Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Er ég í fitun?

Þar sem það var með eindæmum rólegt í vinnunni í dag ákvað ég að skella mér í Kringluna í hádeginu og kíkja á útsölurnar. Það hefði ég ekki átt að gera.

Ég er á því að allar konur eigi að taka ástandspróf við innganginn á Kringlunni. Stjórnarmenn Kringlunnar eiga að setja það sem skilyrði fyrir inngöngu kvenmanns að hún taki stöðupróf á andlegu jafnvægi og áliti á eigin líkama og útliti. Ef þeir koma þessari reglu ekki á fljótlega verða þeir allavega að veita áfallahjálp við útganginn.

Ég stefndi á að finna mér svartar buxur með frekar klassísku sniði og/eða skyrtu, boli eða bara eitthvað toppstykki. Hver af þessum flíkum átti að eiga það sameiginlegt að leyna öllu sem mér þykir miður fara á eigin líkama. Ég fór inn sem sterk kona (að ég hélt), fullkomlega sátt í eigin líkama, vel til höfð um hár og andlit og allt að því bólulaus.

Í stað þess að koma valhoppandi út úr kringlunni með einn til tvo plastpoka dinglandi í annarri hendinni sátt með mig og mín nýju föt, kom ég út sem rjúkandi rúst, með glansandi nef, úfið hár og niðurbrotin á sál og líkama.

Ég er sannfærð um að ef ég hefði tekið áðurnefnt stöðupróf þá hefði mér verið vísað frá. Það sem er undirliggjandi hefði komið í ljós. Ég er overweight, middle aged woman og langt frá því að vera sátt við útlit mitt, þyngd, líkamsvöxt eða aldur. Djöfull er maður ofboðslega ruglaður.

Ég veit þó að Bretinn verður glaður að heyra hversu naumlega hann slapp fyrir horn með lækkandi inneign á reikningnum..... hei... það er að renna upp fyrir mér ljós. Bara núna. Á þessu andartaki. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir þig afhverju Bretinn er svona duglegur að elda og sulla saman alls konar rjómasósum og smjörsteiktum sveppum, steikja beikon og kaupa rjómatertur.

Ég mun eiga orð við manninn í kvöld, það er alveg ljóst.  fat


Valtýr Björn og nýja skrifstofan

Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.

Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.

Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.

Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur  valtyr

 

Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:

  • Þetta er svartur svertingi
  • Það er hellingur af fullt af fólki
  • Þeir eru með bandarískan Ameríkana
  • Nú er það svart, það er ljóst

og að lokum:

Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær 


Þrír kettlingar

Þessar myndir set ég inn svo allir geti notið þeirra, en sérstaklega er það gert  fyrir Ásdísi bloggvinkonu

Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessum krúttum frá upphafi. Ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu fyrir nokkurn mun.

Það er stórkostlegt að sjá hvernig þessir þrír einstaklingar eru mismunandi og hafa hver sinn persónuleika. Þetta eru allt læður og hafa fengið nöfn sem Gelgjan valdi. Mig minnir að hugmyndin af öllum nöfnunum hafi komið frá bloggvinum mínum. Gelgjan veit samt að tvær þurfa að fara. Einni ætlum við að halda, en ekki hefur verið ákveðið hver þeirra það verður. Fyrst og fremst þurfum við að finna góð heimili fyrir tvær. Það er það eina sem skiptir máli.

 

Khoska1 Khoska2Þetta er hún Khoska. Hún fæddist síðust og er lang rólegust. Alvarlega systirin.

 

 

 

 

 

 

 Þetta er Perla. Hún er svakalega fjörug og vill bara leika sér.

perla1perla2

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það hún Elvíra. Hún er elst og það hefur ekki farið á milli mála, alveg frá upphafi. Hún er landkönnuður mikill og lífið snýst um að kanna hvað er hinum megin við hurðina.

ElviraogKhoska1

 

 

 

 

 

Hérna eru Elvíra og Perla að slást eins og systur gera stundum

PerlaogElvia1

Tinnasiðar

 

 

og hér er Tinna mamma eitthvað að blanda sér í málin


Þetta hefur sko verið karlkyns ökumaður

Eins og allir vita geta karlmenn ekki gert tvennt í einu. Samt hvarlaði þetta einhvern veginn ekki að mér.

Að bakka og hósta á meðan var þessum ofviða.

(Þetta hlýtur að mega fara undir Formúla 1)


mbl.is Ók á hús nágrannans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmönnum er líka nauðgað

Fólk er almennt forviða á þessum dómi. Og ekki er það skrítið. Ljóst þykir að konan hafi verið beitt ofbeldi og þvinguð til samfara en....  hvað....???

Manni fallast hendur. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fá einhvern botn í lögfræðilegar ástæður að baki þessari sýknun.

Við eigum svo langt í land. Á svo mörgum sviðum. Gífurlegar framfarir hafa orðið síðustu 30 ár hvað varðar jafnrétti kynjanna, viðurkenningu á samkynhneigð, átröskunarsjúkdómum og geðsjúkdómum. Falin mein í þjóðfélaginu hafa komið upp á yfirborðið svo sem heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og svo mætti lengi telja. En betur má ef duga skal.

Klárlega lifir mýtan enn góðu lífi. Kona, sem er nauðgað, er drusla. Á einn eða annan hátt bauð hún sig fram. Ég vitna hér í bókina Kynlíf frá árinu 1937:

''Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti.''

Ég er persónulega sannfærð um það að hér kemur ekkert til með að breytast í viðhorfi karlmanna (og ég er ekki að meina allra karlmanna) og vissulega sumra kvenna fyrr en karlmenn sem hafa orðið fyrir nauðgun stíga fram.

Karlmönnum er nauðgað. Karlmönnum er nauðgað af öðrum karlmönnum og vissulega eru þess dæmi að mönnum hefur verið nauðgað af konum. Karlmönnum er byrlað nauðgunarlyfið, bornir heim af tveimur eða fleirum og nauðgað.

Og aðeins er hægt að reyna að ímynda sér hvernig væri að vera í sporum samkynhneigðs karlmanns að kæra stefnumótanauðgun. Ég hef allavega aldrei heyrt um slíkt. En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Vonandi finna karlkynsfórnarlömb nauðgana kjarkinn, og þá stuðning frá þjóðfélaginu um leið, til að kæra glæpina. Þar til held ég að dómsvaldið verði fast í sínum fornaldarhugsunarhætti og engin skref tekin fram á við.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séð & Heyrt

Færsla Benedikts bloggvinar um fyrirsögn Séð & Heyrt um skilnað Samherjahjónanna; ''Dýrasti skilnaður Íslandssögunnar'' kveikti á þessari færslu.

Séð & Heyrt svífst einskis og sýður saman ótrúlegustu fyrirsagnir á forsíðu blaðsins, hannaðar til að grípa augað og kveikja slúðurþorsta landans (ég er ekkert saklaus þar).

Benedikt veltir því fyrir sér hvað geri þennan skilnað dýrari en aðra skilnaði.

Inn í blaðinu er afar stutt grein um málið, sem fyrir vikið er í engu samræmi við æpandi forsíðufyrirsögnina. Í þessari stuttu grein er ekkert sem bendir til þess að skilnaðurinn verði hjónunum dýr heldur eiginlega þvert á móti. Þetta virðist allt vera með fullu samþykki beggja aðila og ætti því að ganga í gegn slétt og fellt. 

Fyrir fáeinum árum síðan grétum við vinkonurnar af hlátri yfir myndatexta í þessu annars ágæta blaði. Þetta var texti með mynd af fáklæddri leikkonu á strönd þar sem hún var að sinna móðurhlutverkinu.

Textinn var einungis þrjú orð og okkur til skemmtunar slengjum við þessum orðum oft fram og hlæjum alltaf jafn mikið. Textinn var svona: ''Ánægð með appelsínuhúð''. Þvílíkir snilldarpennar þarna á ferð.


Maður er bara orðinn hagmæltur

HaloSá Einhverfi kom heim úr sumarbúðunum með hor í nös og hósta. Var svo kominn með hitavellu í morgun svo hér sit ég, heima, og get ekki annað.

Ætti svo sannarlega að nota tækifærið og gera eitthvað uppbyggilegt fyrir heimilið og ekki síður nýta góða veðrið og reita illgresi. Barasta nenni þessu ekki.

Nú er guttinn steinsofandi í sófanum í stofunni (thank God for that). Hann er búin að taka syrpu út á palli og kríta upp kreditlista í gríð og erg. Svo þegar pallhúsgögnin eru orðin fyrir listaverkasköpuninni þá á bara að færa þau til. Ef ég hefði ekki stoppað þetta þá væri ég núna með kreditlista einhverrar bíómyndar yfir endilangan pallinn hjá mér. Nýja pallinn minn!! O jæja. Fer af í næsta regnskúr.

krit

 

 

 

Gelgjan spurði með þjósti þegar hún vaknaði í morgun: ''Afhverju eru allir heima''.

 Vonbrigðin yfir heimavinnandi mömmunni (er það annars ekki partur af húsverkunum að blogga Cool ) voru þó ekki vegna þess að hún ætlaði að detta í það eða neitt slíkt. Ástæðan var sú að nú fengi hún engan verkefnalista og þar af leiðandi engan vasapening.

Ég tók nefnilega þá ákvörðun að setja henni fyrir einhver smávegis heimilisstörf á hverjum degi á meðan ég væri í vinnunni og hún fengi 200 kr á dag fyrir það. Við byrjuðum á mánudaginn og fyrstu tvo dagana hefur hún tekið þetta mjög alvarlega og gert töluvert meira en henni er sett fyrir. Er afar stolt af afrekum sínum sem hún má alveg vera, 10 ára barnið. En það spilar líka stóra rullu að mamman íhugar bónusgreiðslur þegar afrekin eru svo stór og mörg.

Hei, kannski ætti ég að taka upp krosssauminn minn sem er farinn að rykfalla ofan í poka og setjast út og sauma í sólinni.

(Setjast, sauma, sólinni. Vá næstum því ljóð. Fellur pottþétt undir menning og listir og ljóð)


Er fólk að drepast úr forvitni. Í bókstaflegri merkingu

Var að keyra upp Ártúnsbrekkuna áðan sem er ekki í frásögur færandi þar sem ég keyri þá leið alla daga úr vinnu.

Ég þekki því vel hvernig umferðin þar gengur fyrir sig; hægri akreinarnar tvær alla jafna hálfstíflaðar vegna raðanna upp í Árbæ og inn á Höfða. Rennslið á miðakrein er fínt og þeirri vinstri enn betra.

Ég var á miðakreininni í þetta skiptið og þurfti nokkrum sinnum að stoppa vegna einhverra tafa. Maður vonar alltaf að ástæðan sé venjuleg traffík en ekki árekstur eða slys. Í hvert sinn sem ég þarf að stíga á bremsuna í Ártúnsbrekkunni lít ég í baksýnisspegilinn því ég er alltaf jafn hrædd um að einhver komi brunandi aftan á bílinn hjá mér. Það eru alveg ótrúlega margir bílstjórar sem þurfa nauðsynlega að hanga svo fast í rassgatinu á manni að maður sér hvítuna í augunum á þeim og gæti náð DNA testi ef maður kærði sig um.

Þegar lengra var komið sé ég lögreglubíl með blikkandi ljós sem var lagt út í hægri kanti og tvo aðra bíla. Ekkert virtist samt vera að sem betur fer. En þetta var allt og sumt sem tafði umferðina. Sem sagt forvitnir bílstjórar sem hægðu á sér svo um munaði og gláptu úr sér glyrnurnar til tékka á hvort eitthvað krassandi væri í gangi. Bílarnir voru ekki einu sinni inn á akreininni svo ekki var það að tefja.

Hraðinn er svo mikill þarna að aftanákeyrsla getur valdið stórskaða. Ég held barasta að fólk sé að drepa sig úr forvitni.

What not to say to a traffic cop

 

1. I can't reach my license unless you hold my beer. (OK in Texas)

2. Sorry, Officer, I didn't realize my radar detector wasn't plugged in.

3. Aren't you the guy from the Village People?

4. Hey, you must've been doin' about 125 mph to keep up with me. Good job!

5. Are You Andy or Barney?

6. I thought you had to be in relatively good physical condition to be a police officer.

7. You're not gonna check the trunk, are you?

8. I pay your salary!

9. Gee, Officer! That's terrific. The last officer only gave me a warning, too!

10. Do you know why you pulled me over? Okay, just so one of us does.

11. I was trying to keep up with traffic. Yes, I know there are no other cars around. That's how far ahead of me they are.

12. When the Officer says "Gee Son....Your eyes look red, have you been drinking?" You probably shouldn't respond with,"Gee Officer your eyes look glazed, have you been eating doughnuts?"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1640032

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband