Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Opið bréf til borgarstjóra
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Sá Einhverfi í pólitískum hugleiðingum
Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Er hið óeðlilega, eðlilegra?
Pistill á Pressunni um félagslega hegðun fatlaðra, jafnt sem ófatlaðra. Biðst þú afsökunar þegar þú gefur frá þér búkhljóð?
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/er-hid-oedlilega-edlilegra-
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Takk fyrir mig
Kæru þið öll.
Ég mun hér eftir vera með reglulega pistla á Pressunni og kveð því mogga-bloggið að mestu.
Hér steig ég mín fyrstu skref í opinberum skrifum árið 2007 og hefur það gefið mér heilmikið. Ég fékk mjög fljótlega byr undir báða vængi, þökk sé ykkur, og hefur það kvatt mig til frekari skrifa. Að ég tali nú ekki um að hér varð fyrsta bókin mín til. Ég segi fyrsta, því þær eiga eftir að verða mikið fleiri. Því hef ég heitið sjálfri mér.
Að sjálfsögðu vonast ég til að þið gefið ykkur tíma til að kíkja á pistlana mína á Pressunni. Ég mun linka inn á þá hér, allavega til að byrja með. Og hér er sá fyrsti.
Það er alltaf er hægt að senda mér línu á jonagisla@internet.is
Takk fyrir mig
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2010 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Hvað með póker-auglýsingarnar í sjónvarpi
Ég er einmitt búin að vera að velta því fyrir mér í góðan tíma, hvað sé málið með allar þessar póker auglýsingar í sjónvarpi. Ég hef nú ekki hundsvit á þessu, en þetta er spilað á netinu, ekki satt?
Ég hélt að það væri bannað að auglýsa fjárhættuspil á Íslandi. Eða er kannski ekki verið að spila upp á alvöru peninga?
Póker-auglýsingar fjarlægðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Undarlegt skopskyn
Ég hef húmor fyrir ólíklegustu hlutum. Stundum finnst mér kímnigáfa mín vera allt að því á gráu svæði. Jafnvel svörtu.
Hvað er fyndið er að sjálfsögðu smekksatriði. Bara eins og það er smekksatriði hvaða fatnaður er fallegur, hvaða bíómyndir eru góðar, hvernig tónlist er skemmtileg....
En svo er bara sumt sem er ekki spurning um smekk. Eins og snjóþvegnar gallabuxur. Þær eru ljótar. Það er staðreynd. Ekki smekksatriði.
Að hafa barnaníð í flimtingum getur ekki flokkast undir eðlilegan húmor. Í hvaða mynd sem er.
Ég get ekki ímyndað mér hvað þessum aðila hefur gengið til, nema að ætla að vera fyndinn. Og hverjum er þvílíkur húmor að skapi?
Kynnti sig sem dæmdan barnaníðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Hver er munurinn á fótboltabullu og vopnuðum mótmælanda?
Ég er klárlega allavega árinu eldri þennan nýársdaginn, en þann í fyrra. Ég sá það á áhrifum hamborgarhryggsins á lúkkið. Fékk vægt áfall við að líta í spegil í morgun. Eða öllu heldur í hádeginu þegar ég vaknaði. Hálfsokkin augu. Það var engu líkara en ég hefði verið á rokna fylleríi í nótt. Sem ekki var raunin.
Nú teyga ég Kristal.. eftir að hafa fengið mér afganga af reykta kjötinu í kvöldmat.
Þessi jól hafa verið mér góð. Líka áramótin. Áramótaskaupið var það besta í fleiri fleiri ár, að mínu mati. Ég glotti við tönn allan tímann og hefði vel getað horft á meira.
En ég er hálfráðvillt. Mér finnst ég eigi að hafa afdráttarlausa skoðun á því sem gerðist í gær við Hótel Borg en ég hef það ekki. Enda hefur það oft verið mér fjötur um fót að reyna að skilja allar hliðar og öll sjónarmið á hinum ýmsum málum. Ég næ því sjaldnast að mynda mér afdráttarlausa skoðun á einu eða neinu.
Þó er ég með nokkrar staðreyndir á hreinu, bæði hvað varðar mótmælin í gær sem og úr mínu persónulega lífi. Ég ætla að láta mér nægja að setja hér niður nokkrar slíkar staðreyndir:
Kisan Khoska er komin í tilrauna-fóstur í viku. Ég vona að það gangi upp. Hún verði ánægð með nýja fólkið sitt og að fólkið verði ánægt með nýju kisuna sína.
Sá Einhverfi hefur farið á kostum yfir hátíðarnar. Nýtur greinilega samvistanna við fjölskylduna. Hann læddist inn í herbergi til systur sinnar í dag þegar hann fór að lengja eftir hreyfingu þaðan og sagði: ertu vakandi? Setning sem gladdi okkur öll. Svo skreið hann upp í til hennar og kúrði með henni í góða stund.
Það var minna skotið upp af flugeldum þetta gamlaárskvöld en 2007. Það bæði fann ég heyrði á því að litlir sem engir hvellir heyrðust eftir kl. tvö í nótt og sama og ekkert hefur heyrst í dag, nýársdag. Menn virðast hafa keypt sér akkúrat brigðir fyrir þrítugastaogfyrsta og ekkert meira.
Fótboltabulla er ekki unnandi íþróttarinnar knattspyrnu, né fer þar sannur fylgismaður viss félags. Fótboltabulla er einfaldlega persóna í leit að slagsmálum.
Það heyrðist hærra í Vidda Vitleysing en í öllum sprengingunum á gamlaárskvöld.
Það mun draga til tíðinda hjá íslensku þjóðinni svo um munar næstu tvo mánuði. Og lítill kvíðahnútur er farinn að gera vart við sig. Ég reyni þó að vera bjartsýn
Ég er alfarið á móti kosningum að svo stöddu máli. Teldi slíkt vera óðs manns æði. Ekki er það vegna þess að ég sé himinlifandi með núverandi stjórn. En í einstaka tilfellum er betra að vita hvað maður hefur frekar en ekki vita hvað maður fær. Alls ekki tímabært.
Ég trúi því að við séum að læra af reynslunni. Bæði ráðamenn og almenningur. Dýr lífsreynsla það, en kannski ekki eins dýr og hún hefði orðið eftir 10 ár... 20 ár.. (Pollýanna)
Ég ætla að drepa í síðustu sígarettunni (aftur) að kvöldi 4. janúar 2009. Og ég hlakka til að fá aftur nikótíntyggjóið mitt á mánudaginn.
Menn sem mæta með bensínbrúsa í hönd á friðsamleg mótmæli, eru þar í öðrum tilgangi en hinir. Þeir tala svo sannarlega ekki mínu máli.
Af öllu hjarta vona ég að það víkingaorð sem fer af þessari þjóð sé orð að sönnu. Að við séum gerð af þrautseigju, stolti og hörku. Sjálf er ég að rifna úr þjóðarrembingi, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ég kæri mig lítt um að við verðum gleypt með húð og hári á alþjóðavettvangi.....
Gleðilegt ár til ykkar allra
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2009 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Sólskinsdrengur og Sá Einhverfi
Enginn ætti að láta þessa mynd, eða umfjöllun um hana fram hjá sér fara.
Sjálf get ég varla beðið eftir að sjá hana. Ég veit, að þó að ég og mín fjölskylda hafi lifað og hrærst í hinum einhverfa heimi síðastliðin 10 ár, þá á ég eftir að læra ótal margt.
Framleiðandi myndarinnar, Margrét Dagmar, er móðir einhverfs drengs. Myndin er um ferð þeirra um Bandaríkin og víðar, í leit að svörum og úrræðum.
Ég hitti Margréti um daginn og hún sagði eitthvað á þessa leið við mig: ég vissi áður en ég fór út, hversu aftarlega við stæðum á Íslandi á ýmsum sviðum varðandi einhverfu.. en ég hafði ekki hugmynd um hversu aftarlega.
Ég hvet alla til að fylgjast með þættinum hans Þorsteins J á fimmtudagskvöldið og umfram allt: munið að myndin verður frumsýnd 9. janúar 2009.
Sólskinsdrengurinn, hann Keli, er í bekk með Þeim Einhverfa. Mér skildist á Margréti að Kela þætti Sá Einhverfi svo fyndinn að það þyrfti að halda þeim tveimur sem mest aðskildum.
Ohh þau eru svo dásamleg þessi börn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2008 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Kreppan er aðeins farin að narta í afturendann á mér
Kreppan er aðeins farin að nudda sér utan í þessa fjölskyldu.
Ég veit að ástandið á eftir að fara versnandi og mörg fyrirtæki eru að hanga á horreiminni fram yfir áramót. Ég er, því miður, handviss um að það verður holskefla af uppsögnum, gjaldþrotum og öðru lítið skemmtilegu í janúar og febrúar.
Mögru árin eru framundan (vonandi verð ég líkamlegur holdgervingur) og þau verða nokkur. En ég er sannfærð um að það tekur okkur ekki meira en 4 ár að ná dampi aftur. Ekki samt í sama hömluleysinu. En atvinnuástandið og lífskjör munu fara smám saman batnandi.
Ég skil samt ekki þessa ofuráherslu sem á að leggja á menntamálin mitt í öllu þessu. Háskólann. Er ekki kominn tími til að endurvekja virðingu landans fyrir verkamannavinnunni og sjómennskunni. Þessum harðvinnandi stéttum sem ekki hafa verið metnar að verðleikum í áratugi. Höfum við eitthvað að gera við fleiri útskriftir í viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði og hvað þessi fræði heita nú öll?
Annars var ekki ætlunin að blogga um kreppuna. Aðeins að koma þessum bráðskemmtilega brandara að:
Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra, það væri jú enginn sjór í kringum Sviss.
Svissneski ráðherrann svaraði að bragði með annarri spurningu:
Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?".
Föstudagur, 21. nóvember 2008
24 stundir nægja engan veginn
Mig vantar tilfinnanlega nokkrar klukkustundir í sólarhringinn. Ég veit að margir kannast við það. Suma daga líður mér eins og ég ímynda mér að rjóma í þeytingi gæti liðið. Snýst sama hringinn aftur og aftur og aftur þar til einhverjum árangri er náð.
Keyra á sundnámskeið tvisvar í viku og dans þrisvar í viku. Mæta á jólaföndur, jólaböll, foreldrafundi, kynfræðslufundi, bekkjarkvöld. Læknisheimsóknir, tannlæknaheimsóknir. Finna tíma til fara að versla í matinn, elda matinn, helst lífrænt ræktað hráefni og rétti sem maður matbýr frá grunni. Þvo þvott, brjóta saman þvott, ganga frá þvotti. Læra með börnunum, hlýða yfir fyrir próf. Kemba þegar kemur upp lús í skólanum...
Svo segja þeir að það sé alltaf hægt að finna tíma í sólarhringnum til að stunda líkamsrækt og kynlíf. Ja hérna hér. Þessa dagana þyrfti þá hvort tveggja helst að fara fram í bílnum. Á leiðinni milli staða. Hvað ætli sé sektin við slíku?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta