að virka með á nótunum (hættulegt strákar).  VIð löbbuðum framhjá "stöð" þar sem læknarnir geta skipt um hárnet og frakka utan við stofuna og ég spurði brattur "Á ég bara ekki að drífa mig i gallann" Minn búinn að sjá aðeins of margar fæðingar í bíó.  Hjúkkurnar litu hver á aðra og voru svo manneskjulegar eða ómanneskjulegar allt eftir því hvernig maður lítur á, að þær sprungu úr hlátri..  Fæða og fara var næsta hugsun hjá mér.  Þetta gekk nú allt að lokum og ég klippti naflastrenginn eins og maður sem veit hvað hann er að gera.  The rest is history.  Til hamingju gelgja og til hamingju Andrea og til hamingju allir nýbakaðir feður.  Ég styð ykkur.

U (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:20

43 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Elsku Jóna innilega til hamingju með 11 ára afmæli stúlkunnar þinnar  Ég vona að þið hafið átt frábæran dag  Stelpan mín á líka ammó í dag en hún er 10 ára,góða helgi

Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.1.2008 kl. 21:56

44 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju, gelgjan mín verður 11 ára 27 jan . kv.

Georg Eiður Arnarson, 11.1.2008 kl. 23:04

45 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ohh ég næ akkúrat að óska þér til hamingju með Gelgjuna þína á réttum degi Las í einum athugasemdunum spurningu um aflverju gelgja þegar hún væri bara 11 ára, og verð að segja að ég skilji þig vel mín dóttir var gelgja 4 ára heheh. Þá vissi hún allt best og var orðin unglingur, núna er hún 15 og  stjórnar heiminum

Knús og klem og gott nýtt ár Jóna mín !!! 

Sigrún Friðriksdóttir, 11.1.2008 kl. 23:52

46 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Obbobbobb.... ég rétt næ því á réttum degi ef ég vélrita hratt....

Til hamingju með daginn. 

Ég á líka eina 11 ára.

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 23:59

47 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Úff ég svitnaði þegar ég las þetta  ... JÁ HEPPIN ..
Innilega til hamingju með Gelgjuna, daginn á morgun og allt snillingur   

Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 00:20

48 Smámynd: Rebbý

til hamingju með gelgjuna í gær - vona að dagurinn hafi verið góður

Rebbý, 12.1.2008 kl. 01:32

49 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Til hamingju með gærdaginn gelgja litla og öll fjölskyldan!

Guðrún Jónsdóttir, 12.1.2008 kl. 10:38

50 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju með dótturina og afmælið í gær

Ágúst H Bjarnason, 12.1.2008 kl. 10:48

51 Smámynd: Ásgerður

Til hamningju með stelpuna

Ásgerður , 12.1.2008 kl. 11:04

52 identicon

Þú ert yndisleg :)

Sjöfn (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:32

53 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með dótturina

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.1.2008 kl. 12:17

54 identicon

ég er greinilega ekki með á nótunum í bloggheimum þessa dagana  Til hamingju með gærdaginn   og gefðu Gelgjunni þinni knús frá konunni að norðan sem hún man kannski ekkert lengur eftir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:37

55 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar

Steingrímur. Ég var einhvern tíma búin að grafa þetta upp. Sendu mér póst og ég skal gefa þér upp símanúmerið.

Björgólfur. Enn skemmtileg tilviljun  Til hamingju með frumburðinn þinn og takk fyrir mjöööög skemmtilega sögu.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband