Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Sumir menn halda að þeir séu gjöf frá Guði

Eitt sinn er ég var stödd í New York ákvað ég að fá mér setjast niður og fá mér lunch þó ég væri ein á ferð (Geri þetta nú ekki oft). Eftir að ég var búin að panta og beið eftir matnum komu tveir menn og settust við borðið hjá mér. Ég sendi þeim drápsaugnaráð sem venjulega virkar en það gerði það ekki í þetta skiptið. Ég brá því á það ráð að snúa hring sem ég ber alltaf á vinstri hendi, þannig að steinninn sneri inn í lófann, því þá lítur hann út eins og giftingarhringur. Svo lagði ég höndina á borðið og vonaði að þetta hint myndi nægja til þess að þeir hypjuðu sig í burtu.

Þeir tóku loksins hintinu og létu sig hverfa. Mér tókst að ná mynd af þeim og birti hana hér sem aðvörun til ykkar ef þið skilduð nú rekast á þá.

Ég meina það.... sumir menn halda bara að þeir séu Guðsgjöf til kvenna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bradkluni


Þið eruð alveg frábær

Vildi bara segja ykkur hversu frábær þið eruð. Ég henti inn þessari ''afmælisfærslu'' hérna síðast og með henni upptalningu á áhugaverðu umræðuefni sem kom upp við kaffiborðið.

Þetta eru málefni sem margir hafa skoðanir á og mismunandi eru þær skoðanir.

Þetta var ekki ætlað sem spurningar sem þið þyrftuð að svara en mikið ofsalega var þetta skemmtilegt.

Við ykkur öll sem höfðuð fyrir því að svara samviskusamlega eins og um próf væri að ræða og þið hin sem deilduð með mér allskonar æskuminningum, skoðunum, fyrirkomulagi á heimilinu og draumórum (samanber sr. Svavar LoL), segi ég takk fyrir góða skemmtun og frábærar undirtektir.


Afmæli, pólitík og hversu langt teygist naflastrengurinn

Skemmtilegustu barnaafmæli sem hægt er að fara í eru hjá minni yndisfögru vinkonu Ellisif og fjölskyldunni hennar. Heimasætan þar á bæ varð 7 ára í dag og það var boðið til veislu.

Þið vitið hvernig þessi barnaafmæli eru. Amma og afi, frænkur með sín börn og vinkonur mömmunnar með sín börn. Mjög týpýskur hópur.

En munurinn á barnaafmælunum sem eru haldin á þessu heimili og öðrum sem ég þekki til á, eru þau að frændurnir mæta líka og eiginmenn vinkvennanna einnig. Og gera það með gleði. Og það er ekkert hálftíma stopp rétt til að sýna á sér andlitið og lit í leiðinni. Nei, í dag voru þetta sko 4 tímar og við hefðum alveg verið til í að stoppa lengur ef ekki hefði þurft að koma Þeim Einhverfa heim í bælið.

Þar sem heimilisfaðirinn er bakari af listamannagerðinni eru terturnar meistaraverk og svo spillir ekki fyrir að Ellisif hin fagra er snillingur í eldhúsinu, hefur það frá mömmu sinni. Því fór það svo að svínalundirnar sem Bretinn ætlaði að elda í sunnudagsmatinn voru náttúrlega settar aftur inn í ísskáp þegar heim var komið, og verða að bíða betri tíma.

Við borðið sem svignaði undan kræsingunum sem glöddu jafnt auga sem maga var ýmislegt spjallað og svo fór að pólitíkin (sú illa tík) slæddist inn í umræðurnar. Út frá því spunnust umræður um fæðingarorlof karla, hlutverk þeirra á heimilinu, hvort menn í dag væru orðnir of kvenlegir og svo mætti lengi telja eins og þið getið ímyndað ykkur.

Ætla að birta hér nokkrar spurningar/vangaveltur sem komu upp á yfirborðið í dag og fengust engin svör við. Eða öllu heldur mörg mismunandi svör. Set þetta hérna fram bara eins og það rifjast upp fyrir mér og ekki í neinni lógískri röð.

  1. Er rétt af Árna Johnsen að fara í framboð í ljósi brota sinna?
  2. ef ekki, afhverju ekki? Er ekki rétt að menn sem sitji af sér brot fái að byrja upp á nýtt? Er ekki fangelsisdómur til þess gerður að menn sitji hann af sér og bæti þar með fyrir brot sitt og skuldin til samfélagsins sé greidd?
  3. Er fæðingarorlof karla rétta leiðin? Væri ekki betra að x margir mánuðir í fæðingarorlof væri fyrir hvert barn sem fæddist og foreldrarnir réðu sjálfir að öllu leyti hvernig þeir ráðstöfuðu þeim mánuðum.
  4. Er það rétt eða rangt að barn sé háðara móður sinni en föður sama hvernig á það er litið?
  5. Urðu breytingar til hins verra þegar konur fóru að herja á vinnumarkaðinn hvað varðar börnin okkar? Væru börn ekki almennt betur sett í dag er línurnar væru eins skýrar og þær voru hér áður fyrr þegar allar mæður voru heimavinnandi og börn léku sér í tugatali saman úti í boltaleikjum, einni krónu, stórfiskaleik og hvað þetta hét nú allt saman?
  6. Er strákum leyft að þroskast á sínum forsendum? Fá þeir leyfi til að vera Strákar með öllu sem því fylgir? Þurfa þeir ekki að fá leyfi til að vera í sínum Pang pang leikjum í friði, klifra í trjám og byggja stíflur í stað þess að þvinga fram í þeim fínhreyfingar með perlum og föndri í leikskóla?
  7. Eru ennþá til stjórnmálamenn sem eru í jobbinu af hugsjón eða eru þetta allt saman bévítans eiginhagsmunaseggir og framapotarar?
  8. Væri möguleiki að breyta stjórnmálum á Íslandi þannig að kosið væri um fólk og málefni en ekki flokka?
  9. væri slíkt vænlegt til árangurs?
  10. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við að karlmenn/strákar og konur/stelpur eru ólík, með ólíkar þarfir og tilfinngar, og förum að haga okkur samkvæmt því?
  11. Hefur það munstur sem við ólumst upp í, áhrif á hvernig heimilismunstri við viljum ala börnin okkar upp í.

Ætla ekki að tjá mig hér um mínar skoðanir á öllum þessu en langar þó að segja að þrátt fyrir að vera jafnréttislega sinnuð þá held ég að engin geti mótmælt því að börnin okkar voru öruggari þegar mamma var heima, tilbúin með heitt kakó og brauð þegar komið var inn á drekkutíma.

Aftur á móti tel ég ekki að það myndi skipta máli hvort mamma eða pabbi hitaði kakóið.

Thats all I'm gonna say for now good people.


Enn úr bókinni Kynlíf, frá árinu 1937

Ég hef skrifað upp hérna á blogginu greinar úr bókinni Kynlíf, frá árinu 1937 (tölvuskrattinn er að stríða mér svo ég get ekki linkað en þið finnið þetta í marsfærslum hjá mér). Voru þetta kaflar sem fólu í sér leiðbeiningar fyrir brúðguma á því hvernig standa eigi að afmeyjun á brúði sinni. Hlægilegt og grátlegt í senn.

Ég var að fletta í gegnum bókina og rakst á kafla um það að ''Kynfærin rýrna og veiklast við notkunarleysi''

Byrjum á grein 198: Rýrnun á kynfærum kvenna vegna notkunarleysis.

''Einlífi'' er algengara meðal kvenna en karla, svo að meir ber á afleiðingum langvarandi notkunarleysis í hópi hinna fyrr nefndu. Það er ennfremur auðveldara að fá glögga hugmynd um ástand kynfæranna hjá konum en körlum. Allir reyndir læknar þekkja rýrnunareinkennin í kynfærum kvenna, sem komnar eru yfir þrítugt og hafa ekki samfarir. Eggjastokkarnir eru litlir og harðir, legið hefur rýrnað, legböndin stirðnað og leggöngin sýna greinilega hrörnunarmerki. Þar sem hinn hrörnandi kirtill framleiðir ekki lengur nægilega mikinn kynhormón, hverfa hinir óbeinu kyneigindir og með þeim sá þokki, sem einkennir hina kynferðislega heilbrigðu konu, svo að skortur þessara kvenlegu einkenna, bendir því nær ávallt til ófullkominnar starfsemi kynkirtlanna.

Ha nebblega ha.

Svo er það greinin um konuna sem er grömpí og veikluleg því hún fær það ekki nógu oft:

grein 199. Stúlkan sem ''verður að giftast''.

Læknar þekkja einnig vel þá sérstöku tegund kvenna, sem ''verða að giftast''. Stúlka sem þannig er ástatt um, þjáist af öllum mögulegum og ómögulegum kvillum: tíðakvillum, klæðaföllum (útferð), bakverk, svefnleysi, morgunþreytu, hún getur ekki unnið heilan dag í einu, hún er utan við sig og erfið í umgengni. Hún hefur slæman litarhátt, höfuðverk og sitthvað fleira. Alltaf er það eitthvað nýtt, sem er að. Þessa stúlku vantar ekkert nema reglulegar samfarir og kynferðislega fullnægingu. Þegar hún giftir, tekur hún algerum breytingum til hins betra, hún verður ''allt önnur manneskja'', þegar hún finnur hinn rétta félaga. Kynfæri hennar fara að starfa eðlilega og leiðir það aftur til eðlilegrar hormónaframleiðslu. Þetta er hormónalækning innan frá, frá líkamans eigin kirtlum.

 


Börn á MSN

Gelgjan, sem er 10 ára síðan í janúar, fékk nýlega að opna sitt eigið MSN.

Hún er búin að setja inn nokkra tengiliði, vini úr bekknum. En það dælast inn boðflennur. Alls konar nöfn birtast á skjánum og segja hæ.

Við brýnum fyrir henni að hún megi alls ekki tala við neinn á msn-inu sem hún ekki viti hver er og alls ekki samþykja neina sem tengla sem hún ekki þekki. Nógu snemma verður hún nú samt farin að tala við fólk út í bæ sem við vitum ekki haus né sporð á.

Ég er náttúrlega svakalega paranojuð manneskja þegar kemur að börnunum mínum og þykir oft leiðinlegt hversu tortryggin ég er.

Í kvöld poppaði einn upp á skjáinn þegar ég sat við tölvuna. Daman hafði auðsjáanlega gleymt að logga sit út (eins og það heitir á góðri íslensku) og ég ákvað að svara honum og vita hvað kæmi út úr því. Hann sagði mér að hann væri 12 ára og þá sagði ég honum að ég væri 38 ára. Honum virtist vera alveg sama og spjallaði við mig. Svo bauð hann góða nótt og sendi mér veifandi karl að skilnaði. Ég skammaðist mín niður í tær. Þetta var einhver saklaus 12 ára drengur sem greinilega leiddist og var alveg til í að tala aðeins við einhverja kerlingu út í bæ, en ég ætlaði honum allt hið versta.

Ég kem til með að halda viðvörunar-yfirlestra á hverjum degi og ég hef sagt henni frá mönnum sem tæla ungar stúlkur í gegnum netið og bókstaflega hrætt hana svolítið.

Anyway... hvað finnst ykkur um msn notkun barna?

Mér finnst gelgjan eiginlega of ung en Þetta er svona týpískt dæmi um ''en mamma aaaaaallir eru með msn'' eða ''en mamma, aaaaaaaaaaaallir eiga svona skó''.  Og ég læt undan Blush


Dreymdi typpi í morgun

Mig dreymir aldrei typpi ég get svarið það.

En í morgun þegar ég var að losa svefn var mig að dreyma einhverja dellu eins og vanalega og þá...

þarna var einhver stúlka í kjól. Veit ekkert hver hún var en fannst hún vera einhver fræg. Svo skellti hún sér í handstöðu upp við vegg og kjóllinn féll náttúrlega niður. Innanundir voru engar nærbuxur heldur birtist bara sprelli pelli í allri sinni mynd.

Einhvern veginn féll kjóllinn aftur fyrir dýrðina og enginn viðstaddur sá þetta nema ég. Ég sneri mér undan og hugsaði að þetta mætti aldrei neinn frétta. Þetta myndi eyðileggja líf túlkunnar/drengsins.

Og svo vaknaði ég.

Er ég að bilast eða....? 

 


Katrín Snæhólm listakona - Ég er búin að taka ákvörðun

Ég var svo heppin að vinna ævintýrasagnasamkeppnina á blogginu hennar, Katrínar bloggvinkonu því að launum fæ ég endurprentun að eigin vali á mynd eftir hana.

Það tók mig töluverðan tíma að ákveða mig og ég lét tvær vinkonur mínar velja 2 myndir hverja og svo settumst við Bretinn yfir þetta í gærkvöldi og sættumst á Kona rauð.

Ég hlakka svakalega til að velja ramma á hana og hengja upp á vegg hjá mér. Er meira að segja búin að ákveða staðinn.


Síðasti punkturinn í smásögunni sleginn

Var að reka endahnútinn á smásöguna. Margt gerðist á þeirri leið og m.a. er titillinn breyttur og jafnvel ekki endanlegur. Eins og er heitir hún Á ferðalagi hvernig sem viðrar en hét áður Vatnið sem hvarf.

Þorvaldur sæti hefur lýst því hvernig sögur skrifa sig sjálfar. Maður sé að skrifa og búin að plana eitthvað og svo barasta taki sagan allt aðra stefnu en maður áætlaði og maður ráði ekki neitt við neitt.
Ég hugsaði; yeah right. Maðurinn er náttúruskáld og svona gerist ekki hjá mér.

En vitið bara hvað! Það er nákvæmlega það sem gerist. Og ég ætla að nefna dæmi.
Þessi saga fjallar um dreng sem er mjög nákominn ömmu sinni sem deyr. Amman trúði á guð en drengurinn er ekki sannfærður. Hann verður reiður út í þennan Guð þegar amma hans deyr og leggur próf fyrir Guð sem á að sanna tilvist sína.

Ég var náttúrlega ekki búin með söguna í tímanum í gær en las upp það sem komið var. Sagði liðinu að ég hefði ekki hugmynd um hvaða vatn þetta væri sem ætti að hverfa. En ég væri ákveðin í því að sagan ætti ekki að vera svona eitthvað sentimental og ég þyrfti að ljúka þessari jarðarför af sem fljótast svo ég gæti snúið mér að prófinu á guð og allt það.

En viti menn! Sagan endar á því að vera UM jarðarförina.

Svona gerast kaupin á eyrinni.

VÁ HVAÐ ÉG GET SETT ÞESSA FÆRSLU Í MARGA FLOKKA. TIL OG MEÐ KVIKMYNDIR (þetta gæti orðið að kvikmynd), STJÓRNMÁL (málefni aldraðra koma þarna inn í), TRÚARBRÖGÐ (skýrir sig sjálft), MENNING OG LISTIR (skýrir sig sjálft hmmm)..... Finn samt enga tengingu við formúluna (líkfylgd fellur sennileg ekki þar inní) eða enska boltann (enginn Breti hér).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband