Föstudagur, 29. júní 2007
Ég er með harðsperrur í rassinum
Eins og ég hef sagt áður er ég í einstaklega góðu líkamlegu formi . Finn það best núna eftir alla útivinnuna í dag. Við skakklöppuðumst hér um hjónaleysin í kvöld, hvort um annað þvert og endilangt (engin dónakomment takk fyrir). Ég býð ekki í hvernig ég verð í fyrramálið. Annars er gott að vera með harðsperrur í rasskinnunum. Maður fær á tilfinninguna að Jennifer Lopez megi fara að vara sig.
Ég er að fara að hitta Kollu bloggvinkonu í fyrramálið í tengslum við Þann Einhverfa og ætti því að færa minn þreytta kropp í rúmið. Maður verður nú að fá sinn fegurðarblund áður en maður hittir bloggvin augliti til auglitis. Er samt ekki í skapi til að fara að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
málning á brjóstum og víðar
Eins og ég sagði áðan þá fór ég út í garð og byrjaði að reita arfa. Þar sem ég er þekkt fyrir flest annað en að vera mikil útivistarmanneskja þá á ég ekki einu sinni föt í garðinn. Og þá meina ég einhver svona föt sem mér er sama um og er tilbúin að skríða í á hnjánum í moldarbeðum o.þ.h.
Ég gramsaði þó í skápnum upp á von og óvon og fann buxur sem ég nota aldrei, klippti neðan af þeim því þær eru svo síðar. Svo skellti ég mér hvítan stuttermabol en innan undir hann fór í topp sem nær niður fyrir rass því buxurnar eru svo assgoti lágar í mittið. Get ekki verið þekkt fyrir að liggja út í beði með boruna beraða.
En af því að mér finnst nú ekki sérstaklega skemmtilegt að reita arfa þá var ég fljót að finna upp á einhverju öðru að gera. Mála! Það þarf að mála grindverkið fyrir framan hús ásamt bílskúrshurðinni og gluggakörmum. Nóg að gera á þessum bæ.
Ég tók fram pússi-rafmagnsgræjuna sem ég-veit-ekki-hvað-heitir og hamaðist á gluggakörmum, hurðum og grindverki. Fann svo svarta málningu inn í bílskúr og byrjaði að maka á grindverkið. Ég er ekki vön. Það verður að segjast eins og er. Mörgum sinnum er ég búin að styðja mig við nýmálaðan girðingarstaur, strjúka fingrum ötuðum málningu í gegnum ný-strípað hárið og greinilega klóra mér í vinstra brjóstinu (eða kannski rak ég það utan í hliðið) því það er svart (bolurinn auðvitað). Ég er ekki enn búin að skoða bakhlutann á mér en ég hef líka þurft að hysja upp um mig buxurnar mörgum sinnum og því er hætt við að rassinn á mér sé í svartara lagi.
Jæja, nú er ég búin í pásu. Ætla út aftur og mála meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
ABBA - upphafið
Lítið vissu þau hvað biði þeirra. Heimsfrægð sem færði þeim ekki mikla hamingju. Allra síst Agnethu.
Það er gaman að hlusta og horfa á þetta myndaband sem er orginallinn úr Eurovision. Klæðnaðurinn er náttúrlega hræðilegur og hreyfingarnar ansi einfaldar. Enginn danshöfundur verið með puttana í málunum þarna. Einnig er ýmsu ábatavant í söngnum og mér heyrist að seinna hljóti laginu að hafa verið hraðað og einhverjar breytingar gerðar á útsetningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Vá hvað ég er búin að éta í dag
Með Mogganum: Kaffi með sykri og mjólk og ristabrauð (hvítt) með smjöri (ekki L&L eins og annars alltaf) og 26% osti (ekki 17% eins og venjulega)
með morgunblogginu: meira kaffi með sykri og mjólk
Í Mosfellsbakaríi Miðbæ hjá Ellisif vinkonu: Normalbrauð með smjöri og osti, tvöfaldan latte með sykri
Í kaffitímanum (það sem ég kippti með mér úr Mosó hjá Ellisif): eplaköku með þeyttum rjóma, skúffukökusneið (ar)
Í kvöldmatnum: Chinese frá Indókína (svínakjöt, lambakjöt, djúpsteiktar rækjur, súrsæta sósu, sojasósu, hrísgrjón)
Kvöldkaffi með blogginu: Te með sykri og mjólk, eplaköku (sleppti rjómanum því hann var búinn)
Einnig hef ég drukkið ómælt magn af Coke light í dag og er enn að. Mér tókst líka að skvísa snakki og öðrum ósóma þarna einhvers staðar á milli.
Ég er nefnilega í fitun í sumarfríinu. Bara svo ég geti farið í megrun eftir sumarfrí. Ætli nikótíntyggjó sé fitandi? En tannkrem?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Jenfo - sérstaklega ætlað þér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Bloggvinkona losar mig við kvíða
Ég lét loksins verða af því að taka upp símann í morgun og hringja eitt símtal varðandi Þann Einhverfa. Ég var búin að fresta þessu símtali í heilar þrjár vikur af þeirri einföldu ástæðu að ég var ekki tilbúin í það.
Í lok maí fengum við bréf þess efnis að Sá Einhverfi væri komin með pláss í skammtímavistun 2 virka daga í mánuði. Það þýðir að í stað þess að koma heim eftir skóla/viðveru þá er hann keyrður í vistunina og sóttur þangað að morgni og ekið í skólann. Góð tilbreyting fyrir bæði foreldra og barn.
En þetta er samt eins og að senda barnið sitt að heiman og maður breytist í hænumömmu við tilhugsunina. Ég sótti um svona pláss fyrir sennilega 2-3 árum síðan vitandi að biðlistinn væri langur og hugsaði; jæja, ég verð tilbúin að senda hann í burtu þegar hann loksins fær pláss.
Nú er sem sagt komið að því og bara að taka upp símann og staðfesta móttöku bréfsins og koma á aðlögunartíma voru þung skref.
Ég semsagt hringdi í morgun og kynnti mig með nafni. Sagðist hafa fengið bréf varðandi skammtímavistun og....
-er það fyrir Ian spurði indæla konan
- ha? Já einmitt sagði ég svolítið hissa (hvernig vissi hún það)
svo byrja ég eitthvað að tjá mig og konan segir glaðlega, ég veit náttúrlega svo margt um Ian og ykkur...
-ha, segi ég alveg hrikalega confused.
Þarna kemur sem sagt í ljós að konan er bloggvinkona mín. Þetta var eins og ég hefði himinn höndum tekið. Skyndilega var ég að tala við vinkonu í staðin fyrir einhverja ''stofnun út í bæ''.
Bjargaði deginum. Takk mín kæra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Þetta er sannkölluð furðufrétt
Á Indlandi hefur komið upp skortur á smápeningum, nánar tiltekið eins Rupee peninga og eru bankar víða uppiskroppa með skiptimynt og hafa strætisvagnar hætt að ganga sökum skorts á skiptimynt. Víða eru betlarar ríkastir af smápeningum en ástæðan fyrir skortinum mun vera sú að peningarnir eru bræddir niður í rakvélablöð sem eru verðmætari en peningarnir.
![]() |
Peningar bræddir í rakvélablöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Jenfo og Gurrihar í dagblöðunum
Enn og aftur ratar þetta lið í dagblöðin.
Það er ekki nóg að maður sé að kaffærast hérna á blogginu í færslum frá þessum kvennsum heldur getur maður ekki flett blöðum dagsins án þess að kaldhæðnisleg glott þeirra stari á mann. Það er bara hvergi friður.
Og hvað hafa þær svo sem afrekað þessar konur annað en að bulla og rugla einhverja þvælu. Ég get allavega ekki séð afhverju þær ættu að taka þetta pláss í blöðunum en ekki ég. Ég meina... common.
Og btw... það þýðir ekkert að koma með einhver komment hérna um að ég sé bitur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Það er nauðsynlegt að hafa álit á sjálfum sér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Breskur Redneck
Á meðan Bretinn baslaði í því að pússa pallinn í dag þá tyllti ég mér á nýju garðhúsgögnin og las blöðin, talaði við Brynju vinkonu í Berlín sem hefur fengið nýtt viðhengi við nafnið sitt (Brynja botnlangi þar sem botnlanginn var rifinn úr henni í vikunni), sötraði afgang af rauðvíni sem ég átti, bloggaði og fór í langt og taugastrekkjandi ferðalag muniði (í strípur, rendur, lokkalitun eða hvað sem þið viljið nú kalla þetta).
Ég er þreyttari en hann eins og þið getið ímyndað ykkur.
Hér getur að líta Bretann við verkið í dag. Takið eftir þessum eðalgræna lit sem er á pallinum og kreditlistann sem er krítaður á pallinn. Það er að sjálfsögðu eftir Þann Einhverfa. Bretinn er ekki flæktur í snúrurnar þó það líti þannig út, en þið megið trúa að rafmagnið átti eftir að stríða okkur á meðan þessi vél var í gangi. Viddi var mjög áhugasamur eins og þið sjáið. Við ætlum að tékka á því á morgun hvort hann geti ekki málað með skottinu.
Hér hefur svo dugnaðarforkurinn lokið við pússninguna. Græni
liturinn er þó enn ríkjandi á köntunum. Þar sést litamismunurinn vel.
En eftir nokkrar klukkustundir í sólinni, álútur yfir vélinni er Bretinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni
- Fjárhús skolaðist á haf út
- Hélt að eiginmaður stæði í framhjáhaldi
- Hlýindi, met og sögulegar hitatölur
- Hjálpa ferðalöngum yfir vaðið
- Íslenska ríkið sakfellt og sýknað
- Enga skýringu að finna á rottugangi
- Jarðskjálftinn fannst á Húsavík
- Tilkynnt um þrjá drengi með byssu
- Gul viðvörun á Suðurlandi
- Skipar nýjan sendiherra fyrir Ísland
- Snýst um peninga, ekki kynferðisbrot
- Hundahlaupið stækkar ár frá ári
- Þúsundir barna streyma út í umferðina
- Óánægja með að ekki hafi verið rætt við öll börnin
Erlent
- Leggja höfuðin á höggstokkinn
- Þrjár systur drukknuðu
- Þrír fórust í þyrluslysi á Wight-eyju
- Þjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
- Vill losa sig við einn af stjórnendum seðlabankans
- Mótmælendur vilja samning um lausn gíslanna
- Sendiherra Írans í Ástralíu vísað úr landi
- Fundust skotnir til bana í bifreið
- Óhugnanleg upplifun myndskeið
- Það gerir mig mjög reiðan
- Ábendingar höfðu borist um grunaða
- Morðin ættu að hneyksla heiminn
- Gróðureldarnir á Spáni á undanhaldi
- Átján ára grunaður um hryðjuverk í Ósló