Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Kennsla punktur is

Vegna yfirþyrmandi hrifningar á námskeiðinu sem ég tala um á blogginu hér á undan (þrátt fyrir að ég gruni nú suma (nefni engin nöfn) um að hafa meiri áhuga á fyrirlesaranum en efninu) vil ég benda á www.kennsla.is og kennsla@kennsla.is.

Þorvaldur og konan hans (já stelpur, konan hans) Helena Jónsdóttir reka saman kennsla.is sem er framleiðslu- og fræðslumiðstöð.

thorvaldur 

Endilega kíkið á vefinn hjá þeim. helena

 


Skapandi skrif

Skellti mér á námskeið. Fyrsta kvöldið af fjórum var í kvöld. Fyrirlesari er Þorvaldur Þorsteinsson sem m.a. skrifaði Blíðfinnsbækurnar.

Þorvaldur Þorsteinsson. Það er ekki

eins og útlitið skemmi eitthvað fyrir

aumingja manninum

thorvaldur

 

 

Ofsalega er gaman að gera eitthvað öðruvísi og brjóta upp hversdagsleikann. Þetta kvöld í kvöld lofar meira en góðu og það er ekki rétt að kalla Þorvald fyrirlesara. Þetta er meira eins og samtalsgrúppa sem hann leiðir.

Í auglýsingunni um námskeiðið sagði m.a.: Ertu að feta þín fyrstu skref í skrifum? Skrifarðu fyrir skúffuna?Langar þig að kynnast sagnamanninum í þér?

Tilgangurinn hjá honum með þessu námskeiði er að losa fólk við hræðsluna við að skrifa. Hræðsluna við að það hafi ekkert áhugavert að segja. Svo útskýrði hann yfirskrift námskeiðsins: Skapandi skrif.

Hann vill meina að maður sé ekki að skapa neitt þegar maður skrifar. Heldur skapi skrifin. Þ.e.a.s. að þegar fólk les t.d. skáldsögu, þá opnast heimur fyrir lesandanum. Heimur sem hann skapar sjálfur í huganum. Are you with me so far. Tíu manns geta lesið sömu bókina en enginn upplifir hana eins, því allir skapa sinn eigin heim í kringum persónurnar, staðarlýsingar og svo framvegis.

Hann segir því að það að skrifa séu ekki hæfileikar heldur eiginleikar. Hæfileikar séu eitthvað sem aðeins fáir hafa og allir geti skrifað. Aftur á móti hafi bara ekki allir áhuga á að skrifa.

Við gerðum verkefni í kvöld og það kom manni svo skemmtilega á óvart hvað runnu upp úr manni hugmyndirnar og ekki síður hvernig þær urðu til.

Við fengum heimaverkefni og ég hlakka til að takast á við það annað kvöld. Og get ekki beðið eftir að mæta aftur niðrí Iðnskóla á miðvikudagskvöld.

Gaman að vera svona spenntur yfir einhverju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Afmeyjunin - Hin beina aðferð og Hin nærgætnislega aðferð

Úr bókinni Kynlíf eftir Fritz Kahn frá árinu 1937:

(Fyrri greinar úr bókinni um þetta efni: grein 168 Eftir veisluna, grein 169 Forleikurinn og grein 170 Særið ekki blygðunarkennd brúðarinnar, er að finna á þessari síðu.

 

grein 171. Hin beina aðferð.

Ef brúðurinn er hraust og sterkbyggð, og ef henni er lagið að mæta óþægilegum viðfangsefnum án tafar og undandráttar, þá er bezta aðferðin þessi: Ef blygðunarsemi er ekki til hindrunar (bezt er að dimmt sé í herberginu), þá dregur hún lærin upp að bolnum og heldur þeim síðan eins aðskildum og auðið er. Í þessari stellingu eru leggöngin eins opin og hægt er og meyjarhaftið er þanið og rifnar auðveldlega. Maðurinn færir getnarðaliminn milli skapabarmanna, upp að meyjarhaftinu, prófar mótstöðuna og viðkvæmnina með léttum þrýstingi og þrýstir honum síðan af afli gegnum haftið og þar með er afmeyjuninni lokið.

 

1937

grein 172. Hin nærgætnislega aðferð.

En ef brúðurin er fíngerð og viðkvæm eða sérlega feimin að eðlisfari svo að hún getur ekki fellt sig við hina ''beinu aðferð, þá verður að viðhafa nærgætni. Þannig hljóða arabisk fyrirmæli um þá aðferð, er nota skal: ''Sýnið mildi og nærgætni og reynið ekki að brjóta á bak aftur hina ólýsanlegu mótsöðu blygðunar hennar; hafið taumhald á hinni áköfu þrá yðar, og ef náttúran hefur gert yður of sterkan og þróttmikinn, þá hlífist ekki við að fresta tilraunum yðar til næsta dags eða jafnvel til þriðja dags''. Ef brúðurin er mjög viðkvæm, ætti brúðguminn að koma henni í skilning um, að hann ætli ekki að beita hana valdi, og láta sér nægja einfaldari athlot og reyna að venja hina blygðunarfullu konu við nálægð sína og karlmannleik. Þegar því marki er náð, ætti hann að láta sér nægja milda kynertingu og bíða átekta. Með rólegum fortölum og hægum aðgerðum, vinnur hann smátt og smátt bug á mótstöðunni, bæði hinni sálrænu og líkamlegu, og það miklu auðveldlegar en með valdbeitingu. Fyrstu nóttina ætti hann ekki að ganga lengra en hann álítur leyfilegt innan takmarka slíks skæruhernaðar. Hann ætti ekki að framkvæma afmeyjun fyrr en mótstaðan er þrotin, en hún varir venjulega ekki eins lengi og fyrst kann að virðast. Andstaða konunnar er eins og ísmoli. Í frosti heldur hann sér, harður eins og steinn, en í sólskininu bráðnar hann sem smjör. Þegar hin sálræna andstaða er horfin, fer hann með varúð að hinum lokuðu leggöngum, prófar mótstöðu meyjarhaftsins og reynir síðan að þrýsta limnum í gegn. Þegar hann er kominn þetta langt, er honum óhætt að ljúka verkinu með fullri karlmennsku. En hann verður fyrst að hafa komið getnaðarlimnum inn á milli innri skapabarmanna, upp að haftinu sjálfu. hann kyssir hana og með hönd yfir augu hennar þrýstir hann höfði hennar mjúklega en ákveðið niður í koddann. Hljóð, tár og andvörp, blandið sársauka og sælu, síðan bros og allir erfiðleikar eru á enda.

 


Voffinn minn er fundinn

Fékk símtal frá lögreglunni. Var vinsamlega beðin að sækja hundinn í gömlu íbúðina mína í Vallarásnum. Fyndin tilviljun. Bósi kom til mín um leið og hann sá mig standandi frammi á ganginum og lagðist við fæturna á mér. Mikið var ég glöð að sjá hann. Læt þetta mér að kenningu verða og gera það sem ég átti að vera löngu búin að gera. Skrái hann og merki.

Þetta yndislega fólk sem var með Bósa sá hann snuðrandi fyrir utan blokkina og tók hann inn. Á morgun ætla ég að fara og færa þeim blóm.

Það sama myndi ég gera fyrir ykkur kæru bloggvinir ef ég gæti. Kærar þakkir fyrir hjálpina.


Voffinn minn er týndur - hjálpið mér að finna hann

já já ég veit. Ég er asni. Hundurinn ómerktur og ég ekki ennþá búin að skrá hann.

Bósi og Viddi stungu af í dag. Við náum ekki að halda í við þá. Þeir eru ótrúlega fljótir að grafa sig undir girðinguna á nýjum stöðum. Viddi skilaði sér heim en Bósi ekki.

Hann hvarf frá Þverás í Árbænum um fimmleytið í dag, laugardag.

Ég væri agalega þakklát, kæru bloggvinir, ef þið nenntuð að setja link hér inná,  á næsta blogg hjá ykkur. Veit að ég er böggandi en það er þess virði ef ég finn hann.

Það er þessi sem stendur aftar hér á myndinni sem er týndur. Hann er með hálsól í hermannamunstri (camoflage) en ómerktur að öðru leyti. Hann er ótrúlega blíður og með lítið hjarta. Ég hef svo miklar áhyggjur af því að hann sé dauðhræddur einhvers staðar. Ég er búin að láta vita hjá Lögreglunni í Reykjavík og hjá Hundavinafélaginu.

100_1073


Látið eins og þetta sé skrifað fyrir miðnætti á föstudagskvöldi

Það var gott að vakna í morgun og uppgötva að það væri föstudagur en ekki mánudagur. Ég held að fólk hafi nú svona almennt tekið sér hálfan daginn í að muna að það væri helgi framundan. T.d. gleymdist algjörlega að versla inn fyrir okkar venjulega föstudagsmorgunkaffi í vinnunni, það var svo mikill mánudagur í fólki eftir fríið í gær.

Í gær sagði Sá einhverfi í fyrsta skipti fimm orða setningu all on his own: Má ég fá gulan ís.

Hann er líka farin að biðja mömmu sína um að syngja í fyrsta skipti á ævinni. En eitt af því fyrsta sem bæði börnin mín lærðu að segja var: mamma ekki syngja.

Ég neita að trúa því að það hafi eitthvað með sönghæfileika mína að gera. Þessi kona hér var líka vanmetin.


Þegar ég verð stór ætla ég að verða uppfinningakona

Útivistin mín í dag fólst ekki í vorhátíð í Selásskóla eins og ég sagði ykkur heldur arkaði ég af stað niður að Rauðavatni með hundana. Hafði hugsað mér að fara hringinn í kringum vatnið en ég varð svo reið út í bévítans óþekktar-rakka-rugludallana að ég sneri við með þá með nefið upp í loft og strunsaði áleiðis heim eftir 20 mín göngutúr. Eins og það hefði einhver áhrif á glottið á andlitinum á þeim. Yeah right!

Þegar heim kom ákvað ég þar sem ég var klædd til útiveru. í það haustveður sem ríkti hér í Selásnum í dag, að fara út og negla enn eina spýtuna í grindverkið. Viddi hefur orðið sér úti um of mikið frjálsræði undanfarið. Það gustaði af mér þegar ég skálmaði út í bílskúr og náði í hamar, nagla og sög. Var alveg komin í gírinn þegar ég var búin að negla 2 spýtur fastar. Best að týna upp hundaskít úr garðinum.

Vopnuð gúmmíhanska og bónusplastpoka hófst ég handa og vá.... þvílík vinna. Hundhelvítin (já þeir pirruðu mig óstjórnlega í dag) lágu þarna úti, virðulegir eins og Hans hátign heilagleikinn sjálfur og fylgdust grannt með hverri hreyfingu. Þóttust horfa á mig með lotningu þar sem ég gjörsamlega skreið í skítnum fyrir þá en ég veit betur.

Það var við þessar aðstæður sem ég uppgötvaði loksins hvernig ég verð rík. Gamla góða berjatínan verður tekin og stökkbreytt. Hlýtur að vera hægt að aðlaga hana hundskítstínslu. Það er þunn lína á milli bláberja og lambasparða. Frá Lambaspörðum er ekki langur vegur að hundaskít. Óska eftir uppástungum hvað slík tína gæti heitið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband