Leita í fréttum mbl.is

Hver er munurinn á fótboltabullu og vopnuðum mótmælanda?

 

Ég er klárlega allavega árinu eldri þennan nýársdaginn, en þann í fyrra. Ég sá það á áhrifum hamborgarhryggsins á lúkkið. Fékk vægt áfall við að líta í spegil í morgun. Eða öllu heldur í hádeginu þegar ég vaknaði. Hálfsokkin augu. Það var engu líkara en ég hefði verið á rokna fylleríi í nótt. Sem ekki var raunin.

Nú teyga ég Kristal.. eftir að hafa fengið mér afganga af reykta kjötinu í kvöldmat.

Þessi jól hafa verið mér góð. Líka áramótin. Áramótaskaupið var það besta í fleiri fleiri ár, að mínu mati. Ég glotti við tönn allan tímann og hefði vel getað horft á meira.

En ég er hálfráðvillt. Mér finnst ég eigi að hafa afdráttarlausa skoðun á því sem gerðist í gær við Hótel Borg en ég hef það ekki. Enda hefur það oft verið mér fjötur um fót að reyna að skilja allar hliðar og öll sjónarmið á hinum ýmsum málum. Ég næ því sjaldnast að mynda mér afdráttarlausa skoðun á einu eða neinu.

Þó er ég með nokkrar staðreyndir á hreinu, bæði hvað varðar mótmælin í gær sem og úr mínu persónulega lífi. Ég ætla að láta mér nægja að setja hér niður nokkrar slíkar staðreyndir:

Kisan Khoska er komin í tilrauna-fóstur í viku. Ég vona að það gangi upp. Hún verði ánægð með nýja fólkið sitt og að fólkið verði ánægt með nýju kisuna sína.

Sá Einhverfi hefur farið á kostum yfir hátíðarnar. Nýtur greinilega samvistanna við fjölskylduna. Hann læddist inn í herbergi til systur sinnar í dag þegar hann fór að lengja eftir hreyfingu þaðan og sagði: ertu vakandi? Setning sem gladdi okkur öll. Svo skreið hann upp í til hennar og kúrði með henni í góða stund.

Það var minna skotið upp af flugeldum þetta gamlaárskvöld en 2007. Það bæði fann ég heyrði á því að litlir sem engir hvellir heyrðust eftir kl. tvö í nótt og sama og ekkert hefur heyrst í dag, nýársdag. Menn virðast hafa keypt sér akkúrat brigðir fyrir þrítugastaogfyrsta og ekkert meira.

Fótboltabulla er ekki unnandi íþróttarinnar knattspyrnu, né fer þar sannur fylgismaður viss félags. Fótboltabulla er einfaldlega persóna í leit að slagsmálum.

Það heyrðist hærra í Vidda Vitleysing en í öllum sprengingunum á gamlaárskvöld.

Það mun draga til tíðinda hjá íslensku þjóðinni svo um munar næstu tvo mánuði. Og lítill kvíðahnútur er farinn að gera vart við sig. Ég reyni þó að vera bjartsýn

Ég er alfarið á móti kosningum að svo stöddu máli. Teldi slíkt vera óðs manns æði. Ekki er það vegna þess að ég sé himinlifandi með núverandi stjórn. En í einstaka tilfellum er betra að vita hvað maður hefur frekar en ekki vita hvað maður fær. Alls ekki tímabært.

Ég trúi því að við séum að læra af reynslunni. Bæði ráðamenn og almenningur. Dýr lífsreynsla það, en kannski ekki eins dýr og hún hefði orðið eftir 10 ár... 20 ár.. (Pollýanna)

Ég ætla að drepa í síðustu sígarettunni (aftur) að kvöldi 4. janúar 2009. Og ég hlakka til að fá aftur nikótíntyggjóið mitt á mánudaginn.

Menn sem mæta með bensínbrúsa í hönd á friðsamleg mótmæli, eru þar í öðrum tilgangi en hinir. Þeir tala svo sannarlega ekki mínu máli. 

 

Af öllu hjarta vona ég að það víkingaorð sem fer af þessari þjóð sé orð að sönnu. Að við séum gerð af þrautseigju, stolti og hörku. Sjálf er ég að rifna úr þjóðarrembingi, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ég kæri mig lítt um að við verðum gleypt með húð og hári á alþjóðavettvangi.....

Gleðilegt ár til ykkar allra

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gleðilegt ár Jóna og bókin þín var yndisleg eins og ég átti nú von á

Hérna má síðan sjá myndbönd af mótmælendunum

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/759706/

og þetta atriði úr skaupinu var afar hressandi

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/759699/

Friður

Ómar Ingi, 1.1.2009 kl. 22:29

2 identicon

Gleðilegt ár sömuleiðis og takk fyrir alla skemmtilegu lesninguna sem þú hefur leyft okkur að njóta hingað til.  Hlakka til að fá að fylgjast með áfram

Megi nýja árið færa þér og þínum gæfu og gleði - það er það sem mestu máli skiptir!!

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár Jóna mín, kærar þakkir fyrir bloggvináttu og yndislega pistla og fróðleik um guttann þinn.

Ragnheiður , 1.1.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár Jóna mín og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem nú er farið. Bið að heilsa.

Eyþór Árnason, 1.1.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegt ár elsku Jóna, hef ekki en fengið bókina þína, en þökk sé hruni íslensku krónunar að ég get sent pening heim fyrir henni innan skamms.

Í dag er dagur númer 28 sem ég er búin að vera reyklaus  (með hjálp leynileyni)
Og ég er sko búin að reykja í næstum 30 ár.
Gangi þér guðdómlega. Vona innilega að þú losnir við þennan kæk.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt ár

Ég er eins og þú! Það háir mér stórlega að sjá báðar hliðar mótmælanna. 

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 00:06

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Glehheðilegt ár (lag; Feliz navida).

Hrönn: Þú ert klárlega í vogarmerkinu.  Á dóttur, tengdason, systur, bróður og nokkrar vinkonur í þessu merki.

Djísus þetta fólk leggur sitt á vogarskálarnar til að rugla mann.  Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 01:01

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár elsku Jóna mín!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:19

9 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gleðilegt ár kæra bloggvinkona

Anna Gísladóttir, 2.1.2009 kl. 02:45

10 identicon

Takk fyrir kveðjuna á blogginu og sömuleiðis Jóna, virkilega gott nýtt ár til ykkar allra. Það verður minsta málið að hætta að reykja fyrir þig því ég er búin að útnefna árið 2009 heilsu árið mikla. Mæli með bókinni létta leiðin að hætta að reykja hún hjálpaði mér mikið og til lukku með þetta. Ég hætti í ágúst í hitti fyrra...

Birna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 08:05

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár Jóna `mín og takk fyrir bloggvináttu.Megi árid 2009 færa tér og tínu fólki farsæld og gledi í hjarta.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 08:26

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilegt nýtt ár 2009!  Takk fyrir alla snilldarpislana á sl. ári Jóna mín.

Ía Jóhannsdóttir, 2.1.2009 kl. 08:27

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

árið góða mín, sammála þér höfum ekkert að gera með kosningar fyrr en það kemur fram fólk sem þorir getur og vill

Gaman að fylgjast með þér og þínum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.1.2009 kl. 10:06

14 identicon

Gledilegt árid bloggvinkonan mín!!!! Hlakka til margra nýrra ára hér í bloggheimum!!!!

Kvedja frá Kanarý!!!!

LBH (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:11

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilegt ár Jóna mín og takk fyrir yndisleg kynni á árinu sem var að líða.

En mig langar að skamma þig fyrir þessa fyrirsögn! Árum saman fór hann pabbi minn ekki út úr húsi án þess að hafa vasahnífnn sinn með. Enda kom hann sér oft vel en aldrei sem vopn

Stelpan sem sést nota vasahníf til að reyna að þvinga upp glugga var "vopnuð" verkfæri ekki manndrápstóli. Ég veit það...ég á hana.

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 10:38

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk elskurnar mínar fyrir kveðjurnar

Heiða mín ég verð að leiðrétta þennan misskilning. Þarna er ég reyndar að vísa í bensínbrúsa sem einhverjir aðilar tóku með sér. Ég á bágt með að trúa því að einhverjir hafi verið að tryggja sig gegn bensínlausum bíl.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2009 kl. 10:59

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Gleðilegt ár Jóna mín og takk innilega fyrir vel skrifaða og skemmtilega bók....kemur ekki örugglega framhald????

Hlakka til að lesa bloggið þitt áfram næstu árin....

Úff...þetta með mótmælin...aðeins of langt gengið...en samt?????

Bergljót Hreinsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:15

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Hann læddist inn í herbergi til systur sinnar í dag þegar hann fór að lengja eftir hreyfingu þaðan og sagði: ertu vakandi? Setning sem gladdi okkur öll. Svo skreið hann upp í til hennar og kúrði með henni í góða stund."

Og mig líka, enn einn sigurinn og þessi er stór.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2009 kl. 14:49

19 identicon

Jóna, veistu til þess að einhver hafi verið með bensínbrúsa, eða eru þetta bara sögusagnir og slúður? Það lítur út fyrir að fréttastofa Stöðvar 2 hafi frá upphafi kosið að bera út róg um þessa mótmælendur, vegna þess að útsending þeirra varð fyrir barðinu á þeim, frekar en segja fréttir. Eina myndin af „vopnaburði“ var vasahnífur sem beitt var til að opna glugga – og eina myndin sem fylgdi yfirlýsingum Sigmundar Ernis Rúnarssonar um milljónaskemmdir á tækjum var af sundurbræddum snúrum.

Einhverra hluta vegna litu tæknimenn og starfslið eldhússins á það sem sitt hlutverk að meina fólkinu inngöngu í Hótel Borg, og þá kom til ryskinga sem leiddu þó ekki af sér nema eitt mar á kinn. Og lögreglumaður er sagður hafa kinnbeinsbrotnað – á myndbandi á Vísi.is má sjá eitt grjót fljúga, eða eitthvað sem gæti allavega verið hnullungur, en annars kannast enginn nærstaddur við að grjóti hafi verið kastað, heldur aðeins mold.

Þeir mótmælendur sem ég þekki gæta þess mjög vel að kasta ekki grjóti, enda afleiðingarnar af slíku ófyrirsjáanlegar. Þau hafa hátt og brjóta jafnvel reglur ríkisins sem þeim þykir óréttlátt – ef til vill verða táknrænar skemmdir á hlutum, eins og brotin rúða í Fjármáaleftirlitinu – en þau hafa ekki stofnað fólki í neina hættu, nema þá sjálfum sér. Á þessu er mikill munur og mikilvægt að halda honum til haga.

Það er mikilvægt að halda þessu til haga til að sú saga gangi ekki lengra að þarna hafi verið ófriðarfólk í leit að átökum. Mótmælendur fóru fram með mjög markvissum hætti og þeim ásetningi að stöðva útsendingu. Það tókst. Ofbeldið kom frá lögreglu.

Ef þú veist af bensínbrúsa meðal mótmælenda þætti mér vænt um að þú segðir hvernig, hver var með hann, ef þú getur látið það uppi, og hvað hann eða hún ætlaði sér með hann – en látir annars vita ef þetta eru bara óstaðfestar dylgjur, því marga langar víst að bera slíkt út um þessar framvarðarsveitir andófsins.

Með góðri kveðju,

Haukur Már Helgason.

Haukur Már Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:54

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jóna, þetta er góður og notalegur pistill eins og þín er von og vísa. Gott að heyra með Khosku, vona að allt fari vel, þú leyfir mér að fylgjast með.  Það verður gaman að fylgjast með þeim einvherfa á nýju ári, hann er ekkert smá í framförum drengurinn, yndislegt.  Kær kveðja og takk fyrir ljúfa vináttu 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 18:10

21 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Gleðilegt ár Jóna mín!

Kristín Bjarnadóttir, 2.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband