Færsluflokkur: Bækur
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Ég hef tekið áskorun Ellýar.......
......og ráðleggingum Jennýar.
Ég á fund með útgefanda í fyrramálið. Fokk it... eða þannig.
Hef ákveðið að taka Secret-ið á þetta. Hugsa jákvætt... allt að því hrokafullt. AUÐVITAÐ kemur eitthvað jákvætt út úr þessu. AFHVERJU ætti það ekki að gera það?
Aldingarðurinn my arse....
Og svo er það hin hliðin. Rowling, mamma Harry Potter, þurfti að tala við þó nokkuð marga útgefendur áður en hún fékk samning. Svo að fá ''nei'' er ekki banvænt.
Ég er farin á taugum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
HEFNDARÞORSTI - glæpasaga - 4. og síðasti hluti - ekki fyrir viðkvæma
Honum vegnar ágætlega í starfi. Vinnur sig upp í sölustjórastöðu. En eina fólkið sem hann á samneyti við eru vinnufélagarnir og aðeins á vinnutíma. Kvöldunum eyðir hann einn í lítilli leiguíbúð.
Hann hefur hvorki vilja né löngun til að elda ofan í sig og pantar nær undantekningarlaust mat af kínverskum veitingastað í nágrenninu. Snæðir yfir sjónvarpinu. Einn og yfirgefinn. Eina manneskjan sem hann hittir utan vinnutíma er sendillinn sem kemur með matinn til hans. Hann heldur að það sé kona er getur ekki verið viss. Líkaminn er svo undarlega ólögulegur og andlitið er hulið sólgleraugum og trefli. Sama hvernig viðrar.
Hann er ekki heill heilsu. Fær óútskýranlega hitatoppa og magakrampa. Sumar nætur kastar hann upp margoft og vaknar morguninn eftir slappur og valtur á fótunum. Heilsan fer versnandi en læknarnir finna ekkert að honum.
Tuttugu og þriggja ára lætur hún til skarar skríða í fyrsta skipti. Eftir að hafa komið fyrsta fórnarlambinu á kné og svipt það allri mannlegri reisn sat hún fyrir honum. Sljóvgaði með nákvæmlega réttu magni af lyfjum. Nógu miklu svo hann væri ósjálfbjarga en nægjanlega litlu til að hann skildi hvað væri að gerast. Vissi hver hún var. Þegar hún fann hnífinn sökkva inn í hold hans og lífið fjara úr líkamanum helltist yfir hana fölskvalaus gleði. Frá þeirri stundu varð þessi nýuppgötvaða gleðitilfinning drifkrafturinn í lífi hennar.
Þrjátíu og sjö ára er hann sem farlama gamalmenni. Heilsulaus og rændur allri lífslöngun. Börnin hans eru löngu orðin honum fráhverf og hann hefur hvorki andlega né líkamlega burði til að berjast fyrir ást þeirra og virðingu. Hann hefur brugðist þeim finnst honum. Öll sjálfsvirðing er honum horfin.
Næstu ár voru bestu ár ævi hennar. Einu árin í lífi hennar sem henni hefur fundist hún hafa fullkomna stjórn. Vald. Tilfinningin er svimandi.
Án allra mannlegra tilfinninga braut hún þá niður hvern á fætur öðrum. Og á réttum stað, á réttum tíma náði hún þeim á sitt vald með lyfinu góða. Skemmtilegustu og mest sálarhreinsandi andartökin eru þegar þeir skilja hver hún er. Og fullvissan um að þeir hafi engu gleymt.
Þeir vita hvað bíður þeirra og þeir vita hvers vegna. Hún gælir við þá hvern á eftir öðrum og nýtur þess að horfa á viðbjóðinn í svipnum á þeim yfir afskræmdu útliti hennar. Svo fær blóðið að renna undan hnífnum.
Hann drekkur ótæpilega. Sækir sömu staði og rónar bæjarins. Gamlar syndir ásækja hann meira en nokkru sinni fyrr. Brjótast upp á yfirborðið eftir að hafa verið kæfðar niður í fjölda ára. Hann situr og drekkur þar til sársaukinn er bærilegur. Þar til raddir fortíðar hætta að ásækja hann. Þá fer hann heim. Ef heimili skyldi kalla.
Hún er þreytt. Sálin er þreytt en ekki buguð. Lokaverkefnið er senn í höfn en hún hefur gert nýjar áætlanir. Hún treystir á hjálp frá honum. Treystir á, að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, bærist enn með honum vottur af ást á lífinu. Enn sé von til þess að hann berjist til að halda því.
Með þá trú í farteskinu bíður hún eftir honum eitt vorkvöld þegar hann kemur heim. Í þetta skiptið er lyfið óþarft.
Þau standa og horfa hvort á annað. Augnaráð hennar logandi af hatri og einbeitingu. Hann er skelfingu lostinn yfir þeirri hryggðarmynd sem blasir við honum. Kona með hálft andlit og undarlega skakkan líkama. Þar sem áður voru fingur vinstri handar er aðeins samankrepptur hnefi, hrukkóttur af brunaörum. Fingur hægri handar halda um kjötöxi og án þess að hún segi orð, veit hann hver hún er.
Hann undrast þennan skyndilega þrótt sem hann finnur fyrir. Í fyrsta skipti í langan tíma finnst honum hann finna blóðið streyma um æðar sínar. Viljinn vaknar af dvala. Hann er ekki tilbúinn til að fara. Hann skynjar hatrið sem streymir frá henni. En hann skynjar líka sorgina og óbætanlega kvölina. Sem hann skapaði. En hann á einskis kosta völ.
Átökin eru hatrömm en undarlega stutt. Fyrr en varir stendur öxin í holdi.
Sigrihrósandi glampa bregður fyrir í auga stúlkunnar. ''Ég vann'' hvíslar hún. Verkefninu er lokið og sársaukinn er horfinn. Líkaminn fellur í gólfið og óendanlegur friður er yfir andlitinu.
Augnaráð hans er tómt og starandi. Hendurnar skjálfa þegar hann tekur upp símann.
Með blikkandi ljósum og vælandi sírenum kemur vonin til hans. Vonin um að endurheimta sál sína og frið, sem hvarf í ljósum logum fyrir margt löngu, með skúrnum í syðsta enda skólalóðarinnar......
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
HEFNDARÞORSTI - Glæpasaga - 3. hluti - ekki fyrir viðkvæma
Forstjórinn dugmikli og gullfallega frúin hans skildu og upphófst hatrömm forræðisdeila þeirra á milli. Hann tapaði. Baráttan tók marga mánuði og andleg átök voru mikil.
Hún nýtti sér tækifærið. Sparkaði með glöðu geði í liggjandi mann. Með kænsku og útsjónarsemi þess sem hatar, sá hún til þess að ungi maðurinn varð uppvís af tilraun til fjárdráttar í starfi sínu. Af nákvæmni bjó hún svo um hnútana að eigendum fyrirtækisins var meira í mun að losna við hann en að gera málið opinbert. Síst af öllu vildi hún missa hann á bak við rimlana.
Áttundi bekkur. Fyrsti skóladagur eftir nýár. Hún var lokuð inni í verkfæraskúrnum í syðsta enda skólalóðarinnar. Sat róleg og beið. Öllu vön. Vissi að fyrr eða seinna kæmi einhver sem myndi opna fyrir henni. Hún þurfti bara að leggja við hlustir og fylgjast með.
Hún heyrði einhvern nálgast og stóðu upp. Byrjaði að nötra og skjálfa gegn eigin vilja þegar hún heyrði að þetta voru kvalarar hennar. Þeir voru hvíslandi og hlógu niðurbældum hlátri. Það vissi ekki á gott. Hún heyrði þá bjástra fyrir utan skúrinn og svo heyrðist hviss sem hún áttaði sig ekki á. Dyrnar opnuðust og einhverju var fleygt inn. Hurðinni var skellt aftur. Í myrkrinu sá hún neista af einhverju, andartaki áður en hvellurinn kom. Hún fann fyrir óbærilegum sársauka í höfðinu og sekúndum síðar fann hún, frekar en sá, að það skíðlogaði allt í kringum hana.
Kannski er þetta þá búið, hugsaði hún glöð, áður en myrkrið miskunnaði sig yfir hana.
Fyrsta kafla er lokið. Annar kafli bíður.
Forstjórinn fyrrverandi keyrir útaf í Kömbunum og er um tíma vart hugað líf. Brotinn á sál og líkama hefur hann enga hugsun á því að eitthvað var undarlegt við þetta slys. Kennir þreytu og vínglasi um.
Loksins finnst henni sér miða eitthvað fram á við.
Níunda aðgerð. Líkamlegi sársaukinn var á undanhaldi, en ekkert gat linað þær andlegu kvalir sem hún gekk í gengum.
Flugeldurinn var gallaður. Þessi sem sprakk í andlitið á henni. Ekki að það skipti neinu máli. Hinn kveikti í skúrnum.
Enginn gaf sig fram. Enginn kannaðist við að bera ábyrgð á að 13 ára stúlka lá örkumla og afmynduð á sjúkrahúsi. Hún tók af þeim ómakið. Um leið og hún gat haldið á blýanti skrifaði hún nokkur orð á blað. Játaði að hafa verið að fikta með flugelda.
Eftir nokkurra mánað endurhæfingu hefur hann náð það mikilli leikni með gervifótinn að hann stingur aðeins örlítið við. Á erfitt með að venjast því að horfa á stubbinn þar sem einu sinni var fótleggur.
Eftir langa leit fær hann starf. Hann er eiginlega undrandi á sjálfum sér að finna enn til minnstu lífslöngunar. Honum þykir það íronískt að gerast fasteignasali. Hitta og eyða tíma með fólki á hverjum degi sem er fullt tilhlökkunar. Pör sem sjá fram á líf með maka sínum og börnum á fallegu heimili sem þau skapa saman. Allt það sem hann eitt sinn átti. Allt það sem hans líf snerist um en er nú aðeins sætbeisk minning.
Henni tókst að blekkja þá alla. Geðlæknana. Sálfræðingana. Félagsfræðingana. Allir báru henni vel söguna. Dugleg, atorkusöm, ótrúlega bjartsýn, með þroskaða sýn á lífið. Þvílík ummæli. Hún hló innra með sér daginn sem þeir hleyptu henni út af stofnuninni. Ef sá hlátur hefði fengið að hljóma upphátt hefði engum verið rótt. Hún var sextán ára og sálin var kolsvört.
(4. og síðasti hluti verður birtur seinna í dag)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
HEFNDARÞORSTI - glæpasaga - 2. hluti - ekki fyrir viðkvæma
Hún tók einn fyrir í einu. Gaf hverjum og einum eins langan tíma og þurfti. Var ekkert að flýta sér. Kannski vildi hún treina verkefnið. Kannski var undirliggjandi hræðsla í huga hennar um framtíðina. Um það hvað tæki við þegar kæmi að leiðarlokum hjá þeim fimmta og síðasta. Hvaða stefnu tæki hennar líf eftir það? Þessar hugsanir ásóttu hana en hún bægði þeim frá sér eftir bestu getu. Hún lifði í núinu, í verkefninu, í markmiðinu.
Fjórði bekkur. Skelin var að harðna. Það þurfti meira til að græta stúlkuna. Hún beit á jaxlinn og barðist. Baráttan fór þó öll fram innra með henni. Hvorki með orðum né hnefum. Aðeins á sálinni. Hún var farin að skilja betur þá baráttu sem mamma hennar háði til að halda heimilinu saman. Elsku, duglega, blíða mamma sem hafði ekki hugmynd um hversu hratt örunum fjölgaði og hversu mikið þau dýpkuðu með degi hverjum. Stúlkan bar harm sinn í hljóði. Mömmu vegna.
Hún hafði fylgst með honum í mörg ár. Síðasta fórnarlambinu sínu. Á meðan hún planaði og lék sér að niðurrifi hvers og eins, hafði hún hina ávallt í sigtinu.
Hann var forstjóri vel þekkts verðbréfafyrirtækis. 35 ára myndarkarlmaður. Dáður fyrir dugnað. Kleif metorðastigann hratt og örugglega allt frá því að háskólanámi lauk. Hann átti gullfallega konu sem baðaði sig í aðdáun hans og sinnti börnunum þeirra tveimur af alúð og áhuga.
Sannkölluð vísitölufjölskylda, hugsaði hún meinfýsin. Fyrirmyndarfjölskylda í alla staði. En allir eiga sér leyndarmál. Eitthvað sem illa þolir dagsljósið. Jafnvel á litla Íslandi. Og hún var ákveðin í að finna hvað þar var. Þar myndi hún byrja á niðurrifinu. Þar ætlaði hún að hefja lokakaflann.
Fimmti bekkur. Hjartað var að harðna. Ekkert komst inn fyrir skelina lengur. Hún grét aldrei. Felldi aldrei tár. En sálin hrópaði og kallaði út í tómið. Skólasystur hennar létu hana afskiptalausa og hana sveið það sárar en sífelld niðurlægingin sem hún mátti sæta af hendi strákanna. Líkamlegt ofbeldi varð daglegt brauð fyrir henni. Þeir lágu í leyni og réðust að henni. Henni var hrint, spörkin dundu á henni og hún var lokuð inni í kompum og skúmaskotum skólans.
Með hverri önninni sem leið varð mamma stoltari af skúlkunni sinni fyrir iðjusemi í skólanum. Það varð haldreipi stúlkunnar. Hún lagði allt í lærdóminn. Fékk ávallt bestu einkunn í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Kennararnir töluðu um þöglu, námsfúsu stúlkuna sem aldrei brosti. Þeir furðuðu sig á henni en hún gaf þeim aldrei ástæðu til að halda að eitthvað væri að. Hún hleypti engum þeirra að sér. Það var einfaldlega of seint.
Það leið og beið og hún var orðin óþolinmóð. Óttaðist að hún myndi ekki finna útgangspunktinn. Fynndi engin leyndarmál. Að lokum hélt hún í þá von að svarið væri að finna hjá konunni hans. Eftir því sem hún fylgdist betur með hjónunum, því betur varð henni ljóst að hann elskaði konuna sína af ástríðu. Hann tilbað hana. Já. Eiginkonan var heppleg leið.
Með þetta í huga hóf hún leitina. Og ekki leið á löngu þar til ósóminn kom í ljós.
Sjötti bekkur. Einkunnir og ástundun ungu stúlkunnar var svo glæsileg að kennarinn hennar vildi færa hana upp um bekk. Hún varð skelfingu lostin og harðneitaði. Hún fann fyrir fáránlegu öryggi þar sem hún var. Hér vissi hún á hverju hún átti von. Stökk út í óvissuna hefði farið með hana. Og ofbeldið jókst og varð grófara. Fötin voru rifin utan af henni. Þeir alhörðustu leituðu á hana og hún fór að hata líkama sinn. Hataði sjálfa sig meira en kvalara sína.
Fljótlega eftir að hún beindi athyglinni að eiginkonunni gullfallegu, var ljóst hvers kyns var. Hún átti sér elskhuga. Og ekki bara einn. Þeir voru tveir sem henni tókst á listilegan hátt að skipta tíma sínum á milli. Og enginn af mönnunum þremur vissi af hinum. Byrjunin á leiknum var svo fullkomnuð þegar hún komst að því að yngra barnið var rangfeðrað og eiginkonan vissi það.
Hún hóf nafnlausar bréfasendingar til forstjórans, þar sem hún opinberaði svik eiginkonunnar. Með hatursfullri gleði fylgdist hún með upphafi hrunsins úr fjarlægð.
Sjöundi bekkur. Það komu stundir þar sem hún efaðist um að hún myndi lifa þennan vetur af. Í bókstaflegri merkingu. Þeir drekktu henni næstum því í eitt skiptið í sundtíma og í annað skipti héldu fjórir henni, á meðan sá fimmti brá meistaralega hnýttu reipi um háls hennar. Með sameiginlegu átaki hífðu þeir hana upp þar til hún blánaði í kringum varirnar. Hún gekk í rúllukragabol í margar vikur á eftir til að fela ummerkin.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Þrjár Þjóðhátíðar í Eyjum og Benny Hinn
Þrisvar hef ég farið á Þjóðhátíð í Eyjum. Skemmti mér konunglega í öll skiptin.
Fyrsta skiptið var ég fimmtán ára. Systir mín bjó í Eyjum á þessum tíma og ég fékk að fara undir því yfirskini að ég væri að fara að heimsækja hana. Sem og ég var. Eyddi samt litlum tíma undir hennar þaki. Aðeins yfir blánóttina.
Í annað skiptið var ég 24 ára og flaug frá Bakka með tveimur vinkonum mínum. Á þeirri Þjóðhátíð gerði ég allt sem ég gat til að koma vinkonu minni saman við einhvern breskan hljóðmann. Í dag gengur hann undir nafninu Bretinn í bloggheimum.
Í þriðja skiptið fór ég í félagi við Todmobile og má segja að ég hafi upplifað Þjóðhátíðina ''baksviðs'' í það skiptið. Eina Þjóðhátíðin sem ég var edrú allan tímann.
Að fara á Þjóðhátíð er sannkallað upplifelsi. Brekkusöngurinn og flugeldasýningin eru náttúrlega barasta gæsahúðarmóment og jákvæð múgsefjun. Algjörlega yndislegt. Það er stórkostleg upplifun að sjá 10 þúsund haugfulla Íslendinga setjast á rassgatið eins og þæg leikskólabörn og kyrja gamla útileguslagara og lög eftir Ása í Bæ með laglausan mann á kassagítar sem forsöngvara. Og hrópa awwww.... óóóóó... vááááá með tárin í augunum yfir glæsilegri flugeldasýningu.
Benny Hinn nær ekki upp betri stemningu á sínum besta degi
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Laugardagur, 21. júlí 2007
Þegar ég verð stór ætla ég að fá svona verðlaun
Ólafur Jóhann Ólafsson er einn sex smásagnahöfunda sem tilnefndir eru til írsku Frank OConnor-smásagnaverðlaunanna, fyrir bókina Aldingarðinn.
Það er alltaf gaman þegar íslenskir rithöfundar eru tilnefndir til erlendra verðlauna og ennþá skemmtilegra þegar þeir fá þau.
Langskemmtilegast verður þó þegar ég hlýt svona verðlaun.
Aldingarðurinn er fín bók. Mín verður betri.
Ólafur Jóhann tilnefndur til írskra smásagnaverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Skrifstofuvélar geta verið varasamar
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Maður er bara orðinn hagmæltur
Sá Einhverfi kom heim úr sumarbúðunum með hor í nös og hósta. Var svo kominn með hitavellu í morgun svo hér sit ég, heima, og get ekki annað.
Ætti svo sannarlega að nota tækifærið og gera eitthvað uppbyggilegt fyrir heimilið og ekki síður nýta góða veðrið og reita illgresi. Barasta nenni þessu ekki.
Nú er guttinn steinsofandi í sófanum í stofunni (thank God for that). Hann er búin að taka syrpu út á palli og kríta upp kreditlista í gríð og erg. Svo þegar pallhúsgögnin eru orðin fyrir listaverkasköpuninni þá á bara að færa þau til. Ef ég hefði ekki stoppað þetta þá væri ég núna með kreditlista einhverrar bíómyndar yfir endilangan pallinn hjá mér. Nýja pallinn minn!! O jæja. Fer af í næsta regnskúr.
Gelgjan spurði með þjósti þegar hún vaknaði í morgun: ''Afhverju eru allir heima''.
Vonbrigðin yfir heimavinnandi mömmunni (er það annars ekki partur af húsverkunum að blogga ) voru þó ekki vegna þess að hún ætlaði að detta í það eða neitt slíkt. Ástæðan var sú að nú fengi hún engan verkefnalista og þar af leiðandi engan vasapening.
Ég tók nefnilega þá ákvörðun að setja henni fyrir einhver smávegis heimilisstörf á hverjum degi á meðan ég væri í vinnunni og hún fengi 200 kr á dag fyrir það. Við byrjuðum á mánudaginn og fyrstu tvo dagana hefur hún tekið þetta mjög alvarlega og gert töluvert meira en henni er sett fyrir. Er afar stolt af afrekum sínum sem hún má alveg vera, 10 ára barnið. En það spilar líka stóra rullu að mamman íhugar bónusgreiðslur þegar afrekin eru svo stór og mörg.
Hei, kannski ætti ég að taka upp krosssauminn minn sem er farinn að rykfalla ofan í poka og setjast út og sauma í sólinni.
(Setjast, sauma, sólinni. Vá næstum því ljóð. Fellur pottþétt undir menning og listir og ljóð)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Það blundar tónlist í okkur öllum. Bara láta vaða.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta