Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Mánudagur, 7. janúar 2008
Meira ruglið í þessum femínistum... eða hvað?
Ekki alls fyrir löngu las ég athugasemd í kommentakerfi við bloggfærslu. Færslan sem athugasemdin var gerð við, snerist að einhverju leyti um stöðu kvenna. Ég man í sannleika sagt ekki nákvæmlega um hvað málið snerist. En þessi athugasemd situr í mér.
Athugasemdin var eitthvað á þessa leið: Djöfulsins kjaftæði er þetta alltaf hreint í ykkur feministum. Þið eruð löngu komnar með jafnan rétt. Hættið þessu andskotans væli.
Öðru hverju hef ég sótt þessi ummæli í minniskubbinn í heilanum og velt merkingunni fyrir mér. Og í rauninni afleiðingunni af því, að í augum sumra er þetta staðreynd.
Í tölublaði Vikunnar frá 3. janúar sl. er fróðleg upptalning á margskonar tölulegum staðreyndum varðandi stöðu kvenna í heiminum. Þessi atriði sýna svo um munar, að þó að við séum löngu komnar út úr moldarkofanum, þá er mikið starf óunnið.
Fátt þykir mér sárara en að heyra konur lýsa því yfir með áherslu og jafnvel stolti að þær séu ekki feministar. Hvað í ósköpunum þýðir það? Hvernig er hægt að vera kona og vera ekki feministi? Maður hlýtur að spyrja sig hvort kona sem segist ekki vera feministi viti hvað orðið feli í sér.
Ef þú ert kona og telur þig ekki vera femínista, lestu þá vel og vandlega listann hér á eftir. Athugaðu hvort þér finnist það sem hér kemur fram barasta allt í lagi. Alveg ásættanlegar staðreyndir. Gott mál barasta.
Því ef þér finnst það ekki þá ertu femínisti.
Vissir þú...
...að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut?
...að um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári?
...að konur og börn eru um 80% flóttamanna heims?
...að konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum?
...að þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis?
...að konur eru aðeins 17% þingmanna í heiminum?
...að fjölgun kvenna á þjóðþingum heims er um 0,5% á ári? Það þýðir að jafnrétti kynjanna á þjóðþingum verður náð árið 2068!
...að konur eru aðeins 9% allra borgar- og bæjarstjóra í heiminum og þær eru 21% bæjar- eða borgarfulltrúa heimsins?
...að 1,2 milljarður manna um heim allan lifir á einum Bandaríkjadollara eða minna á dag? Af þeim eru 70% konur
...að í öllum löndum heims þéna karlar að meðaltali meira en konur?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum sé algengari ástæða heilsubrests kvenna en umferðaslys og malaría til samans?
...að sumir sérfræðingar áætla að milli 50-100 milljónir stúlkubarna ættu að vera á lífi en var eytt á fósturstigi vegna þess að þau voru stúlkur?
...að árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna ''slysabruna'' í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu?
Hvað finnst þér eftir þennan lestur? Eru þetta staðreyndir sem þú vilt breyta?
Ertu ekki bara femínisti eftir allt saman?
Mánudagur, 7. janúar 2008
Skotið upp á náttfötum og Golfblaðið kvatt
Við höfðum ákveðið að taka niður allt jólaskraut í dag og var búið að vara Þann Einhverfa við með tveggja daga fyrirvara. Af fenginni reynslu frá jólunum 2006, bjóst ég við meiri látum. Og reyndar komin reynsla á málið þessi jólin, því á fimmtudaginn þegar jólatréið var tekið niður í Vesturhlíð, þá grét hann fögrum tárum með ekki eins fögrum hljóðum. Ef hann hefði getað tjáð sig við starfsfólkið þá hefði hann sennilega sagt eitthvað á þessa leið:
Mér finnst þið andstyggileg og ekki síður afar þröngsýnt fólk að sjá ekki að ekkert er því til fyrirstöðu að skreytt tré standi hér á gólfinu árið um kring.
Ekki gekk planið eftir því hér stendur enn jólatré í fullum skrúða en ég er þó búin að fylla borðstofuborðið af jólaóróum, glanslengjum, rauðum kertum, jólaljósum og öðru dóti sem hefur verið rifið hér niður úr gluggum, hillum og af veggjum.
Sá Einhverfi fór aðeins yfir pakkana sem eru undir jólatréinu (í flestum tilfellum eru það eintök af Golfblaðinu sem hann hefur pakkað inn). Tók þá og bar í stól, las upphátt á til/frá kortin og klappaði aðeins á pappírinn. Svo raðaði hann þeim öllum undir tréið aftur. Á morgun munum við taka fram kassana undan tréskrautinu og láta hann hjálpa okkur að ganga frá þessu öllu.
Eftir að búið var að reka Gelgjuna í náttföt hér í kvöld vegna þess að það lá svo á að koma barninu í rúmið, var skyndilega ákveðið að kveikja í þeim flugeldum sem eftir voru frá gamlaárskvöldi. Fyrir vikið græddi hún heilan klukkutíma á fótum.
Feðginin fóru hérna út í götu og héldu smá sprengi-show. Utan yfir náttfötin fór Gelgjan í náttslopp og svo úlpu þar utan yfir. Mjög hentugt því þegar þau komu inn aftur var hún tilbúin til að fara beint upp í rúm. En hún leit út eins og lítil bag-lady í þessari múnderingu.
Hér eru feðginin kampakát eftir sprengingarnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta