Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 31. október 2008
Gott ráð frá Rússlandi í kreppunni
Þetta heilræði kemur frá Rússlandi sem var í þann veginn að gleypa okkur með góðfúslegu leyfi íslenskra stjórnvalda.
Rússar eru ekkert að velta sér upp úr hlutunum. Hreinar staðreyndir og ekkert kjaftæði. Þeir hefðu tekið okkur í nefið á skömmum tíma...
ЛИЧНО Я ВКЛАДЫВАЮ ДЕНЬГИ В ВОДКУ! ГДЕ ЕЩЕ МОЖНО
ПОЛУЧИТЬ 40%?
Þýðing
Persónulega, þá set ég alla mína peninga í vodka! Hvar annarsstaðar getur maður fengið 40%?
Miðvikudagur, 22. október 2008
Verðbréfadrengurinn
Ung spákona hér á ferð. Ég vil benda á þessa ungu stúlku sem næstu Völvu Vikunnar. Nú eða bara Viðskiptablaðsins.
Njótið vel. Smá jólatónn í þessu.
Eigið fé Kaupþings 75 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Morgunblaðið 4. júlí 1936 - Sömu skítamálin og nú
Er þetta staðfesting á því að við lærum ekki af reynslunni?
Landsbanki í slæmum félagsskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Það er svo gaman í kreppunni! - Ætli Geir sé á róandi?
Við erum hipp og cool þjóð ef marka má Clive Myrie, fréttamann hjá BBC.
Ég er reyndar á þeirri skoðun að Clive kallinn hitti naglann gjörsamlega á höfuðið þarna.
Allavega tekst ég á loft af hreinni þjóðrembu við að lesa þessa setningu í viðtengdri frétt:
Ég hef á tilfinningunni að hið rólega og heimspekilega fas tveggja af miklvægustu mönnum landsins, sem hafa það verkefni að stýra Íslandi út úr þeirri fjármálaóreiðu sem nú ríkir, sé lýsandi fyrir alla þjóðina, segir Myrie.
Svo er aftur annað mál hversu róleg og heimspekileg ég verð eftir nokkrar vikur. Kannski að ég hringi í Geir og leyti mér upplýsinga um hvort hann sé á valíum eða einhverju öðru. Mér heyrist nefnilega á allri umræðu í kringum mig að ég sé veruleikafirrt og geri mér á engan hátt grein fyrir því hver staða okkar er í raun og veru, né hversu mjög ástandið eigi eftir að versna.
Ég sé ekki sjálfa mig fara að búa til kæfu, taka slátur, sulta eða spara við mig í heitu vatni. En einhvern tíma las ég einhvers staðar að neyðin kenni naktri konu að spinna. Örugglega smávegis sannleikskorn í því en það væri næs að geta brutt róandi á meðan ég hamast á rokknum.
Og strax er ég farin að heyra dagsannar, litlar kreppusögur úr íslensku heimilislífi, eins og þessa hér:
Móðir nokkur hefur verið dugleg við að baka undanfarið og gert töluvert af því að gera heimatilbúinn ís o.þ.h.
Sonur hennar um 10 ára hefur tekið þátt í þessu af heilum hug, og um daginn sagði hann við mömmu sína: Mamma! það er svo gaman í kreppunni. Þá erum við alltaf að baka brauð og meira að segja búa til ís.
Skemmtileg og þörf áminning um hvað það er sem raunverulega stendur upp úr hjá börnunum okkar sem hafa undanfarin ár, sífellt verið mötuð á ''aðkeyptum skemmtiatriðum''. Það er einfaldleikinn og nándin við fjölskylduna sem skapar bestu og dýrmætustu minningarnar.
Svalir Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ljósu punktarnir í lífinu... og stundum í dauðanum
Næstu tvær vikur hjá mér eru undirlagðar af alls konar stefnumótum. Nei nei ekkert spennandi. Enginn karlmaður kemur þar við sögu.. nema Bretinn í einhverjum tilvikum.
- Teymisfundur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík -SSR -(ásamt Hólabergi, Öskjuhlíðarskóla og Vesturhlíð)
- Foreldrafundur með Gelgjunni (þarf víst ekki að hafa miklar áhyggjur þar)
- Bekkjarkvöld í Öskjuhlíðarskóla (skemmtiatriði gaman gaman)
- Fundur með ritstjóra og útgefanda (ræða kynningu á bókinni)
- Tími hjá Stoð með Þeim Einhverfa (til að láta smíða skó fyrir veturinn)
- Rannsókn hjá Hjartavernd (róleg, bara fertug muniði. Nafnið mitt kom upp í úrtaki)
- Tími hjá tannréttingarsérfræðingi (Gelgjunnar)
- Tónleikar hjá Unglingnum í FÍH
- Sundnámskeið 2x í viku fyrir Þann Einhverfa (eitthvað þarf ég að semja um vinnutímann minn til að ferja drenginn í sundið)
Þjóðfélagið er að mörgu leyti lamað ennþá og fólk heldur að sér höndum. Sem aftur skilar sér í rólegum vinnutíma hjá mér. Og þá gefast mér tækifæri til að sinna persónulegum hlutum sem setið hafa á hakanum. Í sumum tilfellum svo vikum og mánuðum skiptir.
Þar finn ég ljósa punktinn. Í augnablikinu kemur það sér vel fyrir mig að það er rólegt í vinnunni.
Pointið hjá mér er þetta með ljósa punktinn. Auðvitað er auðvelt fyrir mig að tala svona. Ég hef ekki misst neitt og ekki heldur starfið mitt. (Kannski ætti ég að tala minna um að það sé rólegt ). En ég er að reyna að segja að það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt. Í öllum aðstæðum. Í sumum tilfellum þarf að leita betur og leggja meira á sig, en í öðrum. En ég held að við getum alltaf fundið að minnsta kosti lítinn ljósan depil. Þó ekki sé nema í fjarlægð.
Ég kynnti þessa tækni fyrir Gelgjunni í kvöld. Sat á rúmstokknum hjá henni og þurrkaði fáein tár af vöngunum hennar.
Ennþá kemur yfir hana söknuður eftir Tinnu, litlu læðunni okkar, sem keyrt var á í sumar. Þá ræðum við um dauðann og hvort hægt sé að finna tilgang með honum. Og eitthvað jákvætt. Og þó undarlegt sé er ljósi punkturinn ekki langt undan varðandi dauða Tinnu. Því eini kettlingurinn hennar af þremur, sem gefinn var í burtu sumarið 2007 er kominn heim aftur. Óvænt þurfti eigandi hans að finna honum nýtt heimili. Og við sáum beinlínis tilgang með dauða Tinnu. Nú eru allir kettlingarnir hennar sameinaðir aftur hér í Árbænum. Þetta útskýrði ég fyrir Gelgjunni.
Ég sagði henni líka frá Pollýönnu og við ætlum að lesa þá bók saman við tækifæri. Sjálf held ég að ég hafi lært margt af þeirri stelpuskjátu.
Ég efast ekki um það eitt andartak, að núverandi ástand á Íslandinu, eigi eftir að hafa margt jákvætt í för með sér. Sameiningu fólksins, meira þakklæti fyrir það sem við höfum, baráttuanda og meiri kröfur um að þeir menn og konur sem við kjósum til að stjórna landinu sé að vinna fyrir okkur. Fólkið í landinu.
En til að öllu þessu verði snúið upp í eitthvað jákvætt þarf svona fólk. Fólk sem veitir ráðamönnum aðhald. Fólk sem fylgist með. Fólk sem segir stopp.
Við erum fólkið. VIÐ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 12. október 2008
Fánýtur fróðleikur
Ég á vin á fésbókinni sem kallar sig Fánýtan fróðleik. Frá honum kemur oft í viku, allskonar skemmtilegur fróðleikur. Misfánýtur.
Hér kemur smávegis sýnishorn:
Í tilefni kreppu koma hér nokkrar vandaðar svívirðingar sem nota má við ýmis tækifæri:
"Zsa Zsa Gabor hefur gifst svo oft að hún er með hrísgjrónaför í andlitinu."
Henry Youngman
"Elizabeth Taylor er svo feit að hún setur majónes á aspirínið sitt."
Joan Rivers
"Hann lítur út eins og dvergur sem hefur verið dýft í fötu af skapahárum." Boy Gerorg, um Prince
"Er þér sama þó ég sitji aðeins aftar? Þú ert svo andfúll."
Donald Trump í viðtali við Larry King
"Ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið þitt."
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það."
Winston Churchill, við Lafði Astor
"Þú ert fullur"
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Já, frú. Ég er fullur. En á morgun verður runnið af mér en þú verður ennþá ljót."
Winston Churchill, við Lafði Astor.
-------
Mig langar að minna ykkur á að partur af því að standa saman í kreppunni er að hætta ekki að fara út í búð og versla. Í matinn, föt á börnin og aðrar nauðsynjar.
Einnig er mikilvægt að láta eftir sér einstaka ónauðsynjar; s.s. maskara þó sá gamli sé ekki alveg búinn, nærbuxur þó að til séu fyrir einar fyrir hvern vikudag, ný tegund af vítamíni o.sfrv.
Við þurfum að halda áfram að láta hjólin snúast.
Föstudagur, 10. október 2008
Bretinn stingur af
....................................................................................................................................
..........................................................................................................................
..........................................................................................................................
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Æi hann á þetta til. Þegar hann fær nóg af mér.
Svo skilar hann sér aftur, þegar söknuðurinn eftir mér verður honum óbærilegur.
Svo veit ég að hann er barasta dapur yfir því að löndin hans tvö eiga í milliríkjadeilum.
En ég held við verðum bara að taka þetta á léttu nótunum.
Eins og Dabbi:
Bretinn kominn fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Bubbi, Sá Einhverfi og fleira
Laufey Samstarfskona og ég skelltum okkur á Austurvöll í hádeginu í dag. Svona rétt til að berja Bubba og fleiri augum og upplifa stemningu og samkennd.
Þetta var næs hádegi. Hef eiginlega ekkert betra orð yfir það. Það var gott að standa undir beru lofti á fallegum, íslenskum haustdegi og láta skemmta sér.
Mér þótti boðskapur og tilgangur þessara tónleika góður. Jákvæður. Okkur veitir ekkert af jákvæðni þessa dagana. Og þess vegna fór ég. Ekki vegna þess eða þrátt fyrir að Bubbi eigi eða átti fullt af peningum. Fannst það lítið koma málinu við.
Óvænt skemmtiatriði setti sinn svip á daginn. Á milli tveggja atriða, er sviðið stóð algjörlega autt í nokkrar mínútur, birtist skyndilega karlmaður. Rölti rólega og yfirvegað yfir sviðið, tók míkrafón og hóf upp raust sína. Hann var í tveimur úlpum með húfu á höfðinu. Andlitið var tekið en milt að sjá og það vottaði fyrir kímni í augnaráðinu. Hann var drukkinn.
Þarna stóð hann og söng af hjartans lyst. Acapella. Gerði þetta bara nokkuð vel. Sérstaklega í ljósi þess að ég geri ráð fyrir að atriðið hafi verið algjörlega óæft. Honum var vel fagnað og klappað lof í lófa.
Hljómsveitarmeðlimur gekk inn á sviðið í öðru erindi. Rólega. Lagði höndina létt á öxl mannsins sem kom míkrafóninum aftur fyrir á sinn stað. Saman gengu þeir út af sviðinu og mannfjöldinn fagnaði enn hærra. Ég býst við að flestir hafi þekkt hann. Sævar Ciesielski.
Hann lyfti öðrum handlegg í kveðjuskyni og veifaði glaður í bragði.
Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með mér.
Pínulítil sorg yfir því að geta óneitanlega ekki annað en dregið af þessu þá ályktun að Ciesielski hafi orðið Bakkusi að bráð. Ég hélt að sá mæti maður hefði gengið beinu brautina í mörg ár.
Og gleði yfir því að á þessum mínútum upplifði ég samkenndina. Enginn æsingur, ekkert uppnám yfir því að einhver væri þar sem hann ætti ekki að vera. Og fagnaðarlætin voru á engan hátt hræsnisfull eða hæðnisleg. Við vorum öll þarna í sama tilgangi. Blönk, blankari, blönkust... eða ekki.
Ef ykkur finnst ég væmin þá er best að ég endi þetta á bílferð með Þeim Einhverfa í kvöld. Við vorum á leið heim eftir að ég sótti hann í Hólaberg. Ég hafði spurt hann áður en hann settist inn í bílinn, þessarar vanalegu spurningar: Þarftu að pissa?
Hann svaraði á sama hátt og alltaf: ég er búin að pissa
Og við keyrðum af stað. Ekki leið á löngu þar til hann byrjaði að hossa sér í aftursætinu og það þýðir aðeins eitt.
Ohh Ian, sagði ég svolítið pirruð. Þarftu að pissa?
Búin að pissa, sagði Sá Einhverfi.
Ég gaf í og sagði: Ekki pissa, við erum alveg að koma heim. EKKI pissa, bara stutt eftir. EKKI PISSA
Honum þótti ég fyndin. Og hló. Mikið. Og honum þótti ég svo fyndin og hló svo mikið að hann pissaði á sig.
------
Það eru erfiðir tímar hér á klakanum. Ekki síst vegna óvissunnar. Ég er fegin að það er fjöldinn allur af fólki sem fylgist grannt með gangi mála. Kemur fram í fjölmiðlum, bloggar og talar. Veitir stjórnendum landsins aðhald.
Sjálf fylgist ég með úr fjarlægð. Hlusta og les. Reyni að skilja eitthvað í þessu öllu saman. Og mestmegnis er ég að taka þetta á mínu venjulega kæruleysi. Ég vil ekki mála skrattann á vegginn fyrirfram. Nóg er samt.
Verum góð við hvort annað.
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Bubbi góður
Hvað sem hverjum finnst um Bubbaling þá held ég að enginn geti mótmælt því að hann hafi allnokkuð til síns máls núna. Og þá á ég ekki við þessa frétt sem hér er tengt við, heldur ummæli hans í símaviðtali í dag, við kappana í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni.
Bubbi ætlar að spila og syngja á Austurvelli á morgun ásamt Buffinu og kannski fleirum. Ekki í mótmælaskyni eins og sagt er í fréttinni heldur til að fá fólk til að koma saman og finna samstöðu.
Maðurinn var að semja lag og texta um þjóðina þegar þeir hringdu í hann og var kominn með tvö erindi. Skemmtilegur hæfileiki að hafa.
Hann sagði ýmislegt í þessu stutta viðtali sem snerti við taug og orðaði hlutina m.a. eitthvað á þá leið að skútan væri sokkin, en við værum í brimgarðinum með björgunarvesti og við yrðum að draga hvort annað að landi.
Tími háreystanna og blótsyrðanna myndi koma en hann væri ekki í dag og ekki á þessum tónleikum á morgun. Hvatti fólk til að koma. Sýna sig og sjá aðra og snúa bökum saman.
Mér þóttu þetta falleg skilaboð. Ég tók þau til mín og það birti aðeins til.
Svei mér þá ef ég er ekki bara svolítið meyr í dag.
Bubbi útilokar ekki pólitískt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Ný mynd um Guðföðurinn í bíó á næstunni
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þetta sé sú besta sem framleidd hefur verið. Sem er reyndar mjög óvenjulegt þegar um framhaldsmyndir er að ræða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta