Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Þrjár Þjóðhátíðar í Eyjum og Benny Hinn

Þrisvar hef ég farið á Þjóðhátíð í Eyjum. Skemmti mér konunglega í öll skiptin.

Fyrsta skiptið var ég fimmtán ára. Systir mín bjó í Eyjum á þessum tíma og ég fékk að fara undir því yfirskini að ég væri að fara að heimsækja hana. Sem og ég var. Eyddi samt litlum tíma undir hennar þaki. Aðeins yfir blánóttina.

Í annað skiptið var ég 24 ára og flaug frá Bakka með tveimur vinkonum mínum. Á þeirri Þjóðhátíð gerði ég allt sem ég gat til að koma vinkonu minni saman við einhvern breskan hljóðmann. Í dag gengur hann undir nafninu Bretinn í bloggheimum.

Í þriðja skiptið fór ég í félagi við Todmobile og má segja að ég hafi upplifað Þjóðhátíðina ''baksviðs'' í það skiptið. Eina Þjóðhátíðin sem ég var edrú allan tímann.

Að fara á Þjóðhátíð er sannkallað upplifelsi. Brekkusöngurinn og flugeldasýningin eru náttúrlega barasta gæsahúðarmóment og jákvæð múgsefjun. Algjörlega yndislegt. Það er stórkostleg upplifun að sjá 10 þúsund haugfulla Íslendinga setjast á rassgatið eins og þæg leikskólabörn og kyrja gamla útileguslagara og lög eftir Ása í Bæ með laglausan mann á kassagítar sem forsöngvara. Og hrópa awwww.... óóóóó... vááááá með tárin í augunum yfir glæsilegri flugeldasýningu.

Benny Hinn nær ekki upp betri stemningu á sínum besta degi


Rómantísk fokkferð

golfFyrir nokkru síðan tilkynnti Bretinn það að hann ætlaði til Englands í sumar að kaupa sér golfsett og ég ætti að koma með honum. Úr þessu myndum við gera stutta flóttaferð. Bara við tvö. Ég held hann hafi ekki fengið neinar brjálæðislegar undirtektir frá mér. Mér finnst svo mikið mál að koma krökkunum fyrir, og þó merkilegt megi teljast, meira mál með Gelgjuna en Þann Einhverfa.

Hef þó hugsað þetta svona í hljóði... fjandinn fjarri mér að ef ég loksins kemst í rómantíska fokkferð að það verði til tengdó..... I dont think so.

Ég laumaði hugmynd af Brynju vinkonu í Berlín. Væri ekki sniðugt ef við færum í heimsókn til hennar?

Við Bretinn hefðum dagana út af fyrir okkur því hún er auðvitað að vinna. Gætum ráfað um Berlín, drukkið kaffi eða rauðvín eða what ever, skoðað eitthvað merkilegt (t.d. golfsett) og jafnvel bara skrúað á sófanum hennar Brynju. Gætum svo eytt kvöldunum í notalegheitum með Brynju eða án, út að borða eða heima að elda.

Margar flugur drepnar þarna; Róleg og næs helgi með Bretanum, ég fengi tækifæri til að hitta og eyða tíma með ástkærri vinkonu sem ég sakna hræðilega mikið, frítt húsnæði (held allavega ekki að Brynja myndi rukka okkur um leigu. Brynja er það nokkuð?), laus við krakkaormana í smá tíma. Væri hægt að hafa það betra.

 Það var aðeins eitt sem þurfti að gera til að ég hefði tromp á hendi þegar ég bæri þetta upp við Bretann. Brynja samþykkti að fara á stúfana og athuga hvað golfsett myndi kosta í Berlín. Gæti bara ekki verið dýrara en í Englandi. Ekkert mál sagði hún. Það er golfbúð hérna handan við hornið sem ég geng fram hjá á hverjum degi. Droppa þar inn og finn út úr þessu.

Ég fékk tölvupóst frá henni í dag þar sem hún segir.... hér kemur það, kópí peist, beint úr Lótusnum:

Golfbúðin sem að mér fannst vera í næstu götu við mig reyndist vera hestabúð - ég veit það, ég er keppnisíþróttamanneskja og hef alltaf verið, ég held áfram að hafa augu "opin" og læt þig svo vita hvað gólfsettið kostar í Berlín.

Ég velkist því enn í vafa um hvort Bretinn og ég munum eyða nokkrum rómantískum nóttum hjá tengdó í smábæ á Englandi or what.


Bleyjur á asna

Ætli þeir felli niður tolla og virðisauka á Pampers? Ég trúi ekki öðru. Ekki er ætlast til þess að fólk handþvoi taubleyjur af ösnum í bæjarlæknum. Ég vona allavega ekki.


mbl.is Hið asnalegasta mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið á Akranesi eða í Borgarnesi

Rakst á Bergvin Víking hérna í bloggheimum áðan. Hann vantar húsnæði á Skaganum eða Borgarnesi. Var búin að fá húsnæði en kvensan sveik hann. Ekki konan hans sko heldur leigusalinn.

Ef einhver veit um húsnæði fyrir kappann þá er ég viss um að hann yrði svaðalega glaður.

Bara ég að skipta mér af svona rétt fyrir svefninn.


Þetta hefur sko verið karlkyns ökumaður

Eins og allir vita geta karlmenn ekki gert tvennt í einu. Samt hvarlaði þetta einhvern veginn ekki að mér.

Að bakka og hósta á meðan var þessum ofviða.

(Þetta hlýtur að mega fara undir Formúla 1)


mbl.is Ók á hús nágrannans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk að drepast úr forvitni. Í bókstaflegri merkingu

Var að keyra upp Ártúnsbrekkuna áðan sem er ekki í frásögur færandi þar sem ég keyri þá leið alla daga úr vinnu.

Ég þekki því vel hvernig umferðin þar gengur fyrir sig; hægri akreinarnar tvær alla jafna hálfstíflaðar vegna raðanna upp í Árbæ og inn á Höfða. Rennslið á miðakrein er fínt og þeirri vinstri enn betra.

Ég var á miðakreininni í þetta skiptið og þurfti nokkrum sinnum að stoppa vegna einhverra tafa. Maður vonar alltaf að ástæðan sé venjuleg traffík en ekki árekstur eða slys. Í hvert sinn sem ég þarf að stíga á bremsuna í Ártúnsbrekkunni lít ég í baksýnisspegilinn því ég er alltaf jafn hrædd um að einhver komi brunandi aftan á bílinn hjá mér. Það eru alveg ótrúlega margir bílstjórar sem þurfa nauðsynlega að hanga svo fast í rassgatinu á manni að maður sér hvítuna í augunum á þeim og gæti náð DNA testi ef maður kærði sig um.

Þegar lengra var komið sé ég lögreglubíl með blikkandi ljós sem var lagt út í hægri kanti og tvo aðra bíla. Ekkert virtist samt vera að sem betur fer. En þetta var allt og sumt sem tafði umferðina. Sem sagt forvitnir bílstjórar sem hægðu á sér svo um munaði og gláptu úr sér glyrnurnar til tékka á hvort eitthvað krassandi væri í gangi. Bílarnir voru ekki einu sinni inn á akreininni svo ekki var það að tefja.

Hraðinn er svo mikill þarna að aftanákeyrsla getur valdið stórskaða. Ég held barasta að fólk sé að drepa sig úr forvitni.

What not to say to a traffic cop

 

1. I can't reach my license unless you hold my beer. (OK in Texas)

2. Sorry, Officer, I didn't realize my radar detector wasn't plugged in.

3. Aren't you the guy from the Village People?

4. Hey, you must've been doin' about 125 mph to keep up with me. Good job!

5. Are You Andy or Barney?

6. I thought you had to be in relatively good physical condition to be a police officer.

7. You're not gonna check the trunk, are you?

8. I pay your salary!

9. Gee, Officer! That's terrific. The last officer only gave me a warning, too!

10. Do you know why you pulled me over? Okay, just so one of us does.

11. I was trying to keep up with traffic. Yes, I know there are no other cars around. That's how far ahead of me they are.

12. When the Officer says "Gee Son....Your eyes look red, have you been drinking?" You probably shouldn't respond with,"Gee Officer your eyes look glazed, have you been eating doughnuts?"


Luftgitar

þetta er eina lagið í heiminum sem fær mig til að taka upp luftgitarinn. Cant help myself

 


Bloggvinkona losar mig við kvíða

Ég lét loksins verða af því að taka upp símann í morgun og hringja eitt símtal varðandi Þann Einhverfa. Ég var búin að fresta þessu símtali í heilar þrjár vikur af þeirri einföldu ástæðu að ég var ekki tilbúin í það.

Í lok maí fengum við bréf þess efnis að Sá Einhverfi væri komin með pláss í skammtímavistun 2 virka daga í mánuði. Það þýðir að í stað þess að koma heim eftir skóla/viðveru þá er hann keyrður í vistunina og sóttur þangað að morgni og ekið í skólann. Góð tilbreyting fyrir bæði foreldra og barn.

En þetta er samt eins og að senda barnið sitt að heiman og maður breytist í hænumömmu við tilhugsunina. Ég sótti um svona pláss fyrir sennilega 2-3 árum síðan vitandi að biðlistinn væri langur og hugsaði; jæja, ég verð tilbúin að senda hann í burtu þegar hann loksins fær pláss.

Nú er sem sagt komið að því og bara að taka upp símann og staðfesta móttöku bréfsins og koma á aðlögunartíma voru þung skref.

Ég semsagt hringdi í morgun og kynnti mig með nafni. Sagðist hafa fengið bréf varðandi skammtímavistun og....

-er það fyrir Ian spurði indæla konan

- ha? Já einmitt sagði ég svolítið hissa (hvernig vissi hún það)

svo byrja ég eitthvað að tjá mig og konan segir glaðlega, ég veit náttúrlega svo margt um Ian og ykkur...

-ha, segi ég alveg hrikalega confused.

Þarna kemur sem sagt í ljós að konan er bloggvinkona mín. Þetta var eins og ég hefði himinn höndum tekið. Skyndilega var ég að tala við vinkonu í staðin fyrir einhverja ''stofnun út í bæ''.

Bjargaði deginum. Takk mín kæra.


Þetta er sannkölluð furðufrétt

Á Indlandi hefur komið upp skortur á smápeningum, nánar tiltekið eins Rupee peninga og eru bankar víða uppiskroppa með skiptimynt og hafa strætisvagnar hætt að ganga sökum skorts á skiptimynt. Víða eru betlarar ríkastir af smápeningum en ástæðan fyrir skortinum mun vera sú að peningarnir eru bræddir niður í rakvélablöð sem eru verðmætari en peningarnir.


 


mbl.is Peningar bræddir í rakvélablöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband