Fimmtudagur, 14. júní 2007
Blindir eru að fá sýn
Kettlingarnir þrír fæddust 2. júní.
Hérna eru þeir nokkurra daga gamlir
Þessa mynd tók ég í dag. Það er svo erfitt að ná mynd af þeim svona nálægt og ná að hafa hana í fókus, þeir eru svo litlir.
Þeir eru byrjaðir að opna augun og það er eins og að ég sé að hitta þá í fyrsta skipti, andlitin breytast svo við þetta. Það er svo sannarlega rétt að augun séu spegill sálarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Banvæn brjóstagjöf
Gelgjan er að gera út af við mig. Ég fæ a.m.k. fjögur hlátursköst á dag út af því sem vellur upp úr henni.
Hún hefur löngum verið upptekin af brjóstunum á mér. Finnst þau agalega stór og kommentar á það reglulega. Einnig þarf ég reglulega að segja henni söguna af því að ég var aðeins með hana á brjósti í 3 vikur, svo gafst ég upp því hún var svo óróleg í brjóstagjöfinni og á eftir. Síðar kom í ljós að hún var með einhvers konar mjólkuróþol og endaði á sojaþurrmjólk.
Í gær var ég að slást við hana og Vinkonuna og skyndilega skellti hún andlitinu upp að barminum á mér. Hvað er að þér sagði ég. Svakalega ertu upptekin af brjóstunum á mér.
Já sagði hún og sveiflaði örmunum til á dramatískan hátt. Það er vegna þess að ég fékk ömurlega mjólk úr þessum brjóstum í þrjár banvænar vikur.
Ég meina það! Erum við ekki svolítið skrýtin í minni fjölskyldu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Skilyrði á skilorði
Ég hlustaði á Reykjavík síðdegis í þessar 15 mínútur sem tók mig að keyra heim úr vinnunni í dag. Heyrði viðtal við Frey Ófeigsson dómstjóra. Þó að blóðið virtist ekki renna í karlinum svona til að byrja með þá komst hann á flug eftir smá tíma.
Þið verðið að afsaka hversu ófagmannlega og kannski ómálefnalega ég kemst að orði hér en ég ætla að reyna að koma þessu frá mér;
Verið var að ræða hvort ekki stæði til að koma á hérna community service (man ekki íslenska hugtakið yfir þetta) í íslenskum dómum. Það er að fólk væri dæmt til að vinna fyrir samfélagið í stað þess að loka alla inni. Mér skildist að dómarar hafa ekki rétt til að dæma fólk til slíkrar vinnu en verið væri að skoða það.
Svo talaði hann um að hann myndi kjósa að geta sett miklu fleiri skilyrði inn í skilorðsbunda dóma. Dæmi: karlmaður lendir aftur og aftur fyrir dómsstólum vegna þess að hann getur ekki fengið sér í tánna öðruvísi en að berja mann og annan. Hann er dæmdur og fær skilorðsbundinn dóm og þá er sett inn sem skilyrði að hann setji tappann í flöskuna. Að öðrum kosti bryti hann skilorð og yrði þá stungið inn.
Freyr sagði slíkt stundum notað en vandamálið vera að ekki væru úrræði hér til að fylgja slíkum málum eftir og því skiluðu þessi skilyrði ekki þeim árangri sem annars væri hægt að ná.
Hann talaði líka um að hann vildi sjá miklu fleiri fá faglega hjálp, þ.e. frá sálfræðingum, geðlæknum o.sfrv.
Og þetta er einmitt málið. Ef aðeins væri lagt meira fjármagn í þennan málaflokk þá myndi það skila sér margfalt til baka út í þjóðfélagið á allan hátt.
Ég var að ræða við vinnufélaga minn um ungan mann sem ''lenti í því'' að myrða fjölskylduföður fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var eins sorglegt og slíkir atburðir verða, algjörlega tilhæfulaus árás. Ungi maðurinn kexruglaður af dópneyslu eins og er nú yfirleitt tilfellið í þessum málum á Íslandi.
Þessi vinnufélagi minn þekkir til fjölskyldu unga mannsins og fylgist með honum og fær fréttir af honum. Hann situr að sjálfsögðu inni, skólabókardæmi um mann sem þarf að ná botninum til að átta sig. Hann er að taka stúdentspróf núna, hefur beitt sér fyrir góðum málefnum innan múranna og hefur svo sannarlega snúið frá villu síns vegar.
Þetta eru auðvitað afskaplega erfið og viðkvæm mál. Fjölskyldur fórnarlamba í morðmálum vilja sennilega ekkert frekar en að þeir seku sitji inni alla ævi og ég get ímyndað mér að það sé auðvelt að hata við þessar kringumstæður.
Svo er það hin hliðin. Fjölskylda sakamannsins sem þakkar fyrir að ástvinur þeirra fái annað tækifæri til að fóta sig í lífinu og finnst hann eiga það skilið eftir að hafa afplánað sinn dóm og svo sannarlega sýnt að hann hafi séð ljósið.
Ekki misskilja mig, ég er alls ekki að segja að morðingjar eigi að afplána sína dóma í community service. Ég er bara að flakka um víðan völl hér og velta þessum málum fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Auglýsi eftir trampolíni fyrir Mitchelin manninn
Ég veit að bloggið er ekki ætlað til smáauglýsinga en datt samt í hug að sniðugt gæti verið að auglýsa eftir trampólíni með öryggisneti hér.
Málið er að Sá einhverfi er að breytast í Mithcelin manninn þessi elska. Fyrst var talið að barnið fitnaði svona af Amilininu (lyfið sem hann var á, en flest börn fitna af því), svo var hann tekinn af lyfinu og það sér ekki högg á vatni. Hann er hoppandi um allan daginn á milli þess sem hann teiknar og skrifar einhverja snilli og gúgglar á netinu. Og hann borðar ekkert svaaaakalega mikið. Þyrftum samt að reyna að taka af honum brauðið .
En gaurinn fer ekki út að leika sér eins og önnur börn og því held ég að trampólín í garðinn væri snilldarleikur. Væri brilliant að fá það eitthvað ódýrara en á 40 þúsund kallinn sem það kostar út úr búð (með öryggisneti).
Þannig að, ef þið eigið í fórum ykkar trampólin sem þið eruð ekki að nota lengur þá endilega látið mig vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 11. júní 2007
Bara til að minna mig á, því ég vaknaði upp í morgun sem vanþakklát bitch
Ég er þakklát fyrir
hversu heilsuhraust ég er (ekki sjálfri mér að þakka)
Bretann sem elskar mig (vegna þess að ég er frábær og þrátt fyrir alla mína galla)
húsið mitt í draumastaðsetningunni (þó það sligi okkur fjárhagslega)
að hafa sloppið við áfengisfíknina (og þar með gjörsamlega brotið öll náttúrulögmál, a.m.k. hvað varðar mína alnánustu fjölskyldu)
vinkonur mínar (they are always just a phonecall away)
Önnu Frænku (með stóóóóóru effi. Stoð mín og stytta)
að eiga svo fyndna dóttur að hún fær mig til að hanga í búðarrekkum (blindaða af tárum)
þau forréttindi að eiga Þann Einhverfa. (Hefði ekki viljað missa af því að kynnast þeim gaur fyrir nokkurn mun)
Unglinginn Stjúpsoninn og hversu yndislegur og blíður sá gutti er og góður við systkini sín
hversu vel mér hefur farnast á vinnumarkaðnum (þrátt fyrir að hafa ekki lokið svo mikið sem einni önn í framhaldsskóla)
að hafa hætt að reykja (áður en reykingabannið skall á)
að eiga dásamlega tengdamóður (sem skilur hvað sonur hennar getur verið erfiður)
að hafa alist upp hjá ömmu og afa (sem gerðu mig að skrítnum krakka sem sagði fortó í staðin fyrir gangstétt, altan í staðin fyrir svalir, og sem vissi hvað mannbroddar voru áður en hann varð 6 ára)
að einhver hafði fyrir því að finna upp nikótíntyggjóið (sem er mín fíkn í dag)
möguleikann á að vinna í bæði Lottó og Víkingalottó (maður lifir í voninni)
bílinn minn sem rýkur í gang í hvert skipti (þrátt fyrir svo mikið hirðuleysi af minni hálfu að réttast væri að hringja í bílaverndunarsamtökin)
að hafa uppgötvað bloggið (sem aftur gerði það að verkum að ég fór að skrifa aftur eftir 100 ár)
að trúa því og treysta að Bretinn og ég verðum eins og gömlu hjónin (í smásögunni minni hér á undan)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 10. júní 2007
Stundum hefur maður bara ekki efni á að segja margt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 10. júní 2007
Ég þekki nokkrar svona
Það er að segja húsmæður, sem myndu (reyndar) sjálfar taka til og þrífa smá áður en the hired help mætti á svæðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 8. júní 2007
Egill Helga og fröken bláeygð
Vegna þess hversu ofsalega bláeygð ég er þegar kemur að pólitískum tengingum við miðlana, pólitískum tengingum við fyrirtæki, pólitískum tengingum við peninga-áhrifafólk og pólitík yfirhöfuð þá spyr ég ykkur sem eruð ekki eins fallega eygð og ég:
Afhverju er Egill Helgason skyndilega farinn að blogga á moggablogginu? Hefur það pólitískt séð eitthvað að gera með að hann er að fara yfir til RUV?
Var hann áður með bloggsíðu á Vísi? Og hefur það þá pólitískt að gera með að hann starfaði á Stöð 2.
Bara forvitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Nú getur sumarið komið
Gelgjan útskrifuð úr 4. bekk með mjög góðan vitnisburð. Stolt af henni. Sá einhverfi rekur endahnútinn á skólann á morgun á vorhátíð Öskuhlíðarskóla. Skólabíllinn kemur og pikkar hann upp um 10:30 í fyrramálið og vorhátíðin stendur yfir frá kl. 11-14.
Ég er í fríi á morgun og ætla að skella mér á vorhátíðina frá kl. svona 12. Það verða hestar á staðnum og teymt undir krökkunum, trampólínin standa fyrir sínu, grillaðar pylsur o.fl.
Ég mun að sjálfsögðu bjóða Gelgjunni með en ég veit að hún ''nennir sko ekki að fara og vera þarna með fullt af einhverjum fötluðum krökkum''.
Einu sinni þegar hún var þreytt á bróður sínum skrifaði hún miða og límdi á herbergishurðina hjá sér.
Fötluðum bannaður aðgangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Auðvitað er þetta sjálfsagt mál
''Ríkisstjórn Svíþjóðar vill auka eftirlit með þeim sem sækjast eftir að starfa á dagheimilum, frístundaheimilum eða í skólum landsins. Farið verður fram á að fleiri starfsmenn en nú sýni skjöl sem staðfesti að viðkomandi hafi ekki gerst sekur um kynferðis - eða ofbeldisglæpi''
Ekki veitir af. Ég lenti í því með dóttur mína á frístundaheimili fyrir ca 3 árum og ég lét öllum illum látum við forsvarsmenn, umboðsmann barna o.fl. og nákvæmlega ekkert gerðist. Í því tilfelli var maður/unglingur við störf sem átti ekkert erindi nálægt börnum. Það þarf virkilega að herða eftirlitið hér og einnig leggja meira fjármagn í þetta svo hægt sé að ráða gott fólk og halda því.
![]() |
Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta