Leita í fréttum mbl.is

24 stundir nægja engan veginn

 

Mig vantar tilfinnanlega nokkrar klukkustundir í sólarhringinn. Ég veit að margir kannast við það. Suma daga líður mér eins og ég ímynda mér að rjóma í þeytingi gæti liðið. Snýst sama hringinn aftur og aftur og aftur þar til einhverjum árangri er náð.

Keyra á sundnámskeið tvisvar í viku og dans þrisvar í viku. Mæta á jólaföndur, jólaböll, foreldrafundi, kynfræðslufundi, bekkjarkvöld. Læknisheimsóknir, tannlæknaheimsóknir. Finna tíma til fara að versla í matinn, elda matinn, helst lífrænt ræktað hráefni og rétti sem maður matbýr frá grunni. Þvo þvott, brjóta saman þvott, ganga frá þvotti. Læra með börnunum, hlýða yfir fyrir próf. Kemba þegar kemur upp lús í skólanum...

Svo segja þeir að það sé alltaf hægt að finna tíma í sólarhringnum til að stunda líkamsrækt og kynlíf. Ja hérna hér. Þessa dagana þyrfti þá hvort tveggja helst að fara fram í bílnum. Á leiðinni milli staða. Hvað ætli sé sektin við slíku?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski ánægjan sé sektarinnar virði

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Já þú segir nokkuð, þú gleymdir, hvenær ætlar þú að hafa tíma til að sofa.

Sektin, hehehe já kannski góð upphæð.

Sofðu vel í nótt.  

Góða nótt.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú þarft ekki fleirri klukkutíma í sólarhringin heldur fleirri frídaga fyrrir sjálfa þig í hverri viku. Ef þú ferð inn á þing, náðu þá því þá fram að bæta dögunum í níu úr sjö.

Brynjar Jóhannsson, 21.11.2008 kl. 04:03

4 Smámynd: Jóhann G. Frímann

24 stundir nægja engan veginn segir þú. Mig langaði til benda þér á þá staðreynd að það eru a.m.k. 3-4 vikur frá því að útgáfu 24 stunda var hætt. Morgunblaðið og Fréttablaðið eru enn í útgáfu, þökk sé Jóni Ásgeiri.

Jóhann G. Frímann, 21.11.2008 kl. 07:40

5 Smámynd: Helga Linnet

verðu ljúft þegar verður búið að finna upp takka og maður getur með einum smelli mætt á staðina.

But...það verður víst ekki á okkar tímabili....

Helga Linnet, 21.11.2008 kl. 08:25

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ef þú hefðir farið fyrr á kynfræðslufundi elskan mín, þá þyrftirðu ekki að vera að þessu skutli

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.11.2008 kl. 08:31

7 Smámynd: M

Hittast í hádeginu ef hægt er að koma því við

Annars finnst mér alltaf aukast meir og meir umstangið kringum börnin okkar. Að foreldrar mínir hafi verið upp fyrir haus að snattast með okkur systkinin, NEI Bekkjarfulltrúi, hvað er nú það ?

M, 21.11.2008 kl. 08:41

8 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

samt frekar vandræðalegt að vera tekin fyrir mök undir stýri (tekin fyrir að vera tekin) á planinu fyrir utan skólann á leiðinni á kynfræðslufund ... ókei ég skal hætt að hugsa svona dónalegt

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.11.2008 kl. 08:59

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að senda e-póst...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.11.2008 kl. 09:22

10 identicon

Það eru ekki mörg blogg sem fá mann til að hlæja upphátt

En ég held að börnin okkar í nútíma samfélagi séu ofdekruð og ofvernduð grey. Hér áður fyrr þekktist það nú ekki að maður væri keyrður og sóttur á æfingar - nei maður bara labbaði í sínar 20 mín á æfingu og þó að klukkan væri orðin 21 að þá labbaði maður bara heim aftur...og ekkert hræðilegt gerðist. Að auki að þá var bara ekki í boði að fara í lið þar sem þurfti að ferðast bæjarhelminga á milli til að æfa...það var bara aldrei inni í myndinni...enda gátu foreldar mínir verið á einum bíl öll mín æsku ár!

Þetta blogg þitt lyftir manni alltaf upp og ég hlakka mikið til að lesa bókina þína um jólin (hef hana enn í plastinu svo ég freistist ekki fyrir jól) - takk fyrir mig.

Inga Lilja (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:13

11 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Það væri gott að geta breyt þessu allavega svona stundum

Lóa Jónsd (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:42

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

fáðu þér bókina "Shortara"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:52

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ómægod  Laughing 2eins og talad úr minu hjarta...mér endist ekki sólarhringurinn... er ekki svo med flestar konur??

hafdu gott kvøld Jóna  





María Guðmundsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:53

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Anda Jóna mín, anda inn með nefinu og anda út með nefinu, öll él styttir upp um síðir.

Heyrðu láttu reyna á þetta með bílinn, það er efni í eina kilju

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.11.2008 kl. 18:27

15 Smámynd: Ómar Ingi

Jóna sefurðu bara ekki alltof mikið

Ómar Ingi, 21.11.2008 kl. 18:28

16 identicon

Takk fyrir bros dagsins í dag.

Ég bý nú bara hérna á Klakanum.
Í höfuðborginni okkar fögru.
....... heiti meðal annars ....... æi mér finnst eiginlega bara gott að vera nafnlaus ;o).......... skal senda þér það prívat og persónulega á prívat og persónulegt netefang hjá þér.

Ef ég hef rétt á þessu gefst ég ekki upp fyrr en í fulla hnefana...... lofa því!!!

Kær kveðja og takk fyrir innlitið og kvittið.

Góða helgi.

LBH

LBH (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:10

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er svo rétt hjá þér.  Ég er búin að steingleyma fyrir lögnu hver manneskjan ég er!!!!  Og hvers hún þarfnast.

Hvað er kynlíf annars?????

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:22

18 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er erfitt en við megum ekki, ekki gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og þá er ég aðallega að tala um kynlífið  Við verðum miklu betri foreldrar fyrir vikið.

 Eigðu góða helgi fulla af allskonar æfingum

Sporðdrekinn, 21.11.2008 kl. 20:05

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Eins og talað úr mínum munni, það er alltaf of mikið að gera og ég hélt í einfeldni minni að það myndi minnka þegar börnin yrðu eldri, það tók bara annað við svo nú er ég farin að hlakka til að verða löggilt gamalmenni

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:14

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þið eruð hræðilega skemmtileg

Ella Sigga. Fyndin eins og alltaf

M. Nákvæmlega. Ég man ekki eftir neinum bekkjarfulltrúum þegar ég var í skóla.

Inga Lilja. Ég er sammála þér. En við verðum að horfast í augu við breytta tíma. Mér er alveg sama hvað hver segir, það er fleira hættulegt fólk á ferli en áður fyrr. Og ég er búin að hugsa þetta; ég mun ekki senda dóttur mína í strætó niður í miðbæ í svarta myrkri. kemur ekki til greina. Ég sit því í súpunni  Eigðu góða lesningu og takk fyrir að kaupa bókina.

Hulda Bergrós. Brilliant hugmynd

Lísa B. Ekki segja þetta. Þú verður að bæta úr þessu og ekki seinna en strax

Hrafnhildur. Haha mikill misskilningur. Lítil börn - lítil vandamál. Stór börn  - stór vandamál.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2008 kl. 20:27

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sporðdrekinn. I know...

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2008 kl. 20:27

22 identicon

Kvittkvitt.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:37

23 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff...veit sko alveg um hvað þú ert að tala...vantar allavega fimm tíma í viðbót...og ég er að segja þér að ég er sko ekki að nota mikinn tíma í svefn...mesta lagi 4-5 á sólarhring...

 

Áttu ráð???

Bergljót Hreinsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:39

24 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Úff ég er úrvinda eftir að lesa þetta.

Farðu vel með þig, ekki láta streituna ná tökum á þér.

Elísabet Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 22:21

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko nóg að gera í kringum þessi börn. Hef aldrei verið í foreldraráði eða neinu af því ég vinn vaktavinnu og því erfitt að komast á fundi. Nú er strákurinn í 10. bekk og ég held að það séu ennþá sömu foreldrarnir síðan í 1. bekk. Ótrúlegt hvað fólk endist í þessu.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband