Færsluflokkur: Menning og listir
Laugardagur, 28. apríl 2007
Ætla alls ekki að svíkja ykkur
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Þoli ekki þegar
- ég vakna upp með andfælum og uppgötva að það eru 10 mínútur þar til skólabíllinn kemur að sækja þann einhverfa
- ég sulla Herbalife sheiknum niður á mig í bílnum á leiðinni í vinnuna
- ég er farin að hlakka til næstu rettu og man skyndilega að ég er hætt að reykja
- ég kem á öðru hundraðinu út af vinnustaðnum, orðin alltof sein að keyra gelgjuna í dans og uppgötva að það er sama og ekkert loft í vinstra framhjólinu á bílnum
- ég kem heim úr Bónus og uppgötva að ég gleymdi pylsupakkanum á kassanum
- mér þykja heimadæmi gelgjunnar bjánaleg
- ég er orðin syfjuð klukkan 8 á kvöldin
Þetta var dagurinn í dag. Annars er ég bara hress.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Við skulum nú ekki alveg hengja hana án dóms og laga
Aumingja konan. Kannski vildi hún ekkert gera þennan þátt. Kannski hótaði Dabbi að hann myndi ráða nýja barnfóstru ef hún tæki ekki þátt í þessu. Kannski er hún óhamingjusöm. Kannski er hún búin að reka sig á að allir sem eru vingjarnlegir við hana eru á eftir peningunum hennar. Kannski hafnar hún öllum uppástungum frá framleiðendum því hún vill fá að vera hún sjálf en ekki einhver karakter í sápuóperu.....
Segi nú bara svona
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Er á fitubömmer og í sjálfsvorkunn
Ég vaknaði á fitubömmer í morgun og með ljótuna.
Skánaði ekki við mælingu í heilsuklúbbnum í kvöld. En það þýðir ekkert að vera með sorg og sút. Bara taka sig á. Í fyrsta skipti í 2 ár er ég að láta mér detta í hug að láta sjá mig aftur inn á líkamsræktarstöð. Málið er bara að mig vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Verð að viðurkenna að ég er hálfpartinn að vorkenna sjálfri mér líka. Er að upplifa allt í kringum mig að börn vinkvennanna eru orðin það stór að þær geta leyft sér að láta sig hverfa í klst út af heimilinu, t.d. í leikfimi. Það er ekki þannig á mínu heimili og er ekkert að fara að breytast. Sá einhverfi er ekkert að vaxa úr grasi á næstunni. En þá er bara að sníða sér stakk eftir vexti eins og amma hefði sagt. Drífa sig í ræktina á morgnana eða á kvöldin eftir að Bretinn er kominn heim.
Welcome home honey. smakk smakk. Goodbye honey
Mánudagur, 23. apríl 2007
Herman í dag þennan yndislega mánudag
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Það er misjafn hvað er lagt á fólk.. ísbirni á ég við
..
Ætli Knútur sé með ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs.
![]() |
Knútur laus við tannpínuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hvenær tók Guð pásuna?
Samkvæmt biblíunni er sunnudagur síðasti dagur vikunnar. Guð skapaði heiminn og allt það og notaði svo sjöunda daginn til að hvílast eftir alla áreynsluna.
Á flestum dagatölum er sunnudagur settur upp sem fyrsti dagur vikunnar og ef það er rétt er þá ekki hinn heilagi hvíldardagur laugardagur??
Þetta er eitt af mörgum atriðum kristinnar trúar sem ég virðist ekki geta fengið neina staðfestingu á og fólk virðist ekki vera sammála um.
Annað svona sem böggar mig: Íslendingar virðast flestir standa í þeirri trú að Jesú eigi afmæli 24. desember. Dööööhh... Drengurinn fæddist aðfaranótt 25. desember ef mér skjátlast ekki. Á JÓLADAG. Ekki pakkadaginn séríslenska, aðfangadag. Var ekki komið fram yfir miðnætti þann 24. des, nóttina góðu í fjárhúsinu?
Laugardagur, 21. apríl 2007
Sjórinn
Keyrði gelgjuna í afmæli og fór svo í laaaaaaangan bíltúr með þann einhverfa og hundana.
Mig dreymir um að finna stað innan borgarmarkanna (eða nálægt) þangað sem ég get farið með hundana og leyft þeim að hlaupa eins þá lystir og þar sem þeir trufla ekki fólk.
Hef enn ekki fundið þennan stað.
Geldinganesið er staður sem ég fer ekki á. Hann er ekkert nema svaðið og drullan og skammarlegt að hundaeigendur sjái ekki sóma sinn í að hirða upp skítinn eftir hundana sína.
Keyrði í gamni út í Gróttu. Þar var eins og við húsdýragarðinn á góðviðrisdegi. Fullt af bílum og fólki sem var að fara í göngutúr með barnavagna eða hunda. Ekkert sem minnti á fáfarna staðinn sem ég fór svo oft á með ömmu þegar við fórum að heimsækja Siggu ''systir'' á Nesinu fyrir 30 árum. Ég á yndislega ljúfar minningar um ömmu á röltinu í fjörunni í brúnu gönguskónum sínum og afa upp á hæstu þúfunni sem hann fann í nágrenni bílsins, með kíkinn sinn límdan á andlitinu til að fylgjast með fuglunum.
Alltaf síðan hef ég þessa óstjórnlegu þörf til að fara öðru hvoru eitthvert þar sem ég get horft á sjóinn svolitla stund. Enginn staður er betri til að vera einn með sjálfum sér en þar sem maður getur sest niður og fylgst með hvítfryssandi öldum og brimi lemja kletta.
Föstudagur, 20. apríl 2007
Allt fyrir heilsuna
Hef gleymt því margsinnis að í dag að ekki sé helgi. Finnst arfaslakt að við skulum ekki gera eins og margar þjóðir, að færa svona frídaga á mánudaga eða föstudaga. Eins og það skipti einhverju máli hvort sumardagurinn fyrsti hér á Íslandi sé 19., 20. eða 23. apríl. Best væri náttúrlega að flytja hann á 30. apríl þetta árið. 1. maí er á þriðjudegi nebblega. Hefðum náð alveg 4ra daga fylleríi út úr því Íslendingar. Eníháv...Hálffúlt að þurfa að mæta í vinnu á morgun.
Slúttdagur í heilsuklúbbnum mínum í gær. Allir komu með hollan puttamat á hlaðborðið og til að gera þetta ekki of plebbalegt var rauðvínskúturinn tekinn fram og svo skottaðist liðið inn á milli inn í eldhús til að smóka. Allt mjög heilsusamlegt.
Ég vann í uppskriftasamkeppninni um besta Herba sheikinn og er bara stolt af því. Læt uppskriftina fylgja hér:
200 ml appelsínusafi, ca 1/2 dós af léttjógúrti með ferskjum og ástaraldinum, 2 skeiðar tropical fruit herbalife powder, 2 skeiðar próteinduft, 1-3 jarðarber eftir smekk, fullt af klökum. Hrært í mixer eins og druslan dregur.
Í pakkaútdrættinum var ég mjöööööög heppin. Vann heimatilbúna máltíð Ala Benni fyrir tvo. Tekur fram hvaða veitingastað sem er að mæta í mat hjá Fríðu og Benna á Miklubrautina.
Nú dríf ég mig í háttinn. Kúri með gelgjunni sem fær að lúra í mömmu rúmi á meðan pabbi er í landi móðurmálsins, þ.e. Englandi.
Gleðilegt sumar þið öll.
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
ha ha ha. Góður!
![]() |
Fjölmiðlamenn sendir á vettvang vegna KR-fána á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta