Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Auglýsi eftir trampolíni fyrir Mitchelin manninn
Ég veit að bloggið er ekki ætlað til smáauglýsinga en datt samt í hug að sniðugt gæti verið að auglýsa eftir trampólíni með öryggisneti hér.
Málið er að Sá einhverfi er að breytast í Mithcelin manninn þessi elska. Fyrst var talið að barnið fitnaði svona af Amilininu (lyfið sem hann var á, en flest börn fitna af því), svo var hann tekinn af lyfinu og það sér ekki högg á vatni. Hann er hoppandi um allan daginn á milli þess sem hann teiknar og skrifar einhverja snilli og gúgglar á netinu. Og hann borðar ekkert svaaaakalega mikið. Þyrftum samt að reyna að taka af honum brauðið .
En gaurinn fer ekki út að leika sér eins og önnur börn og því held ég að trampólín í garðinn væri snilldarleikur. Væri brilliant að fá það eitthvað ódýrara en á 40 þúsund kallinn sem það kostar út úr búð (með öryggisneti).
Þannig að, ef þið eigið í fórum ykkar trampólin sem þið eruð ekki að nota lengur þá endilega látið mig vita.
Mánudagur, 11. júní 2007
Bara til að minna mig á, því ég vaknaði upp í morgun sem vanþakklát bitch
Ég er þakklát fyrir
hversu heilsuhraust ég er (ekki sjálfri mér að þakka)
Bretann sem elskar mig (vegna þess að ég er frábær og þrátt fyrir alla mína galla)
húsið mitt í draumastaðsetningunni (þó það sligi okkur fjárhagslega)
að hafa sloppið við áfengisfíknina (og þar með gjörsamlega brotið öll náttúrulögmál, a.m.k. hvað varðar mína alnánustu fjölskyldu)
vinkonur mínar (they are always just a phonecall away)
Önnu Frænku (með stóóóóóru effi. Stoð mín og stytta)
að eiga svo fyndna dóttur að hún fær mig til að hanga í búðarrekkum (blindaða af tárum)
þau forréttindi að eiga Þann Einhverfa. (Hefði ekki viljað missa af því að kynnast þeim gaur fyrir nokkurn mun)
Unglinginn Stjúpsoninn og hversu yndislegur og blíður sá gutti er og góður við systkini sín
hversu vel mér hefur farnast á vinnumarkaðnum (þrátt fyrir að hafa ekki lokið svo mikið sem einni önn í framhaldsskóla)
að hafa hætt að reykja (áður en reykingabannið skall á)
að eiga dásamlega tengdamóður (sem skilur hvað sonur hennar getur verið erfiður)
að hafa alist upp hjá ömmu og afa (sem gerðu mig að skrítnum krakka sem sagði fortó í staðin fyrir gangstétt, altan í staðin fyrir svalir, og sem vissi hvað mannbroddar voru áður en hann varð 6 ára)
að einhver hafði fyrir því að finna upp nikótíntyggjóið (sem er mín fíkn í dag)
möguleikann á að vinna í bæði Lottó og Víkingalottó (maður lifir í voninni)
bílinn minn sem rýkur í gang í hvert skipti (þrátt fyrir svo mikið hirðuleysi af minni hálfu að réttast væri að hringja í bílaverndunarsamtökin)
að hafa uppgötvað bloggið (sem aftur gerði það að verkum að ég fór að skrifa aftur eftir 100 ár)
að trúa því og treysta að Bretinn og ég verðum eins og gömlu hjónin (í smásögunni minni hér á undan)
Sunnudagur, 10. júní 2007
Stundum hefur maður bara ekki efni á að segja margt
Sunnudagur, 10. júní 2007
Ég þekki nokkrar svona
Það er að segja húsmæður, sem myndu (reyndar) sjálfar taka til og þrífa smá áður en the hired help mætti á svæðið.
Föstudagur, 8. júní 2007
Egill Helga og fröken bláeygð
Vegna þess hversu ofsalega bláeygð ég er þegar kemur að pólitískum tengingum við miðlana, pólitískum tengingum við fyrirtæki, pólitískum tengingum við peninga-áhrifafólk og pólitík yfirhöfuð þá spyr ég ykkur sem eruð ekki eins fallega eygð og ég:
Afhverju er Egill Helgason skyndilega farinn að blogga á moggablogginu? Hefur það pólitískt séð eitthvað að gera með að hann er að fara yfir til RUV?
Var hann áður með bloggsíðu á Vísi? Og hefur það þá pólitískt að gera með að hann starfaði á Stöð 2.
Bara forvitni.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Nú getur sumarið komið
Gelgjan útskrifuð úr 4. bekk með mjög góðan vitnisburð. Stolt af henni. Sá einhverfi rekur endahnútinn á skólann á morgun á vorhátíð Öskuhlíðarskóla. Skólabíllinn kemur og pikkar hann upp um 10:30 í fyrramálið og vorhátíðin stendur yfir frá kl. 11-14.
Ég er í fríi á morgun og ætla að skella mér á vorhátíðina frá kl. svona 12. Það verða hestar á staðnum og teymt undir krökkunum, trampólínin standa fyrir sínu, grillaðar pylsur o.fl.
Ég mun að sjálfsögðu bjóða Gelgjunni með en ég veit að hún ''nennir sko ekki að fara og vera þarna með fullt af einhverjum fötluðum krökkum''.
Einu sinni þegar hún var þreytt á bróður sínum skrifaði hún miða og límdi á herbergishurðina hjá sér.
Fötluðum bannaður aðgangur
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Auðvitað er þetta sjálfsagt mál
''Ríkisstjórn Svíþjóðar vill auka eftirlit með þeim sem sækjast eftir að starfa á dagheimilum, frístundaheimilum eða í skólum landsins. Farið verður fram á að fleiri starfsmenn en nú sýni skjöl sem staðfesti að viðkomandi hafi ekki gerst sekur um kynferðis - eða ofbeldisglæpi''
Ekki veitir af. Ég lenti í því með dóttur mína á frístundaheimili fyrir ca 3 árum og ég lét öllum illum látum við forsvarsmenn, umboðsmann barna o.fl. og nákvæmlega ekkert gerðist. Í því tilfelli var maður/unglingur við störf sem átti ekkert erindi nálægt börnum. Það þarf virkilega að herða eftirlitið hér og einnig leggja meira fjármagn í þetta svo hægt sé að ráða gott fólk og halda því.
![]() |
Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Hér er Öskjuhlíð um Öskjuhlíð frá Öskjuhlíð til Öskjuhlíðarskóla
Miðvikudagur 06. júní 2007
kl 03:07 Vakna við að Sá Einhverfi skellir klósettsetunni upp með látum sem honum einum er auðið, pissar, sturtar niður og kemur svo hlaupandi þungum skrefum og hendir sér upp í rúm á milli mín og Bretans.
kl. 03:25 Ég hasta á Þann Einhverfa eftir að hafa hlustað á Í grænni lautu þrisvar sinnum, talið upp að 10 nokkrum sinnum og einn hlut sem byrjar á hverjum og einum staf í stafrófinu, s.b. aaaaaaa api - bééééé banani - dééééé dóóóós - eeeee engill.... osfrv. Einnig óskaði hann öllum í fjölskyldunni til hamingju með afmælið og spjallaði við hundana
kl. 03:55 Enn er ég að hasta á Þann Einhverfa
kl. 06:50 Ýti ég á ''blunda'' á símanum og held því áfram alveg til
kl. 07:27 þegar ég tek ákvörðun um að láta Þann Einhverfa með munnræpuna sofa skólabílinn af sér, bara af því að það er svo gott að horfa á hann sofandi og þegjandi
kl. 07:45 hleyp ég út til að láta bílstjórann á skólabílnum vita að Sá Einhverfi sé ennþá sofandi og muni ekki ferðast með skólabílnum þennan morguninn. Kemst þá að því að aðeins einn farþegi er í bílnum og bílstjórinn samt búinn að vera að keyra síðan kl. 7. Það voru því fleiri en ég sem nutu þess í morgun að horfa á sofandi og þegjandi fatlaða einstaklinga með nætur-munnræpu.
kl. 09:05 horfi ég á Þann Einhverfa glaðan og kátan í fataklefanum í Öskjuhlíðaskóla. Hann söng á meðan hann klæddi sig í inniskóna og ég tek fram að það er óvenjulegt að hann sé svona ánægður þegar búið er að brjóta á rútínunni hans og hann þarf að ferðast í bíl mömmu í skólann í stað skólabílsins. Svo komumst við að því að skólastofan var læst og miði til okkar á hurðinni; Erum í tónmenntastofunni. En meira rútínubrot þoldi káti strákurinn ekki, hann fór að háskæla og tárin spýttust í allar áttir. Þoldi náttúrlega alls ekki að komast ekki inn í stofuna og byrja morguninn eins og hann var vanur.
kl. 09;10 keyri ég eftir veginum sem liggur í gegnum Öskjuhlíðarskóginn og niður að Loftleiðum.
kl. 09:15 þramma ég inn í tölvudeildina í vinnunni, grimm á svip með tölvuna mína sem ég nota til að vinna á heima (og til að blogga) og heimta lausn á vandamálinu og það strax. Þygg samt vínber af strákunum og
kl. 09:25 hlamma ég mér loks í sætið mitt í vinnunni
kl. 13:30 byrja ég að hringja og væla í Unglingnum (stjúpsyninum) því Vesturhlíð (viðvera barna í Öskjuhlíðarskóla eftir skólatíma) er að undirbúa sig undir sumarnámskeiðin og því engin viðvera sem eftir lifir þessari viku. Var því von var á drengnum heim með skólabílnum um kl. 14. Ég aftur á móti sá fram á að ná aldrei að komast út af vinnustaðnum í tæka tíð svo ég náði að kría út klukkustundar pössun hjá Unglingnum áður en hann færi sjálfur til vinnu.
kl. 14:45 mútaði ég Gelgjunni og vinkonu hennar með loforði um kleinuhringi og kökusneið ef þær litu eftir Þeim Einhverfa til kl. 15:30
kl. 15:30 hentist ég inn í ónefnt bakarí þar sem ekkert var til í og þaðan aftur út í bíl og spændi upp malbikið á leið minni í Nóatún. Þar fann ég kleinuhringi og fleira gúmmelaði og snaraðist inn úr dyrunum heima hjá mér með öran hjartslátt
kl. 15:45. Töfraði fram ''homemade'' drekkutíma handa Gelgjunni, vinkonunni og Þeim Einhverfa og hóf svo leit að gemsanum mínum því ég þurfti að hringja í vinkonu mína, til að fá fréttir og bað í hljóði að hún hefði ekki slæmar fréttir að færa eftir læknisheimsókn í morgun. Fann ekki gemsann. Hringdi í Nóatún (úr heimasímanum) og fékk staðfest að ég hefði gleymt símanum þar. Hringdi svo í vinkonu mína og var alls ekki viss um að ég væri að hringja í rétt númer því öll númer sem einu sinni eru fest í phonebook gemsans eyðast sjálfkrafa út af heilanum í mér. Fékk góðar fréttir sem betur fer.
kl. 16:01 tilkynnti ég Gelgjunni að við þyrftum að taka þann einhverfa með á bekkjarkeiluna sem byrjaði kl. 17. Því var harðlega mótmælt. Hún nennti sko ekki að hafa bróðir sinn hlaupandi um á nærbuxunum í Keiluhöllinni (hann fer úr buxunum þar sem hann kemur ef hann kemst upp með það, svo framarlega sem honum líkar staðurinn). Gelgjan sagðist því frekar vilja sleppa bekkjarkeilunni en taka þennan svarta blett á fjölskyldunni með á opinberan stað. Samþykkti þó með trega þegar vinkonan mótmælti því að missa af skemmtuninni, en hún átti að fljóta með okkur.
kl. 16:29 tekst mér að slíta Þann einhverfa frá Múmínálfunum með loforði um bíltúr og tróð liðinu í bílinn. Hafði þá tekið ákvörðun um að skutla drengnum í vinnuna til pabba síns svo Gelgjan gæti notið sín í keilunni.
kl. 16:30 hleyp ég inn í Nóatún og næstum því í fangið á konunni góðu sem gætti gemsans. Urðu fagnaðarfundir. Hjá mér og gemsanum.
kl. 16:45 vinka ég Þeim Einhverfa þar sem hann situr í sófanum í stúdíóinu hjá pabba sínum. Hann er örlítið undrandi á svipinn en kveður mig samt.
kl. 17:00 Geng ég ásamt Gelgjunni og Vinkonunni inn í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og byrja að reyna að skipuleggja og stjórna 15 gelgjum á einu bretti.
kl. 19:07 Geng ég út úr Keiluhöllinni í Öskjuhlíð með suð fyrir eyrum eftir hávaðann
kl. 19:30 Hálf-ligg ég og hálf-sit í hægindastól í stofunni minni með lokuð augun og óska þess heitt að ekki hefði akkúrat valist þetta kvöld til að halda Aðalfund foreldrafélags Öskjuhliðarskóla í kvöld.
kl. 19:50 sest ég upp í bílinn minn og segi: Bara á sama stað og vanalega takk. Og hann keyrir niðrí Öskjuhlíðarskóla.
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Hann ætti ekki að fitna allavega
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Sumir menn halda að þeir séu gjöf frá Guði
Eitt sinn er ég var stödd í New York ákvað ég að fá mér setjast niður og fá mér lunch þó ég væri ein á ferð (Geri þetta nú ekki oft). Eftir að ég var búin að panta og beið eftir matnum komu tveir menn og settust við borðið hjá mér. Ég sendi þeim drápsaugnaráð sem venjulega virkar en það gerði það ekki í þetta skiptið. Ég brá því á það ráð að snúa hring sem ég ber alltaf á vinstri hendi, þannig að steinninn sneri inn í lófann, því þá lítur hann út eins og giftingarhringur. Svo lagði ég höndina á borðið og vonaði að þetta hint myndi nægja til þess að þeir hypjuðu sig í burtu.
Þeir tóku loksins hintinu og létu sig hverfa. Mér tókst að ná mynd af þeim og birti hana hér sem aðvörun til ykkar ef þið skilduð nú rekast á þá.
Ég meina það.... sumir menn halda bara að þeir séu Guðsgjöf til kvenna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta