Leita í fréttum mbl.is

Deja Vu og Lionbar

Ég fór svo létt með að gúffa í mig x-large Lionbar og heilum poka af fylltum lakkrís að það varð mér umhugsunarefni. Ég bauð nú Bretanum með mér... hvíslaði það og vonaði að hann heyrði ekki. En hann heyrði og vildi ekki, mér til mikils léttis.

Deja Vu fannst mér bara alveg þrælgóð. Það kom mér á óvart að þetta er vísindaskáldskapur. Ég les alltaf textann á hulstrunum í tætlur og það kom ekki fram á honum. Og þar sem vísindaskáldskapur getur orðið ansi absúrd þá fannt mér þeim takast svo vel upp með endinn.

Ég allavega sat ''fullnægð'' þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla (engin dónakomment takk). Hvað er annars gott orð yfir satisfied á íslensku?

dejavu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myndin er alveg ágæt og hvað er athugavert við "fullnægður"?  Nú nema að maður sé eitthvað sérstakleg dirty minded.  Meil fyrir þig.  Tatata

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert nú meiri sælgætis dísin.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

"Ánægð" er fínt orð, ef það er ekki með bresku do do ívafi  ...

Hólmgeir Karlsson, 15.7.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fullnægður er fallegt íslenskt orð sem er alltof lítið notað!

Edda Agnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 11:09

5 Smámynd: Ómar Ingi

Hvað segirðu Fullnægð humm , kveikti það svona í þér að sjá Densil flakka fram og aftur í tíma á nærbuxunum einum saman

Ég skulda þér nokkur Dónakomment þannig að here goes Dóni

Ómar Ingi, 15.7.2007 kl. 11:53

6 identicon

Þetta með að geta ekki notað orðið "fullnægður" er eins og með orðið "hýr", nú er komin allt önnur merking fyrir þetta annars fína orð.
En gott að þú naust myndarinnar, og vertu ekkert að reyna að troða þér í uppáhaldsgallabuxurnar eftir allt nammiátið.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639952

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband