Leita í fréttum mbl.is

HEFNDARÞORSTI - Glæpasaga - 3. hluti - ekki fyrir viðkvæma

 

Forstjórinn dugmikli og gullfallega frúin hans skildu og upphófst hatrömm forræðisdeila þeirra á milli. Hann tapaði. Baráttan tók marga mánuði og andleg átök voru mikil.

Hún nýtti sér tækifærið. Sparkaði með glöðu geði í liggjandi mann. Með kænsku og útsjónarsemi þess sem hatar, sá hún til þess að ungi maðurinn varð uppvís af tilraun til fjárdráttar í starfi sínu. Af nákvæmni bjó hún svo um hnútana að eigendum fyrirtækisins var meira í mun að losna við hann en að gera málið opinbert. Síst af öllu vildi hún missa hann á bak við rimlana.

 

Áttundi bekkur. Fyrsti skóladagur eftir nýár. Hún var lokuð inni í verkfæraskúrnum í syðsta enda skólalóðarinnar. Sat róleg og beið. Öllu vön. Vissi að fyrr eða seinna kæmi einhver sem myndi opna fyrir henni. Hún þurfti bara að leggja við hlustir og fylgjast með.

Hún heyrði einhvern nálgast og stóðu upp. Byrjaði að nötra og skjálfa gegn eigin vilja þegar hún heyrði að þetta voru kvalarar hennar. Þeir voru hvíslandi og hlógu niðurbældum hlátri. Það vissi ekki á gott. Hún heyrði þá bjástra fyrir utan skúrinn og svo heyrðist hviss sem hún áttaði sig ekki á. Dyrnar opnuðust og einhverju var fleygt inn. Hurðinni var skellt aftur. Í myrkrinu sá hún neista af einhverju, andartaki áður en hvellurinn kom. Hún fann fyrir óbærilegum sársauka í höfðinu og sekúndum síðar fann hún, frekar en sá, að það skíðlogaði allt í kringum hana.

Kannski er þetta þá búið, hugsaði hún glöð, áður en myrkrið miskunnaði sig yfir hana.

 

Fyrsta kafla er lokið. Annar kafli bíður.

Forstjórinn fyrrverandi keyrir útaf í Kömbunum og er um tíma vart hugað líf. Brotinn á sál og líkama hefur hann enga hugsun á því að eitthvað var undarlegt við þetta slys. Kennir þreytu og vínglasi um.

Loksins finnst henni sér miða eitthvað fram á við.

 

Níunda aðgerð. Líkamlegi sársaukinn var á undanhaldi, en ekkert gat linað þær andlegu kvalir sem hún gekk í gengum.

Flugeldurinn var gallaður. Þessi sem sprakk í andlitið á henni. Ekki að það skipti neinu máli. Hinn kveikti í skúrnum.

Enginn gaf sig fram. Enginn kannaðist við að bera ábyrgð á að 13 ára stúlka lá örkumla og afmynduð á sjúkrahúsi. Hún tók af þeim ómakið. Um leið og hún gat haldið á blýanti skrifaði hún nokkur orð á blað. Játaði að hafa verið að fikta með flugelda.

 

Eftir nokkurra mánað endurhæfingu hefur hann náð það mikilli leikni með gervifótinn að hann stingur aðeins örlítið við. Á erfitt með að venjast því að horfa á stubbinn þar sem einu sinni var fótleggur.

Eftir langa leit fær hann starf. Hann er eiginlega undrandi á sjálfum sér að finna enn til minnstu lífslöngunar. Honum þykir það íronískt að gerast fasteignasali. Hitta og eyða tíma með fólki á hverjum degi sem er fullt tilhlökkunar. Pör sem sjá fram á líf með maka sínum og börnum á fallegu heimili sem þau skapa saman. Allt það sem hann eitt sinn átti. Allt það sem hans líf snerist um en er nú aðeins sætbeisk minning.

 

Henni tókst að blekkja þá alla. Geðlæknana. Sálfræðingana. Félagsfræðingana. Allir báru henni vel söguna. Dugleg, atorkusöm, ótrúlega bjartsýn, með þroskaða sýn á lífið. Þvílík ummæli. Hún hló innra með sér daginn sem þeir hleyptu henni út af stofnuninni. Ef sá hlátur hefði fengið að hljóma upphátt hefði engum verið rótt. Hún var sextán ára og sálin var kolsvört.

 

(4. og síðasti hluti verður birtur seinna í dag)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég græt bara yfir sögunni þinni.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 11:06

2 identicon

Úffff

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Hugarfluga

Gæti verið mitt eigið sálarástand í dag, en ég höndla varla að lesa þetta.

Hugarfluga, 9.8.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Birna Dís

Seinna í dag????? Gef þér séns til 12:00

Birna Dís , 9.8.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svakalegt. Bíð spenntur!

Markús frá Djúpalæk, 9.8.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er farin á límingunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 12:14

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég las alla bókina í gærkvöldi (GLÆPIR) og ég verð að segja að ég er ekki sammála vinningsröðinni, mér finnst þín saga miklu betur skrifuð og meira spennó en sú sem var í fyrsta sæti. En þetta er skemmtileg bók aflestrar.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 12:19

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kristín mín. Það er ekki gott

Guðrún. Úff to you too

Arna. Muna rollonið

Hugarfluga. Það er leitt að heyra

Þið hin. Ætla að umskrifa aðeins síðasta hlutann svo það verður bið

Ásdís mín. Takk fyrir það. Já mér þótti margar sögurnar alveg hreint ljómandi góðar. Ég hef aðeins breytt orðalagi hér í 3. hluta og mun gera það sama með þann 4. og síðasta.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 12:25

9 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Er ekki málið að klára þetta Jóna mín, frekar en að láta okkur bloggvini þína kveljast í vinnunni - alltaf að stelast til að athuga hvort þú ert búin að skrifa meira...... Þetta er að verða óþarflega spennandi!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:26

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aha ég ætla ekki að kvarta...en samt ætla ég að kvarta - mig langar ekki að láta söguna hætta svona snemma! Þetta er svo skerí!

Búum til bíómynd reynum að fá Betu í liðið.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:35

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff!!! bíð spennt eftir seinasta hlutanum!

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 12:54

12 Smámynd: Birna Dís

Jóna við sitjum sko ennþá hér og bíðum... ertu nokkuð búin að gleyma okkur?

Birna Dís , 9.8.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband