Leita í fréttum mbl.is

Dauð og enn að setja á Visa rað

Vegna gátunnar hjá henni Kristínu Kötlu datt mér í hug nokkuð sem ég heyrði um daginn. Er það rétt að þó maður vilji láta brenna sig (sko eftir að maður er dauður) að þá þurfi ættingjar samt sem áður að punga út fyrir rándýrri líkkistu?

Það sé skylda að manni sé troðið í líkkistu fyrir 300 þúsund kall. Svo sé maður brenndur ásamt  öllum þúsund köllunum.

Afhverju má maður ekki frekar ánafna þessum pening í eitthvað vitrænt. Eiga líkkistusmiðir almennt ættir að rekja inn á þing? Hver setur annars þessar reglur? Landbúnaðarráðuneytið?

Anyone...?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð og nauðsynleg spurning... heyr! heyr!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko, þú getur pantað flugdreifingu á restinni af þér hjá Flugmálaráðuneytinu og látið dreifa þér yfir Landbúnaðarhéröðin, þá er komin opinber sönnun þess að þú varst ekki sett í kassa og grafin í Fossó. Kostar kannski pínu, en VISA rokkar feitt.

Þröstur Unnar, 24.7.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Hugarfluga

Náinn ættingi minn var brenndur og mér var boðið upp á ódýrari kistu þess vegna. Hún var samt ekkert ódýr. Það er nú bara þannig að hvort sem kistan er brennd eður ei, þá er hún fyrir allra augum í jarðarförinni sjálfri og maður vill hafa hana fallega. En ég er alveg á því að kisturnar eru alltof dýrar.

Hugarfluga, 24.7.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæl Jóna. Það er venjulegt að hafa kistulögn þó fólk sé brennt og ég held af eigin reynslu að fæstir vildu sleppa þeim hluta af því að kveðja náinn ættingja, en það er annað mál hvort "kassarnir" séu of dýrir ....

Hólmgeir Karlsson, 24.7.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Afhverju ekki bara fallega krukku og mynd af viðkomandi?

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Ómar Ingi

En ef viðkomandi vill láta jarða sig í kyrrþey og ekkert kistulagningarkjaftæði sem er nú oftast bara til að pína fólk en ekki að kveðja almennilega , enda finnst mér nú betra að eiga fallegar minningar en ekki steindauða ískalda mynd af líkama sem er ekki notaður lengur af lífi og sál. En allvega ef viðkomandi vill nú láta brenna sig og setja svo í krukku eða jörðu af hverju þarf að kaupa kistu er það svo að einhver geti nú án efa grætt á þeim dauðu líka.

Það finnst mér ekki sanngjarnt , má ég þá biðja um jarðarför að hætti víkinga hér áður fyrr

Ómar Ingi, 24.7.2007 kl. 20:59

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef farið í kistulagningu og svo jarðaför sem reyndar var í kyrrþey og svo bara eltum við kistuna út og inn í bíl og bæ, verður brennd. Svo fóru bara allir í kaffi, rosa stuð. Skil þetta ekki alveg. Krús og blóm fyndist mér alveg nóg ef þú á annaðborð vilt láta brenna þig þá verður maður bara að kveðja öskuna eða þannig 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 21:03

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Krukkan kemur á eftir Jóna fyrir öskuna sem er síðan jarðsett. Hér má hver hafa sína skoðun, en fyrir mér er kistulögn ekki minning um "steindauða kalda mynd" eins og Ómar nefnir.
Ég á sjálfur allt aðra mynd af því þegar ég fylgdi bróður mínum þessa leið og hefði ekki viljað sleppa neinum hlekk af því ferli.

Hólmgeir Karlsson, 24.7.2007 kl. 21:09

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mæli með pappakistu fyrir svona athafnir.

Annars minnir mig að tófuvinafélagið hafi hvatt sýna félagsmenn, til að láta nota skrokkinn sem æti fyrir refi, upp á hálendinu yfir veturinn.

Var víst lítill fögnuður yfir hugmyndinni, og talað um að sökum mataræðis væru slíkir skrokkar nánast bráðdrepandi fyrir refi, og líka fullir af rotvarnarefnum ofl

Er sjálfur búin að ganga frá mínum málum og verð víst í krukku.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.7.2007 kl. 21:10

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er víst jóna mín allir settir í kistu þótt þeir séu brenndir þannig eru lögin.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 21:18

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held að Ómar hafi nú bara tekið svona til orða Hólmgeir. Það er alltaf þessi spurning; hvort á að hafa þetta eins og eftirlifandi vilja eða eins og sá dáni hefði viljað? Ég fyrir mína parta vil láta brenna mig þegar búið er að hirða allt nothæft úr mér, skella öskunni í snotra krukku, halda hressilega jarðaför með ABBA lögum og Bo og svo dúndrandi partý á eftir. Ég tek að sjálfsögðu þátt í partíinu í anda

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 21:20

12 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jarðarförin þín hljómar "spennandi" Jóna, verst ef fólk fer að hlakka til, he he .....

Hólmgeir Karlsson, 24.7.2007 kl. 21:30

13 identicon

Ekki veit ég af hverju viðkomandi aðili má ekki ráða því hvort um kistu sé að ræða eða ekki þegar um svona brennslu sé að ræða. Ég býst fastlega við því að móðir mín presturinn hafi einhverja skoðun á þessu, og kannski man ég eftir því að spyrja hana að þessu (svona frá hennar sjónarmiði) ... ég bara skil heldur ekki hvernig svona kista getur verið svona dýr.

Ég hef samt ekki myndað mér fastmótaða skoðun á minni jarðarför ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:00

14 Smámynd: Jens Guð

  Íslenskum ráðamönnum þykir svo gaman að hafa sem flest lög og reglugerðir um alla hluti svo almenningur fari ekki að haga sér óskynsamlega.  Enda verður eitthvað að vera til að gera fyrir alla flokksgæðingana sem hefur verið raðað í 4000 eða 5000 launaðar nefndir.  Þegar nýfæddu barni er gefið nafn er mannanafnanefnd mætt á svæðið til að úrskurða og halda fundi um það hvort farið sé að lögum við val á nafni.

  Þannig heldur eftirlitið áfram alveg fram að dauða.  Ég þekki ekki lög um jarðarfarir út i hörgul.  Ég held að samkvæmt lögum verði að fara fram minningarathöfn.  Ég hef farið á fallega minningarathöfn um gamlan mann sem hafði óbeit á trúarbrögðum.  Ég veit ekki hvort að það var að hans eigin ósk sem enginn prestur var til staðar og engir sálmar sungnir.  Athöfnin fór þó fram í kapellu.  Ættingjar fluttu ávörp og kór söng ættjarðalög.

  Einnig veit ég að ásatrúarmenn halda minningarathafnir.

  Kistulagning er áreiðanlega skylda.  Sömuleiðis má einungis ráðstafa líki eða ösku í þartilgerða garða.  Hérlendis má enginn eiga ösku látins ættingja.  Hvað þá lík af viðkomandi. 

  Það er ekki skylda að jarðsetja fólk í kirkjugörðum.  Það eru til helgaðir grafstaðir fyrir ásatrúarmenn.  Líka eru til óvígðir og óhelgaðir grafstaðir fyrir ótrúaða.

  Víðast erlendis hafa aðstandendur látinni frjálsari hendur.  Frægt er þegar móðir Sids Vicious (bassaleikara Sex Pistols) missti blindfull öskuna af honum á blautt bargólf.    

Jens Guð, 24.7.2007 kl. 22:29

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil láta skultla mér af andlátsstað niður í næsta ofn og brenna mig.  Ég þarf EKKI að vera viðstödd eigin jarðarför og það getur verið mynd á vegg ef fólk er þegar búið að gleyma því hvernig ég leit út í lifandi lífi.  Ég meinaða. Þeir hljóta að eiga ættir sínar að rekja inn á þing þeir sem eru í líkbransanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 23:54

16 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Verð bara að koma hér inn aftur því þetta er orðin svo skemmtileg og góð umræða. Ég held að mikilvægast í þessu öllu sé að fólk fái að fara svolítið sína leið í þessu því þetta snýst jú allt um tilfinningar sem oft geta verið sárar og til að vinna úr þeim er mikilvægt að fá að fara þá leið sem hverjum er réttust. Þannig er stór munur á því hvort verið er að kveðja gamalt fólk sem fegið er hvíldinni eða þegar ættingjar eða ástvinir standa skyndilega frammi fyrir kveðjustund. Best er örugglega ef hægt er að fara að ósk þess sem kvaddur er. Regluverk getur því verið óskaplega stirt og sárt fyrir þá sem þurfa að hlýta því ef það er í mótsögn við skoðanir og óskir viðkomandi.

Af því ég nefndi bróður minn sálugan hér áður, sem lést með sviplegum hætti langt fyrir aldur fram, hrifinn brott frá konu sem hann var nýgiftur og ættingjum og vinum langar mig að deila með ykkur hlut sem mér fannst raunar alveg yndislegur í allri þeirri sorg sem fólk þurfti svo skyndilega að takast á við. Þannig var það nefnilega í hans tilfelli að hann hafði lýst því sjálfur að hann vildi láta brenna sig þegar hans stund kæmi og helst vildi hann láta dreyfa öskunni á ákveðinn stað á fjalli sem var honum kært. Þegar svo þetta var allt í einu orðið að raunveruleika sem enginn hafði reiknað með, hvorki hann né aðrir, kom í ljós að þetta var eitthvað sem ekki mátti gera.

Athöfnin, eftir skólabókinni og regluverkinu, var vissulega falleg en líka átakanleg, en það sem mér fannst ómetanlegt fyrir konuna hans var að "einhvernvegin" tókst okkur að fá hluta af öskunni (And I am not going in detailes about that as it was not fully legal) handa konunni hans, sem síðar gat farið í fjallgönguna miklu og fylgt eftir óskunum hans. Þetta var henni ómetanlegt og í mínum huga algjörlega löglegt og siðlegt hvað sem hver segir.

Bið ykkur að fara vel með þessa sögu, því annars gæti ég tapað rétti mínum til að hvíla í vígðri mold :)

Hólmgeir Karlsson, 25.7.2007 kl. 01:53

17 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Góð pæling sem ég hef nokkrum sinnum staðið frammi fyrir við andlát í fjölskyldunni. Í minni fjölskyldu er til siðs að láta brenna sig. Þegar á að brenna einstakling þarf kistu til að geyma líkið í við kistulagningu og í henni fer einstaklingurinn líka í brennsluofninn.

Sem þíðir það að þær þurfa að vera úr umhverfisvænu efni vegna mengunar við brunann. Þær líta fyrir óvana eins út og hinar. Efnasamsetningin er önnur. Svo er undir hælinn lagt eins og ég lenti í þessu síðast hvað er til í landinu af þessu sérstöku kistum. Þurfum að bíða í nokkra daga eftir kistu. Verðtalan sem þú ert með er langt yfir markið en eflaust má finna verðlista hjá útfararstofum.

Eftir brennslu ber svo annað við þá þarf Urnu (duftker) undir öskuna sem er oftast grafin hér á landi. Hana getur maður komið með sjálfur heiman að frá sér eða keypt hjá þeim. Við vildum Urnu sem eyðist fljótt í jarðveginum og völdum í fyrra skiptir Mjög fallega pappamassa öskju sem var til á heimili fjölskyldumeðlims.  Í seinna skiptil keyptum við tréUrnu hjá útfaraþjónustunni. En hefðum eins getað notað nánast hvað sem er.

Skemmtileg pælining og það sem mér finnst mikilvægt er að það er hægt að fara inn á http://www.kirkjugardar.is/index_balf.html og fylla út eyðublað og ganga frá útför þinni sjálfur. Mér finnst mikilvægt að fólki geri þetta sjálft meðan það getur. Það léttir heilmikið á eftirlifendum og tekur af allan vafa. Nóg er það samt álagið á eftirlifendur hvernig svo sem andlátið ber að höndum.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.7.2007 kl. 02:03

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð umræða. Það er mikið peningaplokk í öllu sem tengist útfarar tilstandi. Fínar upplýsingar Ása. Það eru örugglega ekki margir sem vita af þessu. 

Marta B Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 07:09

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugarfluga sagði það! Brennslan fer fram eftir athöfnina og einhversstaðar þarf líkið að vera á meðan.....

Hitt er svo annað mál að útfarir á Íslandi kosta ALLT of mikið

Góð pæling

...og Takk fyrir að vilja vera vinur minn - þar til dauðinn aðskilur okkur....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:39

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

takk fyrir skemmtileg innlegg guys. Og Ása fyrir allar upplýsingarnar. Ég vissi ekki að maður gæti fyllt út eigið útfararplan á netinu.

Hrönn... þar til dauðinn aðskilur okkur  (hvað er ég búin að koma mér í)

Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1639943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband