Leita í fréttum mbl.is

Kringlan og dýrahár

Nú skal haldið í Kringluna.

Ég ætla að versla afmælisgjöf. Veit nokkurn vegin hvað það skal vera og því mun ég setja á mig augnleppa eins og notaðir eru á vagnhesta. Með því móti sé ég hvorki til vinstri né hægri heldur bara beint áfram. Engar gluggaútstillingar skulu fá að glepja augað í þessari Kringluferð og beint skal haldið í þessa einu verslun. Enda þarf ég að ljúka erindinu fljótt og vel þar sem Bretinn ætlar í golf og einhver þarf að sinna Þeim Einhverfa.

Við heimkomuna stefni ég á að ryksuga þetta heimili sem ég bý á. Viddi hundur er að fara úr hárum og ég segi það satt að ég veð tætlur úr feldinum hans upp að ökklum. Svo bætir sennilega ekki ástandið að á heimilinu eru þrír kettlingar og læða.

Khoska2

(Fyrir Ásdísi; Khoska

 

 

 

 

Einhvern tíma þegar Viddi var í sama ástandi og núna kom Fríða megavinkona og stuðningsmamma Þess Einhverfa í heimsókn. Hún er á svipuðu plani og ég hvað varðar heimilisþrif, þ.e. ekkert að stressa sig á þessu. En jafnvel henni ofbauð. Hún leit niður fyrir tærnar á sér og hafði þetta að segja um ástandið: ''Ertu ekki að grínast''? Svo mörg voru þau orð. Svo fengum við okkur kaffi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

úff já, amma átti tvo stóra ketti sem fóru stanslaust úr hárum. Hárin svifu um í loftinu...Hún gaf okkur alltaf frostpinna þegar við komum í heimsókn og undireins og þeir voru opnaðir urðu þeir "loðnir"

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha. svolítið svona blendnar æskuminningar á ferðinni þarna Guðríður.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég þekki þetta  svona er þetta bara með blessuð . Dýrinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2007 kl. 12:56

4 identicon

Er það ekki orðið vísindalega sannað að dýrahár styrki ofnæmiskerfið, allavega þegar ég nenni ekki að taka til og þrífa, þá útskýri ég það alltaf með þvi að benda réttilega á að, það er vont fyrir börn að alast upp í sótthreinsuðu umhverfi. Það er gott fyrir ónæmiskerfið að vera innan um ryk og dýrahár.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:44

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvernig ryksugu áttu? Alltaf í vandræðum með ryksugur, ég nenni ekki að ryksuga! Það er nebbilega komin sjálfvirk á markaðinn - þekkiðu hana?

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:51

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjör dúlla þessi Khoska. Ég á hund með ljósan feld og var svo vitlaus að setja dökkt á öll gólf hér, tvisvar á ári er íbúðin teppalögð með ljósu teppi alveg sama hvað ég ryksuga og moppa oft!!

Huld S. Ringsted, 22.7.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dúllurússínurassinn minn hún Khoska.   knús til hennar. Ég leyfi mér nú að efast um að þú komist klakklaust í gegnum Kringluna, held það sé ekki hægt. Heyri frá þér í kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guð hvað ég er að bonda með ykkur hérna. Held við ættum að stofna svona ryksugu-dýrahára-dökkgólf-leiðinlegarryksugur-styrktarhóp.

Guðrún ég er svo hjartanlega sammála þessu með ónæmiskerfið, er alveg sannfærð um að fólk sé farið að sterilísera umhverfið of mikið og það sé ástæðan fyrir vaxandi ofnæmisvandamálum.

Edda og Huld. Viddi er líka með ljósan feld og það eru SVARTUR steinn á gólfunum hérna. Tek það fram að það var ekki mitt gólfefnaval. Mér þykja engar ryksugur nógu öflugar eins og Nilfix var hér í gamla daga. Sjálfvirka ryksugan lofar góðu það sem ég hef séð af henni. Sem er reyndar bara myndband, ekki séð hana í life action.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 14:18

9 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara sætt kvikindi

Ómar Ingi, 22.7.2007 kl. 14:34

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að kisum slepptum, skemmtu þér ógisla vel í Kringlunni og gangi þér vel með leppana.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 14:38

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þekki það líka.. fuglafiðrið. Kannski verð ég fræg einhvern daginn þegar ég finn upp ryksugu sem er fest á hunda sem þeir svo draga á eftir sér út um allt hús. Komin tími til að þessi kvikyndi hreinsi eftir sig sjálf.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 14:53

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hvernig með þessa sjálfvirku ryksugu, er ekki hægt að prógrammera hana svo hún elti hundinn?

Huld S. Ringsted, 22.7.2007 kl. 15:38

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Allir hafa sagt það sem ég vildi segja... Þetta er allavega æðisleg mynd af konungi hárana.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.7.2007 kl. 15:44

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessi er algjört krútt.

Handryksygur eru frábært fyrirbæri! Eignaðist eina slíka í vetur og hún er mikið notuð á heimliinu.

Marta B Helgadóttir, 22.7.2007 kl. 15:45

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ó já mig langar svo í svoleiðis.....

Meira að segja óskaði eftir handryksugu í jólagjöf, held að enginn hafi trúað að ég virkilega vildi svoleiðis þannig að ég fékk enga

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2007 kl. 15:52

16 identicon

Sjálfvirk ryksuga !hmmm afhveru hefur enginn sagt mér frá svoleiðis ? Ætli það se til sjálfvirkur uppvaskari, þvottabrjóta-samari og skúrari ?? I wonder.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:28

17 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það er náttúrulega til uppþvottavél

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2007 kl. 16:39

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Dásamlegt  I love it  vonandi er þessi sjálfvirka góð en annars er komin umboðsmaður með innbyggt ryksugukerfi í hús og þá þarf mar bara að labba með ranann í hvert herbergi og festa hann í vegginn! Mundi mar nenna því eða á mar að halda sig við sjálfvirku hugsunina? Ég bara spyr?

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1639933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband