Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Fyrir mörgum, mörgum árum....
Þær vöknuðu um miðja nótt við hvíslandi raddir á neðri hæðinni. Margar raddir sem voru þandar af geðshræringu. Þær læddust niður. Tvær 8 ára vinkonur með svefndrukkin augu og úfið hár. Önnur næturgestur hjá hinni.
Jólin voru á næsta leiti og birtan frá jólatréinu lýsti upp stofuna. Raddirnar þögnuðu þegar þær birtust og allra augu beindust að þeim. Enginn kom upp orði og þær skildu að eitthvað hafði komið fyrir. Litli næturgesturinn átti ekki afturkvæmt heim. Það var ekkert til að snúa heim til. Ekkert hús. Engin fjölskylda. Allt var farið.
Daginn eftir fór fólkið í örvæntingu sinni með hana í innkaupaleiðangur. Hún átti að velja sér eitthvað. Leikföng eða hvaðeina sem barnshugurinn girntist.
Hún var fljót að velja. Tvær hvítar og tvær bláar. Hvítar fyrir mömmu og pabba. Bláa fyrir stóra bróður og bláa fyrir litla bróður. Sálmabækur sem þau gætu tekið með sér. Jólagjafir frá litlu stúlkunni. Hennar leið að kveðja.
Og lífið hélt áfram..
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Við erum að gera börnin okkar að aumingjum held ég bara
Það er tvennt sem ég sé eftir í lífinu. Að hafa ekki gengið menntaveginn (orðið t.d. dýralæknir eins og ég ætlaði mér sem barn) og að hafa aldrei stundað íþróttir.
Því tók ég þá ákvörðun snemma í lífi Gelgjunnar, að ég skyldi sko finna íþrótt/hreyfingu sem hentaði henni og hún hefði gaman af. (Menntaveginn eigum við eftir að ræða á alvarlegum nótum).
Held bara að þetta sé fundið. Allavega for now. Reiðnámskeið á sumrin og freestyle dans á veturna. Hún tók þrjú reiðnámskeið síðasta sumar og ætlar aftur í ár.
Freestyle dansinn kom inn núna eftir áramót og líkar vel.
Það er hin besta skemmtun að sitja og horfa á danstímana. Kennarinn er ung og glæsileg stúlka sem vinnur að því hörðum höndum að undirbúa ansi aldursbreiðan hóp fyrir nemendasýningu í vor. Eins og gefur að skilja eru stúlkurnar misáhugasamar (þetta eru allt stelpur). Eflaust fullt af svona mömmum eins og mér sem hafa skikkað aumingja dæturnar í danstíma því þær sjá svo eftir því að hafa ekki orðið ballerínur.
Því þarf danskennarinn ansi oft að brýna raustina og setja ofan í við nemendurna. Skammar þær kannski svolítið fyrir of letilegar hreyfingar, æpir svolítið því þær eru ekki að hlusta á taktinn í laginu, skipar þeim að endurtaka aftur og aftur og aftur sömu hreyfingarnar sem hún er ekki ánægð með o.sfrv. Hún hefur t.d. skammað gelgjuna fyrir óuppsett hár og skipað henni höstug úr flíspeysunni. Allt mjög eðlilegt að mínu mati. Mig langar oft til að standa upp úr stólnum og hrista þær svolítið til.
Frétti það í dag að nokkrar stúlkur hafa verið fjarlægðar úr tímunum því kennarinn þótti of strangur.
Je dúdda mía. What is the world coming to. Afhverju pökkum við ekki bara litlu ungunum okkar inn í bómul og selló og stillum þeim upp á hillu til skrauts. Já, ég er bara hneyksluð og hana nú!
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Hugleiðing um sorgina
Hver hefur sinn djöful að draga eins og þar stendur og svo mikið er víst að þeir djöflar eru misþungir. Mörg hugtök eru afstæð og svo er líka um um þunga. Það sem einum þykir þungt er létt byrði fyrir annan.
Sumir atburðir eru fyrirsjáanlegir, t.d. þegar ástvinur okkar lýtur í lægra haldi fyrir langvarandi sjúkdómi eða þegar afi, sem hélt síðustu 6 árin sem hann lifði, að þú værir pabbi þinn, sofnar svefninum langa. Fyrirsjáanlegir atburðir sem þessir geta verið áfall, ekki síður en þeir ófyrirsjáanlegu.
Það er bara óskiljanlegt hvernig fólk kemst í gegnum svona lagað segjum við oft þegar við heyrum af erfiðleikum og sorgum í lífi annarra.Þetta myndi ég aldrei afbera. En það dásamlega er að við erum þeim eiginleikum gædd að tekist á við næstum hvað sem er. Þegar við stöndum frammi fyrir sorg, fjölskylduvandamáli, sjúkdómi eða öðrum áföllum þá, á einhvern óútskýranlegan hátt, fyllumst við innri styrk, brettum upp ermarnar og tökumst á við það sem um er að ræða. Og jafnvel hörðustu trúleysingjar verða að viðurkenna að við ástvinamissi er ekki ólíklegt að styrkur okkar komi frá æðri máttarvöldum. Öðruvísi væri oft á tíðum erfitt að útskýra hvernig fólk kemst í gegnum stór áföll í lífinu. Við berum sorgina mismikið utan á okkur og enginn syrgir á sama hátt. Það getur vissulega hjálpað að minnast þess að það eru fleiri sem eiga um sárt að binda, en við verðum að gæta þess að falla ekki í þá gryfju að efast um réttmæti eigin sorgar; að finnast við ekki eiga rétt á því að syrgja þar sem erfiðleikar okkar séu svo smávægilegir í samanburði við annarra. Að segja við sjálfan sig, þrátt fyrir tætta og rifna sál, að maður verði bara að herða upp hugann, halda áfram og hætta þessum aumingjaskap gerir ekkert annað en að auka á vanlíðan og setja eðlilegt sorgarferli á bið.Oft á tíðum gerum við samt nákvæmlega það; herðum upp hugann og höldum áfram. Förum þetta á hnefanum vegna þeirra sem á okkur þurfa að halda: börnin okkar, maki, vinur. En í leiðinni er mikilvægt að viðurkenna að sorgin er til staðar og að gefa henni svigrúm til að hafa sinn gang á réttum forsendum. Sorgin gerir okkur mannleg. Hún er óumflýjanlegur hluti af lífinu og raunveruleikanum. Sorgin er þroskaferli sem á þátt í að mynda okkur sem einstaklinga og persónur og hún getur breytt lífsmynstri okkar, trú og veraldararsýn.Við verðum að gefa henni svigrúm.Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Ég elska
Er ekki alveg að meika að það sé venjulegur þriðjudagur á morgun. Get þó verið þakklát fyrir að aukavinnan mín á þriðjudagskvöldum s.l. 8 ár er liðin tíð, svo ef ég hugsa þetta svakalega jákvætt þá er vinnudeginum lokið hjá mér á morgun kl. fimm í stað miðnættis.
Má samt segja að nú þegar páskunum er lokið er ég tilbúin að taka á móti vorinu.
- að sofa út
- að vera úti í úðarigningu
- þegar börnin mín hlæja
- að sofna með vindinn gnauðandi fyrir utan gluggann
- að sjá tréin laufgast
- þegar fer að dimma á haustin og tímabært að kveikja á kertum aftur eftir sumarið
- Að fara beint úr sturtu upp í rúm með brakandi hreinum rúmfötum
- að eiga stund fyrir sjálfa mig
- að eiga börn til að elska og knúsa og skamma
- það þegar börnin mín eru komin í rúmið á kvöldin
- nikótíntyggjó
- þegar maðurinn minn brýtur saman uppsafnaðan þvott og gengur frá honum
- manninn minn (most of the time
sérstaklega þegar hann gengur frá þvottinum)
- að sitja á pallinum á sólardegi með rauðvínsglas, sígó (þetta sumarið verður það tyggjóið) og bók
- að hafa góða samvisku
- Að hlæja með vinkonu yfir kaffibolla
- að eiga góða að (það er sko ekki sjálfgefið)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Nú geta allir andað léttar
Laugardagur, 7. apríl 2007
Andskotans leti er þetta
Nú vantar mig sjálfsagann. Og ekki bara núna. Hefur aldrei verið mín sterka hlið. Á að vera að skrifa eitthvað allt annað en þetta blogg. Kem mér ekki í verkið. Sit hérna og sturta í mig rauðvíni (hvað er betur við hæfi eftir að hafa rifið í mig steikta ýsu í kvöldmat?) og japla á nikótíntyggjói. Húsbóndinn er að horfa á golfið, Masters. Gleður mig að Tiger er í öðru sæti eins og er. Leit ekki vel út hjá honum eftir fyrsta hring á fimmtudaginn.
Brá mér hér út fyrir áðan með hundana sem hoppuðu og hlupu um með tík nágrannans í smá stund á meðan ég spjallaði við hann (nágrannann sko). Fór upp að kyssa þann einhverfa góða nótt þegar ég kom inn. Alla vikuna er hann búinn að vera að söngla: ''sunnudagur páskaegg, sunnudagur páskaegg''. Þrætti meira að segja við mig á föstudaginn og vildi meina að það væri laugardagur. Það hefði auðvitað þýtt að hann fengi páskaeggið daginn eftir.
10 ára Gelgjan og Eva, vinkona hennar hlupu heim til Evu að athuga hvort sjónvarpið þar væri líka upptekið í golfinu. Sárlangaði að horfa á Stelpurnar. Ekki beint þáttur fyrir 9-10 ára krakka en ég er svakalega líbó með þetta. Á móti passa ég að ræða hlutina við stelpuskottið mitt og halda henni hérna megin við raunveruleikann.
þetta gengur náttúrlega ekki. Verð að snúa mér að öðrum og (vonandi) veigameiri ritsmíðum. Bless í bili.
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Æskan og ellin
Þær faðmast. Eins og þær hafi ekki hist í marga mánuði. En þær hittast á hverjum degi. Alltaf seinnipartinn. Og alltaf er faðmlagið jafn þétt og innilegt.
Amman og stúlkan. Sú eldri hokin af lífsins reynslu, sú yngri geislandi af lífsþrótti og tilhlökkun. Hrukkóttur vangi ömmu, hlýr af hitanum frá pönnukökubakstri og sléttur vangi barnsins, rjóður og kaldur af útiverunni, snertast.
Þær brosa glaðar hvor við annarri. Svo hleypur amma við fót inn í eldhús til að huga að pönnukökunum. Stúlkan klæðir sig úr úlpu og húfu og hengir á snagann sinn. Í 10 ár hefur hún hengt útiflíkurnar sínar á þennan sama snaga þegar hún kemur til ömmu og afa. Snagann festi afi í vegginn rétt eftir að hún kom í heiminn. Nú er afi dáinn. Hann dó í vor. Yfir snaganum eru 10 litlar ljósmyndir af stúlkunni. Afi festi nýja mynd af henni við snagann á hverju ári. Festi þær með teiknibólum. Teiknibólan á nýjustu myndinni er blá. Vegna þess að þetta árið er uppáhaldsliturinn hennar blár. Myndin frá í fyrra er með hvítri teiknibólu. Það árið fannst henni hvítur fallegasti liturinn. Hún strýkur fingrunum létt eftir öllum myndunum. Finnur nærveru afa.
''Ertu ekki að koma ömmuskott'' er kallað og stúlkan flýtir sér inn í hlýjan borðkrókinn í eldhúsinu. Hún sest við borðið og virðir ömmu fyrir sér þar sem hún veifar pönnukökuspaðanum, íklædd skrautlegri svuntu og raular fyrir munni sér.
''Amma'', segir hún.
''Já skottið mitt''.
''Ég er orðin 10 ára''
''Ég veit það skottið mitt''.
''Þú verður að hætta að kalla mig skott''.
''Ég veit það hjartað mitt''
Þær hlæja báðar og stúlkan stendur upp og nær í sultutauið hennar ömmu í ísskápinn og ískalda undanrennu að drekka með pönnukökunum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. mars 2007
Kynlíf árið 1948 - Viðhorfið 2007
Eitt af því sem ég ''erfði'' eftir ömmu er afar áhugaverð bók sem heitir einfaldlega Kynlíf.
Það sem mér þykir merkilegt við þessa bók er að hún sýnir svart á hvítu hvernig viðhorf til kvenna og þeirra hlutverks í svefnherberginu var á árum áður. Þessi bók var nefnilega gefin út á Íslandi árið 1948 en fyrst gefin út í Sviss árið 1937. Skrifuð af einhverjum dr. Fritz Kahn sem eflaust þótti afar framúrstefnulegur og opinskár á sínum tíma.
Bókin var þýdd á fjölda tungumála og um íslensku þýðinguna sáu Hjörtur halldórsson rithöfundur og Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður. Kannski hefur þessi bók ennþá einhver áhrif á lögmannastéttina og í leiðinni dómara þessa lands og skýrir þau fáránlegu vettlingatök sem notuð eru á kynferðisbrotamenn enn þann dag í dag, og afhverju sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum hvílir svona sterkt á fórnarlömbunum.
Í dag bloggar Sóley Tómasdóttir http://soley.blog.is/blog/soley/#entry-163471 um umdeilanlega auglýsingaherferð þar sem verið er að höfða til kvenna varðandi drykkju þeirra og enn og aftur má lesa á milli línanna að nauðgun sé á ábyrgð kvenna ef þær eru ofurölvi www.knowyourlimits.gov.uk
Þegar ég las þetta datt mér í hug eftirfarandi texti úr bókinni:
''Hvernig getnaðarlimnum er komið inn í leggöngin.
Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og best varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnaðarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. Það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti''.
Need I say more.....?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta