Leita í fréttum mbl.is

Líkamsárás fyrir utan Rex

Fréttablaðið greinir frá því í dag að á aðfaranótt laugardags hafði lögreglan afskipti af fimm líkamsárásum á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar voru í miðborginni og sú alvarlegasta átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Rex.

Þar mun væntanlega vera um að ræða það sem ég tala um á blogginu mínu í gær. Skýrir þann fjölda lögreglubíla sem voru á staðnum. Ég geri þá einnig ráð fyrir að sú kenning mín að ég hafi komið að þegar það versta var yfirstaðið, sé rétt.

Í Fréttablaðinu segir að lögreglan kom að manni sem hafði verið misþyrmt illa með öflugu barefli. Höfðu tennur hans brotnað auk þess sem hann var nefbrotinn. Samkvæmt Lögreglunni hafði árásarmaðurinn náð að skrúfa upp einn af grænu vegstólpunum sem standa við nokkrar götur miðborgarinnar og notað sem vopn.

Já, þetta er huggulegt. Miðborg Reykjavíkur er orðin eins og eitthvað gettó hverfi í stærstu borgum heims. Hverfi sem venjulegt, löghlýðið fólk hættir sér ekki inn í við neinar kringumstæður. Það er skömm að þessu og sárvantar öflugri löggæslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já ég er svo mikil gunga að ég veit ekki hvað ég mundi gera ef svona mundi gerast nálægt mér...

Ég mundi tryllast úr hræðslu sennilega

Já það er sorglegt en satt að það þarf öflugri gæslu

Guðríður Pétursdóttir, 15.7.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Sólrún

Úff ég var einmitt að ganga inn á Rex þegar allt byrjaði og var nýkomin inn þegar allt fór í háaloft. Var bara í sjokki þarna inni! Ótrúlegt hvernig skemmtun getur endað í slagsmálum og leiðindum hjá sumum!!

Sólrún, 15.7.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er vont hvað mikið ofbeldi tengist mér á einn eða annan hátt í miðbæ Reykjavíkur. Ég held að ef grannt er skoðað að þá finnist fórnarlamb eða fórnalömb í hverri einustu fjölskyldu sem hefur orðið fyrir áreiti líkamlega eða andlega í miðborg Reykjavíkur. ég á að minnsta kosti nokkrar sögur frá mínu fólki.

Edda Agnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

frá og af mínu fólki!

Edda Agnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Ómar Ingi

Öflugri gæslu ?

Hvernig þá fleiri menn , fleiri myndavélar , fleiri handtökur sem þú varst ekki svo hrifinn af ?.

Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör ekki satt , en kanski eruð þið með góða lausn á þessu með öflugri gæslu.!

Ekki miskilja það er þörf á öflugri gæslu þegar neyslan er orðin þetta algeng í allskonar efnum og það á öllum dögum og öllum tímum.

Ég hef oft sagt það að vanmetnastu störf sem til eru eru á Heilsugæslu/spítalar og Lögreglumenn/konur

Það er ekki huggulegt að fara í útköll að skika fólk til sem er vopnað og öfurölvi eða útúrdópað ekki gaman að fara að reyna stöðva partý þar sem unglingar sem ráðast að lögrelglufólki , sem jafnvel í síðasta útkalli var að horfa uppá fjölskyldu koma að föðurnum eftir sjálfsmorð og þurfa að taka skýrslur af fólki og hreinsa upp , eða koma að ungu fólki sem er nýdáið eftir umferðarslys , það er smá streita sem fylgir slíku og getur þá brotist út reiði á meðal þessa fólks sem þarf að handtaka ungmenni fyrir að haga sérr eins og fífl.

PS: ég tala ap reynslu þar sem ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrrimælum lögreglu , en sem betur fer þroskast maður aðeins og batnar vonandi með aldrinum.

Auðvitað er samt slæmir vinnukraftar í löggunni eins og allstaðar en upp til hópa er þarna frábært fólk sem vinnur MJÖG vanþakklátt starf.

Ég vildi bara reyna minna fólk á það , annað var það ekki

Ómar Ingi, 15.7.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

vanmetnustu störfin eru án efa þeir sem starfa við aðhlynningu... Mamma mín vinnur á elliheimilinu á stokkseyri og ég hef séð hvað þetta starf er erfitt

.. en að löggæslunni að þá er einmitt betra að hafa fleiri en færri við svona erfið störf... Það er alltaf hægt að bæta við ekki satt

Guðríður Pétursdóttir, 15.7.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég glöð að vera komin af mesta "djammaldrinum"  ég held að ég myndi ekki þora að fara í miðbæ Rvíkur eins og hlutirnir eru orðnir í dag, núna tekur bara við að vera hrædd um tilvonandi unglingana sína!

Huld S. Ringsted, 15.7.2007 kl. 22:06

8 identicon

Uss, eru þeir farnir að skrúfa stólpana af stéttunum?!
Djöfulsins geðsjúklingar eru þetta...
Og ég get líka sagt ykkur það, að þessar árásir eru orðnar svo tilefnislausar að það hálfa væri nóg. Ég veit um einn sem sat með vini sínum í mestu makindum á einhverjum tröppum á Hverfisgötunni fyrir stuttu, þegar 5-6 "útlendingar" löbbuðu bara að þeim og byrjuðu að berja þá! Veit enginn af hverju, en þetta er orðið ömurlegt, þetta ástand.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Borg óttans...

Ástarkrúsidúllu þakkir fyrir námskeiðið Jóna MÍN.

Er farinn að leita að útgefanda.

Þröstur Unnar, 15.7.2007 kl. 22:50

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er komin á Aey. Er búin að vera að hugsa um kisu i allan dag. Hlakka svo til að ná í hana eða þú að færa mér hana þegar hún er tilbúin. Einu árásirnar hjá mér verða innan hjóna i kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:51

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ómar það er greinilegt að málið er þér eitthvað skylt. Ég skil fullkomlega hvað þú ert að segja en er svolítið hissa á að þú skulir taka athugasemd minni um þörf á aukinni löggæslu svona óstinnt upp (engar dónaathugasemdir takk ). Ég var á engan hátt að setja út á fólkið sem sinnir þessum störfum. Þvert á móti og þú hlýtur að vera sammála að með auknum mannafla yrði álagið minna á laganna verði. Á hinn bóginn mega þeir sem starfinu sinna ekki láta streituna bitna á fíflunum (hægara sagt en gert, ég veit). Þess vegna segi ég það, það þarf að minnka álagið á lögregluna með auknum mannafla.

og þú snýrð svolítið út úr orðum mínum með því að vitna í þau þannig að ég sé á móti því að fólk sé handtekið.

Að lokum: það er fullt af störfum sem eru stórlega vanmetin og eins og upp er talið hér, aðhlynning og lögreglustörf þeirra á meðal.  Aðallega sem sagt þjónustustörf greidd af ríki eða sveitarfélögum sem er auðvitað til skammar.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 22:53

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur. Ekkert að þakka  Láttu mig vita þegar þú finnur útgefanda. Áður en þú veist af þarftu umboðsmann. Ætli Einar Bárða taki að sér rithöfunda.

Ásdís. Khosku nafnið kom frá Jenný Önnu og þýðir kisa á rússnesku. Khoska er að verða voðalega gæf og aðeins farin að standa upp í hárinu á systrum sínum. Ég sá hana sjúga mömmu sína í gær. Var ekki viss um að hún mjólkaði ennþá en sem sagt komst að því í gær að það er víst þannig. Þú færð kisuna þína væntanlega fyrstu vikuna í ágúst.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 22:56

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég finn virkilega fyrir þessum "látum" þegar ég kem til Íslands.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.7.2007 kl. 23:24

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gunnar Helgi. En ert annars hvar?

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 23:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki vogandi að fara í miðbæinn eftir miðnætti um helgar.  Skelfilegt hreint út sagt.  Gott að það var ekki abbast upp á þig elsku Jóna mín

Ég með ferkanatað andlit af sjónvarpsglápi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 00:19

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

...í smurgalla

Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 00:34

17 Smámynd: Ómar Ingi

Nei Jóna Dóninn minn, ég var svo sem ekki að taka þetta óstinnt upp , bara þú sagðir meiri gæslu og ég spyr hvað villtu að við myndum gera ? svo byrja ég að tala um störf þessara konu og karla og Guðríður ég er þér sammála að sjá umgamla fólkið er án efa eitt af þessum vammetnustu störfum landsins en það er svo oft þannig að að ef Löggan á að hafa gert eitthvað rangt vilja allir hengja þá , en hvenar er þeim hrósað fyrir vel unnin störf voðalega sjaldan af þessum svokölluðu fjölmiðlum sem vilja frekar segja frá atvinnumótmælendum sem brjóra lög og þarf að taka með valdi og þá er löggan vondi kallinn og kommarnir sja andlit Björns Bjarna eins ófríður og maðurinn er

Ómar Ingi, 16.7.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband