Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Indverskur og appelsínusafi

Bretinn og ég áttum notalega kvöldstund í gær.

Við fórum á Indverskan stað þar sem gin og tónik er borið fram í lágum víðum glösum með engum klaka, gleymdist að láta okkur fá hnífapör og starfsfólkið veit ekki hvað kokteill er. Yndislega frumstætt og afslappað. Þjónarnir voru eins fjölþjóðlegir og það gerist og svei mér þá ef við vorum ekki með einn Samurai-a þarna. Ótrúlega flott andlit. samurai1

Við fórum á Kaffi París til að fá okkur kaffibolla og virtum fyrir okkur mannlífið þar. Einn þjónninn, ung stúlka, örugglega undir 11% í líkamsfitu með beran nafla, gekk um með glaðleg andlit. Brosti fallega til Bretans þegar hún átti leið fram hjá borðinu okkar. Bretanum fannst þetta eitthvað persónulegt og leit í kringum sig til að athuga hvort brosið hefði verið ætlað einhverjum öðrum. Leit svo hneykslaður á mig og sagði: She is like, twelve!!!

Þarna var 12 manna hópur og við lékum okkur að því að giska á félagsskapinn á bak við hann. Bretanum fannst trainspotters líklegast. Fyrir þá sem ekki vita er trainspotters fólk (venjulega afar sérstakt fólk) sem situr á lestarstöðvum og tekur niður lestarnúmer og spáir og spekúlerar í áætlunum, áfangastöðum, lestartýpum o.sfrv.

citron 

Svo röltum við aðeins um bæinn áður en við héldum í heimsókn til Hafliða og Ellisifar. Var ákveðið að sleppa kaffinu. Ég fékk rauðvín og Bretinn appelsínudjús. Þar áttum við góða stund.

Kl. 1:45 komum við keyrandi eftir götunni að húsinu okkar og ég sá að það var ljós í herberginu hjá Gelgjunni. Fimm mínútum seinna stóð ég í herbergisdyrunum hennar og þá var allt slökkt. Hún virtist steinsofandi.

Ég veit þú ert vakandi, sönglaði ég. Ég sá ljósið í glugganum.

Ég gat næstum séð hugsanirnar brjótast um í litla hausnum hennar áður en hún játaði sig sigraða og opnaði augun.

''Busted'' sagði hún.


Spjarir og spik

Bretinn er í sturtu. Ekki að það sé í frásögur færandi. Er bara svona að leyfa ykkur að fylgjast með hvað er að gerast innan veggja þessa heimilis.

Ég fór í sturtu á meðan Bretinn steikti hamborgara og franskar ofan í Unglinginn og Gelgjuna. Sá Einhverfi fékk pasta. Enda svolítið sér á báti. Á fleiri en einn hátt.

Og þó að við förum oft í sturtu af tilefnislausu, þá er tilfefni núna. Bretinn og ég ætlum að fara eitthvað út að fá okkur snarl. Og kannski eins og eitt eða tvö rauðvínsglös. Ætlum svo að forða okkur úr miðbænum áður en skríllinn mætir á staðinn. Kannski að kíkja í heimsókn eitthvert. Eins og einn kaffibolla til Hafliða og Ellisifar. Kaffibolla eins og aðeins Ellisif getur framkallað. Ellisif er fallega mamman muniði!?

Tilefnið fyrir tilefninu er ekki neitt. Nema að Bretanum langar að eyða tíma með mér. Fjarri bloggvinum. Hahahaha. Nú fannst mér ég fyndin. Nei, fjarri börnunum. Og mig langar að rifja upp hvernig er að vera með Bretanum. Fjarri börnunum.

Ég sit hér sallaróleg á meðan Bretinn sturtast, set inn þessa færslu og sötra rauðvín.

Fyrir 10 mínútum síðan var ég ekkert róleg. Ég týndi á mig hverja spjörina á fætur annarri og reif mig jafnharðan úr henni aftur. Til og með klippti neðan af gallabuxum til að athuga hvernig þær færu mér hnésíðar. Skipti um skó fjórum sinnum og svitinn lak niður bakið á mér. Svona pirringssviti. Þetta er of þröngt, þetta er of vítt.... nei annars. Fann ekki eina spjör sem var of víð. En ég sættist að lokum á skyrtu sem er nógu víð til að fela björgunarhringinn... hringina kannski.

Að lokum ákvað ég að bros og kátína klæddi mig betur en allar heimsins spjarir. Beint bak og reist höfuð væri glæsilegra en 11% líkamsfita.

Því sit ég hér tilbúin. Bíð eftir að Bretinn finni sér hentugar spjarir svo ég geti farið og gúffað í mig einhvers staðar.

 


Þau hafa þjáðst nóg

Þetta mál er hræðileg eins og alltaf þegar börn eru numin á brott. Ég er sannfærð um að af tvennu illu sé betra að hafa lík til að jarða heldur en að velkjast í vafa alla ævi um afdrif barnsins síns.

Ég vona að öllu hjarta að ekki verði tekið upp þeirri vitleysu að kæra foreldra Madeleine litlu. Hver væri tilgangurinn í Guðanna bænum. Enginn getur dæmt þau harðar en þau sjálf og hvað yrði um hin börnin þeirra ef þau yrðu fundin sek. Yrðu þau ekki tekin af þeim. Og hvað svo?

Nei, ég sé ekki tilganginn.


mbl.is Foreldrar Madeleine sæta vaxandi gagnrýni í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí og strípur

Almáttugur hvað mig er farið að langa í sumarfrí. Allt í einu. Þetta er eins og með hárið á mér. Ég lít í spegil og er bara ánægð með hausinn á mér. Sólarhring seinna lít ég í spegil og mig vantar að komast í strípur. Núna. Strax. Hef einhvern vegin aldrei vit á því að panta næsta stríputíma í tæka tíð. Að fá tíma í strípum og klippingu hjá þessum snillingum sem fara höndum um hausinn á mér er nokkurra vikna prósess. Ég hringdi í dag á stofuna.

Hvenær get ég fengið tíma hjá Óla? spurði ég stúlkuna

Augnablik sagði hún og ég heyrði hana fletta í bókinni. Og ég heyrði hana fletta í bókinni. Og ég heyrði hana fletta. Og fletta....

Ertu komin í október? Spurði ég örvæntingarfull.

Hún hló. Ekki alveg svaraði hún.

Ég fékk tíma 10. ágúst. Sem er reyndar allt í lagi. Nema að ég vakni í fyrramálið og það verði Bad Hairday.

Ég aftur á móti VEIT að ég vakna í fyrramálið og það verður Bad Workingday. Nenn'ess'ekki.

Sumarfrí takk. Núna. STRAXbadhairday

 


Þrír kettlingar og þvottur

Ég kom með fangið fullt af þvotti úr þvottahúsinu og dembi honum öllum í stól í stofunni. Fór svo að brjóta saman. Af nógu var að taka.

Hvar eru kettlingarnir spurði ég Bretann.

Þeir voru þarna í stólnum rétt áðan sagði Bretinn og benti annars hugar út í loftið.

Ó, sagði ég og fór að grafa í þvottahrúgunni eftir þremur kettlingum.

cat2


Dauð og enn að setja á Visa rað

Vegna gátunnar hjá henni Kristínu Kötlu datt mér í hug nokkuð sem ég heyrði um daginn. Er það rétt að þó maður vilji láta brenna sig (sko eftir að maður er dauður) að þá þurfi ættingjar samt sem áður að punga út fyrir rándýrri líkkistu?

Það sé skylda að manni sé troðið í líkkistu fyrir 300 þúsund kall. Svo sé maður brenndur ásamt  öllum þúsund köllunum.

Afhverju má maður ekki frekar ánafna þessum pening í eitthvað vitrænt. Eiga líkkistusmiðir almennt ættir að rekja inn á þing? Hver setur annars þessar reglur? Landbúnaðarráðuneytið?

Anyone...?!


Aldrei hægt að stóla á þessi börn

......... .......................... ............... ...................... ...................... .................... 

 

Þegar Gelgjan var lítið og krúttlegt barn þá spurði ég hana:

 

gútsí gútsí hver er fallegasta og besta mamman í heiminum?

Hún hugsaði sig um. Bara andartak.  Og svo lýsti litla andlitið af gleði og banvænni hreinskilni þegar hún svaraði ''Ellisif''.

kid


Ef einhver spyr um mig.....

.........................................................................................

þá er ég í sófanum að horfa á Law & Order.

Hélt kannski að einhver vildi vita það.

Tek við skilaboðum í kommentkerfi.


Kringlan og dýrahár

Nú skal haldið í Kringluna.

Ég ætla að versla afmælisgjöf. Veit nokkurn vegin hvað það skal vera og því mun ég setja á mig augnleppa eins og notaðir eru á vagnhesta. Með því móti sé ég hvorki til vinstri né hægri heldur bara beint áfram. Engar gluggaútstillingar skulu fá að glepja augað í þessari Kringluferð og beint skal haldið í þessa einu verslun. Enda þarf ég að ljúka erindinu fljótt og vel þar sem Bretinn ætlar í golf og einhver þarf að sinna Þeim Einhverfa.

Við heimkomuna stefni ég á að ryksuga þetta heimili sem ég bý á. Viddi hundur er að fara úr hárum og ég segi það satt að ég veð tætlur úr feldinum hans upp að ökklum. Svo bætir sennilega ekki ástandið að á heimilinu eru þrír kettlingar og læða.

Khoska2

(Fyrir Ásdísi; Khoska

 

 

 

 

Einhvern tíma þegar Viddi var í sama ástandi og núna kom Fríða megavinkona og stuðningsmamma Þess Einhverfa í heimsókn. Hún er á svipuðu plani og ég hvað varðar heimilisþrif, þ.e. ekkert að stressa sig á þessu. En jafnvel henni ofbauð. Hún leit niður fyrir tærnar á sér og hafði þetta að segja um ástandið: ''Ertu ekki að grínast''? Svo mörg voru þau orð. Svo fengum við okkur kaffi.

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband