Leita í fréttum mbl.is

Fá karlmenn ekki ljótuna?

Samtal. Bretinn og ég.

Bretinn: Hi there gorgeous 

Ég: (gretti mig)

Bretinn: (þekkir svipinn): Nú! Ok. Hi there ugly

Ég: Æi mér finnst ég svo ljót þessa dagana

Bretinn: Ég bara skil þetta ekki...

Ég: Ástin mín, þú þarft ekkert að kommentera á þetta. Ég er bara með ljótuna.

Bretinn: (horfir á mig með blöndu af vandlætingu og vorkunnsemi)

Ég: Finnst þér þú aldrei ljótur?

Bretinn: Nei

Ég: (rak upp stór augu.. eða eins stór og mín litlu augu geta orðið) Ha!? Í alvöru? Finnst þér þú aldrei vera eitthvað svona (set upp úldinn svip) ?

Bretinn: Jú auðvitað. Kannski stundum þreytulegur eða óþarflega hrukkóttur. En ekki ljótur.

Ég: Aldrei?

Bretinn: Nei.

 

Ég held að allt kvenfólk kannist við að vakna einstaka morgunn með ljótuna. Og á fitubömmer. Og aldursbömmer. Ég hef einhvern veginn aldrei spáð í það að þessu gæti verið öðruvísi farið með karlmenn. En samkvæmt þessu samtali við Bretann þá er það staðreynd, að ef karlmenn kannast við ljótu-fitu-aldurs-bömmers-tilfinninguna, þá er það ekki næstum því eins algengt og með okkur kvenfólkið.

Þetta samtal fékk mig líka til að spekúlera aðeins í því hvernig í ósköpunum standi á því að við konurnar stundum svona gífurlega sjálfs-niðurrifsstarfssemi. Okkur, eða allavega mér, þykir þessi niðurrifsstarfssemi í eigin garð svo sjálfsögð og eðlileg, að mig hreinlega rak í rogastans að manninum mínum þætti hann sjálfur ekki stundum ljótur. Kommon.. það er náttúrlega eitthvað að manni. Sjálfri þykir mér hann verða flottari eftir því sem þykka hárið hans verður grárra og fleiri línur birtast í andlitinu á honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skil þig 100%.  En þetta er náttúrulega það sem við höfum fengið nánast með móðurmjólkinni.  Þe skuggalega gagnrýni á okkur sjálfar.  Flottur Bretinn að vera svona kúl! 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

minn fyrrverand er einmitt svona, nema honum finnst hann ALLTAF flottur, líka þóttr hnaa sé þreytulegur... hann er það reyndar líka

Guðríður Pétursdóttir, 7.5.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef reyndar aldrei spurt minn ekta maka þessarar spurningar

Kannski er þetta bara sér femíniskt fyrirbrigði? Ekki ólíklegt miðað við æskilegan  standard kvenfólks.

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Eina leiðin til að fá karlmann til að taka þátt í þessu niðurbroti á sjálfsmynd (sem framkallar ljótuna) er að sýna viðkomandi mynd af honum. Vittu til hann segir: "æ þetta er frekar léleg mynd af mér" he he ...  Munurinn er þessi: Karlmenn sjá það sem þeir vilja sjá í speglinum, en konur það sem þær óttast mest. Upp með sjálfsvirðinguna konur því það kallar fram það fallega, útgeyslunina ykkar  ... Kona sem líður vel og er sátt við sig er falleg ... Gordious eins og bretinn þinn segir Jóna

Hólmgeir Karlsson, 7.5.2007 kl. 18:33

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef aldrei spurgt karl angann minn um það, en mér finnst hann vera myndalegur.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sko... konur og þeirra skoðun á eigin útliti hefur eiginlega ekkert með karlmenn að gera. Og ef ég alhæfi áfram...: þá t.d finnst karlmönnum ilmvatnslykt ógeðsleg, silikon ógeðslegt, horrenglur lítið fyrir augað að ekki sé minnst á tötsið.. og svo framvegis. Þannig að megnið af þeim tískumartröðum sem kvenþjóðin hefur að undanförnu gengið í gegnum... er til að ganga í augun á öðru kvenfólki... ekki karlmönnum.  

Vera sátt(ur) við sjálfan sig... annars er lífinu til einskis eytt.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 00:24

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

lááááátttttuuuuu ekki svoooooona Þorsteinn

Jóna Á. Gísladóttir, 9.5.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband