Leita í fréttum mbl.is

Luftgitar

þetta er eina lagið í heiminum sem fær mig til að taka upp luftgitarinn. Cant help myself

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara eitt lag í mínu tilfelli og það er Luftgitar, ég dansa ekki hey hey, stelpur dansa... Sykurmolarnir og Sjón, töff!

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tuff girls don´t dance.  Knofflerinn er unaðslegur og ég skil þetta með luftarann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er meiriháttar dúndur  þrusugott lag. Þó nokkuð gamalt, er það ekki? Mér finnst ég fá flash back við að hlusta á þá. Dire Straits eru/voru góðir. Ég man alltaf eftir voða voða skemmtilegu lagi..twisting by the pool..geggjað stuðlag.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný. það er svo gott þegar einhver skilur mann

Oh Rúna eldgamalt. Twisting by the pool svakalegt stuðlag en einhvern veginn fannst mér það lag aldrei fara bandinu vel.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já..talsvert öðruvísi en geggjað samt. Ég fæ alltaf fiðring í tærnar þegar ég heyri það.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:44

7 identicon

Twisting by the pool var líka svo rosalega ólíkt þeim þó svo að lagið hafi verið fjör. Ég dansa samt eins og vindurinn við bæði það og þetta

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:44

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ansk, ég get ekki heyrt lagið. Hátalarnir bilaðir.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.7.2007 kl. 22:58

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta lag er "óggislega" gott svo er drengurinn algjör snillingur á gítarinn. Ég fæ ekki minna útúr því að horfa á puttana á honum en að heyra lagið. Vild'ég væri svona lipur með minn ...

Hólmgeir Karlsson, 1.7.2007 kl. 23:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  nærðu á loftgítarinn síendurteknu gítarlikkjunni flottu í seinni hluta gítarsólósins?  Mér tekst nefnilega ekki að ná henni,  hvorki á alvöru gítarinn minn né loftgítar.

  Sultans of Swing er fyrsta lagið sem heyrðist frá DS.  Kom út ´78.  Mark Knopfler hafði starfað sem kennari en djammað með bróðir sínum og fleiri.  Hann tók upp á því að lauma kassettu með Sultans of Swing inn um bréfalúgur helstu útvarpsplötusnúðanna í London.  Einn þeirra, æ,  nú man ég í augnablikinu ekki hvað sá frægi maður heitir (það var ekki John Peel),  féll fyrir laginu og setti það í spilun.  Það sló í gegn áður en það kom út. 

  Vinsældir lagsins komu á óvart.  Á þessum tíma náðu ný nöfn ekki inn á markaðinn nema með pönkrokki eða nýbylgju.  DS var undantekning.

  Twisting by the Pool er ekki dæmigert DS lag.  Meðal annars vegna þess að það byggir á orgelspili sem aðal.  Þegar ég var með pönkplötubúðina Stuð voru örfá lög sem hægt var að stóla á að kipptu kúnnum inn.  Ég var með hátalara utan á búðinni.  Músík hljómaði um hverfið.  Ef enginn kom inn í búðina í langan tíma var Twisting by the Pool pottþéttur öngull sem fyllti búðina á 3 mínútum.   Samt passaði það við pönkið sem ég var selja. 

  Ragga,  mikið tek ég undir með þér að Loftgítar með Sjón og Sykurmolunum er eitt flottasta íslenska lagið.   

Jens Guð, 1.7.2007 kl. 23:10

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragga. Svo er líka til lag sem heitir She's like the wind og er úr Dirty dancing

Hólmgeir. Æfa sig æfa sig æfa sig æfa sig. Það segir Sigga Beinteins.

Jens. Þú ert eins og gangandi alfræðiorðabók maður. Alltaf gaman að fá komment frá þér. Gleður mig að heyra það sem þú segir um að Twisting sé ekki dæmigert DS lag. Segir mér að ég sé ekki alveg úti á túni þegar kemur að músik.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens ég gleymdi að svara þér með endurteknu lykkuna... auðvitað næ ég því á luftgitar því tilhvers að spila á luftgitar ef maður lætur sig ekki dreyma í leiðinni?

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 23:30

13 identicon

Heyrðu, ég þekki það lag alveg... passar vel vinddansinum mínum :þ

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 23:38

14 identicon

Má ég vera memm á luftgítarinn?? - Ég ELSKA þetta lag  

Og Jens: Skemmtileg lesning - takk

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 23:41

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna, við tökum Luftgitarinn um borð í Prinsessunni. Vá, ég sá myndina í mogganum í dag af skipinu bera við húsin. Þá áttaði ég mig á stærðinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 23:48

16 identicon

Tek undir með Röggu: Luftgítar Sykurmolanna og Sjóns er langbesta luftgitar-lagið ... en "Sultans of Swing" er með betri lögum dægurlagaheimsins og Dire Straits er klassahljómsveit.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:10

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Dire Straits - ein af mínum uppáhalds og einmitt þetta lag sem þú nefnir og svo þetta:  

sem er eitt að þeirra bestu lögum og hérna er gítarinn sko bara tær snilld :  http://youtube.com/watch?v=k5JkHBC5lDs

Marta B Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 00:14

18 Smámynd: Vignir

Eitt af mínum uppáhalds! Soldánar swingsins......það er eitthvað við þetta lag :)

Vignir, 2.7.2007 kl. 00:25

19 Smámynd: Jens Guð

  Það sem er svo erfitt við gítarlykkjuna er að Mark Knopfler afgreiðir hana í 3ja tóna dæmi þannig að það virkar ekki að hræra gítarnöglinni á þessum góða hraða í hefðbundnu tveggja tóna klisjunni.  Gítarleikarinn í Europe tekur samskonar 3ja tóna lykkju í Final Countdown.  Úff,  eins og mér þykir ég stundum flinkur í klisjugítarsólóum (og Danni sonur minn í Gyllinæð hneykslast á að ég sé að eltast við þau því að honum þykir þau vera hallæri dauðans) þá bara næ ég ekki þessari lykkju. Sama hvað ég reyni. 

Jens Guð, 2.7.2007 kl. 01:37

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens ég vildi að ég hefði eitthvað gáfulegt að segja.. en ég hef það ekki. I take your word for it.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 01:39

21 Smámynd: Jens Guð

  Allt í einu man ég hvað plötusnúðurinn sem uppgötvaði Sultans of Swingheitir;  Charles Gillett.  Hvernig gat ég gleymt nafni hans?  Fyrir röskum þrem áratugum fékk ég bréf frá honum (þetta var löngu fyrir daga e-maila) þar sem hann bað mig um að redda handa sér smáskífu með Rúna Júl,  Come Into My Life.  Ég man ekki hvort hann gaf upp ástæðu fyrir því að hann þekkti lagið.  En ég brá við skjótt,  hringdi í Rúnar og hann sendi mér 2 eintök af plötunni.  Ég kom því áfram til Charles.  Skömmu síðar fékk ég bréf frá umboðsmanni jamaíska reggísöngvarans Jimmy Cliff.  Lagið er eftir Jimmy Cliff.  Hann bað mig sömuleiðis um að redda sér eintaki af smáskífunni.  Þar með voru bæði eintökin farin. 

  Minnir mig á að ég á eftir að segja Rúna hvað varð um hitt eintakið og fá hjá honum eintak fyrir mig til að eiga. 

Jens Guð, 2.7.2007 kl. 01:55

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað gerðu þessir andans menn við smáskífurnar?

Ég var að spyrja Bretann út í 2ja og 3ja tóna lykkjur. Hann gat útskýrt þetta fyrir mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 01:57

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Telegraph Road er mitt uppáhald með DS. Gítarsólóið í því er algjört CLIMAX

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 03:32

24 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég elska hann Jens ... hann veit alla skapaða hluti! Lagið Luftgitar með Sjón er að mínu mati eitt allra, allra skemmtilegasta lag í heimi. Fékk hjartslátt sem snöggvast því að ég hélt að þú ætlaðir að leyfa mér að heyra það. Best að gá inn á Youtube hvort það fyrirfinnist þar. Nennti aldrei að dansa í Þjóðleikhúskjallaranum í gamla daga en ef þetta lag kom var ég allt í einu komin út á gólf, alveg villt!

Svo vil ég benda á að Mark Knofler á afmæli 12. ágúst! Hmmmmm

Guðríður Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 12:28

25 identicon

Verð að segja eins og satt er að þetta lag, á bloggsíðunni þinni, vekur upp ljúfar minningar.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband