Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Dreymdi typpi í morgun

Mig dreymir aldrei typpi ég get svarið það.

En í morgun þegar ég var að losa svefn var mig að dreyma einhverja dellu eins og vanalega og þá...

þarna var einhver stúlka í kjól. Veit ekkert hver hún var en fannst hún vera einhver fræg. Svo skellti hún sér í handstöðu upp við vegg og kjóllinn féll náttúrlega niður. Innanundir voru engar nærbuxur heldur birtist bara sprelli pelli í allri sinni mynd.

Einhvern veginn féll kjóllinn aftur fyrir dýrðina og enginn viðstaddur sá þetta nema ég. Ég sneri mér undan og hugsaði að þetta mætti aldrei neinn frétta. Þetta myndi eyðileggja líf túlkunnar/drengsins.

Og svo vaknaði ég.

Er ég að bilast eða....? 

 


Katrín Snæhólm listakona - Ég er búin að taka ákvörðun

Ég var svo heppin að vinna ævintýrasagnasamkeppnina á blogginu hennar, Katrínar bloggvinkonu því að launum fæ ég endurprentun að eigin vali á mynd eftir hana.

Það tók mig töluverðan tíma að ákveða mig og ég lét tvær vinkonur mínar velja 2 myndir hverja og svo settumst við Bretinn yfir þetta í gærkvöldi og sættumst á Kona rauð.

Ég hlakka svakalega til að velja ramma á hana og hengja upp á vegg hjá mér. Er meira að segja búin að ákveða staðinn.


Síðasti punkturinn í smásögunni sleginn

Var að reka endahnútinn á smásöguna. Margt gerðist á þeirri leið og m.a. er titillinn breyttur og jafnvel ekki endanlegur. Eins og er heitir hún Á ferðalagi hvernig sem viðrar en hét áður Vatnið sem hvarf.

Þorvaldur sæti hefur lýst því hvernig sögur skrifa sig sjálfar. Maður sé að skrifa og búin að plana eitthvað og svo barasta taki sagan allt aðra stefnu en maður áætlaði og maður ráði ekki neitt við neitt.
Ég hugsaði; yeah right. Maðurinn er náttúruskáld og svona gerist ekki hjá mér.

En vitið bara hvað! Það er nákvæmlega það sem gerist. Og ég ætla að nefna dæmi.
Þessi saga fjallar um dreng sem er mjög nákominn ömmu sinni sem deyr. Amman trúði á guð en drengurinn er ekki sannfærður. Hann verður reiður út í þennan Guð þegar amma hans deyr og leggur próf fyrir Guð sem á að sanna tilvist sína.

Ég var náttúrlega ekki búin með söguna í tímanum í gær en las upp það sem komið var. Sagði liðinu að ég hefði ekki hugmynd um hvaða vatn þetta væri sem ætti að hverfa. En ég væri ákveðin í því að sagan ætti ekki að vera svona eitthvað sentimental og ég þyrfti að ljúka þessari jarðarför af sem fljótast svo ég gæti snúið mér að prófinu á guð og allt það.

En viti menn! Sagan endar á því að vera UM jarðarförina.

Svona gerast kaupin á eyrinni.

VÁ HVAÐ ÉG GET SETT ÞESSA FÆRSLU Í MARGA FLOKKA. TIL OG MEÐ KVIKMYNDIR (þetta gæti orðið að kvikmynd), STJÓRNMÁL (málefni aldraðra koma þarna inn í), TRÚARBRÖGÐ (skýrir sig sjálft), MENNING OG LISTIR (skýrir sig sjálft hmmm)..... Finn samt enga tengingu við formúluna (líkfylgd fellur sennileg ekki þar inní) eða enska boltann (enginn Breti hér).


Teletubbies

Í allri umræðunni um Stubbana hérna á bloggsíðunum get ég ekki annað en skellt hérna inn gamalli færslu frá mér.

Gaurarnir hér efst á síðunni hjá mér eru þar af góðri ástæðu. Ég kalla þá reyndar gaura því mér hefur alltaf þótt eins og þeir væru allir karlkyns en það er nú ekki þannig.

Þessi rauða heitir Po (Pó) og þessi gula heitir Laa-laa. Það eru stelpurnar.

Þessi græni heitir Dipsy (Dipsí) og sá fjólublái Tinky Winky (lengi sakaður um samkynhneigð því auðvitað þarf alltaf að koma kynferðislegum pælingum að í tengslum við allt. En það verður náttúrlega að viðurkennast að gaurinn gengur um með handbag for crying out loud og nafnið hans er soldið sona dúbíus). Þetta eru strákarnir.

Í teletubbies landi fjölga kanínurnar sér vel og eru mun algengari sjón en í Öskjuhlíðinni og sólin sem skín á Teletubbies húsið hefur andlit ungabarns og hjalar og hlær (and gives me the creep).

Mér þykir vænt um þessar fígúrur því þær kölluðu fram bros og hlátur hjá flotta einhverfa stráknum mínum þegar hann var lítill og næstum algjörlega úr sambandi við umheiminn. Sennilega voru þetta fyrstu nöfnin sem hann lærði af eigin frumkvæði. Að hann skyldi þekkja þá í sundur og læra litina á þeim gladdi okkur pabba hans alveg ósegjanlega. Þetta var á sama tíma og hann kaus frekar að ganga afturábak eftir stofugólfinu en áfram, og helst á tánum, og hans eigin skuggi olli honum miklum heilabrotum.

Mig minnir að við höfum fengið fyrstu Teletubbies videospólur sendar frá Englandi, upprunalandi þessa sérstöku karaktera, eftir að strákurinn sá þá í bresku sjónvarpi þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu hans. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað það er sem heillar svona en lítil börn elska þessa gaura. Kannski er það barnalegt málfarið og sífelldar endurtekningar sem fanga svona augað og athyglina og spila inn á getuna til lærdóms.

Síðan þetta var er mikið vatn runnið til sjávar. Sá einhverfi er nú 8 ára, er í 3ja bekk í Öskjuhlíðarskóla og er einn fyndnasti karakter sem ég þekki. Hann tekur sífelldum framförum og lætur sér ekki lengur eingöngu nægja félagsskap Teletubbies en hann stingur alltaf öðru hvoru spólu í tækið og veltist þá um af hlátri.

Ég mæli með Teletubbies inn á hvert heimili þar sem þörf er á snúsi um helgar fyrir þreytta foreldara lítilla barna. Þættirnir eru snilld í einfaldleika sínum og súrelíisma.


Vantar smá hjálp - engin verðlaun í boði önnur en ánægjan

Svona áður en ég klikka á ''aftengjast'' fyrir svefninn þá dettur mér í hug að þið kæru bloggvinir, sem og aðrir bloggarar gætuð aðeins aðstoðað mig.

Annað kvöld, þ.e. mánudagskvöld, þarf ég að ljúka við smásögu og skila til Þorvaldar sæta.
Smásagan heitir Vatnið sem hvarf.

Mig vantar hugmyndir um það hvernig vatn getur horfið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort um stöðuvatn er að ræða, vatn í vaski eða krana, vatn í hundadalli, vatn í baði, poll...
Allt er opið.
Ástæðan getur verið yfirnáttúruleg, náttúruleg, af manna völdum, dýra völdum....
Hvað sem er.

Hugmyndirnar verða að vera stuttar og laggóðar því ég þarf svo að stela þeim frá ykkur.
Dæmi: pollur sem gufar upp í sól.
Eitthvað svona einfalt.

Og koma svo.....


Bretinn rak hressilega við

í stofusófanum á neðri hæðinni.

Ó mæ god sagði ég felmtri sleginn.

Já, hvað? æpti gelgjan úr herberginu sínu á efri hæðinni. Heyrðist einhver vera að kalla á sig.

Ég veit ekki hvort það voru hljóðin frá mér eða pabba hennar sem hún tók til sín, en hvort sem það var, þá engist ég hérna ennþá í krampakenndum hlátri.


Áfram skal haldið með afmeyjunina

þar sem ég er að pikka á makka Bretans og það liggur ekkert sérstaklega vel fyrir mér, þá nenni ég ekki að koma með venjulegar upplýsingar um fyrri færslur úr bókinni Kynlíf frá árinu 1937. Þið getið bara skrollað á síðunni minni og leitað að fyrri færslum ef þið viljið lesa þær.

kafli 173. Blæðing við afmeyjun.

Dálítið blæðir úr hinu rifna meyjarhafti. Venjulega er þessi blæðing aðeins fáeinir dropar. Það eru þessir vel þekktu dropar, sem meðal ýmsra þjóða er beðið með fjálgleik sem merki meydómsins, og eru jafnvel sýndir ættingjum með sérstakri athöfn næsta morgun, og blessa þeir þá lakið eða fara með þetta sigurmerki ástarinnar og hengja það upp í einhverju hofi eða heilögum skógi.

kafli 174. Hvað skal gera, ef meyjarhaftið reynist óslítandi.

Ef haftið reynist óslítandi, þrátt fyrir nægilega getu mannsins, en það er mjög óvenjulegt, og kemur helzt fyrir hjá konum, sem komnar eru yfir þrítugt, skal ekki beita afli. ''Þú skalt ekki byrja hjúskap þinn með nauðgun'' (Balzac). Ekki ber að taka slíkt of nærri sér, heldur reyna aftur næstu nótt. Reynist það aftur árangurslaust, skal leita til læknis, sem klippir haftið í staðdeyfingu.

kafli 175. Leifar haftsins geta valdið sársauka.

Stundum kemur það fyrir, þótt haftið rifni á eðlilegan hátt, að leifar þess valdi sársauka við frekari samfarir. Venjulega hverfa þessar trefjar á nokkrum dögum og vikum. Ef ekki, þá er bezt að láta lækni taka þær.


Neyðarfundur

Ég er búin að vera óvenju upptekin á kvöldin undanfarið. Námskeiðið hjá Þorvaldi vini okkar og svo var efnt til neyðarfundar í kvöld.
Foreldrar barna í 2. og 3. bekk í Öskjuhlíðarskóla hittust í kvöld og lögð voru drög að áætlun um að knýja fram mannsæmandi menntun fyrir börnin okkar. Við höfum áhyggjur af því sem virðist vera minnkandi fjárveiting til skólans því starfsfólk skólans er að hætta í stórum stíl. Álagið er orðið svo mikið á hvern og einn vegna þessa og starfsfólkið gefst upp, Það lítur út fyrir dökk haust á þessum vettvangi. Við munum feta okkur upp valdastigann þar til árangri er náð. Við erum ákveðin í því að linna ekki látum fyrr en réttlætið nær fram að ganga. Það er ljóst eftir fund kvöldsins að það er vilji til að byggja upp sterka samstöðu meðal foreldra. Það eru systkinahópurinn Ótti, Reiði, Vanmáttur og Vilji sem rekur fólk áfram. Við ætlum ekki að láta bjóða börnunum okkar upp á þetta.
Hvert og eitt foreldri á þessum fundi hefur þurft að heyja hverja baráttuna á fætur annarri fyrir barnið sitt allt þess líf á einn eða annan hátt. Það er nóg komið. Hvernig í ósköpunum stendur á því að við þurfum að berjast fyrir því að börnin fái þá menntun sem önnur börn á þeirra aldri fá. Skólinn er að breytast í geymslustað og hverjum er um að kenna. Hvað er að gerast? Takmarkið er að komast að örsökinni og uppræta hana.

Á að vera að skrifa smásögu

Ég er þreytt. Ég er pirruð. Ég ætla að skríða upp í rúm og ráða krossgátur þar til ég líð útaf.

Heimaverkefni á áðurnefndu námskeiði var að skrifa smásögu en ég er búin að vera. Aðallega andlega.

Reyni að tjasla einhverju saman í hádeginu á morgun og á klukkutímanum sem ég hef eftir að vinnu lýkur þar til ég á að hitta Þorvald sæta.

Góða nótt


Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband